Morgunblaðið - 21.12.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. DESEMBER 1975
57
VELVAKANDI
Velvakandi svarar i slma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
£ Barnabækur o.fl.
Guðrún Aðalsteinsdóttir
skrifar:
„Mig langar til að biðja fyrir
þakklæti til þeirra, sem hafa
ráðizt í það að gefa út bókina
skemmtilegu „Tíu litlir negra-
strákar" með teikningum eftir
Mugg. Þetta er bók, sem alltaf var
til á heimilinu þegar ég var lítil.
Við vorum fjögur, systkinin,
þannig að barnabækurnar urðu
fyrir talsverðu hnjaski I tilveru
sinni, en svo var þessi bók vinsæl,
að hún var keypt aftur og aftur,
þegar eitt eintakið hafði gengið
sér til húðar. Nú hef ég árum
saman reynt að spyrja eftir þess-
ari bók handa mínum eigin börn-
um, en hún hefur ekki fengizt.
I þessu sambandi hefur mér
dottið í hug hvort ekki mætti fara
að gefa út fleiri vinsælar bækur
handa börnum, sem nú orðið eru
ófáanlegar. Nú geta þær jafnvel
orðið enn skemmtilegri en áður
vegna þess, að nú dytti vist eng-
um í hug að koma með barnabók,
sem ekki væri með litmyndum.
Pappirinn er líka betri i barna-
bókum nú til dags en þá var, og
þvi ættu þær að endast betur.
1 sambandi við negrastrákana,
þá þyrfti bókin að vera með stif-
um spjöldum, þvi að þannig þurfa
barnabækur að vera enn frekar
en aðrar bækur.
Og úr þvi að ég er farin að gera
þetta að umræðuefni, þá langar
mig til að flytja Svölu Valdimars-
dóttur beztu þakkir fyrir flutning
hennar á sögunni um hana
Malenu litlu I Morgunstund
barnanna. Þetta er skemmtileg
saga og vel þýdd, en sennilega er
hún bezt fyrir það, að hún lýsir á
svo næman og heilbirgðan hátt
sálarlifi telpunnar. Malena reynir
eitt og annað, bæði skemmtilegt
og sorglegt, — nú siðast missir
hún mömmu sína. Áður hefur
verið sagt frá þvi er hún eignaðist
bróður, þegar hún fór fyrst í skóla
og öðru, sem kemur fyrir flest
börn, en ekki gengur alltaf
snurðulaust fyrir sig. Það er ekki
nóg með að börnin min hafi gagn
og gaman af þvi að hlusta á sög-
una, sjálf hef ég ekki siður haft
ánægju af.
Guðrún Aðalsteinsdóttir.“
0 Gagnslausar
stofnanir
Guðmundur Öli Scheving,
Bjarnarflagi, Mývatnssveit,
skrifar á þessa leið og segir starfs-
menn Dofra æskja svara við þeim
spurningum, sem fram koma:
„Það vantar ekki að sett séu
upp plögg frá Öryggiseftirliti
— Ja. Rg veit það eiginlega
ekki. Veðrið. Við sögðum svo sem
ekki margt. Ég fer af stað til
vinnu minnar klukkan hálf nfu.
Ég vinn í rafveitunni f Stowerton.
Ég sagði að veðrið væri dásam-
lega gott og hún sagði já, en það
mvndi áreiðanlega vera of gott til
að haldast svona og sennilega
færi hann aftur að rigna. Og hún
reyndist sannspá,
Það var eins og hellt væri úr
fötu allan fyrri hluta dagsins.
— Og þér fóruð svo í vinnuna.
Ifvernig? Með strætísvagni, lest
eðabfl?
— Ég á ekki bfl. . .
Það var því líkast að hann
ætlaði að fara að romsa upp öllu
þvf sem hann átti ekki heldur, svo
að Wexford greip hraðmæltur
fram f fyrir honum:
— Með áætlunarvagninum?
— Ég tek alltaf bflinn sem fer
af torginu klukkan 8.37. Ég
kvaddi hana. Hún fvlgdi mér ekki
út, en það er ekkert athugavert
við það. Það gerði hún aldrei.
Hún var önnum kafin við að þvo
upp.
— Minntist hún á hvað hún
ætlaði að taka sér fvrir hendur?
— Ég býst við það hafi verið
þetta vanalega, kaupa f matinn og
rikisins. Finir menn, sem kallaðir
eru sérfræðingar, eru sendir á
staðinn til ráðlegginga, eftirlits
og úttektar á stöðu viðkomandi,
aðstöðu á vinnustað og svo fram-
vegis. Þegar sérfræðingur frá
Rafmagnseftirliti ríkisins hafði
lokið eftirliti var skrifuð skýrsla
og virtist allt vera i lágmarki og
óskað var eftir lagfæringu á raf-
kerfi, sem jaðraði við að vera
ónýtt. En Orkustofnun fékk frest
i eitt ár. Þá mátti þetta drasla og
má enn, þótt um mannslíf sé að
tefla. Hver ber ábyrgð ef eitthvað
kemur fyrir? Er það Orkustofnun
eða er það sérfræðingurinn, sem
veitir frestinn?
Fyrir hálfum mánuði hringdi
starfsmaður i Rafmagnseftirlitið
og kvartaði. Og þá stóð ekki á því
að senda sérfræðing norður í
Kröflu til athugunar á rafmagns-
málum á gufubornum. Þarna var
kominn sérfræðingurinn, sem
verið hafði þar fyrir ári. Nú
blöskraði honum svo, að hann
gekk um og klippti í sundur
flestar leiðslur og dæmdi allt
ónýtt í annað sinn.
Og enn fær þetta að drasla. Að
visu er búið að setja þrjá leka-
leiða og tengja þá, en þeir eru
engin framtíðarlausn. Það eru
ónýtir tenglar, óvarin ljós, og
ónýtar snúrur úti um allt. Alls
staðar eru rafmagnsslysagildrur.
Ég veit að það er vélstjórinn hér á
bornum, sem er allra manna
harðastur I að fá þetta I lag, en
honum hefur bara tekizt að fá
svona bráðabirgðaviðgerðir á
hlutunum, þegar rafvirkjarnir
hér um slóðir mega vera að þvi að
lita við.
# Öryggismál
á vinnustað
Upplýsingaþjónusta i sambandi
við meðferð öryggistækja og
öryggismál er akkúrat engin.
Verkstjórar og aðrir yfirmenn á
borsvæðinu hafa sennilega ekki
fengið neina fræðslu í öryggis-
málum því að þeir virðast sofandi
fyrir þessum málum.
Það hlýtur að vera nausyn fyrir
menn, sem hafa mannaforráð, að
geta gripið til réttra öryggistækja,
og aðgerða þegar eitthvað kemur
fyrir.
Eru það einhverjir mennta-
menn, sem þjóðfélagið hefur sett
i þessar stöður, af þvi að enginn
veit hvað annað á að gera við þá?“
Guðmundur vikur siðan að þvi,
að taka þurfi þessi mál til gagn-
gerrar endurskoðunar og um-
ræðu. Hann öskar eftir annarra
áliti á öryggismálum og eftirliti,
og leggur til að gert sé átak til að
koma þessum málum i betra horf
en nú er.
HÖGNI HREKKVÍSI
Jólasveinninn hefur sallað á sig smákökunum og allri
mjólkinni.
LUXO LAMPINN
ER NYTSÖM JÚLAGJÖF
. ' ; ili
LUXO
er ljósgjafinn,
verndið sjónina,
varist eftiiiíkingar
ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR
SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488
Hvers vegna ekki vandað úr?
Æjggg.1.
Stórkostlegt
úrval af:
Herra-úrum
Dömu-úrum
| Skóla-úrum
Hjúkrunar- og
vasa-úrum
Einnig stofu-
eldhús og
vekjaraklukkur
Verð — gæði og útlit fyrir alla
Ur og skartgripir
Jon og Oskar Laugavegi 70
sendum í póstkröfu sími 2491 0.
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
SIGGA V/GGA £ iiLVtAAU
6K4VUH K0H4 ■48)'' MLURtSfVÍ iiiui, mwA9 mii&T
IfÍÍ iJ^c 'r7?;
WAQ
YitmzfA
KER77
OGfoa-
V/NVO