Alþýðublaðið - 25.09.1958, Side 1
XXXIX. árg.
Fimmtudagur 25. sept. 1958
217. tbl.
FRIÐRIK ÓLAFSSON var væntanlegur heim í gær
kvöldi með flugvél frá Flugfélagi íslands, er koma
átti frá Kaupmannahöfn og Glasgow. Sökum veðurs .
tafðist för vélarinnar og kemur hún ekki til Reykja-
víkur fvrr en í dag, líklega milli kl. 10 og 11 árdegis.
Er Friðrik Ólafsson kemur nú heim verður honum
fagnað sem fyi’sta íslenzka stórmeistaranum í skák,
en sá titill var honunr veittur, meðan hann kepptj á
mótinu í Júgólafíu fvrir skemmstu, þar sem hann varð
meðal sigurvegara.
Alþýðublaðið býður Friðrik velkominn.
Ástand batnandi á Quemoy
Taipeh, miðvikudag .
í DAG geisaði mikil loftor-
usta yfir Formósu-sundi milli
flugvéla-hóps þjóðernissinna og
um 100 þota kommúnista af
gerðinni MIG-15. Þjóðernissinn
ar héldu því fram eftir bardag-
ann, að a. m. k. 12 flugvélar
komúnista hefðu verið skotnar
niður, en létu ekki uppi hve
margar vélar þeir liefðu sjálfir
misst. Amerískar heimildir
vildu hvorki staðfesta né and-
mæla upplýsingum þjóðernis-
sinna, en bent var á, að til þessa
hefðu slíkar upplýsingar þeirra
verið áreiðanlegar.
Þjóðernissinnar segja, að
bardaginn hafi farið fram í 1000
metra hæð yfir sundinu og hafi
staðið í tíu mínútur, en þá hafi
flugvélar þeirra lent á For-
mósu.
ÁSTANDIÐ BATNAR
Á QUEMOY.
Yfirmaður ameríska hersins
á Kyrrahafi sagði í dag, að á-
standið á Quemoy færi nú batn
andi. Segja þjóðernissinnar, að
flutningar um loftbrúna til Que
moy hafi aukizt um 50% síðan
1. september. Telur AFP, að
birgðir þær, sem kastað er nið-
ur á eyjuna nú fari langt með
að nægja bæði hernum og borg-
urum.
Gcðar kínverskar heimildir í
Taipeh telja, að stjórn þjóðern-
issinna muni fallast á vopnahlé
á Quemoy-svæðinu, en hún
muni ekki láta af hendi neina
af eyjunum við meginlandið. —
Komúnistar verði þó að hætta
skothríðinni, því að þeir hafi
byrjað hana. Segja heimildivn-
ar, að stjórnin hafi tekið þessa
afstöðu eftir viðræður við ame-
rísk stjórnarvöld.
ÞÓTT komið sé fram yfir
venjulegar réttir, eru göng-
ur ekki byrjaðar sums stað
ar á landinu. Þannig er það
t. d. á Melrakkasléttu. Þar
verður ekki farið í göngiir
fyrr en um mánaðamót. Viða
eru hins vegar seinni rétt-
ir um þetta leyti.
Beirut, miðvikudag.
TÆPUM sólarhring eftir að
Cliehab, hershöfðingi, tók við
embætti forseta, kom til illvíg-
ra óeirða í Beirut í dag Opinber
ir aðilar halda því fram, að 10
rnanns hafi látið lífið, en upp-
reisnarforinginn Saeb Salam
heldur því fram, að liann hafi
einn misst 15 manns, auk þess
sem 50 hafi særzt illa. Eftir
harða götubardaga í morgun
greip herinn inn í síðdegis með
skriðdrekum og fótgönguliði,
o£ var allt rólegt orðið á yfir-
borðinu víðast hvar í borginni,
er kvöldaði.
Hinir hægrisinnuðu falangist
ar reyndu með valdi að koma á
allsherjarverkfalli, en er nokk-
ur fyrirtæki í höfuðborginni
hlýddu ekki verkfallsboðmu,
hófu ,,stormsveitir“ flokksins
aðgerðir, og skömmu síðar var
bardaginn milli falangista og
vinstri manna kominn í a!-
gleyming. Þá skarst herinn í
leikinn. Jafnframt var send út
tilkynning um, að allir óbreytt-
ir borgarar, sem fyndust með
vopn á sér, yrðu þegar í stað
skotnir, og stórskotalið mundi
þegar í stað skjóta á hvert það
hús, er hermdarverkamenn
byggju um sig í. Skömmu síð-
ar lognuðust bardagar út af> en
þó ríkir en mikil spenna í bæn.
um.
Góðar heimildir í Beirut
segja, að Chehab hafi beðið
fyrrverandi
! uppreisnarleiðtoga í Tripolis,
um að mynda nýja stjórn í land I
inu, Þetta hefur ekki fengizt
opinberlega staðfest, en meðal!
uppreisnarmanna er því haldið 1
j frarn, að Karamf hafi verið fal- j
| in stjórnarmyndun ,er hann í
kvöld var í heimsókn hjá Che-
hab.
ÁÐUR FORSÆTISRÁÐ-
HERRA.
Karami hefur einu sinni áð-
1 ur verið forsætisráðherra í Líb-
j anon ,en sagði af sér eftir fáa
mánuði árið 1955. Hann er ekki
Rashid Karami,
Framliald á 2. síðu.
| Allt í strand |
| í Varsjá |
Washington, miðvikudag.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR
Bandaríkjamanna og kínverska
„alþýðulýðveldisins hafa nú
strandað með öllu, segir góð
heimild í Washington. Menn
vona þó, að fundur sendiherr-
anna á morgun muni veita frek
ari von um skjótt vopnahlé á
Formósusundi. Opinherr aðilar
eru þeirrar skoðunar, að það
mundi vera diplómatiskt krafta
verk, ef þessir aðilar geti komið
sér saman, svo mikið her á
milli.
VARÐSKIPSMENN
hafa skýrt svo frá, að yfir
menn brezku herskipanna
á Islandsmiðum hafi bein
línis hvatt landhelgis-
brjóta til ógæfu- og ofbeld
isverka.
„Ágætt.“ og „Áfram,
strákar!!< er tónninn í
svörum þeirra, þegar víg-
reifustu togaraskipstjór-
arnir leggja fyrir þá sam-
vizkuspurninguna: „Eig-
um við bara ekki að reyna
að granda þessum náung-
um með því að sigla skip-
in þeirra niður?“
Alþýðublaðinu kemur ekki
til hugar að véfengja framburð
varðskipsmanna.
Þetta eru heiðarlegir og
grandvarir sjómenn. — Þeir
kunna einfaldlega ekki að búa
til stríðs- og æsifréttir.
En það hefur enginn ábyrg-
ur aðili hrezkur ennþá hreyft
mótmælum.
Því miður.
Brezka svarið er nístandi
Þögn.
Þó eiga Bretar vissulega leik
eins og nú er komið. Islending-
ar eru friðsaanir menn. Þeir
hafa andstyggð á morðtólum,
hvaða nafni sem þau nefnast.
Framhalð á 2. siðu.