Morgunblaðið - 24.04.1976, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRlL 1976
B.S.R.B.
Kristján Halldórsson:
A.S.Í. —
Félagssamtök í dauðateygjum
i.
Á undanförnum árum hafa þeir
menn ráðið mestu um samnings-
gerðir launþega við atvinnurek-
endur, sem af yfirveguðu ráði
hafa gert alla þá samningagerð að
svo flókinni þvælu, að þegar búið
er að samþykkja og skrifa undir
samningana, þá kemur í ljós að
atvinnurekendur og aðrir, sem
þurfa að sjá um launagreiðslur
samkvæmt samningunum, skilja
ekki textann og lenda þvi í mestu
vandræðum, og við launþega
kemur þetta ennþá verr.
Margar greinar þessara samn-
inga eru þannig, að hægt er að
skilja þær á fleiri en einn veg, og
aðrar eru óskiljanlegar. Þá er
gjarnan gripið til þess ráðs, að
leita útskýringa hjá samnings-
gerðarmönnunum, en þar er farið
í geitarhús að leita ullar, því oft-
ast eru þeir ósammála um hvað
felist í þessum flóknu greinum
þeirra.
Afleiðingarnar eru landskunn-
ar. Kaupgreiðslur og hlunnindi
eru ekki eins á tveim stöðum, þar
sem sami samningur á að gilda.
Og algengt er, að atvinnurek-
endur eru í mestu vandræðum
með að finna þá starfsmenn, sem
treysta sér til að annast launaút-
reikninga samkvæmt þessum af-
kár'alegu plöggum, sem kallast
samningar.
Svo langt gengur þessi óhæfa,
að sérfræðingarnir hjá rikinu,
með æviráðningu til starfsins,
sem annast útreikninga á launum
opinberra starfsmanna sam-
kvæmt samningum B.S.R.B. og
aðildarfélaga sóa drjúgum hluta
starfsævi sinnar í það eitt að gera
vitleysur og leiðrétta eigin vit-
leysur, því jafnvel sérhæfni
þeirra nægir ekki til, að þeir
sleppi slysalaust frá því að koma
nærri þessum samningum.
Þegar launasamningar vinn-
andi fólks eru orðnir að þeim
frumskógarvafningum, að sér-
fræðingar komast þar hvergi í
gegn án stóráfalla, þá er það
engin furða þó ástandið sé þannig
í dag, að þeir séu orðnir harla
fáir, launþegarnir í landinu, sem
vita hve margar krónur þeim ber
að fá í launaumslaginu við hverja
útborgun.
Launþegarnir, félagarnir í
stéttarfélögunum, eru þannig
settir utangátta, að þeir vita ekki
hver er þeirra hlutur samkvæmt
þeim kjarasamningi, sem er
undirritaður fyrir þeirra hönd.
Þá gefur auga leið, að þeir eru
Kristján Halldórsson.
ekki dómbærir til þess að greiða
atkvæði við lokaafgreiðslu slíkra
samninga. En þá er tilganginum
náð hjá þeim samningagerðar-
mönnum, sem af yfirlögðu ráði
hafa gert alla samningana að flók-
inni þvælu.
Þegar samningagerðarmenn-
irnir, sem venjulega eru einnig í
stjórnum viðkomandi stéttarfé-
laga eða samtaka, leggja slíka
samninga fyrir almenna félags-
fundi, til samþykktar eða synj-
unar, þá mála þeir sterkum litum
hve stórkostleg afrek þeir hafi
leyst af hendi með því að hafa náð
fram þeim kjarabótum, sem í
samningunum felast, þó ófreskj-
an hinum megin við borðið hafi
verið ægileg við að stríða. En til
að sýna lítillæti þá bæta þeir
gjarnan við, að ekki sé í þessum
áfanga um fullnaðarsigur að
ræða, þó telja megi samninginn
stórt skref i rétta átt. Svo koma
flóknar og langsóttar saman-
burðarlýsingar og tilvitnanir í
málskjöl, reglugerðir og laga-
greinar hér og þar, sem eiga að
sanna mikilvægi hverrar samn-
ingsgreinar.
Og þegar samningamenn eru
búnir með þvælu sinni að rugla
dómgreind flestra fundarmanna
um raungildi samningsins, þá er
venjulega auðvelt að fá hann sam-
þykktan, því fáir þora að viður-
kenna, að þeir skilji ekki í hverju
afrek samningamannanna eru
fólgin, og greiða því atkvæði með
samningnum til að verða ekki
grunaðir um skilningstregðu eða
heimsku.
Til að forðast þá niðurlægingu,
sem félagsstarfsemi af þessu tagi
býður meðlimum sinum upp á, þá
taka flestir félagar þann kostinn
að mæta ekki á fundum, þegar
greiða skal atkvæði í félögunum
um kjarasamninga, eins og best
sannaðist hjá aðildarfélögum
ASÍ, þegar þar fór fram atkvæða-
greiðsla um siðustu samninga.
Sem sagt, stjórnir félaganna
stóðu einar uppi sem þursar. Þær
höfðu drepið af sér nær alla fé-
lagsmennina. Orðnar einræðis-
stjórnir, úr öllum tengslum við
félagsmennina, nema til þess að
hirða af þeim félagsgjöldin. Dag-
aðar uppi eins og nátttröll.
II.
Sama sagan er að gerast hjá
BSRB, þó með slægðarlegri hætti.
Þar safna stjórnir aðildarfélag-
anna og stjórn BSRB að sér trygg-
um hópi málaliða, sem stillt er
upp sitt á hvað sem undirnefnd,
baknefnd, aðalnefnd, trúnaðar-
ráði, fulltrúaráði og fleira af þvi-
líkum ráðaráðum og nefndum.
Þessi hópur, sem er innan við
1% félagsmanna, er svo látinn
samþykkja ályktanir og kröfur,
sem sendar eru fjölmiðlum og
túlkaðar sem sjónarmið heildar-
samtakanna, jafnvel ályktanir
um, að samtökin séu nú reiðubúin
til þess, eins og oft áður, að afsala
eða selja réttindi og hlunnindi
félagsmanna, sem þeir hafa notið
um áratugi.
Það er á forsendum félagsstarf-
Framhald á bls. 13
Nokkur orð vegna Staksteina
FURÐULEGT má teljast, hvernig
höfundur Staksteina Morgun-
blaðsins fimmtudaginn 22. apríl
getur umsnúið staðreyndum og
gert mönnum upp skoðanir og at-
hafnir.
Tilefni umræddrar Staksteina-
greinar eru sú, að Óli Tynes
blaðamaður hjá Vísi er nú stadd-
ur um borð í herskipinu Ghurka
og reyndi að kalla loftskeytastöðv-
ar á Norður- og Austurlandi til að
koma frá sér fréttum, en starfs-
menn strandstöðvanna neituðu að
afgreiða samtölin.
Höfundur Staksteina segir, að
neitunin sé til komin vegna þess
að afgreiðslumönnum líki ekki
við dvöl Óla um borð í freigátunni
og kallar þetta óbeina ritskoðun.
Þetta er algjör firra.
Það eru rúmlega 15 menn, sem
að þessu standa, og við höfum
mjög misjafnar skoðanir á því,
hvort dvöl Óla um borð i herskip-
inu sé heppileg eða eðlileg, en
allir erum við sammála um að
hann eigi að geta komið fréttum
frá sér.
Fersaga málsins cr sú, að marg
ir brezku togaranna eru gömul
skip og illa búin tækjum og ná því
ekki oft á tíðum sambandi beint
við England. Höfðu þeir því all-
mikil viðskipti gegnum íslenzku
strandstöðvarnar mestmegnis við
útgerðarstjóra og viðgerðarmenn.
Rætt var um heppilega löndunar-
daga, mannaráðningar, sér-
fræðingar í Englandi gáfu upp-
lýsingar um viðgerðir og vara-
hlutir pantaðir. Aðstoðarskipin
(Hausa, Miranda og Othello) og
dráttarbátarnir höfðu einnig
notað okkar þjónustu þó í minna
mæli væri. Herskipin höfðu
aldrei haft samband við okkur
erida þannig búin tækjum að
vandræðalaust er fyrir þau að
hafa beint samband við England.
Blaðamenn frá ýmsum löndum
til dæmis Kanada höfðu verið þar
um borð og haft samband hver til
slns heimalands eftir þeim fjar-
skiptaleiðum. Svona var ástandið
hinn 11. marz s.l„ þegar við
ákváðum að hætta allri afgreiðslu
við brezku skipin hér við land
nema I neyðar- og öryggistilfell-
um, og lái okkur það hver sem
vill.
Bretarnir sættu sig við þessa
afstöðu okkar og engin athuga-
semd kom fram frá póst- og síma-
málastjóra og samgönguráðu-
neyti.
Nú skeður það s.l. þriðjudags-
morgun að herskipið Ghurka kall-
ar tvær strandstöðvar og vill fá
afgreiðslu. Var það Óli Tvnes.
sem vildi ná sambandi við Visi.
Báðir símritararnir, sem voru á
vakt (á Siglufirði og Neskaup-
stað), voru sammála um að engin
ástæða væri til að afgreiða nú
fremur en endranær þó íslenzkur
blaðamaður ætti í hlut. Hann gæti
haft samband eftir sömu leiðum
og aðrir blaðamenn um borð í
herskipunum. Þó það kostaði Vísi
meiri peninga að tala gegnum
England væri það ekki næg
ástæða til þess að við brytum þær
reglur, sem við höfóum sett okk-
ur. Annað væri mismunun og geð-
þóttaafgreiðsla.
Vísir blæs þetta síðan út með
flennifyrirsögnum á forsíðu, en
hefur þó samband við einn okkar
til að kynna sér afstöðu af-
greiðslumanna. En hið „virta“
blað Morgunblaðið umsnýr öllu
og rangtúlkar. Það lætur í Stak-
steinagrein sinni líta svo út sem
við höfum afgreitt alla nema
þennan eina blaðamann, þegar
við vildum ekki veita honum for-
réttindi og skrifar svo alla grein-
ina út frá þvf. Slíkt er þröngsýni,
slfkt er lítilmannlegt, slíkt er
timaskekkja.
Magnús Waage
sfmritari, Neskaupstað.
Aths.: — Eftir stendur sam-
kvæmt þessu að allir blaðamenn
koma fréttum sínum beint til síns
heimalands nema íslendingurinn.
Það er kjafni málsins og um það
fjölluðu Staksteinar. — Hitt er
svo annað mál að með gerðum
sinum brjóta símritararnir alþjóð-
legar reglur, sem íslendingar
hafa skuldbundið sig til að halda,
að þvf er yfirmaður þeirra, Jón
Skúlason póst- og símamálastjóri
segir í Vísi í gær. Öllu tali um
„rangtúlkun“ Morgunblaðsins er
þvf vfsað heim til föðurhúsanna.
Ritstj.
Hafnarstræti 1 1 .
Simar: 20424 — 14120
Heima. 85798 — 30008
Til sölu
Við Hamraborg
3ja herb. ibúð á 1. hæð i lyftu-
húsi, ásamt sérgeymslu og bil-
skýli. Ibúðin er ekki alveg full-
gerð. Laus strax.
Við Kársnesbraut
3ja herb. mjög góð og björt íbúð
á 2. hæð. Þvottaherb. á hæð-
inni. Innbyggður bilskúr á jarð-
hæð. Laus um n.k. áramót.
Við Laufvang
mjög góð 3ja herb. ibúð á 1.
hæð. Þvottaherbergi á hæðinni.
Lyftuhús
Til sölu nýstandsettar og nýlegar
vandaðar 3ja og 4ra heb. íbúðir.
M.a. laus 3ja herb. endaíbúð.
Við Viðimel
ca 100 fm efri hæð ásamt
bílskúr.
Sérhæð —
Goðheimar
Til sölu 143 fm 1, hæð. Þvotta-
herbergi á hæðinni. Bilskúr.
AUGLÝSINGASÍMINN ER:
22480
|K«r0unli[«tiið
Til sölu
Ný 5 herb. ibúð
ásamt bílskúr í Fossvogi.
Mjög góð 5—6 herb.
sérhæð i austurborginni.
Einbýlishús
í Stekkjarhverfi, stærð 180 fm.
með meiru. Útsýnisstaður.
Mmmoiie
Fasteignasala
Lækjargötu 2 (Nýja Bíó)
Fyrirspurnir um þessar
eignir í síma 75534.
25590-21682
5 herb. sérhæð
við Melhaga, 2 stórar stofur, 3
svefnherbergi, bílskúrsréttur.
Sérhæð á Seltjarnarnesi
130 fm 4 svefnherbergi eru i
ibúðinni. Sérinngangur. Sérhiti.
Bílskúrsplata komin. Útsýni út á
sjóinn.
Hjallabraut, Hafn.
6 herb. 140 fm Ibúð í fjölbýlis-
húsi. 5 svefnherbergi geta verið i
íbúðinni. íbúðin er öll í sérflokki
Fullbúin og vönduð. Gott útsýni
yfir Hafnarfjörð.
OPIÐ í DAG KL.
Fasteignasala
Lækiaraötu 2 (Nýja Bíó)
s. 25590 og 21 682.
heima Jón Rafnar 52844
Hilmar Björgvinsson 42885.
Sæviðarsund
glæsileg og vönduð sérhæð um 147 fm ásamt
bílskúr. íbúðin skiptist þannig: 4 svefnherbergi,
og bað (flísalagt). á sérgangi. Gestasnyrting á
fremri gangi. Stofa og borðstofa samliggjandi.
Eldhús, geymsla og þvottaherbergi innaf eld-
húsi. íbúðin er teppa-
lögð og með harðviðar-
innréttingum. Tvöfalt
verksmiðjugler. Rúm-
góðar svalir. Uppl.
aðeins á skrifstofunni.
Einbýlishús í Kópavogi
Hef til sölu 6 herb. einbýlishús. Mjög skemmti-
lega innréttað við Digranesveg. Fallegt útsýni.
Sigurður Helgason hrl.,
Þinghólsbraut 53, simi 42390.
Eitthvað fyrir þig
Hafnarfjörður
2ja herb. Ibúð i háhýsl. Suður
svalir. Verð 5.4 millj. Útb. 4
millj.
Kópavogur
3 herb. á hæð tilbúin og 3 herb.
i fokheldum kjallara. Gefur mikla
möguleika. Verð 8.5 millj. Útb.
samkomulag.
Breiðholt "
6 herb. penthouse. Uppl. i skrif-
stofunni.
Tvær 3ja herb. ibúðir i háhýsum.
Verð 7 millj. Útb. 5 til 5.5 millj
Laugarnesvegur
4ra til 5 herb. ibúð i sérflokki.
Uppl. i skrifstofunni.
Mosfellssveit
fokhelt einbýlishús við Barrholt.
Verð 8.5 millj. Útb. samkomu-
lag.
Hef kaupanda
að 6 herb. íbúð i Vesturbæ.
Skipti möguleg á aðeins minni
ibúð i vesturbæ.
Hef einnig kaupendur að flestum
stærðum ibúða
Opið í dag frá 9 — 7
Á morgun frá 1 —5.
AFMLP tr
I FaMeiqnaiala Lauqaveqi33 iimi 2Ö644