Morgunblaðið - 20.12.1975, Page 25

Morgunblaðið - 20.12.1975, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1975 25 Ástir og ferðalög Kristmann Guðmundsson: STJÖRNUSKIPIÐ. 155 bls. Alm. bókaf. 1975. Otgefandi bannar að bók þessi, Stjörnuskipið, sé afrituð án leyfis, hvort heldur er að hluta eða heild. Erfitt er að segja álit sitt á bók ef ekki má skfrskota til hennar með bein- um tilvitnunum. Þess verður þó freistað. Á titilblaði Stjörnuskipsins segir að þetta sé „geimferða- saga“. Rétt er það svo langt sem það nær. Sagan gerist á ferð um geiminn. Hins vegar tel ég ekki vera nema hálfan sannleika að kalla þetta vísindaskáldsögu eins og mig rekur minni til að hafa heyrt hana nefnda. Krist- mann Guðmundsson sýnist ekki vera tæknilega sinnaður rithöf- undur f þess orðs eiginlegri merking. Og þó svo að hann kunni að binda vonir við vís- indalegar framfarir í heimin- □ Jón Þórðarson frá Borgarholti: □ Á FLEYGRI STUND □ Ljóð. 78 bls. □ Fjölvi. Rvík 1975. JÓN Þórðarson frá Borgarholti er aldurhniginn maður. Sjötíu og þriggja ára sendir hann frá sér eins konar æskuljóð. Aldursins vegna, ljóðanna i bókinni sömuleiðis, hefði hann eins getað sent þau frá sér fyrir fimmtíu árum. Kvæði Jóns sverja sig í ætt við ljóð þau sem islensk skáld voru að yrkja fram eftir fyrsta fjórðungi aldarinnar. Við sjáum hilla þarna undir nýrómantísku skáldin um aldamótin. Þor- steinn Erlingsson stendur álengdar. Ofurviðkvæmnin, sem réð hér ríkjum í ljóðlist- inni um 1920, gefur líka einn tóninn í samhljómi þessara kvæða. Það er annað en gaman þegar klukkan stansar og stend- um gætir þess lítt í þessari sögu. Hins vegar er hann höf- undur dulspeki og dulhyggju. Og á þau mið er einmitt róið í þessari sögu, miklu fremur en hin vísinda- og tæknilegu. Dul- spekin kennir að ekki sé allt sem sýnist og að ekki sjáum við heldur allt sem til er, ekki einu sinni þaðsemnæstokkur hrær ist. í sjálfu sér er ekki óvfsinda- iegt að hugsa þannig, getur meira að segja talist hávísinda- legt ef svo ber undir. Ástæða þess að dulspekingar eíga litla samleið með vfsindamönnum, vægast sagt, er hins vegar sú að þeir eru oft jafnóvísindalegir í hugsun og rökfærslu og vfs- indamennirnir eru að hinu leyt- inu lítið dulspekilegir. Nei, þessi sagá er ekki vís- indi. Miklu fremur tel ég þetta til ævintýra. Með þvf að láta mann þjóta frá jörðinni á fljúg- andi diski er aðeins verið að tengja ævintýrið hlutlægum ur í hálfa öld! Ég sé fyrir mér viðtökurnar sem þessi bók hefði hlotið fyrir fimmtíu ár- um. Þær hefðu orðið góðar, get ég mér til. Nafn höfundar hefði óðara verið letrað á ungskálda- listann. En látum lönd og leið strauma og stefnur og tísku og spyrjum um gæðamatið eitt saman. Þá ætti varla að skipta máli hvenær bók kemur út; og þá víst ekki þessi fremur en aðrar. Jón Þórðarson yrkir býsna vel og það ætti að vera nóg á hvaða tíma sem er. Ljóð hans eru vandvirknislega unn- in. Hann er næmur á fínu strengina á ljóðhörpunni. Og viðvaningsbragur er ekki til- takanlegur á þessum kvæðum hans, síður en svo, enda er hann enginn nýsveinn á Braga- bekk, hefur sent frá sér kveð- skap áður þó hvorki hann né aðrir hafi gert veður út af því. Yrkisefni Jóns eru fyrst og veruleika í samtímanum. Sam- tíma þjóðsögum — væri ef til vill réttara að kalla það. Ferða- lagið væri engu furðulegra þó flogið væri á teppi, aðeins forn- legra. En til hvers er maður svo að fara út í geiminn? Meðal ann- ars til að víkka sjónarsvið sitt, safna reynslu, verða víðsýnni og þá hugsanlega betri maður eða yfirhöfuð f sama skyni og maður ferðast, hvar sem hann er og hvenær sem er. En í fjar- lægðinni gefst einnig tækifæri til samanburðar. Geimfari, sem komið hefur til annarra hnatta, hlýtur að meta jarðlífið á nýjan hátt í ljósi þess samanburðar Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON fremst landslagið, náttúran, séð með augum hins brottflutta sveitamanns. Hann unir við sól og vor í faðmi grænna dala og blárra fjalla undir heiðum himni, nýtur góðs veðurs af hjartans lyst. Og velur landinu orð sem tjá fegurð og eru sjálf fögur (það er að segja lipur að kveðandi, létt að hrynjandi). Orðasafn Jóns er hefðbundið, sótt til skáldanna sem áður get- ur — skáldanna sem ortu sig inn að hjarta æskunnar þegar Jón var ungur að árum; skáld- anna sem gáfu kynslóð hans draumaland náttúrunnar í vöggugjöf. Að þeirri gjöf mun kynslóð sú alla tið búa. Og eins og títt er um þá sem slitu barnsskónum i sveit en hafa svo Iifað fullorðinsárin í þéttbýlinu hugsar Jón til heimahaganna með söknuði og þakklátum huga. Staddur í London yrkir hann kvæði sem sem hann hefur við líf annars staðar. Söguhetjan í Stjörnu- skipinu kemst að raun um að jarðlífi okkar er fundið hitt og annað til foráttu þar efra og að fbúar annarra hnatta bera ekki í öllum greinum traust til jarð- arbúa. Einnig kemst hann að því að við hér neðra stöndum ekki öllum framar að andlegum þroska — eigum margt ólært. Stjörnuskipið er þvi ádeilusaga öðrum þræði. En ástin? Hvernig væri saga eftir Kristmann þar sem engin væri ást? Er ekki auðveldara að ímynda sér geimferð en slíka sögu. Kristmann hefur alltaf verið fyrst og fremst ástaskáld. Og er það enn. Geimfarar hans hitta fagrar konur og njóta ást- arunaðar í faðmi þeirra. 1 Stjörnuskipinu er þó tæpast á ferðinni nein þrfskipting efn- is: geimferð, ádeila, ást — held- ur er þetta allt samþrinnað. Astin í skáldsögum Kristmanns — hversu áköf og heit sem hún er — hefur alltaf lýst sér sem leit að einhverju háleitu og há- tíðlegu og dulúðugu — leit að fullkomnun. Astin birtist lika þarna sem guðlegur innblástur heitir „Hugsað heim“ og byrjar svona: Næturdjúpsins litla Ijós, láttu geisla þfna bláum fjöllum, brekkurós bera kveðju mfna. í ferskeytluforminu eða brag- arháttum, sem standa því nærri, tekst Jóni best upp. Til að mynda þessi ,,Staka“ — er hún ekki smellin? Ifún er undur létt f lund, — Ijúfa hrund ég kenni, eina stund á Edens grund átti ég fund með henni. Nokkrum lengri kvæðum i bókinni, t.d. síðasta kvæðínu, ,,Papar“, mun skáldið ætla meiri hlut, hygg ég, en bregst þá fremur hvort tveggja, orða- val og hagmælska, það eru þvert á móti léttu og lýrísku og stuttu kvæðin sem bera uppi bókina, gefa henni stemming. Krlstmann Guðmundsson. sem að vísu tengist efninu stund og stund en varir ekki heldur lengur en innblásturinn helst. Þó elskendurnir i sögum Kristmanns séu ekki alltaf ríkt fólk og voldugt, síður en svo, gerir hann það ávallt rikt og voldugt í ást sinni, það lifir ástina sem nokkurs konar hlut- deild í ódauðleika og verður Framhald á bls. 26 Ekki vílar Jón fyrir sér að yrkja tækifæriskvæði og birta þau. Sömuleiðis á hann til að yrkja undir annars nafni. En hvorugt mundi hvarfla að skáldum sem taka sig hátiðlega nú á dögum; þarf því kjark til — eða er ekkisvo? Eitt neikvætt: tæpast kann ég við að rætt sé um óhlutlæg hug- tök í annarri persónu, t.d.: „Þú heillar mig hálftýnda sögn“ (Papar). En Jón er víst ekki uppfinningamaður þeirrar að- ferðar. „Á fleygri stund" (nafnið er ekki alls kostar frumlega valið samanber „Fleygar stundir" Jakobs Thorarensens) er snot- urlega útgefin bók. Til að mynda blasir strax við heilmik- ið málverk framan á kápu. Höf- undur þess er og enginn annar en Magnús Þór Jónsson en þar mún saman kominn í einni og sömu persónunni sonur höf- undar og hinn margfrægi Meg- as. Svo mikil er sveitasælan i kápumyndinni að maður segir ósjálfrátt við sjálfan sig: En rómantískur ungur maður! Aftanskin minninganna Geysispenn- andi njósnasaga Landafund- irnir miklu □ Dusko Popov. Q] Njósnari nazista f þjónustu Breta. Q Almenna bókafélagið. □ Þýðandi Björn Jónsson. Maður er nefndur Dusko Popov, kominn af auðugum ætt- um I Dubrovnik á Adrihafs- strönd. Lauk lögfræðiprófi i Júgóslavíu um miðjan fjórða áratug aldarinnar og hélt þá til framhaldsnáms í Freiburg í Þýzkalandi. Þar sökkti hann sér niður í fræðiiðkanir og gleðilíf, kynntist ungum og efnuðum Þjóðverjum, skammaði nazista í útlendingaklúbbnum og komst í kast við Gestapo um það bil er hann varði doktors- ritgerð við háskólann. Svona hljómar í sem fæstum orðum æskusaga þess manns, sem átti eftir að vinna einhver furðulegustu njósnaafrek síð- ari heimsstyrjaldrjnnar Að námi loknu hélt Popov aftur heim til Júgóslavíu og starfaði þar sem lögfræðingur. Þegar stríðið hófst kom vinur hans og skólabróðir, Jóhann Jebsen, að máli við hann og fékk hann til þess að aðstoða sig við sölu þýzkra skipa til Bretlands. Þetta var auðvitað stranglega bannað, en alltaf er hægt að leika á yfirvöldin, ef maður hefur rétt sambönd. Jebsen var andnazisti og til þess að komast hjá herþjónustu gekk hann i Abwehr, sem var undir stjórn Canaris flotaforingja. Þar komst hann til mikilla áhrifá og fyrir hans tilstilli gerðist Popov njósnari Þjóðverja í Bretlandi. Hvorugum þeirra mun þó nokk- urn tíma hafa komið í hug að Popov yrði alvörunjósnari Þjóðverja. Hann hafði þegar í stað samband við fulltrúa brezku leyniþjónustunnar á Balkanskaga og bauð honum þjónustu sína. Hana þáðu Bret- ar og þegar Popov kom til Eng- lands tóku fulltrúar þeirra á móti honum. Bretar Iögðu hon- um til falskar upplýsingar til þess að mat Þjóðverja á hann flutti þær gjarnan til Lissabon til höfuðstöðva Abwehr þar. Þaðan voru þær sendar til Berl- ínar, og villtu óumræðilega fyr- ir þýzku herstjórninni. í Lissa- bon komst Popov á snoðir um margar helztu fyrirætlanir Þjóðverja og frá þeim gat hann skýrt yfirmönnum sínum í London þegar þangað kom. Ekki er vafi á því, að starfsemi Popovs átti mikinn þátt I vel- gengni Bandamanna f styrjöld- inni. Hann dró Þjóðverja hvað eftir annað á tálar, og sagt var að hann hefði með upplýsing- um sínum haldið miklum þýzk- um herafla fjarri orrustusvæð- inu þegar innrásin í Evrópu var gerð. Bðkmenntlr eftir Jón Þ. Þór Árið 1941 tóku Þjóðverjar uppá þvi að senda Popov til Bandaríkjanna til þess að byggja upp njósnastarfsemi þeirra þar. Bretar vissu eðli- lega um þetta og höfðu sam- band við Bandaríkjamenn, sem með þessu móti hefðu getað stjórnað þýzka njósnakerfinu i landi sínu. Ymsar mikilvægar upplýsingar hafði Popov i fór- um sínum er hann hélt vestur um haf, m.a. gat hann skýrt Bandaríkjamönnum frá fyrir- hugaðri árás. Japana á Pearl Harbour fjórum mánuðum áð- ur en hún var gerð. Af ein- hverjum dularfullum orsökum var þessum upplýsingum ekki sinnt, og árásin kom banda- riska hernum algjörlega að óvörum. Sennilega kemur ein- feldni, hroki og heimska J. Edgars Hoovers, hvergi nötur- legar fram en í þessari bók. Af för Popovs til Bandaríkjanna varð enginn árangur. Þannig er saga þessa ævin- týramanns f stuttu máli. Sumir íegja að hann muni vera fyrir- myndin að James Bond, en sjálfur segir Popov, að Bond hefði varla haldið lifi í tvo sól- arhringa, ef hann hefði verið njósnari. Frásögn Popovs er geysispennandi frá upphafi til enda. Saga hans er miklu betri Framhald á bls. 28 Þriðja bókin í bókaflokknum „Lönd og landkönnun" er komin út, og ber hún heitið Landafundirnir miklu. Höfund ur bókarinnar heitir Duncan Castlereagh og hefur hann frá- sögnina með því að ræða hina sögulegu nauðsyn, sem leiddi til landafundanna: sókn múhameðstrúarmanna, eftir- spurn eftir austurlenzkum vörum í Evrópu o.fl. Þessu næst kemur langur kafli um siglingar Portúgala suður með Afríkuströndum og leit þeirra að sjóleiðinni til Indlands. Sagt er skýrt og nákvæmlega frá könnunarleiðöngrum, sem farnir voru að frumkvæði Hinriks sæfara, og fyrstu ferð Vasco da Gama til Indlands er skemmtilega lýst, auk annars. Nær þessi frásögn yfir nær helming bókarinnar. Þessu næst hefst frásögn af Kólumusi og ferðum hans og annarra sæfara, þar á meðal Cabot- feðga, til Ameriku. Loks er sagt frá hnattsiglingu Magellans. Frásögn bókarinnar er öll mjög skýr og skemmtileg, en hins vegar er ekki jafnvægi i því hve mikið er sagt frá hverjum þætti. Mun meir og nákvæmar er sagt frá land- könnun Portúgala í austurvegi en frá fundi Ameríku og land- könnun þar. Lítið sem ekkert er skýrt frá landkönnun i S- Ameriku, en vera má að það verði efni næsta bindis. Höfundur gætir hlutleysis i frásögn sinni, og er ástæða til að gagnrýna efnismeðferð hans, þótt hann velji að vísu nokkuð á milli skoðana fræðimanna á þessu sviði. Margt í sögu landafundanna er enn óljóst þótt heimild- ir séu rikulegri en frá fyrri landkönnunarferðum. Höfundur gerir góða grein fyrir útbúnaði og tækjakosti landkönnuðanna og sýnir þar glöggt, hve mikið afrek þessar ferðir voru. Hið eina semaðokkur Islendingum snýr, og ef til vill er ástæða tii þess að gjalda varhug við, er, að höfundur telur nær fullvíst að Kólumbus hafi komið til Is- lands og fengið þar fregnir af löndum í vestri. Um þetta eru menn alls ekki sammála svo ekki sé meira sagt. Eins og fyrri bækur í þessum flokki er þessi mikið mynd- skreytt og er myndavalið ágætt. Þarna eru myndir af gömlum málverkum og teikningum af söguhetjunum og skipum þeirra, myndir eru af ýmsum þeim stöðum, sem fjallað er Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.