Morgunblaðið - 24.04.1976, Blaðsíða 1
32 SIÐUR
87. tbl. 63. árg.
LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Portúgal:
Búizt við mikilli
kiörsókn á morgun
Lissabon 23. apr. Reuter.NTB.
KOSNINGABARÁTTUNNI í Port-
úgal lýkur á miðnætti og hefur all
ðkyrrt verið í Lissabon og ýmsum
borgum og bæjum í landinu í dag
og komið til slagsmála vfða með
þeim afleiðingum að allmargir
voru fluttir f sjúkrahús. Alþýðu-
demókratar boðuðu til útifundar f
Lissabon í kvöld en aðrir flokkar
höfðu lokið sfnum fundahöldum
og flokksforingjar flutt sfðustu
hvatningarræðu til kjósenda.
Stjórnmálasérfræðingar spá því
að Sósialistar muni fá milli
30—35% atkvæða, en Alþýðu-
demókratar fylgja svo fast á eftir
að niðurstaðan verði hið mesta
þrátefli að kosningum loknum.
Miðdemókratar CDS spá sér
gífurlegri fylgisaukningu miðað
við kosingarnar til stjórnlaga-
þingsins í fyrra og telja sig munu
fá um 20%. Sósialistar sjálfir
sögðust ekki una við minni skerf
en 40% en fæstir búast við því,
vegna hinnar miklu fylgis-
aukningar Alþýðudemókrata und-
ir forystu Carneiros á síðustu mán-
uðum og ekki sfður Mið-
demókratanna, sem fengu aðeins
7 % í fyrra.
Kosningabaráttan hefur staðið í
nítján daga og verið tiltölulega
friðsamleg. Kosið er á morgun, en
þá eru jafnframt tvö ár liðin siðan
fasistastjórn Caetanos var velt úr
valdastóli.
Búist er við að núverandi ríkis-
stjórn verði við völd þar til for-
setakosningar eru um garð
! gengnar i júnímánuði og muni
stjórnmálaforingjarnir nota þann
tima til að bræða saman stjórn sem
tekið gæti siðan við. Þar gæti þó
orðið um vandaverk að ræða, þar
sem Sósíalistar hafa gefið yfirlýs-
ingar um að þeir fari helzt ekki í
samsteypustjórn og hvorki
Framhald á bls. 19
Hattersley:
Hattersley
Frydenlund
Leitum að grundvelli
fyrir nýjum viðræðum
Fundir Hattersleys og Frydenlunds í Osló án árangurs
London 23. apr. I kvöldi er hann kom heim til
Einkaskeyti til Lundúna frá þriggja daga viðræð-
Mbl frá AP um við norska ráðamenn f Ósló,
ROY Hattersley, varautanrfkis- að þær hefðu ekki leitt til þess að
varautanrfkis-
ráðherra Bretlands, sagði f gær-
Portúgölsk blaðsölukona hrópar aðalféttir dagsins úr helztu blöðum
Lissabon en þær höfðu flestar yfirbragð þess að kosningar eru f nánd. 1
baksýn sjást spjöld nokkurra þeirra flokka sem bjóða fram við
kosningarnar á morgun, en alls 16 flokkar og flokksbrot taka þátt f
þeim.
Bretar hækka
bankavexti í 10%
London, 23. apríl. Reuter.
OTLANSVEXTIR banka f Bret-
landi voru hækkaðir f dag um
VA% f 10%, en staða pundsins
batnaði ekki við það. Tilgangur-
inn er að koma f veg fyrir fjár-
flótta erlendra fjárfestingaraðila
og hækkunin er nokkuð meiri en
búizt var við.
Pundið styrktist nokkuð fyrst
Frétt um brottflutning
Ingmar Bergmans frá
Svíþjóð. Sjá bls. 18.
eftir að tilkynnt var um hækkun-
ina, en lækkaði aftur að einni
klukkustund liðinni. Við lokun
hafði pundið lækkað um 0.7 cent.
Talið er að ekki komi í ljós fyrr
en í næstu viku hvort vaxta-
hækkunin hefur tilætluð áhrif.
Fyrr í dag styrktist pundið við
það að Len Murray aðalfram
kvæmdastjóri verkalýðssam-
bandsins (TUC), spáði því að
samkomulag tækist við stjórnina
um ráðstafanir gegn verðbólgu.
Verkalýðshreyfingin hefur
tekið fálega þeirri tillögu Denis
Healeys fjármálaráðherra að
Framhald ábls. 19
leið fyndist út úr þeim ógöngum
sem fiskveiðideila Islendinga og
Breta væri nú f, að þvf er segir f
fréttaskeytum frá AP og Reuter f
gær, og engin ákvörðun hefði ver-
ið tekin um nýjar aðgerðir til
lausnar. „Það er ekki mikið sem
við getum f rauninni gert þar eð
stjórnmálasambandi hefur verið
slitið en við erum reiðubúnir til
að hitta þá (þ.e. íslenzka ráð-
herra) og ræða deiluna. Þeim er
kunnugt um að við erum ávallt
reiðubúnir," sagði Hattersley, en
fiskveiðideiluna bar á góma f við-
ræðum hans við Knut Fryden-
lund, utanrfkisráðherra Noregs.
Knut Frydenlund kvaðst f samtali
við Morgunblaðið f gær ekki geta
sagt neitt um efnisatriði viðræðn-
anna en hann hefði kynnt
Hattersley viðhorf Norðmanna til
deilunnar og brezki ráðherrann
hefði gert grein fyrir afstöðu
sinnar stjórnar.
Viðræður Hattersleys og
Frydenlund snerust, að sögn
NTB-fréttastofunnar, einkum um
á hvern hátt unnt væri að koma á
samningaviðræðum milli Bretaog
íslendinga að nýju, en ekki ein-
stök atriði deilunnar sjálfrar.
Hattersley sagði á blaðamanna-
Framhald á bls. 19
Enn fjöldaganga
franskra stúdenta
París 23. apr. Reuter.
ÞUSUNDIR franskra stúdenta
fóru f hópgöngu um miðborg
Parísar sfðdegis í dag og eru það
önnur mótmæli þeirra á einni
viku til að láta f Ijós andstöðu við
hinar fyrirhuguðu brevtingar á
menntakerfinu sem ríkisstjórnin
hefur lagt fram. Göngumenn
munu hafa verið milli fimmtán og
tuttugu þúsund eða færri en í sfð-
ustu viku þegar um fimmtfu þús-
und stúdentar tóku þátt í sams
konar göngu. Göngufólk bar
spjöld og fána þar sem afstaða
stjórnarinnar var fordæmd mjög
eindregið. Til óláta kom f göngu-
lok og kastaði lögregla táragas-
sprengjum að hópnum.
Giscard d’Estaing, Frakklands-
forseti, hefur lýst því yfir hvað
eftir annað að hann hafi ekki í
hyggju að hvika frá fyrirhuguðum
umbótatillögum varðandi mennta-
kerfið. Tillögurnar fela meðal
Shlemenko látinn
Moskvu 23. aprfl Reuter
SERGEI Shtemenko, hers-
höfðingi, yfirmaður herafla
Varsjárbandalagsins, lézt í dag úr
krabbameini. Hann var 68 ára
'gamall. Shtemenko varyfirmaður
sovézka hersins um hrið eftir
sfðari heimsstyrjöldina og að-
stoðarhermálaráðherra sama
tíma. Hanntókviðyfirstjórnher-
afla Varsjárbandalagsins árið
Framhald á bls. 19
annars í sér að beina námi f
háskólum meira inn á þær brautir
að það tengist atvinnulífi og þann-
Sir Harold
af sokka-
bandsorðunni
London 23. april — AP
HAROLD Wilson, fyrrum for-
sætisráðherra Bretlands, varð
í dag Sir Harold Wilson. Átján
dögum eftir afsögn hans til-
kynnti Elísabet drottning að
Wilson verði aðlaður og veitt
æðsta orða Bretlands, sokka-
bandsorðan svokallaða. Hann
verður formlega tekinn f tölu
riddara af sokkabandsorðunni
— sem eru 24 — við 600 ára
gamla helgiathöfn í Windsor-
kastala 14. júnf. Wilson hélt
upp á þennan heiður með
.Mary eiginkonu sinni og
nokkrum vinum á veitingahúsi
á Scillyeyjum þar sem hann á
sér sumarbústað.
ig verði einnig komið í veg fyrir
atvinnuleysi háskólamanna i ýms-
um greinum, meðan sérmenntað
starfsfófk þarf í aðrar starfs-
greinar.
Á blaðamannafundi sem Frakk-
Framhald á bls. 19
Hollenzkur
þingmaður
KGB-njðsnari?
Amsterdam 23. apríl
Reuter.
ÞEKKT hollenzkt tfmarit,
Elseviers, segir frá þvf f dag að
ónafngreindur þingmaður eins
stjórnarflokksins f HoIIandi og
tveir prófessorar hafi stundað
njósnir fyrir rússnesku leyni-
þjónustuna KGB.
Elsevies sem er virt rit og þyk-
ir áreiðaniegt bar fyrir banda-
rfskar heimildir og sagði að
mennirnir þrfr væru á lista hátt-
settra embættismanna Hollands
sem ynnu fyrir KGB og kvaðst
blaðið hafa þennan nafnalista
undir höndum. Þá sagði einnig að
verulegar líkur væru á þvi að tveir
virtir hollenzkir herforingjar, sem
ekki voru heldur nafngreindir,
njósnuðu fyrir KGB.
Talsmaóur innanrfkisráðuneytis
Hollands og hollenzku leyni-
þjónustunnar neituðu eindregið
Framhald á bls. 19