Morgunblaðið - 20.12.1975, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 20. DESEMBER 1975
Litli bróðir
ogKalli á þakinu
Höfundur: Astrid Lindgren
Þýðing: Sigurður Gunnars-
son
Teikningar: Ilon Wikland
Prentun: Prentsmiðjan
Edda hf
Útgefandi: Bókaútgáfan
Fróði
Lítill sjö ára snáði, Sveinn
Sveinsson, kallaður Litli bróðir,
er sá, sem allt snýst um í þess-
ari sögu. Hann þráir að eignast
félaga, hund. en fær ekki.
Furðulegustu hlutir taka að
ske. Litli bróðir unir við leiki
og tiltektir, sem fullorðna fólk-
inu, og reyndar stálpuðu krökk-
unum líka, stendur beygur af.
Snáðinn skemmir, snáðinn
klifrar um þök húsa; fer inn
um'glugga; leikur vofu. Þetta
væri allt venjulegum strákapör-
um líkt, ef Sveinn Sveinsson
héldi því ekki fram, að með
honum í þessu undarlega hátta-
lagi væri vera, ósýnileg flest-
um, — Kalli á þakinu. I huga
drengsins var þessi trítill með
flughreyfil á haki, þurfti að-
éins að ýta á hnapp, rétt ofan
nafla, og þá ræstist hreyfillinn.
Kalli á þakinu gat meira að
segja flogið með Litla bróður.
Fvrst til þcss að sjá og viður-
kenna þennan skringifélaga
urðu leiksystkinin hans Kiddi
og Gunna. Um að Kalli á þakinu
vori raunverulegur, þurftu þau
engan að spyrja, en skálkarnir
Krúsi og Fúsi skipuðu honum á
bekk með vofum. Þar kom að
lokum, að mamma og pabbi
hittu Kalla á þakinu, þó vildu
þau aðeins hafa það milli sín og
harnanna.
Eins og allar góðar sögur,
endar sagan um litla bróður
vel, — hann stendur með eigin
hund í fangi.
Höfundur segir mjög
skemmtiiega frá, stendur mörg-
um þrepum ofar en flestir
þeirra barnabóka höfunda, sem
menn eyða hér orku í að þýða
eftir bækur. Hún hefir eitthvað
að segja, — og hún kann það.
Þýðing Sigurðar er listagóð,
málið mjög vandað, létt, og
hann hefir lagt á sig að læra
ritreglur og það vel.
Myndir skemmtilegar. Prýða
bókina.
Prófarkalestur vandaður og
prentun er góð.
I einu orði: Prýðisbók. Hafið
þökk fyrir.
Fletti myndir
Skoðum mvndir segjum
sögur
a. I sveitinni
b. f borginni
Teiknari: Barrv H. Finnev
Hönnuður: Iris Grender
Utgefandi: Örn og Örlygur
Þetta eru tvær bráðsnjallar
myndabækur iðandi af lífi og
athöfn. Svo listilega eru þær
gerðar, að það er sama, hvernig
þú flettir, alltaf fellur spjaldið,
sem upp kemur, inni heildar-
myndina. Til slíks hefir þurft
mikla yfirlegu, mikla kunnáttu.
Þó myndirnar séu snjallar, þá
er þó um hitt meira vert, að
þær eru hjálp, — áskorun, ung-
um börnum til þess að tjá sig.
Slíkra bóka var vissulega þörf í
þjóðfélagi sem hærra og hærra
girðir aldurshópa sína af, gaml-
ir í einu horni, driföfl vinnu-
markaðarins í öðru, og börn ein
að dútli fyrir utan þessi skot
bæði. Bækurnar gera kröfu til
þess að aldurshóparnir hittist
við girðingar sínar, og skoði
myndirnar saman. Foreldrar
þurfa að hjálpa börnum sínum
t.þ.a. koma auga á, hve frábær
skemmtun er að slíkum bókum.
Ég vildi vita þær á borðum
skólabarna, og það við móður-
málsnám. Já, enn einu sinni
hefir Erni og Örlygi heppnast
að senda frá sér athyglisvert
verk, sem ég hvet forelda og
kennara t.þ.a kynna sér náið.
Látið ekki nægja að skoða bæk-
urnar óupprifnar, flettið þeim
og sjáið hvað skcður.
Kg hefði kosið, að hækurnar
væru ekki rifbækur, heldur
skornar af útgáfufyrirtækinu
sjálfu. Þær hefðu orðið fallegri
þannig. Hafið innilega þökk
fyrir frábært verk.
Hœðargerði
á uppleið
Höfundur: Max Lundgren
Þýðing: Evvindur Eiríksson
Prentun: Prenlsmiðjan Set-
herg
Utgefandi: Iðunn.
Þetta er saga um knatt-
spyrnulið í þriðju deild, frá-
sögn af því, hvernig liðið vinn-
ur sig með dugnaði til afreka á
knattspyrnuvöllum; saga um
menn sem fórnuðu fjölskyldu
fyrir íþróttaframa; drengi sem
urðu fyrir háði og spé kennar-
ans, þar eð æfingar kröfðust
tíma frá námsbókum; en þetta
er líka saga um dugnað við
vinnu og hugkvæmni. Vissu-
lega er þetta líka saga fyrir
stálpaða drengi, sem hafa
ánægju af knetti, og slíkir eru
margir, ef draga má ályktun af
þeirri alúð sem fjölmiðlar
leggja við þessa íþróttagrein.
Höfundur segir söguna
þokkalega, heldur ekki meir.
Það er eins og hann nái ekki
tökum á verkinu, nær ekki að
gæða frásögn sína nema hálfu
lífi.
Bðkmenntlr
Sigurður Haukur
Guðjónsson skrif-
ar um barna- og
unglingabækur
Þýðanda var mikill vandi á
höndum, því að þó íþróttagrein-
in hafi aðlagazt íslenzkum fót-
um, þá hefir hún ekki náð takti
við íslenzka tungu. Ef litið er á
verkið allt, hefir honum tekizt
vel, en stundum er sem hann
sitji örþreyttur og leiður við
verk sitt: ,,hélt áfram að
messa“ (60); „kann heilmikið í
fótbolta“ (77), „Kraftaverk í
smáum stfl“ (81), „Hann sendi
aldrei boltann bara eitthvað"
(81), „En um hið „raunveru-
lega“ Iíf vissi ég ekki margt.
Hann stóð háðum fótum í þvf
miðju." (85), „sólaði einn ósa-
manninn enn“ (98), Þetta kalla
ég hálfklæddar hugsanir. Próf-
örk er vel lesin. Vinna prent-
smiðju góð. Bók fyrir knattunn-
endur.
Bílar, flugvélar
og öll heimsins
furðulegustu
farartœki
Höfundur: Richerd Scarrv
Þýðandi: ? ? ?
Setning: Edda h.f.
Prentun og hand: Gyldendal
Þetta er frásögn af grísafjöl-
skyldu í skemmtiferð. Margt
hendir, margur farkosturinn
þýtur hjá. Höfundur notar
Lilju löggu og Bósa hund t.þ.a.
auka eftirvæntingu lesandans,
lætur þau þreyta kapp á síðum
bókarinnar.
Myndirnar eru listagóðar,
svona teiknar ekki nema kunn-
áttufólk.
Hver er þýðandinn? Það er
ekki líkt Erni og örlygi, því
vandaða útgáfufyrirtæki, að
fela slíkt. Þýðingin er góð, ef
undan eru skildir hortittir eins
og „afturbyggður bíll“ (43)
hvaða bifreið er það ekki?, eða
... ekki lengur um snjó að
ræða“ (62), hingað til hefúr
slíkt verið nefnt auð jörð.
Prentun og setning góð, ef
horft er yfir mistökin á síðu 23.
Þetta er skemmtileg
fjölskylda, sem gaman er að
ferðast með.
Jólasveinar og jólatré
JÓLASVEINAR eru nú víða
komnir á krei.k og stefna til
byggða. I gær varð vart við jóla-
sveina í Akrafjalli og kváðust þeir
vera á leið til Akraness og verða á
Akratorgi í dag, laugardag.
A Akratorgi verður kveikt á
jólatré kl. 4. Tréð er gjöf frá vina-
bæ Akraness, Tönder í Dan-
mörku. Þorvaldur Þoryaldsson
kennari afhendir tréð fyrir hönd
gefenda, en Magnús Oddsson
bæjarstjóri veitir þvi viðtöku
fyrir hönd Akranesbæjar. Kirkju-
kór Akraness syngur jólalög.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum frá Æskulýðsráði og
Skagaleikflokknum munu jóla-
sveinarnir vera væntanlegir á
torgið þá strax á eftir.
Njáls sagaí
franskri þýðingu
Uppreisn í
Mozambique
Jóhannesarborg,
18. desember Retuer
STJÓRNIN í Mozambique bældi
niður uppreisn i höfuðborginni
Lourenco Marques i dag sam-
kvæmt fréttum sem bárust til
Suður-Afríku.
Hópur 400 hermanna og lög-
reglumanna reyndi að ná höfuð-
borginni á sitt vald og margir
féllu í bardögum uppreisnar-
manna og liðsmanna Frelimo,
þjóðfrelsishreyfingar
Mozambique.
Umsáturslið
fær liðsauka
Amsterdam, 18. des. Reuter
HOLLENZK yfirvöld sendu í dag
liðsauka til indónesísku ræðis-
mannsskrifstofunnar þar sem að-
skilnaðarsinnar frá Suður-
Mólukkaeyjum haida enn 25
manns í gíslingu.
Samningamaður frá Suður-
Mólukkaeyjum séra Semuel
Metiagi, gerði árangurslausa til-
raun til að fá mennina til að
sleppa gislunum og gerir aðra
tilraun á morgun.
NJÁLS SAGA er nú komin
út í pappírskiljuútgáfu hjá
forlaginu Union Générale
d’Éditions í París í nýrri
franskri þýðingu eftir Elín-
borgu Stefánsdóttur og
eiginmann hennar, Gérard
Chinotti. Á frönsku nefnist
Njáls saga La saga de Njall
le Brulé og á bókarkápu er
hún kölluð eitt af meistara-
verkum heimsbókmennt-
anna. Þau Elínborg og
Gérard skrifa einnig for-
mála, skýringar og skrá
yfir nöfn og hlutverk
helztu persóna.
Lasaga
de NjaU le Brulé
Mál kvenna
á þingi
Sameinuðu
þjóðanna
New York, 7. des.
Kvennaárið og framhald þess
í næstu 10 ár hefur verið mikið
rætt á 30. allsherjarþingi Sam-
einuðu þjóðanna, enda kemur f
hlut þeirrar stofnunar að fylgja
eftir þeirri stefnu, sem tekin
hefur verið til að rétta hlut
kvenna um allan heim, svo að
þær verði jafn réttháar karl-
mönnum í þjóðfélaginu. Is-
lenzka sendinefndin hefur tek-
ið mikinn þátt í þessum störf-
um í nefndum. Ásamt fleiri
þjóðum flutti tsland 2 tillögur
um þessi mál í 2. nefnd, sem
fjallar um efnahags- og þróun-
armál, og hafa báðar verið sam-
þykktar. Atta tillögur um fram-
hald kvennaársins voru lagðar
fram í 3. nefnd, sem fjallar um
félags- og menningarmál og
fékk því yfirlýsinguna og fram-
kvæmdaáætlunina frá Mexico-
ráðstefnunni til meðferðar.
Urðu þar miklar umræður, sem
ísland tók þátt í. Elín Pálma-
dóttir, sem er í íslenzku sendi-
nefndinni, flutti þar ræðu sl.
fimmtudagskvöld, þar sem m.a.
var sagt frá vel heppnuðum að-
gerðum ísl. kvenna á árinu.
Tillagan í annarri nefnd, sem
ísland átti hlut að með 11 öðr-
um löndum, gerir m.a. ráð fyrir
að aðgerðir og skýrslur um
bætta stöðu kvenna í heiminum
verði felldar inn í aðrar þróun-
aráætlanir gegnum efnahags-
og félagsmálaráð SÞ. Tillagan í
6. nefnd, sem tsland var með-
flytjandi að, miðar að því að
auka hlut kvenna í starfsliði
Sameinuðu þjóðanna, þar sem
aðeins 3 konur eru í hópi rúm-
lega 100 karla í efstu stöðum og
þar sem hlutur kvenna í emb-
ættisstörfum hefur jafnvel far-
ið heldur lækkandi á sl. ári.
Gerir tillagan, sem var sam-
þykkt m.a. ráð fyrir að stefnt
skuli að þvi að auka hlutfall
kvenna á næstu 4 árum um 5%
í stöðum, sem ráðið verður í og
jafnframt að hvatt skuli til um-
sókna frá hæfum konum, um
leið og þess skuli gætt að ráðn-
ipg kvenna til SÞ jafnist meira
á hina ýmsu hluta heims.
Tillögurnar átta, i félags- og
menningarnefndinni, voru all-
ar samþykktar á kvöldfundi á
fimmtudagskvöld og fara nú
fyrir allsherjarþingið til stað-
festingar. Þær fjalla um marg-
víslega þætti málsins. Sam-
þykkt var að vinna á næsta ára-
tug að því að koma i fram-
kvæmd yfirlýsingunni og fram-
kvæmdaáætluninni frá Mexico,
helga áratuginn 1976—85 því
verkefni að jafna stöðu kvenna
og karla í þjóðfélaginu, og efna
til ráðstefnu 1980 til að gera
upp hvernig miðað hefur á
þeirri braut. Að þessu skuli
unnið á alþjóðavettvangi, 2 í
heimalöndunum og hjá Samein-
uðu þjóðunum og öllum stofn-
unum þeirra. Verkefnið skuli
tengt og fellt saman við önnur
þróunarverkefni, og að unnið
með könnunum, þjálfunar- og
menntunaráætlunum, með sér-
stökum aðgerðum til að bæta
fjárhagslega aðstöðu kvenna,
möguleika kvenna í afskekkt-
um dreifbýlisstöðum á hnettin-
um o.s.frv. Og ákveðið var að
sjóður sá, sem stofnað var til
með frjálsum framlögum til að
standa straum af kvennaárinu
og Mexicoráðstefnunni og enn á
nokkurt fé, skuli halda áfram
að starfa næsta áratug og verða
efldur.
Svo sem annars staðar á
þessu allsherjarþingi S.þ. hafa
arabaiöndin og stuðningsmenn
þeirra blandað inn í tillögur um
málefni kvenna tilvitnunum í
nýlega samþykkt allsherjar-
þingsins um að zíonismi sé kyn-
þáttastefna, og þar með gert
mörgum þjóðum illkleift að
samþykkja tillögurnar óbreytt-
ar. Var þannig í aðaltillögunni í
3. nefnd um framvindu mál-
efna kvenna, vísað i Mexicoyfir-
lýsinguna, sem inniheldur slík
ummæli. Islenzka sendinefndin
í Mexico gat því ekki fállizt á
hana og gaf þar skýringu á sínu
neikvæða atkvæði.
Islenzka sendinefndin hjá
Sameinuðu þjóðunum tók það
ráð að sitja hjá, er atkvæði voru
greidd um þessa einu grein, en
samþykkja tillöguna að öðru
leyti með atkvæðaskýringu,
sem Ingvi Ingvarsson, sendi-
herra okkar, gerði. Sagði hann,
að hin jákvæða afstaða Islands
beindist að stuðningi við að-
gerðir til að bæta stöðu konunn-
ar í þjóðfélaginu og gera konur
fullgilda þátttakendur í þróun-
inni og eflingu friðar í heimin-
um, en hann tæki það skýrt
fram að íslenzka sendinefndin
gæti ekki sætt sig við neinar
tilvitnanir í samþykkt Mexico-
ráðstefnunnar, sem bendluðu
zíonisma við kynþáttastefnu og
kynþáttamisrétti. Tillagan var
samþykkt með 88 atkvæðum
gegn 2, 26 sátu hjá, þar á með-
al Efnahagsbandalagslöndin.
Danmörk og Noregur voru á
móti, en Svíþjóð og Finnland
með. Af þessari sömu ástæðu
greiddi Island ásamt öðrum
Norðurlöndum atkvæði á móti
annarri tillögu varðandi friðar-
mál, þar sm kynþáttamisrétti
og zíonisma var blandað í nær
hverja málsgrein. Og Island sat
hjá við atkvæðagreiðslu um
þriðju tillöguna um afnám mis-
réttis gegn konum vegna sams-
konar orðalags. Að öðru leyti
samþykkti Island þær tillögur,
sem fýrir lágu. Var æði mikill
hiti í atkvæðagreiðslum af þess-
um sökum. Fjölmargar þjóðir
töldu sig knúðar til að gera
grein fyrir atkvæðum sínum á
undan og eftir atkvæðagreiðsl-
um. flestar í sama anda sem
ísland. Utan Saudi-Arabíu, sem
kvað það einu ástæðuna til að
hún samþykkti slíka tillögu um
aðbæta stöðu konunnar, að zíon-
istar væru þar sakaðir um kyn-
þáttamisrétti. Áður hafði hinn
litríki fulltrúi þeirra, Barudi,
lýst því yfir f ræðu að konur
hefðu ekkert að gera út af
heimilunum. Menn sæju hvern-
ig færi í Bandaríkjunum, konur
tækju bara vinnuna frá körlum
og sköpuðu atvinnuleysi. En sú
rödd var mjög hjáróma á þess-
um stað, þar sem allir fulltrúar
aðrir, svartir hvítir og gulir,
lýstu fylgi sínu við kvennaárið
og 10 ára framkvæmdaáætlun
þar sem átak til þróunar um
heim allan væri óhugsandi án
þess að þar kæmi til bætt staða
kvenna. — E.Pá.