Alþýðublaðið - 27.11.1930, Page 2

Alþýðublaðið - 27.11.1930, Page 2
2 AEÞSÐDB&AÐIÐ ■ Alþýðusambandsþingið. I gær var pingið sett kl. 1 og stóð það til kl. 5. Jón Baldvins- son, forseti sambandsins, flutti skýrslu uxn stjórnmálastarf Al- þýðuflokksins. Stóð ræða hans á aðra klukkustund, og verður útdráttur af henni birtur hér i blaðinu. Stefán Jóhann Stef- ánsson, gjaldkeri sambandsins, tplaði um fjármál þess og las upp reikninga þess, Alþýðublaðs- ins og Alþýðuprentsmiðjunnar. í sambandi við reikningana talaði Haraldur Guðmundsson. Bjöm Bl. Jónsson gaf skýrslu um starf sambandsstjórnar fyrir bættum kjörum vega- og brúa-gerðar- manna. Ekki voru að þessu sinni neinar umræður um skýrslu sam- bandsstjórnar eða reikningana, en nú var gengið að kosningú í 'fast- ar nefndir. Pannig var kosið í eftirtaldar nefndir: Löggjafarmálanefnd: Jón A. Pétursson, Ólafur Friðriksson, Kjartan Ólafsson (Rvík). Fjárhagsnefnd: Stefán Jóh. Stefánsson, Finnur Jónsson, Jónína Jónatansdóttir, Kjartan Ólafsson (Hafn.), Ingólfur Jónsson. Stefnuskrárnefnd: Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson, Finnur Jónsson, Kjartan Ólafsson (Hafn.), Sig. Einarsson. Verklýdsmálanefnd: Jóhanna Egilsdóttir, Sigurður Ólafsson, Felix Guðmundsson, Guðm. Jónsson frá Narfeyri, Magnús H. Jónsson. Skipulagsmála- og laga-nefnd: , Sigurjón Á. Ólafsson, Jónas Guðmundsson, Gunnar Jóhannsson. Blaöanefnd: Haraldur Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Einar Olgeirsson. Að þessum kosningum loknum var fundi frestað til kl. 1 i dag. 0r skýrslu gjaldkera Alþýðusambandsins (Stefáns Jóh. Stefánssonar). Félög í flokknum eru 36. Verklýðsfélög 28 með 5485 félaga Iðnfélög 2 — 135 — Jafnaðarm. fél. 6 — 332 — Auk þess hefir félagatalan á ár- inu aukist um hér um bil 550, svo að sennilega mun félagatalan nú um 6500. Hætt störfum hafa 3 félög: Verkamannafélag Bolungavikur, Jafnaðarm.félag Vestmannaeyja, Verkakvennafélagið Hvöt. Ný félög hafa bæzt við: Jafnaðarmannafélag Siglufjarðar með 28 félaga Félag vörubílaeigenda — 117 — Verkakvennafélagið Von á Hellissandi • — 20 — Sjómannafélag Siglufjarðar — 38 — Jafnaðarmannafélag Hafnarf jarðar —. 37 — Jafrvaðar-og verka-mannafélag Ólafsvíkur — 47 — Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði — 230 — 'VeTkamannafélag Patreksfjarðar — 211 — Jafnaðarmannafélag Seyðisfjarðar — 20 — Alls með 748 félaga. Efling verklýðssamtakanna. t Eins og segir í skýrslu yfir fé- •lög í Alþýðusambandi íslands, er biírt var hér í blaðinú í gær, voru um síðustu áramót 1220 félagar í verkamannafélaginu „Dagsbrún" og 410 í verkakvennafélaginu „Framsókn“. Nú eru yfir 1400 fé- lagar í „Dagsbrún" og um 750 í „Framsókn". Hefir fjölgað um kringum hálft sjötta hundrað fé- lagsmanna í þessum tveimur fé- lögum það sem af er þessu ári. Aukapóstur frá Kirkjubæjar- klaustri er væntaníegur hingað í dag. Togamrriir. „Sindri" kom af veiðum i gær með 750 körfur ís- fiskjar. Háskóiastúdenfar mótmæla brottFekstri úr mentaskólumim Syrir stjórn- málaskoðanir. 1 gærkveldi var haldinn fundur í Félagi háskólastúdenta, og var brottrekstur Ásgeirs Bl. Magnús- sonar úr Mentaskólanum á Ak- ureyri á dagskrá. Eftir langar og heitar umræður var svolátandi tillaga samþykt rneð 24 atkv. gegn 8: „Almennur fundur í Félagi há- skólastúdenta lýsir sig mótfallinn þvi ákvæði i reglugerðum menta- skólanna á Akureyri og í Reykja- vik, er banna nemendum að láta skoðanir sínar opinberlega í Ijós, og telur rétt, að þær séu numd- ar úr gildi.“ MJélkursalaii. Bœrinn verðnr að taka ~"ni]ólkurs51una i sfinar hendur. Svo er kallað, að verzlun með mjólk sé hér frjáls. Ágæti frjálsr- ar samkeppni, frjálsrar verzlunar, ætti því að sýna sig ljóslega í mjólkurverðinu og öllu fyrri- komulagi mjólkursölunnar. Vegna þess, hve skamt er á milli ' mjólkurframleiðenda og neytenda og þeim kunnugt um hagi hver annars, er tiltölulega auðvelt að gera sér grein fyrir því, hvernig hin frjálsa sam- keppni hefir reynst nejdendum og framleiðendum á þessu sviði. Fyrir neytpndur eru aðalatriðin tvö: 1) að mjólkin sé jafnan Sægi- lega mikil og sem ódýrust, 2) að trygt sé, að að eins sé seld næringarmikil, hrein og heilnæm mjólk. Fyrir framleiðendur er það að- alatriðið að fá sem' hæst verð fyrir mjólkurframleiðslu sina í heild og andvirðið greitt jafn- óðum. Hvemig hefir þá hin frjálsa mjólkurverzlun reynst bændum og Reykvíkingum ? Því er fljótsvarað: Reykvíkingar verða að greiða 44 til 54 aura fyrir hvern mjólk- urlítra, og tryggingin fyrir því, að mjólkin sé hrein, heilnæm og næringarmikil, er, vægast sagt, langt frá þvi að vera fullnægj- andi. Nokkurn hluta ársins er svo mikil mjólk flutt til bæjarins, að hún gengur ekki út og spill- ist, á öðrum tímum liggur við beinum mjólkurskortd. Með fullri vissu er ekki unt að segja að svo stöddu, hve mikið bændur austan fjalls fá fyrir mjólkina. „Tíminn" skýrði frá því í haust, að þeir fengi um 13 aura fyrir lítrann. Það er sjálfsagt of lágt áætlað. Gagnkunnugur maður hefir sagt, að þeir myndu sennilega fá til uppjafnaðar um 16,2 aura, og þeir allra bjartsýnustu tala um 18—20 aura. En eftir miklum hluta andvirðisins verða þeir að bíða mánuðum saman eða jafn- vel missirum, meðan afurðimar, t. d. ostar, eru að verða sölu- hæfar og seljast. Mun því láta nærri að áætla verðið til bænda fyrir mjólkina til uppjafnaðar heima hjá þeim 16—17 aura. Greiða þá Reykvíkingar um það bil þrefalt hærra verð fyrir mjólkina en bændur austan fjalls fá fyrir hana. Kostnaðurinn við mjólkursöl- tina er alveg gífurlegur. Hér í bænum munu nú vera yfir 70 mjólkurbúðir. Húsnæðið er afar- dýrt og hlýtur að kosta stórfé fyrir allan þenna sölubúðagrúa. Laun starfsfólks og allur kostn- aður annar hlýtur og að marg- faldast vegna þess, hve búðirnar eru óhæfilega margar. Áreiðanlega mætti komast af með um 20 mjólkúrbúðir án þess að auka bæjarmönnum óþægindi, ef þær væru skipulega settar nið- ur. Þó að starfsfplkinu væri miklu betur launað en nú er og fleiri um afgreiðsluna í hverri búð, mætti sennilega lælika út- sölukostnaðinn um helming með því að fækka mjólkurbúðunum niður í 20 eða þar um bil. Þá væri jafnframt auðvelt að koma við öruggu heilbrigðiseftir- liti með mjólkinni og itarlegurr, rannsóknum á næringaTgildi hennar, fitu, gerlamagni og gerla- tegundum, sem nú er nær ó- kleift. Nú stendur mjólkin í opn- um ílátum í búðunum oft dag- langt, og er ausið upp í ílát kaupendanna. Geta þar blandast saman við hana óhreinindi og alls konar gerlar og sóttkveikjur úr loftinu, svo að gerilsneyðing og hreinsun sú, sem nú mun framkv'æmd i hinum stærri mjólkuTStöðvum flestum, verður til sáralítils gagns. Væri búðun- um fækkað, eins og hér er gert ráð fyrir, væri sjálfsagt að útbúa þær samkvæmt ýtrustu kröfum nútímans, geyma mjólkina á köldum stað i lokuðum geymum og láta hana renna um hana í ílát kaupenda. Auk hreinlætisins myndi leiða af þessu mikill tima- sparnaður fyrir afgreiöslufólkiö. En þó að þvi verði ekki neitað, að mjólkursalan sé í megnasta ólagi og kostnaðurinn við hana óhæfilega mikill, er hann engan veginn svo mikill, að hann auk flutningskostnaðar og þess hátt- ar geti skapað þann feikna mis- mun, sem er á útsöluverðinu hér og verðinu, sem bændur eystra fá fyrir mjólkina. Meginástæðan er sú, að mikinn hluta ársins, einmitt þegar bænd- ur eystra hafa mest af mjólkinni,. geta þeir nauðalítið selt hingað til Reykjavikur, heldur verða þá að búa til úr henni nær allri osta, smjör og skyr. En fyrir þessar vörur fá þeir, að frádregn- um öllúm kostnaði við tilbúning þeirra og sölu, ekki nema lítið brot af þvi verði, sem þeir hefðu fengið fyrir það mjólkurmagn,.. sem' í þær fór, ef þeir hefðu get- að selt það til Reykjavíkur. Þetta verður til þess að lækka meðalverð það, sem bændur fá fyrir mjólkina, afskaplega og því meira, sem meira af mjólkinni fer til vinslu. Mjólkurmarkaðurinn í Reykja- v$k er í raun og veru því nær lokaður fyrir bændur austan fjalls. Mun hæpið, að mjólkur- búin hafi í ár getað selt nema tæpan 1/6 hluta þeirrar mjólkur,.. er félagsmenn hafa afhent þeim, til Reykjavíkur. Verður því verð- ið, sem þeir fá til uppjafnaðar, ekki nema örlitið yfir vinsluverð mjólkurinnar. Mjólkurbúin treysta sér ekki tii:

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.