Morgunblaðið - 24.04.1976, Side 31

Morgunblaðið - 24.04.1976, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. APRlL 1976 31 „99% líkur á því að ég verði áfram hjá SWard Liege” — segir Ásgeir Sigurvinsson „ÉG TEL 99% líkur á því að ég verði áfram hjá Standard," sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar Morg- unblaðið ræddi við hann úti C Belgfu f gær. Ásgeir kvað ástæðuna vera þá, að Petit, framkvæmdastjóri Standard, vildi að hann yrði áfram, jafnvel þótt félagiö hefði fengið mörg girnileg tilboð, eins og fram hefur komið í fréttum. „Þegar staðan er slík getur við- komandi leikmaður ákaflega litið gert,“ sagðí Asgeir. Jafntefli FRAM og Víkingur gerðu jafnteffi, 2—2, f ieik sfnum f Revkjavfkurmótinu í knatt- spyrnu sem fram fór á Mela- vellinum f fyrrakvöld. Var þarna um að ræða einn skásta leik mótsins til þessa, en óþarfa hörku gætti f honum og var þremur leikmönnum Fram sýnt gula spjaldið áður en yflr lauk, Kristni Jörundssyni, Jóni Péturssyni og Marteini Geirssvni. Staðan í hálfleik var 1—0 fyrir Víking og skoraði Óskar Tómasson mark þeirra þegar skammt var til loka hálfleiks- ins. Þessu marki svöruðu Framarar með tveimur mörk- um snemma f seinni hálfleik og skoruðu þeir Ómar Frið- riksson og Asgeir Elfasson mörkin og var mark Ásgeirs mjög fallegt. Þegar um stundarfjórðungur var svo til leiksloka jafnaði Stefán Halldórsson fyrir Vfkinga. Hann sagði að fyrir dyrum stæði mikil uppbygging hjá Standard. Félagið væri ákveðið í þvi að kaupa nokkra menn og eins hefur það ákveðið að láta nokkra hætta, þar á á meðal tvo gamla landsliðsmenn, Van Moer og Dewalque. Einar áfram EINAR Magnússon mun nýlega hafa endurnýjað samning sinn við vestur-þýzka handknattleiks- félagið Hamborg SV. Einar lék með liðinu fyrri part þessa vetr- ar, en gat ekkert leikið með frá áramótum vegna meiðsla. mmm badmiivton- FÓLKIÐ VAKTIHRIMNGU KÍNVERSKU badmintonleikararnir' vöktu gifurlega hrifningu þeirra er með leik þeirra fylgdust i Laugar- dalshöllinni á fimmtudaginn, en þá léku þeir i sinu fyrsta móti hérlendis að þessu sinni. Aðeins einu sinni báru Islendingar sigurorð af þeim i leik og voru það yngstu keppendur Íslands i móti þessu, Sigurður Kol beinsson úrTBR og Friðrik Arngríms- son úr KR, sem sigruðu i tviliðaleik eftir mikla baráttu 17—16 og 15—-11. Léku þessir ungu islenzku piltar leikinn mjög vel, og þar eru örugglega á ferðinni framtíðarmenn i íslenzku badmintoníþróttinni. Auk sigurleiks þeirra Sigurðar og Friðriks, sem vitanlega gladdi hjörtu áhorfenda, vakti mesta athygli keppni Sigurðar Haraldssonar, ís- landsmeistara. við Chu-Tao Yung. Þar var barizt á fullu allan timann, og báðir keppendurnir sýndu mjög skemmtileg tilþrif. Til að byrja með var leikurinn mjög jafn og var staðan t.d. 6—6, en Kínverjinn vann hrin- una nokkuð örugglega 15—9. Hið sama var uppi á teningnum í seinni hrinunni. Kfnverjinn sigraði 15—7, en Sigurður sá til þess að sá sigur vannst ekki baráttulaust. Næst keppa Kinverjarnir i Laugar- dalshöllinni kl. 14.00 á sunnudag inn, og er ástæða til þess að hvetja alla sem áhuga hafa á að sjá skemmtilega og leikna iþróttamenn að mæta þar til þess að fylgjast með þeim og viðureignum þeirra við beztu islenzku badmintonleikarana. — Stjl. Fiiran ntaf raeð fimm vtllnr og þá sign Svíarnir fram nr Frá Gylfa Kristjánssyni, fréttamanni Mbl. á Polar Cup i Kaupmannahöfn. Það voru heldur óánægðir íslendingar sem gengu af leikvelli hér i gærmorgun eftir tap gegn Svium i fyrsta leik Polar Cup keppninnar i körfuknattleik. Ekki vegna þess að þar bæri nýtt til að við töpuðum fyrir þeim, heldur vegna þess hvernig leikurinn var. Þarna var lengst af um að ræða baráttu jafnra liða, og íslendingar áttu góða möguleika á að vinna þennan leik, allt fram undir miðjan seinni hálfleikinn. Ef til vill kann einhverjum að þykja það gömul lumma þegar talað er um óhagstæða dómara, en Norð- mennirnir sem dæmdu þennan leik höfðu ekki tök á honum, og hvort sem það var óviljandi eða ekki þá bitnaði slök dómgæzla á jsiendingunum. Þannig virtust þeir alls ekki dæma eftir hinni svo köliuðu þriggja sekúndna reglu, heldur leyfðu Sviunum að koma sér fyrir inni í teignum hjá íslend- ingunum biða þar eftir knettinum, eins lengi og þeim þóknaðist. Meiri áhrif hafði þó að íslendingar fengu dæmdar á sig mjög margar villur. eða 38 á móti 1 6 hjá Sviun- um og var svo komið undir lok leiksins að búið var að visa fimm leikmönnum af velli vegna villu- fjölda og tveir aðrir voru komnir með fjórar villur. Úrslitin i leiknum urðu 100—78 sigur Svia, eftir að staðan hafði verið 46—35, þeim i vil i hálfleik. — Við hefðum getað unnið ef við hefðum leikið venju- legan leik, sagði Jón Sigurðsson, eftir leikinn, — bæði var að við lentum i vandræðum út af villun- um og eins var hittnin ekki nógu góð. Kristinn Stefánsson. þjálfari liðsins, tók undir þetta. Leikurinn við Svia var mjög jafn framan af og var staðan t.d. 8—8 eftir fjórar minútur og eftir 15 minútna leik var staðan 29—25 fyrir Sviþjóð. Tókst Svíum síðan að auka forskot sitt i 11 stig fyrir hálfleik og var hittni íslenzka liðs- ins mjög slök á þessum lokakafla fyrri hálfleiksins. j byrjun seinni hálfleiks náði íslenzka liðið ágæt- um kafla og minnkaði jrá aftur munurinn og var staðan 66—61 fyrir Svia þegar 7 minútur voru af hálfleiknum. En þá tóku villu- vandræðin að segja til sin og islenzka liðið varð að breyta vörn sinni úr „maður á mann" i svæðisvörn og heppnaðist sú breyting illa, en varð til þess að siður var hætta á að menn fengu dæmdar á sig villur. Beztu menn íslenzka liðsins í þessum leik voru þeir Jón Sig- urðsson, Birgir Jakobsson og Kol- beinn Pálsson. Mesti sigur yfir Noregi frá 1968 ÍSLENDINGAR unnu sinn stærsta sigur i körf uknattleikslandsleik við Norðmenn frá árinu 1968 i gærkvöldi er þeir sigruðu þá með 84 stigum gegn 63 i leik liðanna i Polar Cup keppninni [ Kaup mannahöfn. Lék islenzka liðið þennan leik lengst af mjög vel og var sigur þess ekki i hættu. Munurinn var reyndar ekki nema 4 stig I hálfleik. 37—33 fyrir ísland, og höfðu Norðmenn þá jafnað skömmu áður, 27—27, með þvi að breyta skyndilega yfir i svæðisvörn og kom það islenzka liðinu mjög i opna skjöldu. En strax i byrjun seinni hálf- leiksins náði (slenzka liðið að gera út um leikinn með ágætum leik- kafla er það skoraði 18 stig gegn 6 og staðan breyttist i 55—39. Eftir það hafði island jafnan örugga forystu, minnst 10 stig er staðan var 57—47, en þá kom Gunnar Þorvarðarson inná og skoraði strax níu stig fyrir Íslend- inga. Bezti maður islenzka liðsins i þessum leik var Birgir Jakobsson sem var gifurlega sterkur i vörn- inni, og óþreytandi við að hvetja félaga sfna áfram. Þá átti Kol- beinn Pálsson einnig góðan Isik, svo og Gunnar Þorvarðarson og Bjarni Gunnar Sveinsson. Stig íslands i leiknum skoruðu: Kolbeinn Pálsson 20, Simon Ólafsson 13, Bjarni Gunnar 12, Jón Sigurðsson 10, Gunnar Þor- varðarson 9, Kolbeinn Kristinsson 8, Birgir Jakobsson 8, Kári Maris- son 2 og Þórir Magnússon 2. tslenzku unglingarnir Friðrik Arngrfmsson og Sigurður Kolbeinsson með hinum kfnversku keppinautum sfnum, sem þeir báru sigurorð af eftir skemmtilegan leik. Þeir Sigurður og Friðrik eru menn framtfðar- innar f þessari fþróttagrein, en báðir eru þeir ungir að árum. Sími 11475 Frumsýnir FARÞEGINN Hin nýja og þegar víðfræga kvikmynd snillingsins Michaelangelo Antonioni. A Carlo Ponti Production of Michelangelo Antonioni’s ^Rissengei Jack Nicholson Maria Schneider HELLUBIO Cabaret leikur i kvöld frá kl. Stuð og fjör Sætaferðir Hveragerði, B.S.Í. Laugavatni, Þorlákshöfn, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.