Morgunblaðið - 24.06.1976, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 24. JÚNÍ 1976
Féíðir okkar
SIGURJON RUNOLFSSON,
frá Dyrhólahjáleigu i Mýrdal,
andaðist að Elhheimilmu Grund 20 júni Jarðarform fer fram frá
Skeiðflatarkirkju föstudagmn 25 júni kl 14 00
Þorsteinn Sigurjónsson,
Halldóra Sigurjónsdóttir,
Guðrún Sigurjónsdóttir
t
Foðursystir okkar
EÐVARÐSÍNA GUÐRUN HJALTADÓTTIR,
lé/t að Elli og hjúkrunarheimilmu Grund þann 20 júní Kveðjuathofn
fer fram frá Fossvogskirkju fostudagmn 25 júni kl 15 Jarðsett
verður I Ólafsvik laugardaginn 26 júni kl 14
Ingólfur Þorsteinsson,
Magnús Þorsteinsson.
t
Eigmmaður minn faðir okkar tengdafaðir og afi
HRÓLFUR ÞORARINSSON,
Spitalastíg 1a,
andaðist mánudagmn 14 júni Utform hefur fanð fram i kyrrþey að ósk
hins látna Sigriður Guðmundsdóttir,
Þórarinn Hrólfsson, Sigurbjorg Ármannsdóttir,
Hreinn Hrólfsson. Maria Rikharðsdóttir,
Páll Hrólfsson, Gunnfriður Ingólfsdóttir,
Sigurður Hrólfsson, Hólmfriður Meldal,
Kristinn Hrólfsson
og barnaborn
t
Utfor foður okkar tengdafoður og afa
OLAFS TRYGGVA ANDRESSONAR,
járnsmiðs,
Asgarði 38,
fer fram frá Neskirkju fostudagmn 25 júní kl 3 e h.
Þeim sem vildu mmnast hans er vinsamlega bent á líknastofnamr
Hrafnhildur Olafsdóttir, Rósi Árnason,
Andrés Olafsson, Kristbjörg Helgadóttir,
Hjördís Ólafsdóttir, Sigurður Kristjánsson,
Eggert Ólafsson. Þóra Gunnarsdóttir,
Bergsveinn Olafsson, og barnaborn
t
Þokkum auðsýnda samúð og vmarhug við andlat og jarðarfor
KJARTANS BJARNASONAR,
Blátúni, Eyrarbakka
Kristjana Guðmundsdóttir,
Kristjana Kjartansdóttir, Bjarni Bragi Kjartansson,
Teódór Kjartansson, Kristín Kjartansdóttir,
Elin Sigurbergsdóttir, Lilja Bjarnadóttir.
t
Þokkum mmlega auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og útför
foður okkar og tengdafoður
MAGNUSAR STEINÞÓRSSONAR,
Stykkishólmi,
Sérstakar þakkir eru færðar læknum og hjukrunarliði er annaðist hann
af sérstakri nærgætni í veikindum hans i Borgarspítalanum
Bergþóra Magnúsdóttir, Eiður Finnsson,
Steinþór Magnússon, Sumarlina Jónsdóttir,
Hallveig Magnúsdóttir, Sigþór Sigurðsson
t
Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vmarhug
við andlát og jarðarfor eiginmanns míns og föður okkar
JÓNS ERLINGS GUÐMUNDSSONAR,
Varmalandi, Fáskrúðsfirði.
Sérstakar þakkir færum við lireppsnefnd Búðahrepps kaupfélagi
Fáskrúðsfirðinga og trésmiðju Austurlands
Hulda Karlsdóttir,
Guðmundur Karl Erlingsson,
Karen Erla Erlingsdóttir,
Ástvaldur Anton Erlinqsson.
t
Inmlegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vmáttu við andlát og
útför eigmmanns míns
VALDIMARS EYJÓLFSSONAR,
fyrrverandi vegavinnuverkstjóra,
Skagabraut 37, Akranesi,
Anna Jónsdóttir,
Þórður Valdimarsson,
Jóna Valdimarsdóttir,
Ársæll Valdimarsson,
Geir Valdimarsson
Jón Valdimar Valdimarsson,
Horður J. Bjarnason,
og barna
Ólafía Sigurdórsdóttir,
Þórður Egilsson,
Aðalheiður Oddsdóttir,
Lóa Guðrún Gísadóttir
Sigríður Helgadóttir
Guðrún Unnur Eyjólfsdóttir,
Þórður Guðni
Magnússon - Minning
Fæddur 1. seplember 1897
Dáinn 18. júní 1976
Aðfaranótt 18. júní s.l. andaðist
á Landspítalanum Þórður G.
Magnússon eftir nokkurra vikna
erfiða sjúkdómslegu.
Þórður var fæddur að Kleppu-
stöðum í Staðadal við Steingrims-
fjörð. Foreldrar hans voru Ólina
Ásgeirsdóttir og Magnús Árna-
son. Föður sinn missti Þórður
strax á fyrsta ári og móður sína
missti hann þegar hann var á 10.
ári. Var hann þá tekinn í fóstur af
þeim heiðurshjónum Margréti
Jónsdóttur og Brynjólfi Brynjólf-
syni bónda að Kleppustöðum, er
ólu hann upp sem eitt af sínum
eigin börnum. Var hann aldrei í
uppvexti sinum látinn finna ann-
að en svo væri. Þetta var hann
mjög þakklátur fyrir alla tið og
minntist oft á. Hálfbróðir átti
Þórður einnig, Aðalstein Magnús-
son, sem látinn er fyrir nokkrum
árum.
Innilegt samband var alla tíð
milli Þórðar og uppeldissystkina
hans. Einnig milli hans og annars
frændfólks úr Steingrímsfirði og
má þar til nefna frú Guðrúnu
Halldórsdóttur og fjölskyldu
hennar. (iuðrún liggur nú á Borg-
arspítalanum.
Snemma fór Þórður að vinna
fyrir sér. Hóf hann sjóróðra við
ísafjarðardjúp ungur að árum.
Þar kynntist hann fyrri konu
sinni, Rannveigu Kristmundsdótt-
ur, fríðleiks og myndarkonu. For-
eldrar hennar voru Kristmundur
Snæbjörnsson og Anna Jónasdótt-
ir. Þau bjuggu að Minna-Hrauni í
Skálavík um tuttugu ára skeið,
siðan fluttust þau að Þjóðólfsstöð-
um við Bolungarvík og bjuggu
þar í 12 ár. Fluttust þau síðan til
Reykjavíkur um 1920.
Þórður og Rannveig giftust fyr-
ir vestan, en fluttust til Reykja-
víkur 1922 og bjuggu í húsi
tengdaforeldra Þórðar að Óðins-
götu 17b. Þar fæddist dóttir
þeirra, Rannveig, sem er eina
barn Þórðar. Konu sína, Rann-
veigu, missti Þórður 29. maí 1923,
17 dögum eftir að dóttirin fæddist
og var það honum þung raun.
Dóttir Þórðar ólst upp hjá móður-
afa sínum og ömmu við mikið
ástríki og eftir að Kristmundur
dó, ólst hún upp við gott atlæti
+
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vmarhug við andlát og
(arðarför móður minnar
GUÐRUNAR SCH
JÓHANNSDÓTTIR,
Háaleitsibraut 121
Edda Schevirrg og synir.
hjá ömmu sinni og móðursystur,
Önnu.
Seinni kona Þórðar er Sigriður
Sveinsdóttir. Foreldrar hennar
voru Sveinn Sveinsson og Halla
Bjarnadóttir. Hún ólst upp hjá
móðurbróður sínum Lárusi
Bjarnasyni bónda að Fitjamýri
undir Eyjafjöllum og konu hans
Sigríði Bergsteinsdóttur og móð-
urömmu Halldóru Bjarnadóttur.
Má með sanni segja að á því heim-
ili hafi skapgerð Sigríðar mótast.
Þórður og Sigriður stofnuðu
heimili sitt að Nönnugötu 1 b hér
i borg 1925 og hafa búið þar alla
tíð síðan. Hefur verið mjög gest-
kvæmt á þeirra heimili alla tíð,
enda bæði frændmörg og ávallt
boðin og búin til að liðsinna ferða-
mönnum og öðrum er til þeirra
leituðu. Rómuð er hjálpsemi Sig-
ríðar við sjúka og þá sem við
mótlæti stríða og studdi Þórður
hana ávallt á þeim vettvangi sam-
búðar þeirra.
A heimili þeirra hefur verið
alla tíð'Benedikt Einarsson, ætt-
aður úr Suðursveit, blindur frá
unglingsárum, nú á niræðisaldri.
Hefur hann átt gott heimili hjá
Þórði og Sigríði. Nú síðustu árin
hefur Lárus Petersen einnig átt
gott athvarf hjá þeim hjónum og
notið í ríkum mæli hjartahlýju og
góðsemi þeirra.
Þórður var ætíð atorkumaður
er aldrei féllu verk úr hendi,
enda þurfti heimilið mikils við
þar sem gestrisni og góðsemi
þeirra hjóna var annars vegar.
Lengst framan af ævi stundaði
Þórður sjómennsku á fiskiskip-
um, en er aldur færðist yfir hann
vann hann í landi við ýmis störf
er til féllu, mest við höfnina í
Reykjavík m.a. hjá Eimskipafé-
lagi íslands, Togaraafgreiðslunni
og víðar. Þórður var mjög góður
verkamaður og mikils öryggis
gætti hann við störf sin. Hann var
maður hæglátur og dulur að eðlis-
fari og flíkaði ekki tilfinningum
sínum. Má vera að þar hafi gætt
þeirrar miklu sorgar er hann upp-
lifði í æsku sinni við föður- og
móðurmissi og síðar að missa
konu sína unga frá barni þeirra
nýfæddu.
Milli dóttur Þórðar og hans var
innilegt samband og -fylgdist
Þórður ávallt vel með högum
+
Þökkum mnilega auðsýnda
samúð og vináttu við andlát og
jarðarför sonar míns og föður
okkar,
INGA NÍELSAR
KARLSSONAR,
Guðrún Níelsdóttir,
Kristján Ingason,
Karl Ingason
og aðrir vandamenn.
+ Alúðar þakkir fyrir auðsýnda hlýju og vmáttu v.ð andlát og útför
mannsms mins. föður okkar, tengdaföður. afa og langafa
HELGA ÞÓRÐARSONAR, Álfaskeiði 49, Hafnarfirði.
Margrét Einarsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Árni Helgason,
Sólveig Helgadóttir. Einar Jóhannsson.
Maria Hjálmarsdóttir. Arnþór Þórðarson,
Guðbjórg Helgadóttir. Sverrir Ingólfsson,
Fanney Ottósdóttir, Einar Sigurðsson,
barnaborn og barnabarnaborn
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — Sími 81960
hennar. í því sambandi er
ánægjulegt að minnast á tilvitnun
úr bréfi er hann skrifaði til dóttur
sinnar 1943 er hún dvaldist fjarri
heimili sinu og lýsir það vel til-
finningum Þórðar sem voru bæði
hlýjar og sárar. Þar stendur þetta
m.a.: ,,Ef þér líður vel þá liður
mér einnig vel, kæra dóttir min,
því „Ég lifi og ég veit hve löng er
mín leið, ég lifi unz Faðir minn
kallar“. Þetta var sungið er höfuð
þitt var vatni ausið og þér nafn
gefið, og þín móðir til moldar
borin. Síðan eru 20 ár. Margt er
likt með skyldum. Þegar ég var á
fyrsta ári dó faðir minn. Honum
hafði þótt svo vænt um mig að
hann gat ekki við mig skilið. En
dauðinn var sterkari, en minning
lifir. siðarr eru 45 ár. Móðir mín
dó áður en ég fermdist. Hún sá
mig ekki uppkominn mann, en ég
á þvi láni á fagna að sjá dóttur
mína uppkomna, fulltíða blóma-
rós, sem leggur til mín yl með
yndisþokka og festu.“
Eins og sjá má af þessu unni
Þórður dóttur sinni mjög og við
hana voru bundnar ljúfur minn-
ingar
Svo mér sé kunnugt átti Þórð-
ur sér enga óvildarmenn enda var
hann orðvar og af hjarta lítillátur,
heiðarlegur í öllum sínum gjörð-
um og verkum. Þótt móti hafi
blásið á fyrstu árum í lífi Þóröar
urðu þar umskipti á. því hjóna-
band hans og Sigríðar var mjög
farsælt. Sigriður lhúði mjög vel
að Þórði í veikindum hans, þó
ekki væri hún heil heilsu. Heim-
sótti hún hann daglega á spítla-
ann eftir að hann kom þangað og
var vakandi yfir velferð hans.
Allt lif Þórðar einkenndist af
hógværð. Honum hæfa vel þessi
orð úr 3. kafla 4. versi úr fyrri
Pétursbréfi: „Heldur er það hinn
huldi maður hjartans i óforgengi-
legum búningi hógværs og kyrláts
anda, sem dýrmætur er í augum
Guðs.“ Ég veit að Þórður átti sér
góða heimavon og ég bið Guð að
varðveita alla hans nánustu. —
Þórður verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni í dag.
Aðstandendur færa þakkir
hjúkrunarkonum á C-deild Hand-
lækningadeildar Landspítalans.
— Blessuð sé minning Þórðar.
Guðmundur Arason.
+
KRISTÍN ERLENDSDÓTTIR
frá Sturlu Reykjum
verður jarðsungin frá Akranes
kirkju laugardaginn 26. júni kl
1 3:30
Aðstandendur
úlfaraskreylingar
Groðurhúsið v/Sigtun simi 36770