Morgunblaðið - 24.04.1976, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
MENNINGARMÁL
Lítt hrifnir af
„List um landið,,
Sffellt meirl áherzla virðist nú
vera sett á allskonar menningar-
starfsemi úti á landsbyggðinni og
ber þar hæst hinar fjölmörgu
menningavikur, eins og t.d. ár-
vöku Selfoss, menningarviku
Hornfirðinga, Húnavökuna, sælu-
viku Skagfirðinga, Héraðsvöku
o.fl. Þá má ekki gieyma að leikfé-
lög hinna ýmsu staða, sem ein-
göngu áhugafólk tekur þátt f
starfa af miklum krafti og hafa
sýnt mörg og stór verk f vetur. En
hvernig er þetta hægt, þegar fólk
er í fullri vinnu. A.m.k. virðist
svona nokkuð gjörsamlega
ómögulegt á Reykjavíkursvæð-
inu. Þegar Mbl. leitaði svara við
þessu kom fram, að það er ánægj-
an sem fólk hefur af þessu starfi,
sem gerir svona nokkuð kleift og
viðmælendur okkar töldu að rfkið
ætti frekar að styrkja starfsemi
sem þessa, sem heimamenn sköp-
uðu, heldur en að eyða einhverj-
um milljónum f það sem kallast
„List um landið".
Eitt þeirra leikfélaga, sem dafn-
að hefur undanfarið ár, er Leikfé-
lag Ólafsfjarðar. Um þessar
mundir er það að sýna Tobaceo
Road og er það skólastjóri staðar-
ins, Kristinn G. Jóhannsson, sem
bæði leikstýrir og gerir leikmynd-
ir.
NEYTANDI EN EKKI
SKAPANDI
Kristinn var spurður að því þeg-
ar Mbl. ræddi við hann, hvort
hann áliti að hann gæti tekið þátt
í svona starfsemi ef hann byggi í
Reykjavík og væri skólastjóri þar.
„Það kæmi hreinlega ekki til
mála að skólastjóri þar tæki þátt f
uppsetningu svona leikverks. Ef
ég væri skólastjóri þar, væri ég
neytandi en ekki skapandi. Uti á
landsbyggðinni er stór hópur bæj-
arbúa þátttakendur. Það er eng-
inn vafi að hér hefur fólk mikla
ánægju af þessu. Það er komið
saman eftir kvöldmat, þegar allir
eru búnir að vinna fullan vinnu-
dag. Oft á tíðum fer það svo, sér-
staklega í sýningarferðalögum, að
fólk tapar fjölmörgum vinnu-
stundum og um leið fjármunum.
Þetta gerði enginn ef ánægja væri
ekki því meiri. En hvernig geta
svona lítil leikfélög fjármagnað
uppsetningu leikrita. „Hér fáum
við 90 þús. kr. styrk á ári frá
hinu opinbera, en það nægir ekki
einu sinni til að ráða leikstjóra.
Við verðum að stóla á að verkin
verði vel sótt. Aðsókn fer nú aftur
vaxandi hjá okkur og allt er að
færast i betra horf. Fyrst eftir að
sjónvarpið kom, var fólk alveg
bundið yfir þvi, en sem betur fer
lætur enginn kassann stjórna sér
nú orðið, og félagsmálin dafna."
„Hvaða álit hafa Ólafsfirðingar
á List um landið?“
„Það verður að játast að við
erum lítt hrifnir af þvi sem nefn-
ist List um landið. Hér viljum við
fá að vera f friði, en fá einhverja
styrki frá riki til að halda uppi
starfsemi okkar. Við getum síðan
valið úr atvinnulistamönnum
sjálf. Það er hið rétta form. Það er
allt önnur list sem við sköpum hér
en er á boðstólum i Reykjavík og
sú list, sem er gróðursett úti á
landsbyggðinni á að fá að dafna
þar.
Ég hef hins vegar ekkert við
heimsóknir listaflokks að athuga,
en útgerð þeirra bjargar engu.“
ÖLL KVÖLD I 5 VIKUR
„Hvað tekur langan tíma að æfa
leikrit hjá ykkur?“
„Við erum yfirleitt með eitt
leikrit á vetri, og í æðimörg ár,
hef ég verið í þessu öll kvöld í 5
vikur, annað hvort við æfingar
eða að gera leikmyndir og það er
vel þess virði. Um það hvort þetta
bitni ekki á skólanum get ég sagt,
að skólinn getur stundum verið
dálítið þreytandi og það er hvíld
frá hinu daglega amstri að standa
í þessu."
Þá höfðum við samband við
Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum,
en hann er framkvæmdastjóri
Húnavökunnar, sem lýkur nú um
helgina. Hann sagði í upphafi, að
helzti kosturinn við menningar
viku, sem Húnavökuna, væri að
geysimörgum atriðum væri safn-
að saman og oft á tíðum væru
settar upp sýningar eingöngu
vegna vökunnar i því sambandi
mætti minnast á Hjálparsveit
skáta. Alltaf væri meirihluti efnis
heimafenginn og sjaldan eða
aldrei meira en nú, sem gæfi vís-
bendingu um að félagslif væri
vaxandi.
„Ég hef alltaf litið félags- og
menningarstarf úti á landsbyggð-
inni öðrum augum en það sem fer
fram í Reykjavík. Það taka t.d.
40—50 manns þátt í uppsetningu
á „Þið munið hann Jörund“ og er
allt fólkið héðan úr byggðarlag-
inu. Það er þvi nauðsynlegt að hið
opinbera styðji félagsstarfsemi
hér, til að hægt verði að halda
þessu áfram. En stuðningur hins
opinbera er fjarska lítill. Við
þurfum t.d. að greiða 20% sölu-
skat af öllum þeim fjölda að-
göngumiða, sem við seljum á
Húnavöku og er það mörgum
sinnum hærri upphæð en við fá-
um i styrk frá hinu opinbera á ári
hverju. Við vitum ekki enn hvern-
ig útkoman verður á þessari
Húnavöku, en ef söluskatturinn
yrði felldur niður, litið dæmið
öðru vísi út.
ENGINN STUÐNINGUR
I RAUN
Það er oft talað um vaxandi
stuðning ríkisvaldsins við félags-
starf úti á landsbyggðinni, en
hann er ekki til í raun. Styrkur-
inn er alltaf tekinn af okkur með
einhverjum ráðum. Það væri
miklu betra að við fengjum niður
felldan söluskatt og ríkið hætti
styrkveitingunum.
1700 MANNS SÓTTU
SÝNINGAR Á HÖFN
Árni Stefánsson skólastjóri og
hótelhaldari á Höfn I Hornafirði
sagði, að menningarvika þeirra
hefði gengið mjög vel og alls
hefðu um 1700 manns komið á
hinar ýmsu skemmtanir og sýn-
ingar, en það svarar til þess að
hver maður úr sýslunni hafi kom-
ið einu sinni á eitthvert
atriðanna.
„Þetta tókst betur en ég átti von
á. Við vorum heppin með
skemmtikrafta og ég er ekki í
nokkrum vafa um að þetta er sú
stefna sem taka á úti á lands-
byggðinni. Við áttum ógleyman-
legar stundir með kór Mennta-
skólans við Hamrahlið, en söngur
kórsins hreif hugi allra. Það er
álit okkar að menntamálaráð geti
ekki gert betur en að styrkja
starfsemi innan héraðs.
Þegar heimamenn hafa frum-
kvæðið reynir hver að standa sig
eftir beztu getu. Þetta var í fyrsta
sinn, sem við erum með menning-
arvöku í svona stórum stil. Það
var ekki endilega takmarkið að
þetta stæði undir sér, —heldur að
fá nýja strauma meðal fólksins.
Ekki get ég sagt hvert framhald
ið verður, en tel að þessari menn-
ingarstarfsemi verði haldið
áfram, þar sem undirtektir voru
mjög góðar og hér ræða menn um
að betra sé að halda menningar-
vikuna á haustin," sagði Arni.
Frá Höfn ( Hornafirði
Listaskáldin vondu heimsóttu Húnvetninga fyrir skömmu. Hér eru
þau ásamt Elfsabetu Sigurgeirsdóttur formanni Kvenfélagasambands
A-Húnavatnssýslu, en Kvenfélagasambandið hefur staðið fyrir
mörgum listkynningum f héraðinu.
í leið,. .p.i...........
EDDÚ-hótel í Mennta-
skólanum á ísafirði
Ferðaskrifstofa rfkisins hefur nú leigt heimavist og mötuneyti
menntaskólans á Isafirði til að starfrækja þar Eddu-hótel f sumar,
að þvf er Vestfirzka fréttablaðið segir.
Blaðið hefur eftir Jóni Baldvin Hannibalssvni skólameistara að
hótelið verði starfrækt frá 15. júnf til 31. ágúst og séu allir
samningar tilbúnir. — Nær leigan til eins árs enda óvfst með öllu
hve mikill ferðamannastraumur verður til Vestfjarða. Ferðaskrif-
stofan hefur gefið út kynningarbækling og sent erlendis, einkum til
Þýzkalands. Frá þvf er byggingar hófust við menntaskólann hefur
verið stefnt að þvf að starfrækja þar hótel, en hingað til staðið á
mötuneytf, en þar eð það er nú tilbúið hefur verið ákveðið að leigja
það til reynslu.
Auglýsing frá Landsvirkjun í Vestfirzka fréttablaðinu
Nimrod eða Orion?
NIMROD-njósnaþotan er talin ein bezta von Breta um að auka
hergagnasölu f Japan þar sem samkeppnisaðstaða þeirra og annarra
hefur batnað vegna Lockheed-mútuhneykslisins. Þannig hefur
brezki sendiherrann f Tokyo, Sir Michael Wilford, lofað þotuna
hástöfum.
Orion-þotur Bandarfkjamanna gegna svipuðu hlutverki og áður en
hneykslið var afhjúpað ráðgerðu Japanir kaup á nokkrum slfkum.
Nú er hins vegar komið hik á Japani þar sem framleiðandi Orion er
Lockheed. Þriðja tegundin sem kemur til greina, er frönsk og heitir
Atlantic.
Verðið á Nimrod þykir hátt en brezki sendiherrann segir að
Japanir þurfi ekki að kippa sér upp við það þvf gæði Nimrod-
þotnanna séu svo einstök að þeir geti keypt færri þotur ef þeir velji
þær. Hann segir Japönum að ekki sé völ á betri flugvélum til
beitingar gegn kafbátum.
Nimrod-þoturnar eru endurbætt útgáfa af Comet-þotunum og
búnar fjórum Rolls Royce þotuhreyflum. Áður en mútuhneykslið
kom til mátti heita að Lockheed hefði tryggt sér samning um sölu á
Orion-þotum. Sendiherra Bandarfkjanna f Tokvo, James Hodgson,
er fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Lockheed.
Senn líður að þvf að hið nýja flugfélag Arnarflug hefji starfsemi
og munu eflaust margir fljúga með félaginu til sólarlanda í sumar.
Búið er að teikna merki félagsins og birtum við hér mynd af þvf
fólki til upplýsingar.
Dœmd óhœf til sýn-
ingar en samt sýnd
Kvikmynd um líf og starf Jesú Krists var sem kunnugt er sýnd f
sjónvarpinu að kvöldi föstudagsins langa. Það vakti fljótt furðu
fólks, að tal myndarinnar datt út á löngum köflum. Maður nokkur f
Hafnarfirði, sem horfði á myndina, hélt fyrst þegar talið datt út, að
sjónvarpstækið sitt hefði bilað og var ákveðinn f að senda það f
viðgerð strax eftir páska. —En skyndilega kom talið aftur og
hringdi þá maðurinn f sjónvarpið og spurði hvernig á þessu stæði.
—Svarið sem hann fékk var, að tæknideild sjónvarpsins hefði dæmt
myndina óhæfa til sýningar, en forráðamenn þess hefðu engu að
síður ákveðið að sýna myndina umrætt kvöld, þar sem sjónvarpið
átti enga aðra mynd til að sýna.
Umsjón: Þorleifur Ólafsson