Alþýðublaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.09.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. sept. 1953 AlþýSnblaSil 1 Ný strætisvagnaleið í Búsfaðahverfið AKSTUR á nýr;ri strætis- vagnaleið, sem ber nafnið Bú- staðahverfi og verður nr. 20, hefst í dag. Akstur á þessari leið hefst í Lækjargötu, fyrir neðan Menn- taskólann og verður ekið um Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, j Miklubraut, Sogaveg, Tungu- j veg, Bústaðaveg, Grensásveg, j Miklubraut, Lönguhlíð, Lauga- veg í Lækjargötu. Ekið verður á hálítíma fresti,. 15 mín yfir og fyrir heilan tíma. i Cólfíeppa- hreinsun Hreinsum gólfteppi, dregla og mottur úr ull j og cocus o. fl. Gerum einnig við. Gólfteppagerðin Skúlagötu 51 Sími 17360 Bókhlöðustíg 7 Sími 19-168 SELJUM í DAG — Chevrolet ’58 . Chevrolet ’55 Chevrolet ’54 Chevrolet ’53 Chevrolet frá 1941 Hl ’52 Ford ’55 Fovd Station ’54 8 manna (orginal) Dódge ’57 Dodge ’55 með góðum kjörum. P'lymouth ’50 ný- komnir til landsins. Buick frá ’47—’55 Oldsmobil ’56 De Soto ’54 Auk þess 6 manna bif- reiðar í stóru úrvali. Austin frá ’46—’53 Vauxhall ’55, ’57, ’58 Skoda ’52, ’55, ’56, ’57’ Rcnó frá ’47—’52 Opel frá ’39—’58 allar tegundir. Ford frá ‘46—‘55 Fiat frá ‘54—‘57 P70 ‘56, góð kjör selst ódýrf. Volkswagen ’55, ’56 ’57 Wilíis jeppar í miklu úrvali Höfum kaupendur að nýlegum vörubílum. ■ ■■■■■■KBnaQBBBBBieinaBSBEEl I LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Sifreiðastöð Keykjavíltur Sími 1-17-20 íiikuii.iii..,,,,,.. ■•■■««* Orðstír deyr aldregi Frú Bushell gerði sér beztu vonir um afkomu þeirra hjóna í París. Hún var þar gamal- kunnug, hafði áður unnið þar- sem sýningarstúlka og seinna sem saumakona hjá kjóla- (framle.ðendunum, Lucille og Páu] Böiret. Ern dvölin varð þar ekki eins löng og hún hefði. kosið. Eftir tæp þrjú ár sneru þau aftur til Bretlands, en þá- gerðist hart í ári á Frakk land:, og auk þess gekk Bus-' hell ekki eins vel og skyldi, þrátt fyrir dugnaðinn, og olli þar mestu um að har/n gat aldrei náð fyllilega tökum á málinu, enda þótt hann hefði dvalizt þar langdvölum. Þar sem hann hafði ekki að neinu að hverfa heima, flutt- ist hann með konu sína og börnin bæði, Roy fjögurra ára og Violettu um þriggja ára, til foreldra sinna í Hampstead Norris. Enn einu sinni barg framtakssemin honum, þegar aðrir gengu atvinnulausir, — hann ók bifreið sinni og tók farþega hvar sem þeir buðu#t og hvert sem þeir vildu. Violetta mundi því brtezkt sveitalíf bezt úr æsku sinni. Frá París mundi hún ekkert Ijóst, aðeins hávaða og þoku- kenndar skyndimyndir, en allt rifjaðist upp fyrjr henni, þegar hún kom aftur til París- ar mörgum árum síðar. í Hampstead lék hún sér í görð- um og á ökrum og engjum, og var með öllu óhrædd við beljur og bola, jafnvel mýs, enda eru börn yfirleitt hug- rökk, en hún hélt öllu hug- rekki sínu er hún eltist. Pabbi hennar átti það jafnvel til að leika það eft.r Vilhjálmi Tell að skjóta epli af kolli hennar, móður hennár til mikillar skelfingar, en hann var, sem áður segir, annáluð skytta. Sem betur fór brást honum aldrei skotfimin í þessum hættulega lc.k, en telpan gerði ekki svo mikið sem depla augunum. Það var einu sinni, að hún komst, eftir marg endurrteknar tilraunir, upp á háan vegg og tók að ganga eftir honum, en varð fóta- skortur. Skarst hún mikið á höfði við fallið og nefbrotn- aði, en til þess var tekið, að hún grét lakki. Það var mamma hennar sem grét og æddi um og jafnvel faðir hennar var venjufrernur fölur og fár, en Violetta brosti við þeim þar sem hún lá í bóli sínu, og mælti. — Það er ekkert ákaf- lega sárt .... lekkert ákaflega sárt. —• Hún lokaði augunum og kvaðst ætla að lúila, og sofnaði vært. Foreldrar henn- ar kornust seinna að raun um, að það var fátt, sem hún hafði orð á að sér þætti. ákaflega sárt. Hún varð snemma sterk og fjörmikil og hafði alltaf eitt- hvað fyrir stafríi. Allt, sem bróðir hennar gerði, varð hún ' að gera líka, enda reyndist hún yfirleitt fær um það. Oft kom það meira að sfegja fyrlr að hún eggjaði hann á að reyna hitt og þetta, og ef hon- um reyndist það um megn, hætti hún ekki fyrr len henni hafði sjálfri tekizt það, öllum til hinnar mestu undrunar, og bróðumum að sjálfsögðu til mestu gremju. Hún hefði sann arlega átt að verða strákur, sagði faðir hiennar oft; móðir hennar raunar líka, því það sýndi sig brátt að hún hafði ekki minnsta áhuga fyrir brúð um, eða öðrum þeim leikjum, sem telpur hafa yfirleitt yndi af og túlkar kvsnleik þeirra og móðurþrá, og má ef til vill skýra það á þann hátt, að leifc félagar hennar allir voru drengir. En það var annað í fari hennar, sem gerði, að oft var sagt, að hún ætti að vera strákur, það var gaman það, sem hún hafði af öllum prakk- arastrikum og glettni, og- ekki hvað sízt af hættum öll- um. Svo virðist sem hún hafi aldrei vaxið frá þessu, því þannig var þáð líka eftir að hún eltist og gerðist fuli- þroska kona. Og venjulega fór svo, þegar í bernsku, eins og seinna, að hún slapp ómeidd, og yfirleitt án þess að hljóta ávítur fyrir „framtak” sitt. Ekki þar fyrir, að hún væri hrædd við ávítur eðá hún reyndi að koma sér hjá þeim. Þeir, sem þekktu hana náið sem telpu, minnast hennar bezt er hún horfði bieint í augu þeim er spurði og svar- aði, djarft og ákveðið, — Já, ég gerði það. Hún vixtist ekki hrædd við nokkurn skapaðan hlut. Hún kleif upp tré og manað; bróð- ur sinn að koma á teftir sér, þangað til þau voru komin svo hátt upp, að hann varð hrædd ur og þorði ekki að hreyfa sig, og varð þá að fá mann- hjálp til að ná honum niður. Violetta slapp þó alltaf við á- vítur, enda var varla hægt að skamma hana, þar sem hún hafðj bæði klifið hæxra og komist hjálparlaust niður. Hún velti gjörðum og hjólum um allt húsið, borðstofu, svefn- herbiergi og eldhús, og hvergi var næði fyrir henni. Hún steypti sér út í ána hvar sem var, og enda þótt hún næmi sund að mestu leyti af sjálfu sér, leið lekk; á löngu áður en hún varö móður sinni mun leiknari í þeirri íþrótt. Ekki varð þó dvölin löng í sveitinni. Fjölskyldan fluttist til Lundúna, en þar hugðist faðir hennar leggja stund á að kaupa og .selja notaða bíla og gerði sér von um mikinn á- góða af. Um það ley.tí var enn fjölgunar von í fjölskyldunni. Að þessu sinnj fæddist þeim hjónum drengur og var hann skírður Jón. Þröngt þótti Violettu að von- um um sig í þéttbýlli hliðar- götunni í Pulham. Saknaði hún ímjög frjálsræðisins og hinna ‘'heilnæmu lifnaðarhátta í sveitinni, og móðir hfennar saknaði sveitalífsins raunar líka, því hún hafði lengst af æsku sinni búið í franskri sveit. Hún skrapp því með Vi, eins og Violetta var nú allt af kölluð, í heimsókn til frændfólks föðurins, sém b]ó í Twickenham. Violet Buck- ingham var eina telpan í þess- ari fjölskyldu og nokkrum ár- um eldri en Violetta, — hétu báðar sama nafninu þótt önn- ur bæri það í franskri útgáfu; en hin í brezkri. Þessi brezka’ frænka man enn mjög vel, þeg -ar þær mæðgur voru í heim- sókn, og þó einkum fyrsta skiptið, en þá dvaldist nafna hennar þar í þrjár vikur. Vio- letta var ekki nema fimm ára gömul þá, en hún lék mig oft grátt engu að síður. Einu sinni vorum við úti á gangi, og þá veit ég ekki fyrri til en hún tekur til fótanna og hleypur teins og kólfi væri skotið ýms- ar krókaleiðir; ég hljóp á eft- ir, móð og másandi og óttaðist mest af öllu að hún kynni að hlaupa út á þjóðveginn og verða fyrir slysi í umferðinni. Hún hvarf mér brátt sjónum, ég hljóp og kallaði, svo kom ég auga á hana, þar sem hun stóð upp við póstkassastaur og skein af henni prakkaraskap- urinn. Að minnsta kosti hló hún dátt að því hve hrædda hún hafði getað gert mig. Hún var þegar hneigð til ævintýra, segir þessi frænka hennar, og hún var einstaklega mikið fyrir að hlaupa, enda mátti heita að hún væri á sí- felldum hlaupum daginn út og inn. Eg hafði ekki roð við hénni, Það var víst um það. Ef ég hafði af henni augun, þótt ekki væri nema örstutta stund, spurðj ég sjálfa mig óttaslegin, hvaða prakkara- strikum hún mundi nú finna upp á, eða hvort hún væri ekki komin í einhverja hættu, ann- að hvort á landi eða í vatni, því hún var óðara komin nið- ur að ánni, ef maður hafði augun af henni nokkra stund. Eg held að óhætt sé að segja að hún hafi ekki kunnað að hræðast. Eg minnist þess, að dag nokkurn var hún me'ð mér uppi á loft; að búa um rúmin, — eða að minnsta kosti var svo til ætlast. Yið keppt- umst við um stund, en svo bar cnn við að hún hvarf mér sjónum, og-þegar ég fór að svipast um eftir henni, sá ég mér til mikillar skelfingar hvar hún sat í opnum glugg- anum og lét fæturna dingla út fyrir sylluna, og gaspraði hún af ákefð við bróður minn ungan, sem var að koma heim úr skólanum. Þegar ég sagði henni að koma tafar- laust inn fyrir, harðneitaði hún því, en ætlaði að láta sig detta niður á þvottahússþakið og klifra þaðan niður til bróð- ur míns. En mér tókst þó að kippa henni inn úr gluggan- um, og grét hún sáran, svo ég varð að hugga hana með því að leyfa henni að róta svo um ■ öllum rúmfötunum í rekkju bróður míns. Bræður mínir fimm voru ákaflega hrifnir af hfenni. Þeir gerðu sér það að leik að kasta henni hátt í loft upp eða varpa henni á milli sín, eins og knetti, en af því hafði hún hið mesta gaman. Einnig hafði hún ákaflaga g'aman af að sitja fyrir aftan þá á bifhjóli. Hraði og hætta, állt sem var spennandi, það var hennar yndi. Skapmikil • var hún, ekki vantaði það, og viljasterk ef því var að skipta. Það var yfirleitt ekk; nokkur Mð að fá hana til að gera það, sem hún ekki sjálf vildi. Ef slíkt bar á góma beit hún á vörina og drættirnir í litlui andliti hennar strengdust þeg- ar hún sagði, — ég man eím rödd hennar. — níei, ég vil þa<5 ekki. — Það var ekki aðeins áherzlu og sannfæringin, heldur lá við hrifningu í ródd hennar, þegar hún lýsti yfir slíku. Hún lét (ekki hnika sér i um spönn, ekki heldur eftir að hún eltist og þroskaðist. Hún virðist hafa tekið þessa viljafestu í arf frá föður sín- um, leinnig snarræðið — og fjörið, því móðir hennar var mjög róleg og stillt kona, —■ ákaflega aðlaðandi og þolin- móð, tók öllu, sem að höndum bar, án þess nokkúr sæi henni bregða. Árið 1926, undir árslokin, eignuðust þau hjón fjórða barnið, len þá var Violetta á sjötta ári, og enn var það drengur, og var hann skírður Noel. Það ár var verkfallið mikla, atvinnuleysi gífuriegt og afkoma fjölskyldunnar ekki sem skyldi. Það varð því úr, að lenn var haldið til Frakklands að freista hamingj unnar. Að þessu sinni settist fjölskyldan fyrst að hjá frænd fólki hennar í Point Rémy, í borginni þar, sem þau höfðu verið gefin saman í heilagt hjónaband. Þau áttu þarna því góðum minningum að fagna og vonuðu allt hið biezta, einkum fyrir það, að þarna var ódýrt að búa, þai’ sem þau settust að í húsi föð- ur hennar og systur, sem ann- aðist hússtjórn alla. Pont Ré- rny er lítil borg og liggja þar fjórar brýr yfir Sommefljótið. Sveitir eru þaima allt í kring og skammt á þjóðvteginn frá Boulogne til Parísar. Svo fór samt að ekki vegnaði fjöl- skyldunni eins vel þarna og. þau hjón höfðu gert sér von- ir um, og varð dvöl þeirra^ ekki heldur lengri þar en þrjú ár. En nú voru börnin líka komin á þann aldur, að nauð- synlegt þótti að binda endi á þetta flökkulíf. Bushell hafði leins og áður, unnið allt sem til féll, en kona hans vann nokkuð að saumi. Og nú var afráðið að halda enn einu sinni til Bretlands, einkum með það fyrir augum, að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.