Morgunblaðið - 24.06.1976, Blaðsíða 18
X8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. .lú'Nl 1976
flfargmtfrliifrife
Utgefandi >
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100
Aðalstræti 6, simi 22480.
Áskriftargjald 1000,00 kr. á rnánuði innanlands.
í lausasolu 50,00 kr. eintakið.
Eftir farsælar lyktir
landhelgisátakanna við
Breta, sem leiddu til óum-
deilanlegrar viðurkenning-
ar þeirra á 200 mílna fisk-
veiðilandhelgi okkar og
einhliða rétti okkar til
veiðistjórnunar og fisk-
verndunaraðgerða innan
þeirra marka, hefur áhugi
og athygli almennings
beinzt á ný að þeim vanda-
málum efnahagslífs þjóðar-
innar, sem heitast hafa
brunnið á baki almennings,
bæði sem einstaklinga og
heildar, um nokkurt árabil.
Þetta eru mjög eðlileg og
æskileg viðbrögð, sem und-
irstrika rétt mat hins al-
menna borgara á viðfangs-
efnum samfélagsins. Það
má þó ekki gleymast, að því
aðeins fær unninn sigur i
landhelgisbaráttu þjóðar-
innar framtíðargildi, að
honum verði fylgt fast eft-
ir með fiskverndaraðgerð-
um; stjórnun veiðisóknar,
sem leiði til æskilegrar við
komu og stofnstærðar
helztu nytjafiska okkar.
Það höfuðmarkmið allrar
baráttu okkar á sviði haf-
réttarmála má ekki falla í
skugga sigurvímunnar,
enda beinlínis forsenda
efnahagslegs sjálfstæðis
þjóðarinnar í bráð og
lengd.
Núverandi ríkisstjórn
setti sér þrjú höfuðmark-
mið þegar í öndverðu: 1)
útfærslu fiskveiðilandhelg-
innar í 200 sjómílur, 2) að
tryggja varnaröryggi
landsins með áframhald-
andi samstarfi við vest-
rænar þjóðir innan
Atlantshafsbandalagsins
og 3) að stefna að jafnvægi
í efnahagslífi þjóðarinnar
og verðbólguhjöðnun, án
tilkomu atvinnuleysis, sem
orðið hefur alvarlegur
fylgifiskur efnahags-
kreppu og efnahagsað-
gerðá flestra nágranna-
ríkja okkar.
Tvö fyrst töldu atriðin,
fiskveiðilandhelgin og
öryggismálin, eru þegar
heil í höfn. Efnahagsbat-
inn hefur hins vegar orðið
hægari hjá okkur en flest-
um öðrum Evrópuríkjum,
þó í rétta átt hafi sýnilega
miðað, m.a. vegna þeirrar
ófrávíkjanlegu ákvörðunar
ríkisstjórnarinnar að
tryggja atvinnuöryggi um
land allt, og ganga ekki
hraðar eða harðar fram í
efnahagsaðgerðum en svo,
að við þá ákvörðun hefur
verið hægt að standa.
Þjóðhagsstofnunin birti í
fyrradag nýja skýrslu um
ástand og horfur í efna-
hagsmálum íslendinga. í
skýrslu þessari kemur
fram, að umtalsverð bata-
merki má nú sjá í fram-
vindu efnahagsmála. Á
fyrsta fjórðungi þessa árs
vóru viðskiptakjör lands-
manna gagnvart útlöndum
um 314% betri en að meðal-
tali 1975, og því er spáð, að
viðskiptakjörin muni batna
um 7% á þessu ári, eftir að
hafa rýrnað um nær 25% á
síðustu tveimur árum.
Verðhækkun á útfluttum
sjávarafurðum veldur
mestu um þessa þróun og
horfur eru á að útflutn-
ingsverðmæti hækki að
meðaltali um 13 til 14% á
árinu i erlendri mynt og
mun meira i íslenzkum
krónum reiknað. Þar á
móti er líklegt talið, að inn-
flutningsverðmæti hækki
um 7% að meðaltali á
þessu ári, reiknað í er-
lendri mynt, en um 20% i
íslenzkum krónum talið.
Árið 1974 varð viðskipta-
jöfnuður þjóðarinnar
óhagstæður um 11.3%, árið
1975 um 11.5% en í ár er
hann talinn munu vera
óhagstæður um 514%, eða
12.4—14.4 milljarða króna.
Hér hefur því verulega
miðað í rétta átt, þótt betur
megi, ef vel á að vera.
Vöruskiptahallinn á
þessu ári verður, sam-
kvæmt spá Þjóðhagsstofn-
unar, helmingi minni en í
fyrra, eða 12 til 13 milljarð-
ar í stað 23 milljarða þá.
Gjaldeyrisstaðan versn-
aði um 2100 milljónir á
fyrstu fjórum mánuðum
þessa árs en um 5.200
milljónir á sama tíma í
fyrra.
Almennur vöruinnflutn-
ingur reyndist 10% minni
fyrstu fjóra mánuði þessa
árs en í sömu mánuðum
1975, og spáin fyrir árið í
heild er 6—7% minni vöru-
innflutningur en sl. ár.
Talið er, að vöruútflutn-
ingur muni hins vegar auk-
azt um 2—5% í heild — en
10—11%, ef litið er á iðn-
aðarútflutninginn einan.
Þá er áætlað í skýrslu
Þjóðhagsstofnunar, að
þjóðarútgjöld muni drag-
ast saman í heild um 5.5%
á þessu ári. Þar af er búizt
við 8% samdrætti í fjár-
munamyndun, 2% sam-
drætti í einkaneyzlu, en að
samneyzlan muni standa
nokkurn veginn í stað.
Hins vegar er gert ráð
fyrir því að þjóðarfram-
leiðslan í ár muni minnka
um 2 til 3% frá fyrra ári,
en batnandi viðskiptakjör
valda því, að þjóðartekjur
minnka mun minna eða frá
14 til 114%
Verðbólguhjöðnun hefur
orðið hægari en vonir
stóðu til, þó einnig þar hafi
í rétta átt miðað, einkum
síðari hluta liðins árs, og
raunar einnig á þessu ári.
Þannig nam verðbólgu-
vöxtur um 57% sl. ár, en er
talinn munu verða um 25
til 29% í ár.
Á heildina litið miðar því
í rétta átt í efnahagsmálum
okkar. Hins vegar verður
enn að árétta, að í þessu
efni verður ríkisvald-
ið að ganga á undan með
góðu fordæmi, með vax-
andi aðhaldi í sam-
neyzlu og ríkisútgjöldum,
en hallalaus ríkisbúskapur
er ein meginforsenda þess
að takast megi að ná jafn-
vægi í efnahagslífi þjóðar-
innar, rekstraröryggi at-
vinnuvega okkar og
treysta undirstöðu raun-
hæfra lífskjarabóta hins al-
menna borgara.
Batahorfur í efnahagsmálum
Próf. Amanda Burt (lengst til
hægri) ásamt tveimur nem-
enda sinna, Mim Chapman og
Julie Coehran, sem komu hing-
að í tilefni af Norrænu músfk-
dögunum.
gæti einnig orðið til að íslenzk
tónlist kæmist á framfæri í
Bandaríkjunum og ef til vill
víðar. Mikil gestrisni hefði ver-
ið sýnd hópnum og tækifæri
hefði einnig gefizt til að fara i
skoðunarferðir. Að minnsta
kosti einn nemandinn, Mim
Chapman, hefur ákveðið að
verða hér eftir í tvær vikur og
ferðast um. Hún sagði að vegna
þess að hún legði stund á þjóð-
lega tönlist væri sér ávinningur
að geta ferðazt um og reynt að
setja sig betur inn í hugsunar-
hátt og menningu tslendinga og
með því öðlaðist hún aukinn
skilning á þeirri tónlist sem
sprottið hefði úr þeim jarðvegi.
Hér hlaut að vera músík
sem fengur væri að kynnast
starf sitt ómetanlegrar aðstoðar
íslenzkra tónlistarmanna, en
hún hefði reynt að koma sem
oftast til að kynna sér málin
betur, bera saman upplýsingar
og margt fleira sem nauðsyn-
legt væri að gera á staðnum.
Amanda Burt sagði að síðan
hefði það komið til tals að efna
til ferðar hingað í tilefni Norr-
ænu músikdaganna og lét deild
hennar við háskólann útbúa
sérstakan kynningarbækling
um ferðalagið. Þrettán nem-
endur hennar eru með í ferð-
inni og eiga þeir síðan að skila
ritgerðum um ferðina þegar
heim kemur, skrifa um tón-
skáld og efni sem flutt hefur
Rabbað við próf. Amöndu
Burt frá Virginíu sem m.a.
hefur unnið að skrásetningu
íslenzkra tónverka
UNDANFARNA daga hafa
dvalið á tslandi prófessor og
nokkrir nemendur við tónlist-
ardeild George Mason-
háskólans í Virginíu f Banda-
ríkjunum og komu þeir hingað
sérstaklega til að fylgjast með
Norrænu músikdögunum. Am-
anda Burt, prófessor, hefur um
nokkurra ára skeið verið mikil
áhugamanneskja um íslenzka
tónlist og unnið að skrifum um
fslenzk tónverk, tónskáld og
fyrirlestra hefur hún haldið
marga um þessi efni.
Amanda Burt sagði að áhugi
hennar hefði vaknað fyrir
nokkrum árum, þegar hún var
að afla sér fróðleiks um þjóð-
lega tónlist og rekizt þá á fáein-
ar línur um lsland, þar sem
sagt var að þar væri ákveðin
tónlistarhefð sem rekja mætti
aftur til miðalda, og þar af leið-
andi hefði í íslenzkri músík
varðveitzt margt sem ekki
þekktist annars staðar. Sagði
prófessorinn að sér hefði þótt
þetta forvitnilegt og orðið til að
hún lagði sig fram um að afla
sér gleggri vitneskju um ís-
lenzka músík, m.a. rímnalög.
Hér hlyti að vera eitthvað sem
fengur væri að kynna sér. Síð-
an hefði hún komið hingað í
fvrsta skipti fyrir fimm árum
og komizt að raun um að
íslenzk músík hafði í sér meira
en hana hafði órað fyrir.
Hún hóf þá m.a. að safna
segulböndum með íslenzkri
tóniist, byrjaði skráningu tón
verka og hóf að afla sér upp
lýsinga um íslenzk tónskáld.
Um þessi efni hefur hún síðan
haldið fjölda fyrirlestra bæði
við háskóla sinn og víðar í
Bandaríkjunum. Hún hefur
einnig gengið frá skrá sem heit-
ir „Icelands 20th Century
Music“ og auk þess hefur
Grovesútgáfufyrirtækið í
Virginiu beðið hana um endur-
skoðaðan Islandskafla í næstu
útgáfu sinni. Amanda Burt
sagðist hafa notið við þetta
[CELANE
THE DEPARTMENT
OF
FINE AND
PERFORMING ARTS
aud
OFFICE OF EXTKNDED STUDIBS
of
GEORGE MASON UNTVERSITY
4400 UulTeralty Drive
Fairfax, Vtrglnla 28030
offer
MUSIC 496: IceLandlc Moaic and
Nordlc Mualc Daye In Iceland
(3 acmeaterhoura)
June 9-26. 1976
In Cooperation Wlth
\TP TRAVEL AGENCY, INC.
4041 Univeralty Drlvc
Fairfax, Virgtnli 82030
artd the
ICELANDJC LOFT1.EIDIR
Douglaa Supcr DC-8Jet
Tour IT6IX/710/VT
Bæklingurinn sem útbúinn var
til kynningarþ tslandsferðinni
verið á músíkdögunum, bera
saman tónform og fleira slíkt.
Styrkur fékkst til feröarinnar
og sagði Amanda Burt að mikil
ánægja hefði verið með förina.
Nemendurnir væru ákaflega
opnir og áhugasamir og það
hefði verið mikil uppörvun
hversu vel þeim hefur verið
tekið. Það sé lærdómsrikt fyrir
nemendur í þessari grein að
geta farið slíkar ferðir og
kynnzt á áþreífanlegan hátt
tónlist framandi þjóðar í sínu
umhverfi, enda hefðu ýmsir
nemenda hennar unnið með
henni í skráningu og flokkun
varðandi íslenzka tónlist og
áhugi þeirra vaknað á að koma
til íslands. Hér hefðu nemend-
ur hlýtt á fyrirlestra og heyrt
tónverk bæði frá tslandi og
Norðurlöndum, gefizt kostur á
að ræða bæði við höfunda og
flytjendur og skiptast á skoðun-
um og hvers konar gagnlegum
upplýsingum, sem nemendum
kæmi síðan vel í sínu námi og