Morgunblaðið - 24.04.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRÍL 1976
15
BÍLNÚMER
R-50000 senn á göturnar:
Maður beið í
2 sólarhringa
eftir R-40000
— en fékk það ekki
SENN líður að því að bílnúmerið
R-50000 komi á götur Reykjavikur
og eflaust ætla sér margir að ná
þessu númeri, ef marka má
númeraásókn ýmissa manna.
Hlaðvarpinn spurði Guðna Karls-
son forstöðumann Bifreiðaeftir-
iits ríkisins hvenær R-50000 væri
að vænta á götur borgarinnar, og
hvort hægt væri að panta
númerið.
Guðni sagði, að sá háttur væri
hafður á þegar ný númer væru
látin í té, að ávallt væru 5—10
númer á lista og gæti fólk valið úr
þeim. Jafnóðum og gengi á þenn-
an lista væri nýjum númerum
bætt við.
„Þegar R-40000 kom á göturnar
ætluðu margir menn að krækja í
það númer. Einn var alveg ákveð-
inn og beið hann i samtals um tvo
sólarhringa til að reyna að krækja
í númerið en varð engu að síður
af þvi. Maðurinn birtist hér þegar
ljóst var að númerið kæmi bráð-
lega niður, en einhverra hluta
vegna var ekki hröð afgreiðsla
númera þennan tíma. Það kom að
því, að maðurinn þurfti að
skreppa frá og svo að segja í sama
mund og hann var farinn kom
hingað fjöldi manns að ná í ný
númer. R-40000 var þá sett á list-
ann og rétt áður en maðurinn
kom aftur, kom hér maður, sem
var fljótur að tryggja sér þetta
númer. Það var ekki sökum að
spyrja, að sá er hafði beðið i því
næst tvo sólarhringa, bókstaflega
Jtrylltist, kallaði starfsfólkið öllum
illum nöfnum og skrifaði síðan
grein i blöðin þar sem hann
kvariaði yfir lélegri þjónustu hjá
Bifreiðaeftirlitinu," sagði Guðni.
S.l. þriðjudag var búið að
afgreiða R-48720, en að meðaltali
eru afgreidd 50—100 númer á
dag. Sagði Guðni, að þess væri að
vænta, að R-50000 yrði sett á
nýjan bil siðast í maí eða byrjun
júní, og byggist hann frekar við
slagsmálum um það.
Þó svo, að um 50 þúsund bíl-
númer séu skráð á farartækjum i
Reykjavík, eru aðeins um 30
þúsund bílar i notkun. Að sögn
Guðna Karlssonar eru talsvert
miklar eyður i númerakerfinu, en
lengi hefur staðið til að þétta það.
Hins vegar vilja bifreiðaeftirlits-
menn ekki gera það fyrr en séð
verður hvað verður um nýja
númerafrumvarpið, en það er
þeirra heitasta ósk að það nái
fram að ganga, og telja að það
hafi sparnað i för með sér og geri
þeirravinnu mun auðveldari.
Fréttastjóri BBC — Sneri
Mik Magnússon þekkja flestir tslendingar nú orðið f sjón eða af
afspurn. Hann var sem kunnugt umsjónarmaður enskra frétta f
rfkisútvarpinu fyrir nokkrum árum. Sfðan gerðist hann frétta-
maður og fréttastjóri hjá BBC f Bretlandi og var manna dug-
legastur við að koma sjónarmiðum lslendinga f landhelgismálinu á
framfæri í föðurlandi sfnu. Þótt Mik hafi verið kominn f góða stöðu
hjá BBC var Íslandsþráin það mikil f honum, að hann ákvað að
flytjast „heim“ á ný, þó svo að hann hafi lækkað mikið í launum við
það. Mik hefur nú tekið við störfum sem blaðafulltrúi Menningar-
stofnunar Bandarfkjanna.
aftur heim
„Finn mig
Mik Magnússon á skrifstofu sinni f Menningarstofnun Bandarfkj-
anna. Ljósm. Mbl.: RAX
„Éf ég byrja á byrjuninni,”
sagði hann þegar Morgunblaðið
ræddi við hann, „þá var ég orð-
inn islenzkur ríkisborgari fyrir
nokkrum árum og starfaði hjá
Utvarpinu sem fréttamaður
enskra frétta. Til að geta komið
mér almennilega fyrir varð ég
að komast í lífeyrissjóð, en út-
varpsráð hér var á móti því að
fastráða mig, en ég starfaði
þarna 7 mánuði ársins. Á
þessum tíma fékk ég tilboð frá
BBC um að gerast fréttamaður
þar. Ég sló til, flutti út og hóf
starf hjá þessari stofnun, sem
er mjög góð — en kannski of
stór. Mér fannst gott að fara
þangað til starfa og var ég
ákveðinn í að mennta mig betur
I fréttamennsku- og stjórnun og
eins í kvikmyndagerð."
Fljótlega æxlaðist svo til að
Mik var hækkaður I tign, fór
litið út til að spyrja fólk frétta,
heldur rak aðra í sinn stað og
mat hvað birt væri eftir þá.
„Það er skemmtileg reynsla að
vera fréttastjóri hjá BBC. Þar
er jafnan reynt að túlka sjónar-
mið beggja aðila og fréttastjór-
inn verður ávallt að reyna að
fara bil beggja.“
„En hvers vegna fórstu að
hugá að því að flytjast aftur til
íslands úr þvi, að þú varst kom-
inn i góða stöðu hjá BBC?“
„Mig langaði alltaf heim og
fljótlega fór ég að líta eftir
starfi heima. Utvarpið hafði
ekki efni á að ráða mig, en s.l.
haust er ég var sendur hingað
til að senda fréttir — íslenzku
hliðina — af þorskastríðinu, þá
var mér boðið starf hjá Menn-
ingarstofnuninni. Sagði ég því
fljótlega upp minni stöðu hjá
BBC, og er ég gerði það buðu
þeir mér hærri stöðu og mjög
gott kaup. En það breytti engu,
hér var mitt hjarta og hjarta-
laus getur maður ekki verið. Ég
verð að viðurkenna að boð BBC
freistaði mín mikið, en það er
umhverfið og ekki sízt fólkið
sem freistaði mín enn meir á
íslandi.“
Nú vékum við talinu að því
hver væri ástæðan fyrir því, að
Mik gerðist islendingur, ekki
sizt þar sem hann viðurkennir
að island er ekki nein Paradís,
sérstaklega hvað varðar stjórn
efnahagsmála. „Eitt mikil-
vægasta skeið í þroska manns-
ins kemur þegar maður hættir í
skóla og fer út í atvinnulifið. Ég
lagði stund á leiklistarnám i
Glasgow og að því loknu hélt ég
til islands, stundaði sjó-
mennsku í tvö ár og aðstoðaði
við að koma upp leiksýningum
víða um land. Þá uppgötvaði ég
að þetta var stórkostlegt land.
tsland er land tækifæranna
fyrir þá, sem þora. Fólkið er vel
menntað ef maður miðar við
það sem gerist í Evrópu og það
veit miklu meira um eigið land
en fólk í öðrum löndum. Þetta
endaði með þvi, að ég fann mig
hvergi nema hér og því tel ég
mig islending í Bretlandi — en
ég vil taka fram ég er engu að
síður stoltur af mínum skozka
uppruna.“ — Mik er fæddur og
uppalinn í Suðureyjum
(Hebrides).
„En hvernig var fyrir islend-
ing að starfa sem fréttamaður í
Bretlandi í miðju þorska-
stríðinu?"
„Ég hafði alltaf samband við
íslenzka sendiráðið, og reyndi
ég að tryggja sem islendingur
að málstaður íslands næði fram
að ganga, þó svo að ég gætti
starfs mins sem blaðamaður.
Ég starfaði mikið með Helga
Ágústssyni og Niels P. Sigurðs-
syni, þannig að ég var i miklum
tengslum við heimalandið, og
þeir mánuðir sem ég vann með
þeim voru mjög ánægjulegir.“
Um miðjan nóvember var
Mik sendur til islands til að
senda fréttir þaðan og var hann
hér í 14 vikur á vegum BBC.
Segir hann að útgerð sín hafi
kostað BBC 4 milljónir króna,
en á þessum tíma sendi hann
450 fréttasendingar stuttar og
langar um þorskastriðið og
gang mála á islandi. Auk þess
sem hann sendi fréttaþætti um
menningar- og listastarfsemi á
islandi. „Þetta efni var ekki
eingöngu notað i Bretlandi,
heldur var það sent um allan
heim af BBC-heimsþjónustu.
Mikið af þessu efni var t.d.
notað í Kanada og eitthvað var
notað í Bandaríkjunum. Þannig
að efni sem snerti þjóðina fór
viða.“
En hvernig var að starfa sem
fréttamaður erlendrar frétta-
stofu í upphafi þorskastríðsins
á islandi?" i fyrstu var öll
þjónustan hjá Landhelgisgæzl-
unni i ólagi. Fréttir af miðun-
um bárust þaðan seint og um
siðir. En þegar búið var að ræða
við starfsmenn í utanríkis- og
dómsmálaráðuneytinu, þá
þurfti ekki að kvarta. Það var
ekki áhugaleysið, sem var
vandamál í upphafi, heldur
miklu fremur skipulagsleysi.
Þegar búið var að skipuleggja
fréttaþjónustu gæzlunnar vel
gekk allt eins og frekar varð á
kosið.“
Að lokum spurðum við Mik
hvort ekki væri mikill munur á
að vinna hjá fréttastofnun eirís
og BBC eða islenzka ríkisút-
varpinu, og hvaða verkefni
biðu hans helzt í hinu nýja
starfi.
„Því er ekki að neita að hjá
BBC eru tækifærin miklu fleiri
en hjá ríkisútvarpinu. BBC
skiptir við geysimargar frétta'-
stofur og til þess að vinna úr
öllum fréttum, sem berast þarf
mikinn mannafla. Af eðlilegum
ástæðum er starfsemi BBC
ákaflega fjárfrek en alls staðar
eru einhver takmörk. Þegar i
ljós kom, að almenningur í
Bretlandi hafði ekki lengur
áhuga á landhelgismálinu var
ég kallaður heim eftir dvölina
hér. Þeir mata fólk ekki á frétt-
um, sem það hefur ekki áhuga
á.
— segir
Mik
Magnússon
Það hefur berlega komið í
ljós, að enginn fréttamaður
getur orðið svo vel að sér, að
hann viti alla hluti. Ég kynntist
mörgum fréttamönnum, sem
voru réttlátir og velviljaðir i
garð islendinga, en af ókunnug-
leika fóru þeir ekki alltaf rétt
með. Það þarf engan að undra,
að maður sem aldrei hefur
komið út á sjó, eins og gerðist i
þroskastríðinu, sendir ekki ná-
kvæmar fréttir, er hann allt í
einu er sendur hingað norður í
Dumbshaf. Maður, sem ekki
hefur verið á sjó, getur ekki
metið hver siglir á hvern. Af
eðlilegum ástæðum snýr hann
sér til næsta manns og spyr, og
allir vita hver svörin eru. Það
gegnir öðru máli um islendinga
sem aldir eru upp við sjóinn, þá
kemur sérþekkingin.
Á næstu vikum bíða min á
nýjum vinnustað margvísleg
verkefni. En ég hef áhuga á að
auka samskiptin við blöðin; og
ennfremur að auka þjónustu
bókasafnsins og þeirra stofn-
ana, sem hér eru. Ennfremur
hef ég áhuga á að sýningar, sem
hér er komið upp, verði einnig
sendar út á land og sama er að
segja um listamenn frá Banda-
rfkjunum.'1