Morgunblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 24.06.1976, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. JUNl 1976 „Iþróttakennaraskóli á eftir sinni samtíð" Rætt við nýútskrifaða íþróttakennara, þá Viggó Sigurðsson og Leif Helgason íþróttakennaraskóli Íslands útskrifaði fyrir nokkru 26 nýja íþróttakennara, sem höfðu stundað nám á Laugarvatni í tvö ár, en þetta er annar hópurinn sem útskrifast frá skólanum eftir tvö ár. Aðsókn hefur verið mikil að skólan- um og mun færri komizt að en um hafa sótt. Þannig munu vel yfir 100 umsóknir hafa borizt núna, en aðeins 30 verða teknir inn. Meðal þeirra sem útskrifuðust frá skólanum í vor voru þeir Viggó Sigurðsson og Leifur Helgason. Viggó er kunnur úr íþróttaheiminum sem handknattleiksmaður með Víkingi og íslenzka landsliðinu og knattspyrnumaður með Ár- manni. Leifur hefur hins vegar verið einn hættulegasti framherji FH-liðsins undanfarin ár. Morgunblaðið ræddi í vikunni við þá félaga um veruna á Laugarvatni og kom þar fram að þeim þótti ýmislegt mjög bágborið í sambandi við skólann og mörgu ábótavant. Sögðu þeir það sína skoðun að skólinn væri langt á eftir sinni samtíð og stæðist engan veginn kröfur þær sem yrði að gera til skóla sem íþrótta- kennaraskólans á Laugarvatni. En til að byrja á jákvæðu hliðun- um þá spjölluðum við fyrst um að- búnað nenenda í nýlegu húsnæði heimavistarinnar — Aðbúnaður nemenda í heima- vistinm er mjög góður. enda er húsið nýbyggt Herbergi nemenda eru rúmgóð og þægileg, við höfum setustofu, aðgang að gufubaði og lyftingaherbergi og fleira, þannig að í sambandi við heimavistina er ekki yfir neinu að kvarta, sögðu þeir félagar — Félagslífið er allgott inn an skólans/og mikið um kvöldvökur Eins eru mikil samskipti á milli íþróttakennara skólans og annarra skóla á Laugarvatni Löngu liðin tíð íþróttahúsið á Laugarvatni er byggt í kringum 1 940 og þó það hafi þótt stórt og fullkomið á sínum tima, þá segir það sig sjálft að núna þykir það orðið mjög ófullkomið og getur engan vegmn þjónað öllum skólunum á Laugarvatni. Sundlaug- in er aðeins 12 V2 metri á lengd og sömuleiðis mjög komin til ára sinna — Bæði sundlaugin og íþrótta húsið voru mjög góð á sínum tíma, en það er löngu liðm tíð Þannig er aðeins hægt að iðka körfuknattleik og blak í íþróttahúsinu, aðrar grein- ar verða að sitja á hakanum eða að æfast utanhúss Það virðist reyndar ekki skipta öllu máli heldur í augum skólayfirvalda sem sýna glímu og fimleikum mestan áhuga, segja þeir Viggó og Leifur og eru gremilega óhressir — Kennslustofan þar sem allt bóklegt er kennt var á sínum tíma httgsuð sem búningsherbergi fyrir íþróttahúsið og er 5 metrar á breidd, en 14 á lengd Þar inn er síðan troðið 30 stólum og jafn mörgum borðum og það vill til að kennslu tæki skólans varðandi bóklegu fögin eru hvorki mörg eða merkileg Að eins beinagrind og myndvarpi svo þau taka ekki mikið pláss — Um námið sjálft er það að segja, að við fáum nokkuð góða innsýn og sæmilega reynslu í íþrótt- um almennt, þó svo að vægi kennslugreina sé að okkar mati al- rangt í skólanum Þannig eru t d fimleikar kenndir 5 sinnum í viku bæði árm og ..rythmic'' tvisvar sinn- um í viku Glíma er kennd tvisvar í viku bæði ártn, en knattspyrna er aðems kennd 2 tima í viku hálfan vetur, handknattleikur enn minna, 4 dagar í badminton, 4 tímar í borð- tennis, en ágætur hálfur mánuður í frjálsum íþróttum Okkur finnst að þær íþróttir sem mest eru stundaðar af fólki almennt, og sérstaklega unga fólkinu, eigi að fá meiri tíma heldur en fimleikar og glima, þó það séu í sjálfu sér ágætar íþróttir og greinilega að mati þeirra, sem stjórna skólanum, merkilegri en allt annað — Valgreinar ætti að auka til muna i skólanum og bjóða nemend- um upp á kennslu í þeim Eins og málum er nú háttað megum við velja eina valgrein, en það er svona meira til málamynda, heldur en nokkur alvara sé á bak við það Engin kennsla fer fram i valgrein- inni, en maður fær að vísu nokkra innsýn í greinina með því að lesa bækur til undirbúnmgs ritgerð, sem við eigum að skila í greininni Sérhæfðari kennara — Því miður er það þannig að kennarar skólans hafa litlu meiri menntun, en við höfum nú þegar fengið, halda þeir félagar áfram, og það er bráðnauðsynlegt fyrir skól- ann að fá þangað sérhæfðara starfs lið Kennsla i sálarfræði var t d lítil sem engin og hefði maður þó ætlað að sú grein væri nauðsynleg fyrir íþróttakennara eins og aðra kenn- ara — Laugarvatn er mjög góður staður og um hann er ekki annað en gott eitt að segja, en meðan ekki er hægt að bjóða upp á betri aðstöðu þar fyrir eins sérhæfðan skóla og íþróttakennaraskólann sjáum við ekki annað ráð til úrbóta en að flytja Viggó Sigurðsson og Leifur Helgason (Ljósm. RAX) skólann til Reykjavikur Þar eru meiri möguleikar á betri aðstöðu. t.d. stærri iþróttahús, betri sund- laugar, sérmenntaðri kennarar, meira úrval fræðibóka um námsefn- ið og fleira mætti sjálfsagt tina til — Okkur finnst sem skólayfir völdin séu of lin og skólanefndin hefur ekki komið saman i allan vetur svo okkur sé kunnugt um, að minnsta kosti hefur fulltrúi nemenda ekki verið boðaður á fund hennar Síðast þegar hún kom saman var i fyrravetur og vegna ítrekaðrar kröfu okkar um að fá þvottavél í heima- vistina — Það vantar ekki að íþróttafor ystan hafi uppi stór orð um nauðsyn þessa skóla og tali um að bæta þurfi aðstöðuna en svo er ekkert gert Annaðhvort er ekki ýtt nógu vel við kerfinu eða að fjárveitingavaldið er hreinlega á móti uppbyggingu skól- ans Það vantar bæði peninga og vilja til að skólinn geti gegnt hlut verki sinu Ekki úti eftir kl. 22 — Reglurnar á heimavistinni eru mög fáránlegar að okkar mati og frekar sniðnar fyrir nemendur á gagnfræðaskólastigi en fólk um tví- tugt, eins og flestir nemendur íþróttakennaraskólans eru. Til að mynda verðum við að biðja um leyfi til að mega fara upp í Menntaskóla á Laugarvatni til að horfa á kvik myndasýningu standi hún lengur en til kl 22 Þetta var að vísu aðeins gert framan af fyrri vetrinum. en svo nenntu menn ekki að standa i þessu Þá eru gallabuxur taldar óæskilegur klæðnaður á heimavistinni og fleira mætti nefna *— Þá er að geta skipulagsins varðandi kennsluna, héldu Viggó og Leifur áfram, en hún er að okkar mati mjög léleg og í sumum atriðum ekki nokkur. Skyndipróf eru tíð allan seinni veturinn og í sumum greinum er tekið tillit til þeirra, en því miður ekki í öllum Þannig virðist persónu- legt mat á nemendum ráða talsvert miklu og það kann ekki góðri lukku að stýra í litlu samfélagi eins og er á skólanum. — Þá varð einn nemenda að hætta vegna meiðsla sem hann hlaut í fimleikatíma Þá var um mán uður eftir af kennslunni, en hann átti aðeins eftir að taka verkleg próf í handbolta og fimleikum Þessi nem- andi fær ekki prófskirteini fyrr en að loknum þessum prófum og hefur hann þó verið i verklegum tímum í þessum greinum í tvö ár Fordæmi eru fyrir því að nemandi hafi ekki þurft að taka próf, en sá forfallaðist vegna meiðsla. Nemandinn sem var með okkur þarf hins vegar að taka próf í haust og þá væntanlega Framhald á bls. 20 LYMPÍULEIKAR i/*/t íi(V> '/i þj/,/sérc. 'or/*./)<Jí>c//i 0<* x/f er/ 7 c<Jcc/t> s/z>e///s S~& SC/C. /t tí///>/4/* <r/r S/Q/r\ . ty 7&£VU-LtON'-AVAn,\ AKl STUDIOS /U> *<£pp/V/ t-ox/x/v/ S V/V/t/Qfi / AW/v'A' íJ>t//t/V . J // S eJ/r\ /f /S<4/J/V /L/érr ftf Vat/V VfXr/ exx/ 'fíj/ve/) s/fJ/V, Aí>e///s íje//>///> v/a/ , o e /r>09 , Oi-O/n í /0/ CF//T/J <//0 MJUS- /r/z/ SPo/L9ee/V/JD/ /J4/Í/V J/0/ÍÍ/ 0íbsXc/. 'Fyesre Þ/tUi/srett. OC Y/OP/ <Jce/XA/V/VJ) V/te. / fressfj //t/*c/j>/ coeo/to 0/t/ poorp&ec /J/ve /J/ðU^ os cézr Sr/Jrrv s/9/t/t é> sjVt/ejvos/ / srovx/jóun/ Met Ingunnar það merkasta á Reykjavík- urleikunum INGUNN Einarsdóttir bætti eigið met í 100 metra grinda- hlaupi á Reykjavfkurleikun- um í fyrrakvöld. Hljóp hún á 14.3 sekúndum, en eldra metið var einu sekúndubroti lakara. Hreinn Halldórsson kastaði kúiunni 18.68 metra, en hann hafði ekki heppnina með sér 1 fyrrakvöld þvf þá kastaði hann kúlunni f einni tilrauninni hátt f 20 metra, en missti jafn- vægið og kastið var þvf dæmt ógilt. Aðeins einn erlendur kepp- andi tók þátt í móti þessu, Þjóðverjinn Willy Forneck og sigraði hann örugglega i 5000 metra hlaupi. Forneck er staddur hér á landi sem ferða- maður, en ekki í boði Frjáls- íþróttasambandsins. Heldur var fyrra kvöld Reykjavíkur- leikanna viðburðarsnautt og fjarvera manna eins og Er- lends Valdimarssonar og heillar tylftar hlaupara setti sinn svip á mótið. I flestum greinum voru keppendur 2—4 og segir það sína sögu um hversu skemmtilegt mótið hef- ur verið. Þórdis Gisladóttir stökk 1.63 m í hástökki, Ingunn Einars- dóttir hljóp 200 metrana á 25.2 sek., Anna Haraldsdóttir hljóp 800 m á 2:32.4 mín, Friðrik Þór Óskarsson stökk 6.65 m i lang- stökki, Stefán Hallgrímsson kastaði spjótinu 54.64 m og Jón Sævar Þórðarson stökk 1.90 metra í hástökki. Stórt tap hjá landanum ÍSLENDINGAR töpuðu ,með miklum mun i fyrsta leik sín- um í forkeppni Ólympiuleik- anna i körfuknattleik í Montreal í fyrrakvöld. Leikið var gegn Finnum og urðu úr- slitin 91:59. Stigahæstir is- lenzku leikmannanna í Ieikn- um voru þeir Símon Ólafsson (14), Bjarni Jóhannesson (12) og Þórir Magnússon (10). Sá síðast nefndi lék sinn 40. landsleik i körfuknattleik að þessu sinni. önnur úrslit í riðli Islend- inganna i fyrrakvöld urðu þau að Tékkar unnu Júgóslava 92:91 og komu þau úrslit mjög á óvart og Brasilíumenn unnu Israelsmenn 87:78. Svíar unnu Breta 70:40 og kom þessi ör- uggi sigur Svíanna mest á óvart af leikjunum i hinum riðlinum. Þar unnu Mexikanar Hollendinga 84:71 og Spán- verjar unnu Pólverja 99:73. Bætti metið með lánsstöng BANDARÍKJAMAÐURINN Dave Roberts endurheimti heimsmetið f stangarstökki á bandarfska úrtökumótinu f fyrrinótt. Stökk hann 5.70 metra f þriðju tilraun og þá með lánsstöiig frá helzta and- stæðingi sfnum, Earl Bell, sem átti heimsmetið áður, 5.67 metra. Var þetta f þriðja skipti f röð, sem heimsmetið í stang- arstökki var bætt á úrtökumóti Bandarfkjamanna. Arið 1968 stökk Bob Seagren 5.47 metra og 1972 stökk sami maður 5.63 metra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.