Morgunblaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1975
Sr. Þorsteinn
Briem lýkur
upp ritningunum
Það er alltaf hnýsilegt að
handleika nýja bók. Og lesand-
inn verður þeim mun forvitnari
sem látin hefir verið meira af
höfundinum. Nú stend ég einn
daginn með húslestrabók sr.
Þorsteins Briems i höndunum,
veg hana og skoða í krók og
kring og þykir bókin falleg og
mikil að vöxtum. Og það rifjast
upp fyrir mér, að í æsku heyrði
ég oft minnzt á stjórnmála-
manninn og ráðherrann Þor-
stein Briem, einnig á snjallan
prédikara prestinn á Akranesi.
Og mér varð um og ó, því að
hvað var vísara en ræðuskör-
ungurinn hefði fengið að láni
eitthvað af ljóma þjóðmálaskör-
ungsins, en eftir sætum vér á
miðjum 8. tug aldarinnar með
hismið, þar sem kjarninn til-
heyrði öðrum tíma, ólystilegur
nýrri kynslóð.
Vitanlega gegnir öðru máli
um kirkjuræður en skáldskap,
þær geta aldrei, komizt til
fullra aðila í bók, en um það
tjóar ekki að fást. Allt að einu
nutu sumar postillur meiri vin-
sælda fyrrum en aðrar bækur á
Islandi. Engu skal spáð um,
hversu lífseig eða útbreidd
þessi nýja bók verður í heimil-
um í landinu. Postilluöldin er
um garð gengin. En hitt er
Ijóst, að hér birtist óvenjulegt
og eftirsóknarvert Iestrarefni
hverjum þeim, sem lætur sig
kirkju og kristindóm nokkru
varða, og raunar fleirum, því að
viðfangsefnið er tekið þeim tök-
um, hér er sú listasmíð, að það á
erindi til allra.
Þessar kirkjuræður hins
mikilsvirta prófasts eru ósvikn-
ar hugvekjur. Það er hægt að
sitja við og lesa ræðu eftir ræðu
sér til ánægju og sálubótar.
Sjaldan fellur ræða hans niður
á stig venjubundinnar prédik-
unar. Hugkvæmni hans, skarp-
skyggni vitmannsins og auð-
mýkt trúmannsins fallast í
faðma, svo að af síðum bókar-
innar rísa hugðnæmar myndir
mikillar stærðar hver af
annarri. Og margar ræðurnar
eru með þeim hætti, að enginn
gæti verið höfundur þeirra
annar en sá, sem hefði verið
mikill listamaður. Hann kann
þau tök á efni sínu, að hann
fyllir lesandann eftirvætingu
blaðsíðu eftir blaðsíðu. Það er
ótrúlegt um húslestrabók á vor-
um tímum.
Og þannig sat ég lengi við og
hlustaði á hann leika á töfra-
flautu heiðríkjunnar. Honum
tekst ekki aðeins að varpa ljósi
á trúarhimin Krists, svo að vér
hversdagsfólkið hrífumst af,
hann lýsir jafnframt upp um-
hverfi vorrar eigin samtíðar
með vizku sinni og mannþekk-
ingu. Svo nánu sambandi nær
enginn prédikari við heyranda
sinn nema vitmaður mikillar og
barnslegrar trúareinlægni.
Kannski erum vér næmari á
efni þvllíkra bóka á jólaföstu
en í annan tíma. Samt ætla ég
að leyfa mér að taka svo djúpt i
árinni, að með því að gjöra
kirkjuræður sr. Þorsteins
Briems handgengnar sem flest-
um heimilum í landinu munum
vér eignast betra ísland.
Otgefandi bókarinnar, sem
hefir hlotið nafnið Himinn í
augum, er Hallgrímsdeild
Prestafélags Islands. En sá
vandi, sem það er að fara hönd-
um um prédikanir annars
manns, hefir þó einkum hvílt á
formanninum, sr. Jóni Einars-
syni í Saurbæ. Lofsvert er það
framtak, sem árvökulir menn
hafa gengizt hér fyrir, og það
því fremur, sem unnið hefir
verið af sýnilegri virðingu fyrir
verkinu.
Bjarni Sigurðsson
Bjarnþór Aðalsteinsson:
Skráning og eftir-
lit með ökutækjum
FRUMVARP TIL LAGA
um breytingu á umferðarlögum
nr. 40, 23. apríl 1968, sbr. lög nr.
23 3. maí 1972 og lög nr. 25, 24.
aprfl 1974.
Meginefni frumvarps þessa er
að hætt verði að umskrá ökutæki
vegna flutninga milli umdæma
(öll ökutæki hafi fast skráningar-
merki) svo og Bifreiðaeftirlit rík-
isins annist skráningu og eftirlit
með ökutækjum Iandsmanna f
stað lögreglustjóra. Einnig er
fjallað um skráningu beltabif-
hjóla (snjósleða) og réttindi til
aksturs þeirra.
Ekki er hægt að sjá í þessu
frumvarpi, að á nokkurn hátt sé
leitast til um að leysa þá galla,
sem gildandi reglur hafa. Bif-
reiðaeftirlit ríkisins losnar við
umskráningar, og þá skoðun sem
því er fylgjandi, og mun það vera
meginkostur þessa frumvarps.
Umdæmaauðkenni munu falla
niður og ekki er vikið einu orði að
því, hvernig eigi að leysa þau
vandamál, sem við það skapast.
Samkvæmt þeirri reynslu, sem
fengist hefur af gildandi reglum,
er ljóst að til róttækra breytinga
verður að grípa. Verður þá fyrst
af öllu að hafa í huga, að breyting-
in hafi úrbætur I för með sér, en
auki ekki á þau vandkvæði sem
fyrir eru.
Nefni ég nokkur dæmi um þau
vandamál, sem við er að glfma í
dag og nauðsynlegt er að leysa hið
fyrsta.
ökutæki ganga kaupum og söl-
um án þess að tilkynnt sé um
eigandaskipti. Reynist oft erfitt
fyrir löggæslumenn að ná til
umráðamanna slíkra ökutækja,
þótt i gildandi lögum eigi að til-
kynna eigandaskipti tafarlaust. I
frumvarpinu er gefin 'A mánaðar
umþóttunartími til að tilkynna
eigandaskipti.
Orelt fyrirkomulag aðalskoðun-
ar fær ekki lengur staðist með
aukinni bifreiðaeign landsmanna.
Er öllum orðið ljóst að ófært er að
úthluta bifreiðaeiganda einhvern
ákveðinn dag ársins til að fá bif-
reið sína skoðaða. Aðalskoðun fer
fram allt árið og er því álagið á
Bifreiðaeftirliti ríkisins allmikið
nú þegar og kallar á aukinn
mannafla og tækjakost árlega.
Aðstaða og tækjakostur Bifreiða-
eftirlits ríkisins er áratug á eftir
og úrbætur I þeim efnum, miðað
við óbreytt fyrirkomulag, mundi
kosta þjóðina tugi milljóna.
Frumvarpið felur f sér afnám
skoðunar, þar sem um umskrán-
ingu er að ræða.
Koma verður í veg fyrir, að
ökutæki geti verið f umferð án
lögboðinna trygginga. I dag er
tryggingartímabil ábyrgðartrygg-
inga ökutækja frá 1. marz til 29
febrúar, þannig að ökutæki sem
komið er með til aðalskoðunar
fyrir 1. marz, fær fullnaðarskoð-
un þótt skammt sé I nýtt trygging-
artímabil. Af þessu leiðir að öku-
tæki eru oft án ábyrgðartrygging-
ar og eru það því aukin verkefni
lögreglumanna að fyrirbyggja að
þessi ökutæki séu f umferð.
Frumvarpið gerir ráð fyrir, að
hækkuð verð um helming upp-
hæð ábyrgðartrýgginga ökutækja.
Eftirlit með aðalskoðun öku-
tækja er mörgum vandkvæðum
bundið. Þegar ökutæki hefur ver-
ið fært til aðalskoðunar, er skráð í
skráningarskirteini þess, hvort
það hefur reynst í lagi eða verið
fundið að einhverjum atriðum. Er
þá einnig settur lítill miði í fram-
rúðu ökutækisins, er segir til um
niðurstöðu skoðunarinnar og á að
vera löggæslumönnum til upp-
lýsingar. Þetta er mjög ófull-
nægjandi, þar sem miðar þessir
eru litlir og eins er auðvelt að
taka þá af rúðunum. Gerir þetta
löggæslumönnum talsvert erfjtt
fyrir og hefur það komið fyrir, að
ökutæki hafa ekki verið færð til
skoðunar svo árum skiptir.
Hjá dómsyfirvöldum og lög-
reglustjórum hrannast upp
ógreiddar, eða að öðru leyti ófrá-
gengnar sektargerðir. Stafar
þetta almennt ekki af því að
menn séu sektum þessum ósam-
mála, né viðurkenni ekki brot sitt,
heldur oft vegna gleymsku og eða
hirðuleysis. Einnig hefur sú raun-
in orðið, að þeir sem trassað hafa
að greiða eða ganga frá sektum
hafa f lokin greitt miklu lægri
upphæðir að verðgildi, þegar inn-
heimtuaðgerðir hafa harðnað.
Hvað smærri umferðarlagabrot
varðar, er ótækt að menn geti
komist hjá að greiða gjaldfallnar
sektir árum saman vegna seina-
gangs á afgreiðslu. Þessum mál-
um þarf að koma í Iag og væri
ekki úr vegi að tengja þessi mál
meira skráningu ökutækjanna.
Ábyrgð ökutækiseiganda á öku-
tæki, sem hann er skráður fyrir,
er ekki nægileg í gildandi reglum.
ökumenn eru helztu ábyrgðarað-
iljar ökutækis, en f mörgum til-
vikum er ekki nægilegur skilning-
ur milli ökumanns og ökutækis-
eiganda. Þótt skyldur og ábyrgð
ökumanna séu ekki skertar, þarf
að auka á ábyrgð ökutækjaeig-
enda. Er því nauðsynlegt að
tengja betur saman skráningu
ökutækja og eigendur þeirra.
HUGSANLEG LEIÐ
TIL (JRBÓTA
Hver ökutækiseigandi hafi fast
(föst) skráningarmerki, sem fylgi
honum til æviloka. Yrði hver öku-
tækiseigandi að kaupa í upphafi
þrjú sett af skráningarmerkjum á
sama ökutækið, sem hefðu mis-
munandi lit. Yrðu litir skráning-
armerkjanna notaðir til að auð-
kenna skoðun og skráningu á
milli ára. Sem dæmi: Arið 1975
væri notað rautt skráningar-
merki, árið 1976 yrði gult merki
árið 1977 yrði grænt skráningar-
merki og síðan væri aftur byrjað
á rauðu merki fyrir árið 1978.
Til að fá skráningarlit hvers
árs, þyrfti ökutækiseigandi að
láta skoða og ljósastilla ökutækið
á viðurkenndu skoðunarverk-
stæði, framvísa kvittun fyrir
greiddan ökutækjaskatt (þunga-
eða dieselskatt) og yfirlýsingu frá
lögreglustjóra um að umferðar-
sektir á skráningarnúmerið væru
greiddar eða verið vísað til dóms.
Einnig yrði ökutækiseigandi að
leggja inn ti! Bifreiðaeftirlits
ríkisins eldri skráningarlit.
Bifreiðaeftirlit ríkisins viður-
kenni bifreiðaverkstæði til að
annast skoðun og stillingu öku-
tækja. Bifreiðaeftirlit ríkisins
annist skráningu, eftirlit með
skoðun verkstæðanna, haldi skrá
yfir öll ökutæki og annist
geymslu skráningarmerkja. Bif-
reiðaeftirlit ríkisins ákveði á
hvaða tímabili aðalskoðun fari
fram og hvaða skráningarlitur á
skráningarmerki skuli notaður.
Með því að tengja hvern öku-
tækiseiganda ákveðnu föstu
skráningarmerki, er verið að gera
skráningarnúmerið persónulegra.
Mundu menn almennt hugsa sig
tvisvar um, áður en þeir létu öku-
tæki af hendi, sem bæri skráning-
armerki þeirra.
Skoðun ökutækja færi fram á
verkstæðum, sem Bifreiðaeftirlit
ríkisins samþykkti. Ef fram kæmi
bilun á ökutæki, sem fært hefði
verið til slfks verkstæðis, ætti
ökutækiseigandi þess kost, að fá
gert við ökutækið á verkstæðinu.
Einnig yrði ljósaskoðun og still-
ing ljósanna framkvæmd á verk-
stæðinu, þannig að ekki þyrfti að
leita á fleiri staði til að fá ökutæk-
ið lagfært og skoðað. Verkstæði
þessi gæfu síðan út vottorð um
ástand ökutækisins, sem eigandi
gæti borið undir Bifreiðaeftirlit
ríkisins, ef hann teldi dóm verk-
stæðisins óraunhæfan. Bifreiða-
eftirlit ríkisins hefði þar loka úr-
skurðarvald. Einnig mundu menn
frá Bifreiðaeftirliti ríkisins gera
skyndikannanir á skoðun verk-
stæðanna og yrðu verkstæðin lát-
in sæta sektum, ef I Ijós kæmi að
þau fylgdu ekki fyrirmælum Bif-
reiðaeftirlits ríkisins. Bifreiðaeft-
irlit ríkisins mundi auglýsa, hve-
nær öll ökutæki ættu að vera
komin með skráningarlit viðkom-
andi árs og að þeim tíma loknum
mundu eldri skráningarmerki
verða tekin af ökutækjum og eig-
endur þeirra látnir sæta sektum.
Undanfarin ár hefur trygging-
artímabil ökutækja ekki fylgt
skoðunartímabilinu, sem hefur
orsakast vegna hins mismunandi
tfma, sem ökutæki eiga að skoðast
á. Til að fyrirbyggja að ökutæki
geti verið í umferð án lögboðinna
trygginga, verður tryggingartfma-
bilið og skoðunartímabilið að vera
það sama. Með því fyrirkomulagi
sem áður er getið, er auðvelt að
samræma þessi atriði. Bifreiðaeft-
irlit rikisins mundi ekki afhenda
skráningarlit ársins, nema öku-
tækiseigandi hefði greitt iðgjald
af tryggingu ökutækis sfns, sem
gilti að næstu skoðun.
Eins og áður er getið, hefur
innheimta og afgreiðsla umferð-
arsekta gengið mjög seinlega. Til
að gera innheimtu umferðarsekta
auðveldari og koma henni í fast-
ara form, væri raunhæft að gera
ökutækiseiganda skilamann sekta
er færðar hefðu verið á hans
skráningarnúmer. Skráður eig-
andi ökutækis yrði annaðhvort að
greiða sektirnar sjálfur og inn-
heimta þær hjá ökumanni, ef ekki
væri um sama aðilja að ræða, eða
að sjá um að ökumaður vísaði
málinu til dóms. Að sjálfsögðu
yrði mönnum að vera kleift að
verja mál sfn, en í stað þess að
sektir þessar færu sjálfkrafa til
dóms, eins og nú er ef þeim er
ekki sinnt, yrðu menn að óska
eftir skriflega að mál þeirra væru
afhent dómstólunum. Ógreiddar
eða að öðru leyti ófrágengnar
sektir vegna umverðarbrota, yrðu
þess valdani að ekki fengist vott-
orð frá lögreglustjórum, sem
nauðsynlegt væri að framvfsa til
áð fá viðeigandi lit skráningar-
merkis.
Umskráning yrði ávallt við
eigendaskipti, sem væri fram-
kvæmd einungis pappírslega hjá
Bifreiðaeftirliti ríkisins. Má fram-
kvæma umskráninguna á marg-
víslegan máta, en nefni ég hér
eina aðferð, sem mætti nota:
Skráningarskírteini ökutækis
væri tveir samhljóða hlutar, ann-
ar hluti skfrteinisins yrði fyrir
seljandann og hinn fyrir
kaupandann. Við eigendaskipti
mundi kaupandi skrifa nafn sitt
og skráningarnúmer á annan
hluta skírteinisins, sem- seljandi
framvísaði í bifreiðaspjaldskrá.
Seljandi skrifaði á hinn helming-
inn sem kaupandi framvísaði á
sama stað ásamt venjulegum
gögnum, veðbókarvottorði, afsali
og fl.
Umdæmaauðkenni eru nokkuð
umdeilanlegt atriði. Mín persónu-
lega skoðun er sú, að auðkenni
eftir umdæmum auðveldi mjög
eftirlit með ökutækjum. Auð-
kennin mættu vera laus bókstaf-
ur, sem ökutækiseiganda væri af-
hent eftir búsetu hans. Ef búseta
hans breyttist, breyttist bókstaf-
urinn í samræmi við það. ökutæk-
in væru ekki skráð eftir umdæm-
um, en þó væri sú kvöð á öku-
tækiseiganda, að hann auðkenndi
ökutæki sitt réttilega.
Við 14. gr. frumvarpsins, sem
fjallar um 3. mgr. 28. gr. vil ég
gera eftirfarandi athugasemd.
Grein þessi fjallar um réttindi til
aksturs beltabifhjóla. Aldurstak-
mark um þar eiga að vera 15 ára
og eldri og að viðkomandi hafi
rétt til aksturs bifreiðar, bifhjóla,
dráttarvéla eða léttra bifhjóla.
Aldursmark þetta er augsýnilega
of Iágt, því búast má við þvf að
farartæki þessi verði meira f um-
ferð í þéttbýli en til þessa. Einnig
er nokkuð furðulegt að ekki skuli
vera gert ráð fyrir, að hægt sé að
öðlast réttindi til aksturs beltabif-
hjóla, án þess að hafa eitthvað af
áðurtöldum réttindum.
Virðingarfyllst,
Bjarnþór Aðalsteinsson
Stórateig 20 Mosfellssveit.