Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.07.1976, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. JUH 1976 Foreldrarnir skotnir og barnið stungið til bana Hallbjörg Bjarnadóttir listakona færði 2. júll s.l. Kjarvalsstöðum að gjöf teikningu eftir Jóhannes Kjarval. Teikningin er af Hallbjörgu sjálfri, gerð árið 1957. Viðstaddir afhendinguna voru auk Hallbjargar Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri, Fischer Nielsen listmálari og Alfreð Gunnarsson, forstöðumaður Kjarvalsstaða. Windhoek. SV-Afriku —6 júlí — AP. YFIRVÖLD I S-Afríku skvrðu frá því í dag, að skæruliðar, sem kom- ið hafi vfir landamærin frá Ang- óla, hefðu skotið blökkuhjón til bana í árás á þorpið Mundja, og hafi hrvðjuverkamennirnir að því búnu stungið barn þeirra til bana með bvssusting. Að árásinni lokinni fóru hryðjuverkamenn- irnir aftur yfir til Angóla. Að undanförnu hafa skæruliðar úr svonefndri Þjóðarhreyfingu Suður-Afríku, sem hefur bæki- stöðvar sínar í Angóla sunnan- Herstöðvar- andstæðingar: NATO-fáninn óviðkomandi MIÐNEFND Herstöðvarandstæð- ínga hefur sent blaðinu eftirfar- andi yfirlýsingu; sem dagsett er 5. júlí: Miðnefnd Herstöðvarandstæð- inga lýsir yfir því, að niðurskurð- ur NATO-fánans við Loftleiðahót- elið var á engan hátt tengdur að- gerðum miðnefndar í dag og er miðnefnd óviðkomandi. Ritaukaskrá Rann- sóknarbókasafna UT er komin frá Landsbókasafni lslands Samskrá um enendan rit- auka íslenzkra rannsóknarbóka- safna. Skráþessi kem*urút tvisvar á ári, hún nær til erlendra bóka en ekki tímarita og er skipt í tvennt, hugvísindi og raunvísindi. Skráin er send ókeypis þeim, er þess óska, og skal beiðnum beint til Landsbókasafns Islands. — Viðbúnaður Framhald af bls. 1 ófarirnar í Uganda. „Þeir eru brjálaðir fjandmenn með morð í huga, sem grípa til ofbeldisað- gerða vitandi að ef þeir nást, bíð- ur þeirra aðeins fangelsisdómur,“ sagði Rabin. ÚTFÖR ÞEIRRA FÖLLNU Bæði í tsrael og Uganda voru í dag gerðar útfarir fallinna í átök- unum um helgina. 1 ísrael var gerð útför Yonatans Netanyahus ofursta sem stjórnaði víkinga- sveitunum á Entebbe flugvelli, og voru þúsundir ísraela viðstaddir athöfnina. Meðal viðstaddra voru Rabin forsætisráðherra, Ephrain Katzir forseti, ráðherrar og yfir- menn hersins. Shimon Peres varnarmálaráðherra flutti ávarp við útförina og sagði meðal annars: „Á einni stuttri klukku- stund styrkti herförin til Uganda þrek Gyðingaþjóðarinnar og allra þjóða hins frjálsa heims. Örlög fámennrar þjóðar okkar voru ráð- in á einni klukkustund með aðgerðum fámenns hóps hraustra drengja." I Uganda var gerð útför skæru- liðanna sjö, sem felldir voru í árásinni, og þeirra 20 hermanna Uganda, sem einnig mistu lífið. Voru þeir allir grafnir hlið við hlið, og var Idi Amin forseti við- staddur. Fyrirskipaði forsetinn tveggja daga þjóðarsorg í landinu, og að þessa tvo daga skyldi ekkert unnið, en fánar dregnir í hálfa stöng. Að sögn útvarpsins í Uganda hótaði Amin því að Israelum skyldi fá að blæða fyrir aðgerðir sínar, hvort heldur væri innan landamæra Israels eða utan þeirra. KENYA DEILIR ABYRGÐINNI Amin sagði að Kenya yrði að deila ábyrgðinni með ísrael, því yfirvöld þar hefðu heimilað ísra- elsku árásarflugvélunum að milli- lenda þar. Hann sagði að ekki væri ætlunin að gera árás á verðu, herjað á landamæraþorp í S-Afríku, en s-afrískir hermenn hafa ráðið niðurlögum 26 skæru- liða síðan um miðjan júní, að því er fulltrúi stjórnar S-Afriku hef- ur skýrt frá. fyrir eldri borgara FELAGSSTARF eldri borgara í Reykjavlk hefur verið mjög fjöl- breytt í sumar. Nefna má dags- ferðir um nágrenni Reykjavíkur, sem hafa verið vel sóttar, en um þær hefur verið getið I Morgun- hlaðinu. Þá hafa verið skipu- lagðar orlofsferðir að Löngumýri í Skagafirði í sumar, að Hall- veigarstöðum er starfað tvo daga í viku og í Norðurbrún 1 fimm daga í viku. 106 sjálfboðaliðar frá 12 félög- um aðstoðuðu við félagsstarf á tímabilinu frá 1. maí 1975 til 1. maí 1976. Starfsemin á þessum stöðum liggur niðri í sumar en hefst á nýjan leik í byrjun september. 1 sumar eru hins vegar skipulögð stutt ferðalög og orlofsferðir. Fimm orlofsferðir verða í sumar farnar að Löngumýri í Skagafirði með eldri borgara Reykjavíkur. Eru þetta allt 11 daga ferðir, fyrsta ferðin var farin 21. júní og kom sá hópur heim 2. júlí. Síðasta ferðin verður svo farin 16. ágúst. Kenya, því Uganda ætti engar stórar sprengjuflugvélar til árás- arinnar, en svo bætti hann við: „En önnur ríki, sem eru fjand- samleg Kenya, eiga slíkar flug- vélar.“ Dagblöð í Kenya hafa fagnað árangri Israela í árásinni, og þau hafa birt efasemdir um heilindi Amins gagnvart gíslunum. Yfir- völd í Kenya hafa hins vegar forð- ast öll ummæli um árásina eða hótanir Amins. TVENNSKONAR VIÐBRÖGÐ Viðbrögð í öðrum ríkjum við árás víkingasveitarinnar á Entebbe flugvöll eru æði misjöfn. I vestrænum ríkjum eru við- brögðin svo til einhliða stuðning- ur við aðgerðir ísraelsmanna, en í ýmsum ríkjum Asíu, Afríku og kommúnistaríkjunum eru að- gerðir ísraela fordæmdar. Þannig segir til dæmis blaðið The New York Times f ritstjórnargrein í dag að allur hinn siðmenntaði heimur standi í djúpri þakkar- skuld við Israel vegna árásar- innar, sem leysti rúmlega 100 gísla úr haldi skæruliða. Segir blaðið að árásin eigi að gefa öðr- um ríkjum fordæmi og sýna þeim að þegar þörf krefur og staðfesta og vilji eru fyrir hendi, geti þau einnig afrekað jafn miklu. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Júgóslavíu var annars sinnis. Hann boðaði til blaðamanna- fundar í dag þar sem hann for- dæmdí árás ísraela á Entebbe, og sagði hann árásina vera algjört einsdæmi í samskiptum ríkja. í þessum dúr skiptast viðbrögðin algerlega í tvær stefnur, og ljóst er að erfitt verður að ná einingu um málið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. — Suarez Framhald af bls. 1 kost á sér til starfa 1 nýrri ríkis- stjórn undir forsæti Suarez. Segja ráðherrarnir að Suarez, sem er 43 ára, sé of reynslulaus auk þess sem þeim mislíkar það hve hægri- sinnaður hann er og tengdur kaþólsku samtökunum Opus Dei, sem höfðu mikil ftök á dögum Francos heitins einvalds. Suarez hefur borið á móti meintum tengslum sínum við Opus Dei, og leitað til talsmanna ýmissa fyrrum stjórnarandstöðu- flokka um samvinnu við stjórnar- myndun á breiðum grundvelli. Sagði hann í viðtali i dag að hann vildi mynda rikisstjórn skipaða mönnum, er talizt gætu fulltrúar þverskurðar stjórnmálahreyfinga landsins. Eini flokkurinn, sem virðist reiðubúinn að ganga til samvinnu við Suarez sem stendur er flokkur sósíal-demókrata undir forustu hagfræðingsins Antonio Garcia Lopes. Segir Garcia Lopez að hann hafi þegar rætt við Suarez, og sé reiðubúinn að taka að sér málamiðlun við fulltrúa annarra flokka. Varðandi yfirlýsingar þeirra Areilza og Fraga um að þeir geti ekki starfað með Suarez, sagði Garcia Lopez: „Enginn er ómissandi. Hagsmunir ríkisins eru of mikilvægir til að láta per- sónulega- eða flokkshagsmuni ráða." Talsmenn sósíalista segjast ekki telja Garcia Lopez heppileg- an milligöngumann. Hins vegar hafa þeir ekki afneitað samstarfi við Suarez, en segjast vilja bíða og sjá hvernig ríkisstjórn hann hyggst mynda. Fernando Alvarez de Miranda, leiðtogi kristilegra demókrata, skýrði frá því að maður, sem stendur forsætisráðherranum nær, hafi rætt við sig um stjórn- málaástandið. Hann bætti því við að endanleg ákvörðun um hugsanlegt stjórnarsamstarf yrði að koma frá flokksstjórninni, sem setti það skilyrði að fullu lýðræði yrði komið á og að allir pólitískir fangar yrðu náðaðir. — Súdan Framhald af bls. 1 dag dró Súdan þessa ósk sína til baka, en hins vegar var frá því skýrt að sérstakur fundur full- trúa Arabaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum yrði boðaður í New York til að ræða málið undir for- sæti fulltrúa Qatar. Egyptar urðu fyrstir Araba- þjóða til að lýsa stuðningi við Nemery forseta strax og fréttist um byltingartilraunina á föstu- dag. i dag gefur blaðið A1 Ahram, sem er hálf-opinbert málgagn stjórnarinnar í Kaíró, í skyn að Sovétríkin kunni að hafa staðið að baki byltingunni. „Vladimir Vino- gradov, sérlegur sendiherra Sov- étrikjanna, heimsótti Libýu í fyrri viku og átti fund með Gadd- afi forseta," segir blaðið, og bætir við: „Getur verið samband milli heimsóknarinnar og byltingarinn- ar í Súdan? SeljaSovétrikin Gadd afi vopn til að koma á sundrungu og óeirðum víða í Arabalöndun- um, með því að leggja byltingar- sinnum til vopn og skipuleggja innrásir í önnur Arabalönd?" Birtist þessi ásökun i ritstjórnar- grein á forsiðu blaðsins, og þar segir ennfremur að sannað sé að Gaddafi hafi staðið fyrir skemmd- arverkum í Egyptalandi, Túnis, Marokkó og fleiri ríkjum, og að hann sé „hættulegri Arabarikjun- um en sjálft israel.“ — Dómstólar geta Framhald af bls. 2 ist hann staðfestingar héraðs- dóms. í úrskurði Hæstaréttar kemur fram, aó skilja verði ákvæði 48. gr. laga nr. 60/1972 svo, að dóm- stólar geti eigi breytt úrskurði dómsmálaráðuneytisins um for- ræði barns enda sé meðferð máls rétt og úrlausn beitt efnislegu mati. Samkvæmt þessu og þar sem ekki verði séð, að meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneyti og ákvörðun sjálf sé haldin nokkr- um þeim göllum að ógildingu hennar varði, beri þvi að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. Máls- kostnaður í héraði og Hæstarétti var felldur niður. Hæstaréttardómararnir Magn- ús Þ. Torfason og Logi Einarsson skiluðu sératkvæði, þar sem þeir telja að réttarágreiningur máisað- ilja eigi undir dómstóla en ekki dómsmálaráðuneyti en telja að sýkna beri konuna af kröfum mannsins í málinu. Niðurstaðan er þannig hin sama — konan heldur báðúm börnunum. — Carter Framhald af bls. 1 Edmund Brown ríkisstjóri í Kaliforníu, sem sjálfur sækist eftir útnefningu flokksþings demókrata, og stuðningsmaður hans, Edwin Edwards ríkis- stjóri í Louisiana. Fundarmenn lýstu því yfir, að Carter hefði sýnt, að hann væri fær um að sameina demó- krataflokkinn. Miklar vangaveltur eru nú um það hver verði varaforseta- efni Carters. Hann sagði á fundi með fréttamönnum i Hershey í Pennsylvaníu í dag, að næst mundi hann eiga við- ræður við Walter Mondale öld- ungadeildarþingmann frá Minnesota og yrði fundur þeirra n.k. fimmtudag. Carter hefur áður rætt málið við Edmund Muskie og hittir fleiri hugsanleg varaforsetaefni á næstunni. — 200 mílur Framhald af bls. 19 milli 55 og 60 af hundraði allra fiskimiða við strendur EBE- landanna innan 200 mílnanna við Bretland, og þetta er ein aðal- ástæðan fyrir því, að Bretar krefj- ast allt að 50 mílna einkalögsögu þar sem aðgangur annarra þjóða yrði takmarkaður mjög. Stefna Breta í þessu máli stangast á við ákvæði í stofnsamningi EBE, þar sem gert er ráð fyrir því, að aðild- arríkin hafi jafnan aðgang að fiskimiðum hvers annars. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við fulltrúa brezka sjávarút- vegsráðherrans og innti frétta af undirbúningi 200 milna frum- varpsins. Hann vildi ekki tjá sig um málió að svo stöddu, en ítrek- aði, að Bretar stefndu fyrst og fremst að því að samningar tækj- ust um sameiginlega fiskveiði- stefnu EBE áður en hafréttarráð- stefna SÞ hæfist í næsta mánuði. — OAU Framhald af bls. 19 eins að beina þvi til aðildarríkj- anna, að grípa til „viðhlítandi ráð- stafana" ef Nýja-Sjáland fengi að taka þátt í leikunum. Eina afdráttarlausa niðurstaða fundarins kom fram i þvi að veita öllum aðildarrikjunum umboð til að viðurkenna ekki Transkei, sem i október n.k. hlýtur fyrst allra upprunalegra heimkynna blökku- manna í Suður-Afríku fullkomið sjálfstæði. Á leiðtogafundinum á Maurití- us var allmörgum málum slegið á frest. Fundur verður haldinn i Ghana i næsta mánuði um framtíð Djibouti og deilan um V-Sahara verður tekin fyrir á sérstökum fundi, sem óákveðið er hvenær halda skal eða hvar. — Hart barizt Framhald af bls. 1 byggð kristnum mönnum. Einnig tókst þeim að ná á sitt vald mörg- um þorpum og bæjum þar norður- frá, en undir kvöld skýrðu hægri- sinnar frá þvi að þeir væru í gagn- sókn, og að þeim hefði tekizt að ná aftur nokkrum hluta herteknu svæðanna. Talsmenn hægrisinna segja að sóknin hafi verið gerð til að draga úr átökunum við flóttamannabúð- irnar i Tel Zaatar, sem barizt hef- ur verið um í hálfan mánuð af mikilli hörku. Segja þeir að þar hafi verið tiltölulega kyrrt í dag. Báðir aðilar játa að mikið mannfall hafi orðið i átökunum, og útvarpsstöð Falangista segir að hægrisinnar hafi valdið gifurlegu mannfalli í sveitum óvinarins. Segir útvarpið að hægrisinnar hafi víða sótt fram, og meðal ann- ars náð hluta borgarinnar Amioun á sitt vald, en þar eru höfuðstöðvar sósíalistaflokksins PPS. Utvarpsstöðin „Rödd Palest- inu“ segir hins vegar að öllum árásum á borgina hafi verið hrundið, en viðurkenndi að hægrisinnar hefðu háð tveimur þorpum með stuðningi hersveita frá Sýrlandi. — Fannst látinn Framhald af bls. 36 kaup á, og litlu síðar hafðist upp á bifreiðinni, þar sem hún stóð við Kapaskjólsveg. Að sögn Hauks Bjarnasonar rannsóknarlögreglu- manns, sem ásamt Nirði Snæhólm aðalvarðstjóra og tæknideildar- mönnum rannsóknarlögreglunn- ar, hafa liðsinnt lögregluyfirvöld- um í Kópavogi vió rannsókn þessa máls, voru ummerki í bifreiðinni slík, að ljóst er að hún hefur verið notuð við verknaðinn. Bifreiðin er gul sendibifreið af Moskvits-gerð, G-8244 og eru það tilmæli lögreglunnar að allir þeir sem geta gefið einhverjar upplýs- ingar um ferðir bifreiðarinnar á mánudagskvöld eða aðfararnótt gærdagsins í Reykjavík eða Kópa- vogi, gefi sig fram. Einnig biður rannsóknalögregl- an alla þá, sem eitthvað vita um ferðir Guðjóns Atla Árnasonar frá því um sjöleytið á mánudags- kvöld og um nóttina, svo og ef vitað er um einhverja sem höfðu samneyti við Guðjón á þessu tíma- bili, að gefa sig fram við lögregl- una. Aú því er Njörður Snæhólm tjáði Morgunblaðinu í gærkvöldi hafði enginn verið handtekinn vegna þessa máls en áfram er unnið að rannsókn þess. — Borgarsjóður greiði Frainhald af bls. 3 skipa lögreglumenn, aðra en ríkislögreglumenn, greiða laun þeirra og annan kostnað við lög- gæzlu, en fá hluta þess kostnaðar endurgreiddan úr ríkissjóði. í sératkvæði Magnúsar Torfa- sonar kemur fram að hann er ósammála ýmsum efnisatriðum i dóminum, en hins vegar sammála því að borgarsjóður skuli greiða fyrrnefndar upphæðir. Þór Vil- hjálmsson skilar einnig sérat- kvæði og telur að ríkissjóður eigi að greiða hluta bótaupphæðarinn- ae.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.