Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULl 1976 Grænlenzki rækjubáturinn við Grandagarð. Sérsmíðaður rækjubátur fyrir Grænlendinga ÞKSSA dagana liggur í Reykja- víkurhöfn nýr rækjubátur, sem er á leið til Grænlands. Þetta er um 70 tonna bátur, sem Græn- lendingar hafa látið smíða I skipasmíðastöð í Hvide Sande í Danmörku. Kr það fyrsti hátur sinnar fegundar, sem þar er smíðaður, en Grænlendingum hefur reynzt vel að fá smíðaða fiskibáta þar. Morgunhlaðsmenn litu við I bátnum þar sem hann lá við Grandagarð. Sem fyrr segir er þetta 70 tonna bátur með 330 hestafla Grená-dísilvél. Við hittum að máli eiganda bátsins, Peter Jeremiassen, og skip- stjóra hans, Lars Carl Jensen, en eigandinn fékk hann til að sigla honum heim, þar sem hann hefur ekki skipst jórnarréttindi sjálfur. Þeir sögðu að hér væri um eins konar „mini“-togara að ræða, þ.e. þeir gætu sótt á rækjumið mun dýpra en áður og úthaldið væri 9 til 14 dagar. Uthaldið er svo langt vegna þess að um borð eru suðutæki og getur áhöfnin, sem telur sex menn, unnið aflann um borð og ísað I kassa. Rækjan er ekki pilluð eins og oft er gert, heldur soðin og fryst í 10 kflógramma pakka. Aðstaða til vinnslu rækjunnar er mjög góð þar sem dekkið er yfirbyggt svo sem sjá má á myndinni hér. Þeir félagar sögðu að báturinn hefði reynzt vel á siglingunni hingað, þeir hefðu komið við I Færeyjum og hyggjust við að vera 11 til 12 daga í ferðinni alls. Ganghraði skipsins er um 8,5 hnútar og þeir kváðust hlakka til að hefja veiðar nú innan tfðar, en bezti rækjuveiðitfminn fer nú f hönd. Kigandi bátsins, Peter Jeremiassen, og skip- stjóri hans, Lars Carl Jensen. Sumarferðirnar vinsælar meðal eldri borgara ELDRI borgarar í Reykjavík hafa sýnt sumarferðum þeim sem Félagsmálastofnun borgarinnar skipuleggur mikinn og vaxandi áhuga. Þannig voru t.d. um 60 manns með í skoðunarferð sem farin var i gær um Hellisheiði til Krísuvíkur og Grindavíkur og búizt er við um 200 þátttakendum í Munaðarnes 22. júlí. Alls hafa verið skipulagðar 11 dagsferðir fyrir eldri borgara í sumar og var súfyrstafarin 24. júni en sú síðasta verður29. júlí. Þá veróur farið í skoðunarferð í Reykjavík og 26. júlí verður einnig farió í skoðunarferð um Reykjavík og 26. júlí verður einnig farið um Reykjavík og garðar skoðaðir. Sú ferð endar í Árbæ, þar sem leikið verður á harmoniku og dansað á palli. Af öðrum sumarferðum má nefna að 19. júli verða dagheimili barna i Reykjavík skoðuð, 15. júli verður farið í Heiðmörk og í Sædýrasafnið, 12. júlí í Grafning og á Þingvelli og næstkomandi fimmtudag verður farið í Hvalfjörð. Af þessari upptalningu má sjá að mikil fjölbreytni er í ferðunum og er verði mjög í hóf stillt. Eldri borgararnir blða eftir bflnum sem flutti þá til Grindavíkur og Krfsuvíkur frá Austurvelli (ljósm. Frióþjófur). Norrænir músikdagar: Lokatónleikar NÚ ERU Norrænu músíkdag- arnir gengnir yfir og allt verö- ur eins og áöur var, eöa svo virðist á yfirborðinu. Svo er þó ekki, þvi þessi hátíð mun í framtíðinni vera talinn marka tímamót fyrir íslenzkt tónlistar- líf, bæði hvað snertir flutning og sköpun tónverka. Til skýr- inga á þessari staðhæfingu er rétt að líta yfir þróun tónlistar hér á landi og bera hana saman við tónlistarlíf eins og það bezt gerðist erlendis á sama tíma. Um aldamótin 1800 er enginn Jón Nordal maður hérlendur læs á nótur, og þegar Magnús Stephensen gefur út sálmabókina, sem nefnd hefur verið Leirgerður, koma þar í fyrsta sinn fyrir augu íslendinga þau tónritun- arform, sem nútímanótur nefn- ast, en höfðu þó verið notaðar í Evrópu nærri tvö hundruð ár. Fram að þeim tíma höfðu Is- lendingar stuðzt við tónfræði, sem með litlum breytingum var sú sama og Rikini kenndi við skóla þann er Jón ögmundsson stofnaði að Hólum árið 1107. I 850 ár, meðan tónlist Evrópu þróaðist frá einrödduóu sálma- lagi upp í flókin tónform eins og óperur, sinfóníu og alls kon- ar söng og hljóðfæratónlist, dunduðu íslendingar við frum- stæðan organumsöng, sem er, ásamt hluta af ungverskri þjóð- lagatónlist, talin vera elzta gerð alþýðusöngs sem varðveitzt hef- ur í Evrópu. Um miðja 19. öld- ina eru tveir til þrír íslending- ar sæmileea stautandi á söng- nótur og eru teknir til við að kenna stafróf tónfræðinnar, og á þjóðhátíðinni 1874 heyrist hérlendis fyrsl leikið á lúðra. Þá eru liðin 280 ár frá láti Palestrína, 189 frá fæðingu Bach, Scarlattis og Hándels, 104 frá fæðingu Beethovens og Franz Liszt er á því ári 63 ára. Saga fiðlunnar spannar yfir 500 ár, en fyrsti lærði fiðluleikari íslendinga er enn á lífi, tónlist- arskólar voru settir á laggirnar í Evrópu um og eftir miðja 16. öldina, en hér á landi fyrst árið 1930. Margir þeir sem nú leika með sinfóníuhljömsveit íslands eru fyrstu íslendingarnir sem sérstaklega hafa hlotið mennt- un og þjálfun í meðferð hljóð- færanna sem þeir leika á. Þann- ig mætti lengi telja og þá bæta við, að islenzk tónskáld eru oft á tíðum að semja „fyrsta verk sinnar tegundar" hér á landi. Það tekur langan tíma að út- breiða þekkingu og enn lengri Guðmundur Jónsson Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON tíma þjálfunar til að ná valdi á henni. Á rúmum 100 árum hef- ur þekking manna á tónlist auk- izt svo, að frá því að vera fárra manna tómstundagaman er tón- list viðfangsefni, til lífsfram- færis, stórrar stéttar vel mennt- aðra tónlistarmanna, sem eftir því sem horfir, mun fara ört stækkandi. Nú er tónlist hér- lendis komin á það stig að mögulegt er að halda viðamikl- ar tónlistarhátíðir, byggðar að mestu á framlagi innlendra flytjenda, og það sem merkileg- ast er, við meiri aðsókn en þekkist erlendis. Margir töldu það óráð að halda tónlistarhátíð, þar sem eingöngu yrði flutt samtímatón- list og auk þess „ofan 1“ vel heppnaða listahátíð og spáðu litilli aðsókn. Þetta fór á annan veg. bví af 11 tónleikum voru aðeins tvennir tónleikar illa sóttir og má raunar að nokkru um kenna mistökum í fram- kvæmd er varðar auglýsingu og dagskrárskipan. Þessi mikli áhugi hlustenda á nútímatón- list er vottur um vaxandi tón- menningu hér á landi. Ásama tima og Listahátíðin er að mestu byggð á framlagi er- lendra gesta, og íslenzkir tón- listarmenn fá að vera með upp á ómagakost, gera félitlir aðilar Norræna tónskáldaráðsins sér lítið fyrir og halda glæsilega tónlistarhátíð, með meiri þátt- töku ísi. tónflytjenda en áður hefur gerzt. Allt er gott þá end- irinn er góður og svo er um báðar þessar listahátíðir. Þær fóru vel fram, þar var margt fram borið og frammistaða allra til sóma. Á lokatónleikum Norrænu músíkdaganna, sem fram fóru i Háskólabió var flutt Hljómsveitarverk II eftir John Persen, Langnætti eftir Jón Nordal, Fiðlukonsert eftir Leif Þórarinsson, Spur eftir Nord- Framhald á bls. 29 Leifur Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.