Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JULÍ 1976 LOFTLEIDIR n 2 1190 2 11 88 FERÐABILAR hf. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar, stationbílar, sendibíl- ar, hópferðabilar og jeppar. Hugheilar þakkir færi ég öllum ættingjum og vinum sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 24. júní sl. með heimsóknum gjöfum og kveðjum og gerðu daginn að þeirri sólskinsstund sem mun ylja mér um ókomnu árin. Guð blessi ykkur öll Guðrún V. Guðjóns- dóttir aI)(;lysiní;asiminn er.- 22480 2K«ri}un(>l«bib Bjarnanes- kirkja vígð við hátíð- lega athöfn Hornafirrti, 5. júll. BJARNANESKIRKJA í Horna- firði var vígð í gær af biskupnum yfir tslandi, séra Sigurbirni Einarssyni. Athöfnin hófst mcð skrúðgöngu sex presta, auk bisk- ups, vfgluvotta, sóknarnefndar- manna og sjö fermingarbarna, sem voru fermd við athöfnina. Sóknarpresturinn, séra Gylfi Jónsson, prédikaði, söngkór Bjarnaneskirkju söng undir stjórn Bjarna Bjarnasonar, Brekkubæ, sem um þessar mund- ir á 60 ára afmæli sem söngstjóri og organisti I Bjarnarneskirkju. Kirkjan rúmar um 100 manns í sæti. Bygging hennar hófst fyrir allmörgum árum, arkitekt var Hannes Davíðsson og bygginga- meistari Guðmundur Jónsson, Höfn. Kirkjunni bárust margar góðar gjafir m.a. má nefna nýtt orgel, sem Kvenfélag Nesja- hrepps gaf. Þá var og gefinn nýr messuhökutl til minningar um séra Skarphéðinn Pétursson sóknarprest í Bjarnarnesi. Að lokinni athöfninni buðu hús- mæður i Nesjum öllum viðstödd- um til kaffidrykkju i Nesjaskóla. Öll var þessi athöfn mjög virðuleg og veður hagstætt. —Fréttaritari. Hér sjáum við Kristbjörn Árnason aflakóng og skip- stjóra á Sigurði. Hann hef- ur undanfarið stundað grá- sleppuveiðar frá Húsavík á trillunni sinni, en nú er þeirri vertíð lokið og ætlar hann að fara á handfæra- veiðar. Útvarp Reykjavík vHIDMIKUDKGUR 7. júlí MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Sigrún Valbergsdóttir endar lestur sögunnar „Leynigarðsins" eftir ina De Gabarain syngur ein- söng; Ernest Ansermet stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilky nningar. Á frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Miðdegissagan: „Farðu burt, skuggi“ eftir Steinar Sigurjónsson. Karl Guðmundsson leikari lýkur lestri sögunnar (6). SIÐDEGIÐ 15.00 Miðdegistónleikar Börje Márelius og félagar úr Sinfóníuhljómsveit sænska útvarpsins leika Pastoral- svítu fyrir flautu og strengja- sveit eftir Gunnar de Fru- merie; Stig Westerberg stjórnar. Janos Starker og hljómsveit- in Fílharmónfa leika Selló- konsert nr. 1 I a-moll op. 33 eftir Camilla Saint-Saéns; Carlo Naria Giulini stjórnar. Félagar úr Fflharmónfusveit Lundúna leika tvö verk fyrir strengjasveit eftir Edward Elgar; Introduction og Allegro op. 47 og Serenöðu f e-moll op. 20; Sir Adrian Boult stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 16.40 Litli barnatfmina Finnborg Scheving hefur umsjón með höndum. 17.00 Tónleikar 17.30 Bækur, sem breyttu heiminum — IV „Uppruni tegundanna" eftir Charles Darwin. Bárður Jakobsson lögfræð- ingur tekur saman og flytur. 18.00 Tónleikar. Tilkvnning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVOLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Nasasjón Arni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson ræða við Svövu Jakobsdóttur rithöf- und og alþingismann. 20.10 Samleikur f útvarpssal: Christina Tryk og Sigrfður Sveinsdóttir leika saman á horn og pfanó. a. Allemande eftir Purcell. b. Air eftir Bach. c. Preludia eftir Liadoff. d. Intermezzó eftir Gliére. e. Aprés um réve eftir Fauré. f. Rómansa eftir Davidoff. g. Fantasfuþáttur eftir Heise. 20.35 Leikrit „Hefðarfrúin" eftir Valentin Chorell. Þýðandi: Sigurjón Guðjóns- son. Leikstjóri: Gfsli Hall- dórsson. Persónur og leikendur: Itona Silver Sigríður Hagalfn Boubou..................... ........Guðrún Stephensen Læknirinn....Gfsli Alfreðsson 21.40 Kórsöngur: Sunnukór- inn syngur fslenzk og erlend lög Sigrfður Ragnarsdóttir leik- ur með á pfanó og Jónas Tómasson á altflautu. Hjálm- ar Helgi Ragnarsson stjórn- ar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Litli dýrling- urinn" eftir Georges Simenon. Kristinn Reyr les þýðingu Ásmundar Jónssonar (7). 22.40 Á sumarkvöldi Guðmundur Jónsson kynnir tónlist úr ýmsum áttum. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Bœkur, sem breyttu heiminum Sagt er frá f járrekstri og fjárglöggum mönnum á sumarvöku. Sungið um sumar og sól á Sumarvöku Kl. 20.20. SUMARVAKAN verður á dag- skrá útvarpsins f kvöld. Kennir þar margra grasa og er þar fyrst að nefna frásöguþátt eftir Játvarð Jökul Júlfusson á Miðjanesi, sem Pétur Péturs- son flytur. Að sögn Péturs segir Játvarð- &r hér frá viðburðarríkum fjár- rekstri og búferlaflutningi árið 1927. „Það var um langan veg að fara,“ sagði Pétur, „og það eru mörg skemmtileg atvik, sem Játvarður segir frá, og þarna erú geysilega skemmti- legar fjárlýsingar, því Játvarð- ur var einn þeirra fjárglöggu manna, sem verða brátt ekki til lengur í hraða nútímans, en þessi frásögn er að þessu leyti og öðru mjög þjóðleg." Fimm kunnir kvæðamenn úr Kvæðamannafélagi Hafnar- fjarðar munu kveða bundið mál eftir þrjú íslenzk skáld. Skáldin eru Sigurður Breiðfjörð, eitt kunnasta rímnaskáld okkar, Stephan G. Stephansson og Ölafur Jóhann Sigurðsson, sem er norrænn verðlaunahöfund- ur. Af þessu sést að þarna er blandað saman nýju og gömlu baðstofumenningunni. Hjörtur Pálsson mun lesa frá- sögu eftir Þorstein Björnsson, sem nefnist Endurminningar frá Miklabæ. Fjallar frásaga þessi að mestu um hrossarekst- ur og gæzlu og leit að hrossum en auk þess er dregin upp mynd af Miklabæ, þessu fræga þjóðsagnasetri, að kvöldi. Síðast á dagskrá sumarvök- unnar er söngur Rangæingafé- lagsins í Reykjavfk en kórinn tekur fyrir létt og glaðleg sum- arlög. Kórfélagarnir munu syngja um blíðu og heyskap og sumarið í borg og bæ, sem við erum farin að þrá, a.m.k. Sunn- lendingar. í DAG kl. 17.30 verður flutt 3. erindi greina- flokksins um bækur, sem breyttu heiminum. Það er Bárður Jakobsson lög- fræðingur, sem hefur tekið saman og flytur þessa þætti. „Hugmyndin með þess- um þáttum var að fjalla um nokkur rit, sem hafa breytt hugsunarhætti og viðhorfum manna svo al- gjörlega, að hægt er að segja að þau hafi breytt heiminum." Þannig fórust Bárði orð um þessa þætti, þegar hann var inntur eftir efni þeirra og tilgangi. „t kvöld mun ég fjalla um Albert Einstein og afstæðis- kenninguna, en ein niðurstaðan af þeirri kenningu var Ð gr HEVRH Albert Einstein. kjarnorkusprengjan, eins og við vitum. Það er óhætt að segja að þessi kenning breytti geysi- lega hugsunarhætti mannkyns- ins og við vitum í rauninni ekki hvert stefnir, eða hvert við er- um að fara.“ Eins og áður sagði verður 3. erindið flutt í kvöld, en alls eru þau 6 að tölu. Á morgun, á sama tíma, verður það 4. flutt og mun það fjalla um „Uppruna tegundanna" eftir Darwin. I tveim síðustu erindunum mun Bárður taka fyrir skozk- franskan mann að nafni Phoreu, sem var prédikari ein- staklingshyggjunnar og Freud og sálfræði hans. Lög viö Ijóð Steins Steinars ÁSTA Thorstensen mun syngja einsöng f útvarpi f kvöld kl. 20.00. Hún flytur lagaflokkinn „Undanhald samkvæmt áætl- un“, eftir mann sinn, Gunnar Reyni Sveinsson. Undirleikari er Jónas Ingimundarson. „Þetta er verk fyrir altrödd og píanó“, sagði Gunnar Reynir, „og ég samdi þetta verk s.l. vetur. Það var frumflutt á Háskólatónleikum í febrúar s.l. fyrir fullu húsi.“ Gunnar samdi þetta verk við ljóð eftir Stein Steinarr: Eld, Tileinkun, Vögguvísu, Lág- mynd o.fl. Ásta Thorstensen stundaði tónlistarnám í skóla Engels Lund og síðan framhaldsnám hjá Carlo Bino i Hollandi. Hún hefur um árabil sungið í Pólý- fonkórnum og er m.a. radd- þjálfari kórsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.