Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1975, Blaðsíða 13
( / t MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975 49 Litli grísinn Einu sinni, þegar ég kom til frænku minnar, sem á heima í sveit, var þar pínulfti 11 grís. Hann var hafður i kassa inni i eldhúsi. Hann var þarna vegna þess að mamma hans ætlaði, að borða hann, þegar hann fæddist, þvi að hann var svo lítill. Hann var eins og nýfæddur kettlingur. Þegar hann vildi fá að borða grenjaði hann eins og lítið barn og frænka min gaf honum að drekka úr pela og svo fór hann að sofa. Guðrún Elva 8 ára, Miðvangi 90, Hafnarfirði. Teiknið fljót- legt jólaskraut Tilvalið aó teikna þessa kostulegu hausa á þykkari pappír, lita þá fallega, annaðhvort með vax- eða vatnslitum, setja spotta í og síðan má hvort heldur sem er hengja þá á jólatré eða í herbergin vkkar til skrauts. Sagan um Tuma og fílinn EINU sinni var lítill strákur hann hét Tumi og var sex ára gamall. Tumi átti heima í litlu húsi langt, langt úti í skógi. Honum þótti mjög va*nt um öll dyr. Einu sinni fann Tumi lítinn fugl, hann var vængbrotinn. Tumi var dýravinur og þess vegna Með sögunni sendi Örn þessa teikningu af Tuma og Bimbó í hinni ævintýralegu skógarferð sinni. batt hann um vænginn á fuglin- um og gaf honum mat á hverjum degi, þangað til fuglinn gat flogið þá sleppti Tumi honum. Nokkrum dögum seinna átti Tumi afmæli, hann fékk litinn fílsunga i af- mælisgjöf. Honum þótti mjög vænt um litla fílinn sinn. Hann gaf litla fílnum nóg að borða, svo að litli fillinn óx og óx. Loks var hann orðinn svo stór að Tumi gat farið á bak á honum. Það fannst Tuma gaman. Bimbó og Tumi fóru í langt ferðalag. Bimbó er fíllinn hans Tuma. Leiðin lá út i skóg, þar var margt að sjá til dæmis apa, krókódila og margt fleira. Svo sá hann líka stóran björn. sern var grimmur og a'tlaði að ráðast á Tuma en þá varð Turni hræddur og fór á bak Bimbós. Hann hljóp langt út i skóginn. Allt i einu stoppaði Bimbó og leit á Tuma. „Nú rötum við ekki heim," sagði Bimbó. Það var farið að dimnra. Tumi fór að gráta Kom þá litli fuglinn sem hann hjúkraði og sagði: „Hættu að gráta. Tunri litli Eg skal fvlgja þér heim. „Þegar heim kom kvaddi hann litla fuglinn og svo fóru Tumi og Bimbó að sofa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.