Morgunblaðið - 20.12.1975, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1975
Zópónías Pétursson:
Hínn nú svo
frægi kjörfundur
NLF-manna
VEGNA ótrúlega margra upphringinga
og fyrirspurna. sem sprottið hafa
vegna greinar, sem birtist I Visi þ. 14
10. undir heiti „Furðulegasti kjör-
fundur landsins," sting ég niður
penna. Yfirleitt er spurt: Hvað var
þarna á seyði? En þar sem einmitt svo
margt var á seyði er erfitt að svara því I
skyndi i sima eða á götum úti Hefi ég
nú tekið þá ákvörðun að svara þessu
fólki opinberlega í eitt skipti fyrir öll,
þvi ég býst fastlega við að það sé fólk,
sem aðhyllist málstað og stefnu NLF-
manna Geri ég það I þeim tilgangi. að
það geti e.t.v tekið höndum saman
um að byggja upp það, sem mér og
okkur mönnum þeim, sem vildu reyna
að veita góðu og þörfu málefni lið
tókst ekki. Verð ég þess vegna að
hafa þetta svar mitt nokkuð ýtarlegt og
eftir bestu sannfæringu minni. Byrja
ég þvi á aðdraganda að þessum
leiðinda ferli minum i NLFf, sem aldrei
skyldi orðið hafa.
Ég hefi frá þvi fyrst ég man eftir mér,
verið mikið fyrir mjólk, brauð, græn-
meti, ávexti og yfirleitt það, sem ég tel
hollt fæði. Þá var það á árunum fyrir
heimsstyrjöldina, að ég kynntist Edwin
C Bolt, er var hér guðspekilegur fræði-
maður á sumarskólum Guðspeki-
félagsins Hann fræddi mig töluvert
um náttúrulegt fæði Við borðuðum
t.d saman hádegisverð á Skjaldbreið.
sumarið 1939, sem samanstóð ein-
göngu af grænmetisfæði Þetta varð til
þess, að ég las bækur um þessi efni og
reyndi gildi þeirra á sjálfum mér. Ég
tók að lifa eingöngu á NLF-fæði og
hætti um tlma að neyta kjöts. Fann ég
brátt að þróttur minn dvlnaði og bætti
ég þá aftur við kjöti, en þó svipað og
kfnverjar gera, þ e.a.s. grænmeti með
kjöti en ekki öfugt Með þvl fæði llður
mér miklu betur Annars var ég alltaf
að fá kvef og verða einhverra kvilla var
Ég er þvl alls ekki sammála þeim
háttum NLF-manna að telja eitthvert
frelsis-evangelium að forðast alla dýra-
fæðu, þvl það borðar sig enginn inn
I himnariki. en það er engu líkara en
margir þeirra haldi svo Langar mig til
af gefnu tilefni að benda á það, sem
mig grunar, að öll þessi joga-tfska eigi
eftir að leiða margt ungt fólk út I
öngstræti. Hinir og þessir menn, að
mér virðist með gróðavon I huga,
koma til landsins. Menn, sem við vit-
um engin deili á, menn með alls konar
sjálfskipaða titla, sem trúlega enginn
kannar. Margt og raunar flest, sem ég
hefi heyrt eftir þeim er snöggsoðið upp
úr alls konar bókum, meira og minna
brenglað Þetta á ekki hvað slst við um
kenningar um fæði
Ég hefi dvalið á Indlandi og kynnst
mataræði þeirra indverja Ekki tel ég
heppilegt fyrir okkur á þessu norðlæga
landi, að fara að llkja eftir fæðu austur-
landabúa. Það mundi aðeins valda
hrörnun og dauða fyrir aldur fram.
Vitur austurlandabúi sagði eitt sinn við
mig: „Reyndu að hlusta eftir þörfum
likama þins. Gerið sjálf tilraun með
gát, en varist innantómar hugsjónir."
Fyrir mörgum árum fór ég að borða
á matstofu NLF I Kirkjustræti og sá
Árna Ásbjörnsson oft þar. Eitt sinn vék
hann sér að mér og spurði mig hvort
ég væri ekki til með að hjálpa sér og
koma I stjórn NLFl. Ég, sem þá hafði
ákveðið að hætta störfum innan tíðar
hjá Tryggingastofnun rlkisíns, svaraði
þvl til, að ef ég gæti orðið til góðs og
gagns, að hann teldi, þá stæði ekki á
mér, en annars ætlaði ég að fará að
draga mig I hlé frá störfum Ég lét sem
sagt til leiðast og þannig komst ég I
kast við þessa ringulreið.
Hvað er á seyði?
Við nokkrir gamlir félagsmenn vor-
um sammála um það, að félagið væri
komið langt út af vegi þeim, sem
lagður var I upphafi og það á margvls-
legan hátt Okkur langaði til að koma I
veg fyrir, að hann stefndi eins og okkur
fannst, I alranga átt.
Félagið rekur, sem kunnugt er
heilsuhæli I Hveragerði. Skoðun mln
og annarra er sú, að þar sem um stórt
og viðamikið hæli er að ræða, þá þurfi
mjög vel menntaðan og fjölhæfan
lækni, sem fær sé um að taka við
öllum þeim sjúklingum, sem á heilsu-
hæli þetta eru sendir. Þarna kemur fólk
oft mjög illa haldið eftir erfiða sjúkra-
húsvist, einnig sálrænt sjúkt, fólk kval-
ið af gigt og illa farið vegna alls konar
hjartasjúkdóma og áfalla o.s.frv. Þarna
þyrfti að vera læknir, sem hægt væri
að ná til allan sólarhringinn (en svo er
ekki) ásamt hjúkrunarkonu.
Læknirinn verður að hafa áhuga og
tlma til að gefa sig að sjúklingunum og
hugga þá og hressa á allan hátt.
Heilsuhæli I nútlma þjóðfélagi. sem
ar i móti öllum lyfjum og vltamln-
um, hlýtur að heyra steinöldinni til, en
svo er um heilsuhælið I Hveragerði.
Við skulum llta um öxl Þegar hinn
ágæti læknir Jónas heitinn Kristjáns-
son stofnaði hæli þetta með slnum
einstaka góðvilja, dugnaði og þraut-
seigju, þá má ekki gleyma þvl, að þá
voru t.d öll vltamln lltt kunn orðin og
þau öll unnin ólífrænt Nú eru til
kynstrin öll af vltamínum, sem unnin
eru llfrænt og þekking um þau öll
önnur Þá má og benda á ýmis lyf við
hjartasjúkdómum, sem hreinlega gera
fólki kleift að halda lifi og svona mætti
lengi telja Nú spyr ég: Hvar stendur
hæli sem þetta. ef forustumenn þess
fylgjast ekki með tlma og tækni I svo
ábyrgðarmiklu starfi, sem þeir þó
gegna? Starf þeirra varðar, eða hlýtur
að geta varðað, llf þeirra, sem þar
dvelja, einmitt I sambandi við læknalyf
nútimans.
Ég hefi skoðað heilsuhæli erlendis,
t.d I Tékkóslóvaklu og vlðar. Finnst
mér hælinu hér vera I allflestu mjög
ábótavant Meira að segja hefir þvl
farið aftur frá tlð Jónasar Kristjánsson-
ar, m.a I sambandi við heitu böðin og
meðfylgjandi hvtld. Erlendir heilsu-
læknar leggja nú mikla áherslu á heitu
böðin, leirinn og hvlldina eftir hvort
tveggja. Á hinum ágætu hælum
erlendis er sérhver sjúklingur lagður I
lök og teppi. eins og I tlð Jónasar,
látinn svitna og hvllast þar jafnlengi og
læknir hvers og eins ákvarðar I hverju
tilfelli Á hælinu fyrir austan er allt sllkt
fallið I fyrnsku. Miðað við framfarir
þær, sem orðið hafa erlendis langaði
mig einmitt til að breyta mörgu I svip-
að form og ég sá þar.
Einnig erum við félagarnir mjög
óánægðir með fæðið á hælinu. Það er
allt of fábreytt og engan veginn rétt
meðhöndlað, miðað við það sem
annars staðar tíðkast nú á tlmum.
Heilsuhælið hefir ágætis garðyrkju-
mann og gróðurhús Óskandi væri að
þarna væri betri nýting, með þeirri
góðu aðstöðu, sem er fyrir hendi Sllka
fábreytni hefi ég hvergi séð á þeim
heilsuhælum, sem ég hefi skoðað,
nema I Hveragerði.
Þá er annað málefni, sem við erum
mjög uggandi yfir og er það einn
af hinum gömlu draugum sem lengi
hefir elt mannfólkið, en hann heitir
„fanatlk". Sérstaklega eltir hann fólk.
sem er af kyni þvi, sem telur sig I ætt
við svonefnt hugsjónafólk, og hefir
sjálfskipað sig I það embætti að frelsa
annað fólk að þvl forspurðu
Mótherjar okkar I NLFl virðast
haldnir þessum draug, þvl þeir telja
verslanir Pöntunarfélags NLF hreinlega
vera að selja eitur, með þvl að hafa
frjálst vöruval á boðstólum. „Eitur"
þetta er m.a. hveiti, sykur, kaffi, vlta-
míntöflur, kex, pakkasúpur o.fl.
Gengur þetta svo langt að forstjóri
NFL-hælisins hefur tilkynnt starfsfólki
verslananna. að það varðaði uppsögn,
ef það reykti eða drykki kaffi, ekki
aðeins á vinnustað heldur jafnvel einn-
ig heima hjá sér! Hefur mikið verið
þrasað um að taka „eitur" þetta úr
búðunum. En þar sem draugur þessi
gengur við hlið þessara ráðamanna,
hversu langt mun hann ekki teyma þá
áður en llkur? Ekki býst ég við að
nútlmafólk láti nokkra „fanatlkara"
ráða innkaupum slnum og skoðunum
Þar með hljóta verslanir þessar hrein-
lega að llða undir lok, er þeir nú taka
við þeim um áramótin Mér er kunnugt
um að sama fólkið hefir keypt nauð-
þurftir sinar I báðum verslunum
Pöntunarfélags NLF.
Mig langar til að geta þess hér, að
fyrir allmörgum árum, var aðeins ein
verslun, á Týsgötu 8. Hún var nær
gjaldþrota, en þá réðst til hennar
núverandi verslunarstjóri, Ásbjörn
Magnússon.
Þessi maður hefir með óskiljanleg-
um dugnaði og hreinum þrældómi náð
þeim svo vel upp, að Pöntunarfélagið
rekur nú tvær verslanir, aðra við Óðins-
torg og hina á Laugavegi 20 B
Þá hefir verið komið upp nýtlsku
brauðgerðarhúsi, sem selur brauð hér 1
bæ I mörgum verslunum og einnig út á
land Þá er búið að kaupa stórhýsið að
Laugavegi 20 B Nú hafa verslanirnar
greitt það mikið af eigninni, að húsið
stendur undir sér.
Pöntunarfélagið var stofnað árið
1953 af áhugamönnum, sem aðhyllt-
ust hollt fæði og hreinlega lifnaðar-
hætti. Fólk þetta var, eins og sýnt er,
gott og vel hugsandi. Þótt til þessara
verslana væri stofnað með það fyrir
augum að útvega félögum þess hollt
fæði, þá varð það strax Ijóst, að enginn
rekstrargrundvöllur var fyrir þær,
nema með frjálsu vöruvali og svo er
enn.
Þar sem verslanirnar og brauð-
gerðarhúsið var nú farið að ganga
svona vel, varð draumur okkar gömlu
Pöntunarfélagsmanna sá, að nýja hæl-
ið, sem farið er að bóla á I Hveragerði,
gæti nú risið upp. m a með fjármagni,
sem verslanirnar gæfu af sér.
Við vorum farnir að gleðjast I hugum
okkar yfir öllu þvl, sem við ætluðum að
betrumbæta fyrir þá sjúku, sem
þarfnast hjálpar.
Þetta er brýn þörf fyrir þjóð vora og
ekki minnkar hún, svo okkur fannst
fyrir miklu að berjast. Ekki voru það
eigin hagsmunir, þvl stjórnarmeðlimir
eru ekki launaðir
Við höfum mikið verið spurðir um
það, þvl I ósköpunum við ekki kærum
kosninguna, sem getið var I umræddri
grein I Visi þann 14. 10. Ég vil taka
það fram hér, að greinarhöfundur
hefur lýst fundinum I öllum atriðum
rétt, svo augljóst er að þessi kosning er
hrein lögleysa og hægt væri þess
vegna að kæra hana á stundinni. Það
eru svo margar ástæður til þess og sú
helsta er, að þetta er allt svo óhugnan-
lega rotið, að ég get ekki hugsað mér
að koma nálægt þvl á nokkurn hátt
framar. Hugsunarhátturinn er svo von-
laus, sem þarna rikir Hin nýmyndaða
stjórn samanstendur af ungum og ekki
minna „fanatlskum" mönnum en þeim,
sem fyrir eru Þeir hafa enga reynslu I
rekstri, hvorki heilsuhælis né verslana.
Okkur félögunum óar þess vegna við
framtlðarrekstri bæði hælisins og
verslananna. Samstarfið við ráðamenn
félags þessa er I megin atriðum þann-
ig: Á hinu nýafstaðna þingi er NLF-
menn héldu I „kapellu" heilsuhælisins
I Hveragerði, bar læknir þess fram
árlðandi tillögu, að honum fannst, sem
hljóðaði þannig, að enginn, sem ræki
eða væri meðeigandi I fyrirtæki, mætti
starfa fyrir NLFf. Ef sllkur eða slíkir
væru til, yrði þeim tafarlaust sagt upp
störfum. Allir vissu við hvern var átt,
þ.e. verslunarstjórann okkar, þann er
ég fyrr gat um, sem reisti verslanirnar
upp frá dauða Var þessi tillaga
eingöngu borin upp til að fá annan
mann til að stjórna verslununum,
mann, sem væri svo hlýðinn ráða-
mönnum og auðsveipur, að hægt væri
að taka allt „eitrið" úr þeim. Verslunar-
stjórinn hafði aftur á móti neitað þvi og
af þeim sökum hafði hann sagt upp frá
áramótum. Um uppsögnina vissi
læknirinn ekki og þvi lá svona mikið á
að losna við hann. Þá reis upp lög-
fræðingur NLFl. Sennilega hefir alveg
gengið fram af honum. Benti hann
lækninum á það, að tillaga hans væri
brnt á Islenskum lögum og varaði þing-
heim við að samþykkja þetta Þrátt fyrir
ábendingu lögfræðingsins. reis nú
læknirinn, Björn L upp, og mótmælti
og sagðist vilja fá þetta samþykkt
strax, málið þyldi enga bið. En vit
iögfræðingsins forðaði þó félaginu I
þetta sinn frá endaleysu læknisins.
Þess ber að geta, að verslunarstjórinn
er meðeigandi I litlu heildsölufyrir-
tæki. Þess ber og einnig að geta,
að forstjóri heilsuhælisins,
Árni Ásbjörnsson, er skráður I stjórn
fyrirtækis sonar slns, Magni h.f. I
Hafnarfirði, en er af mörgum talinn
aðaleigandi. Fyrirtæki þetta nýtur og
virðist hafa notið forréttinda um sölu
afurða sinna til heilsuhælisins Þó hefir
Árni áður flutt sams konar tillögu og
læknirinn I stjórn NLFl, en fékk ekki,
sem von var, stuðning þá. Það þarf
varla að taka það fram, að tillaga þessi
var aðeins stlluð á verslunarstjórann.
en átti alls ekki að snerta Árna for-
stjóra!
Nú er að segja frá mlnum skerf.
Á þessu umrædda ölöglega
„kapelluþingi", tók Árni forstjóri að
ræða um happdrættið, sem NLF( hefur
rekið I nokkur ár. Á fyrsta ári þess fékk
hann tvo menn til að sjá um það,
þeirra verk varð þó aðeins að fara með
miða I bílinn I Bankastræti. Var þvl
vandalaust að sjá, að með þessu móti
yrði einungis tap á happdrættinu og
var það komið á heljarþröm með þess-
um vinnubrögðum.
Voru nú góð ráð dýr. Þá var það að
Árni forstjóri bað mig um aðstoð, að
koma austur á hæli, til að bjarga þv!
sem bjargað yrði. Til þess þurfti aðstoð
skrifstofufólks hælisins. þar sem að-
eins var örstuttur tími til að koma
miðum út með glrógreiðslum. Ég lét
tilleiðast og tókst með mikilli vinnu
minni og konu minnar að -fá inn kr.
778.000. —. Þar með bjargaðist þetta
happdrætti. Salan I bifreiðinni I Banka-
stræti varð aðeins kr. 266.000. Þá
dróst og bifreiðin inn og var seld, en
það er önnur saga og gæti verið, að
hún yrði sögð siðar, af öðrum aðila.
Seinna sannaðist að Árni forstjóri
hefði tekið aSeins eina milljón út úr
rekstri heilsuhælisins og bætt við
happdrættið, hvernig sem hann hefur
nú „hagrætt" þvl. Rétt er að geta
þess, að núverandi bókhald var þá ekki
komið I gang. Varð þvl um sýndar-
gróða að ræða þetta árið, og átti þessi
„hagræðingarmilljón" að sýna, að
happdrættið hefði ekki vaxið I minni
umsjá samanborið við forvera mlna.
Við þingheim eignaði hann aðeins
tvlmenningunum alla söluna þær
778.000 kr. er ég aflaði, voru
eignaðar þeim, ásamt hinni hagræddu
milljón. Þetta var, að hann hélt, hugvit-
samlega útbúið, til þess siðar, i um-
EKKI er að sjá sem verulegs sam-
dráttar gæti f jólaverzlun fólks.
Morgunblaðið hafði f gær sam-
band við nokkra verzlunarmenn f
gær og taldi enginn þeirra sig
hafa orðið varan við umtals-
verðan samdrátt f eftirspurn en
sumir töldu sölu hafa aukist
miðað við jólin f fyrra.
í vöruhúsinu Domus var okkur
sagt að fólk verzlaði öðruvísi en
áður og keypti minna magn. Nú
væri meira keypt af fatnaði og
nauðsynjavörum til jólagjafa.
Taldi verzlunarstjórinn sig finna
inn á einhvern samdrátt i eftir-
spurn er umferð væri samt engu
minni en á fyrri árum.
Verzlunarstjórinn í Útilifi í
Glæsibæ sagði að sala væri tölu-
vert miklu meiri í ár en í fyrra, og
taldi hann sig ekki hafa orðið
varan við neinn samdrátt. Sagðist
hann halda að svipaða sögu væri
að segja úr öðrum verzlunum í
Glæsibæ.
Hljómplötusala hefur aukist
mikið í Karnabæ í Austurstræti,
minni aukning hefur orðið á sölu
fatnaðar. Sagði verzlunarstjórinn
að fólk skoðaði nú meira og velti
fyrir sér verði. Annars benti hann
ræddri kapellu á hinu fræga þingi, að
ráðast að mér, eins og hinum, sem
ekki eru samdauna honum. Er þetta
skemmtilega I stll við kjörorð for-
stjórans: „Ég vil og ætla að ráða öllu
alls staðar." Og önnur ágæt setning:
„Þeir sem eru mér ekki sammála, eru
óvinir mlnir."
Því er eðlilegt, að forstjórinn þurfi að
„losa sig við" mig, verslunarstjórann
og bókarann og alla aðra starfsmenn,
sem eru honum ekki sammála. En
snúum okkur aftur að happdrættinu.
Næsta ár tókst mér að hækka
glróviðskiptin og urðu þau kr.
1.871.000.— og nú þegar þetta er
skrifað, eru þegar komnar inn yfir 2
milljónir og þó langt til dráttar þessa
árs.
Það er rétt að það komi fram, að það
er mikil vinna við að koma á fót árvissu
happdrætti með gírósendingum, og
tekur 3—4 ár að byggja sllkt upp, sem
hvertannað fyrirtæki, er koma skal á
legg. Stendur það liðlega 4 mánuði ár
hvert, en sá hluti, er snýr að þv! að sjá
um happdrættisbifreiðina, er svo lltill
hluti þess, að þess gætir alls ekki og
getur aldrei talist til starfs, þótt greitt
væri fyrir það 90 þús. kr. fyrsta árið,
sem er rausnarleg greiðsla fyrir
nokkrar gönguferðir niður I Banka-
stræti. Ég er nú þegar farinn að hlakka
til að sjá réttar tölur þessa árs, og síðan
að fregna af næsta kapelluþingi um
tölur „skáldsins" þar.
Eftir að ég fór að kynnast rekstrinum
austur á heilsuhæli, varð mér fljótt
Ijóst, að bókhaldið var I algjöru
lágmarki og brýn nauðsyn að bæta þar
úr hið bráðasta. Það var þvl fyrir minn
atbeina, að haustið 1 973 réðst til NLFÍ
ágætis maður, Sæþór Skarphéðins-
son. Við komu hans breyttist svo, að
nú er bókhaldið með nútlma fyrir-
komulagi og óaðfinnanlegt fyrir árið
1974, og það sem af er þessu ári. Nú
er bókhaldið loks orðið að þvi stjórn-
tæki sem vera ber I sliku stórfyrirtæki,
sem heilsuhælið I Hveragerði er, ef
það vari notfært sem sllkt. Það hefir
aftur á móti ekki verið gert og verður
ekki gert með núverandi stjórnendum.
Þvl er nú bókhaldarinn einnig að
hverfa þaðan, eins og verslunarstjórinn
og verslunarfólkið Reikningar ársins
1973 lágu einnig fyrir þinginu I svo
hörmulegu ástandi. að það tók annan
félagsendurskoðandann 1 klst. að
benda þingheimi á verstu villurnar.
Gekk svo langt að þingið samþykkti
að taka allt bókhaldið nokkur ár aftur I
tlmann, hjá hinum löggilta endurskoð-
anda félagsins til sérstakrar endurskoð-
unar Þó hygg ég. að flestir viðstaddir
þingfulltrúar hafi alls ekki skilið hversu
alvarlegt mál er þarna á ferð. Ég fer
ekki nánar út I þetta hér, þvl ég hefi
heyrt að annar aðili hafi I hyggju að
gera þv! all rækileg skil opinberlega
Sllk eru heilindi þessara máttarstólpa
hælisins.
Ég er þeirrar skoðunar. að ef maður
tekur að sér málefni, sem varðar heill
þeirra, sem sjúkir eru og eiga bágt, þá
verði góðvild, einlægni og fórnfýsi að
sitja I hásætinu, en ekki baktjalda-
makk, eigin hagsmunir. valdagræðgi
og fanatlk.
á að mestu verzlunardagarnir
væru ennþá framundan.
Bðkin heldur sfnu.
Bóksala virist vera nokkuð
mikil í ár eins og áður. Hjá Sig-
fúsi Eymundsen kvað verslunar-
stjórinn söluna hafa aukist frá
því sem var í fyrra og sagðist
hann ekki verða verulega var við
að fólki fyndist bækur dýarar.
Mál og menning kvað bók-
söluna vera að magni til svipaða
og í fyrra.
„GuIIskipið týnda”
— barnabók eftir
Þröst Karlsson
KOMIN ER út ný barnabók eftir
Þröst Karlsson. Nefnist hún
„Gullskipið týnda“. Er þetta
þriðja bók höfundar um sömu
söguhetjur, en þær fyrri eru
„Flöskuskeytið" og „Náttúlfur-
inn“. Hafa þær báðar hlotið
vinsældir meðal yngstu lesend-
anna.
Herdís Hiibner hefur teiknað
kápumynd og nokkrar myndir,
sem prýða bókina. Útgefandi er
Bókamiðstöðin.
Lítill samdráttur
í jólaverzlun