Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLI 1976
11
Vatn á Mars?
VÍSINDAMENN telja að nýi staður-
inn á Mars, sem gert er ráð fyrir að
bandaríska geimflaugin Víkingur I
lendi á mjúkri lendingu 1 7. júlí, sé
ekki eins athyglisverður og upphaf-
legi lendingarstaðurinn Hann er
hins vegar talinn öruggari, en þó
vilja vísindamennirnir ekki útiloka
að óhöpp verði i lendingunni af
einhverjum ófyrirsjáanlegum ástaeð-
um.
Nýi lendingarstaðurinn er á
sléttu á norðvesturhluta plánetunn-
ar, sem gengur undir nafninu „norð-
vestursvæðið" Hann var valinn á
grundvelli Ijósmynda sem voru tekn-
ar úr Víkingi I og sendar til jarðar
þegar i Ijós hafði komið að upphaf-
legi lendingarstaðurinn var á hrjóstr-
ugu svæði þöktu gígum og gat
reynzt hættulegur Því gat ekki orðið
af lendingunni á afmæli Bandaríkj-
anna 4 júlí og Víkingur I hringsólar
enn um reikistjörnuna.
Vísindamennirnir leggja á það
áherzlu að þeir geti ekki ábyrgzt að
lendingin gangi að óskum og að
geimflauginni verði engin hætta bú-
in á staðnum sem henni er ætlað að
lenda á Ljósmyndavélarnar um
borð i Vikingi I geta ekki náð mynd-
um af kennileitum sem eru minni en
knattspyrnuvöllur á jörðu niðri
Þrátt fyrir gífurlega mikla undir-
búningsvinnu og nákvæma skipu-
lagningu er því Ijóst að heppni mun
næstum því ráða úrslitum um það
hvort lendingin heppnast eða ekki
Til vonar og vara er unnið að athug-
unum á nýjum lendingarstað sem
gæti einnig komið til greina
Einhvern tíma i sögu reikistjörn-
unnar virðist „vatn" hafa streymt í
norðvesturátt. Upphaflegi lendingar-
staðurinn var á svokölluðu Chryse-
svæði og árnar hafa streymt úr þeirri
átt. En árfarvegirnir þar virtust
hrjóstrugir og alsettir gígum
Vel er talið hugsanlegt að vatn
geti verið að finna á nýja lendingar-
staðnum Þar sem hann liggur lágt
vona visindamennirnir að þar sé
nógu mikill loftþrýstingur til þess að
hann hafi komið i veg fyrir að allt
vatn hafi gufað upp Og ef vatn
finnst þar má vera að þar finnist líf i
einhverri frumstæðri mynd
Byrjun orrustunnar
Sextíu ára blóðbað
SEXTÍU ár eru liðin um þessar
mundir siðan Bretar háðu orrust-
una við Somme sem hefur haft
varanleg áhrif á hugsunarhátt
þeirra. Fyrstu tlmana eftir að
orrustan hófst 1. júli féllu 20.000
hermenn og alls 60.000 fyrsta
_jginn. Þeir voru yfirleitt vinnu-
félagar og höfðu ekki barizt áður,
en skráð sig í herinn þegar fyrri
heimsstyrjöldin brauzt út.
Framundir árslok 1915 voru
þeir I Englandi og höfðu ekki
vopn, einkennisbúninga eða nógu
góða liðsforingja. Óreyndir ungir
menn voru fengnir til að stjórna
þeim þegar ákveðið var að tefla
fram nýju liði á vígstöðvunum í
Frakklandi eftir mikið mannfall
sem hafði orðið I strfðinu.
Tilf innanlegur skortur var á
skotfærum og þvi fengu þeir litla
tilsögn í meðferð stórskotavopna.
Þegar þeir komu til Frakklands
þurftu þeir sífellt að grafa skot-
grafir og höfðu lítinn tíma til
æfinga fyrir orrustuna.
Samt var ákveðið að senda
sautján ný herfylki fram á vígvöll-
inn eins og Frökkum hafði verið
lofað. Tveimur mánuðum eftir
árás Þjóðverja á Verdun var
ákveðið að árásin skyldi gerð við
ána Somme þar sem brezki og
franski hluti vígstöðvanna
mættust.
24. júní hófst mesta stórskota-
hríð sögunnar og þegar henni lauk
kl. 7.30 að morgni árásardagsins
1. júlí höfðu 1.500.000 skot fallið
á um tvö þúsund metra breiðu
svæði. Um 70.000 hermenn klifu
upp úr skotgröfunum og sóttu yfir
landslag, sem var líkast víti eftir
stórskotahríðina, að þýzku víglín-
unni sem var í 3—400 metra
fjarlægð.
Lengst til hægri gekk sóknin
eftir áætlun með stuðningi stór-
skotaliðs þaulreyndra Frakka og
þýzku varnarmennirnir hörfuðu
niður I vamarbyrgi þar sem þeir
voru neyddir til að gefast upp.
Annars staðar tókst Þjóðverjunum
að komast upp úr byrgjum slnum
á undan enska sóknarliðinu og
bjarga skotgröfunum. Á einskis-
mannslandi milli skotgrafa
Englendinga og Þjóðverja lágu
fallnir og deyjandi enskir hermenn
I þúsundatali. í hverri árásarsveit
voru að meðaltali 800 menn og í
32 af 68 sveitum, sem tóku þátt í
fyrsta áhlaupinu, féllu og særðust
yfir 500. En orrustan var aðeins
rétt hafin og þegar henni lauk I
aur og leðju I nóvember höfðu
Bandamenn misst 600.000 menn
(420,000 Bretar) og Þjóðverjar
440.000.
ÞJOÐMINJASYNING
Á EGILSSTÖÐUM
og kvitt“ Móðurmálið naut sinna
riku blæbrigða, myndauðugt —
og fagurlega framborin ræða.
1 kirkjunni heyrðum við fagra
sönginn hennar frú Stefaníu. Mér
finnst ég aldrei hafa heyrt jafn
fagurljúfa íslenska konurödd.
Harma ég, að hún skuli ekki vera
geymd.
Siðar settu prestshjónin ungu
saman bú i Hraungerði og hófu
staðinn til vegs um langt árabil.
Mikið var unnið, mikið á sig
lagt. Þangað komu menn frá öil-
um þjóðvegum Suðurlands og
mörgum löndum heims. öllum
var þar vel fagnað. Þar voru
fundir og kirkjumót. Hraun-
gerðismótin. Til þess þurfti mörg
úrræði og mikinn undirbúning.
Greiði, umhyggja og gestrisni fór
þar saman.
Símaþjónusta var á setrinu, og
mátti heita opin dag og nótt. Á
Hraungerðismótunum hljómaði
sálmasöngurinn í grænni víðátt-
unni, þegar sumarið stóð i blóma.
Börn þeirra hjóna urðu sex. Öll
á lifi. Snemma var þeim kennt að
taka þátt í þjónustunni við gesti.
Það var meira að segja ógleyman-
leg ánægja að vera gestur barn-
anna, þegaf svo hafði hittst á, að
börnin voru ein heima, þá stálpuð
en ekki fullorðin.
Þau kunnu sérkennilega vel að
taka á móti gestum og gleðja þá.
Og er sú list að nokkru leyti með-
fædd.
Nú skal fljótt yfir sögu farið.
Skálholtshátiðir voru haldnar.
Biskupsefnin, sem ég mætti á
Mosfelli, sáu hugsjón sína rætast.
— Skálholtskirkja reis, falleg og
stór.
Sr. Sigurður fékk með sinu
safnaðarfólki á Selfossi reista Sel-
fosskirkju. Verkfræðingurinn,
sem teiknaði kirkjuna, var heima-
maður, Bjarni Pálsson frá Hlíð.
Samvinna þeirra var með ágæt-
um.
Mér þykir Selfosskirkja með
þeim fallegustu kirkjum, sem ný-
lega hafa verið byggðar. Jón og
Gréta Björnsson máluðu hana. —
Og enn reis Laugardælakirkja.
Þetta kalla ég stórmerki í lífi
þeirra hjóna, sem langan dag
unnu stöðugt þjónustustarf.
Þetta er hinn sýnilegi árangur
starfsins. En um þann hluta
starfsins sem fyrst og fremst er
sáning, veit enginn nema hús-
bóndinn sjálfur, sem gefur sáð-
korn og uppskeru.
Það mun ekki hafa verið sárs-
aukalaust að yfirgefa Hraun-
gerði. — En þau hjónin fluttu að
Selfossi og byggðu þar skála sinn
um þjóðbraut þvera. Úr gluggun-
um á húsi þeirra er fagurt að
horfa yfir breitt fljót og straum-
þungt, er leggur sveig þar fyrir
neðan. — Selfosskirkja blasir þar
við á grænni flöt árbakkans á
móti.
Síra Sigurður Pálsson, vígslu-
biskup, sem lengst af ævi var
sveitaprestur og stundaði búskap,
en þorp i nánd og kallið fjöl-
mennt, hann stúderaði stöðugt
lítúrgísk fræði. Hann vakti áhuga
ungra manna á þeim og kom af
stað lítúrgískri hreyfingu meðal
ungra presta, sem sumir hverjir
gera nú tilraunir með viðhafnar-
meira messuform, en áður tíðkað-
ist. Því að hann er brautryðjandi.
Hann er óttalaus að setja fram sin
sjónarmið og stefnu, hvort sem
öðrum mönnum líkar betur eða
ver.
Hann hefur tekið saman þrjár
bækur, er gefnar hafa verið út,
allar sérlega vandaðar. Fyrst kom
út Bænabók, þá Messubók, lítil en
sérlega falleg, en siðast stór
messubók: Messusöngur forn og
nýr, sem sr. Bolli Gústafsson
ritaði og skreyiti fagurlega. I
þessum bókum liggur mikil
vinna. Og munu þessi vönduðu
verk lengi bera vitni þessum bók-
visa og smekkvísa kirkjuföður.
Þeir, sem ekki þekktu til hans,
kynnu að ímynda sér einrænann
mann, sem hefði forðast alla
fyrirhöfn annarra manna vegna,
— og jafnvel að prédikarastarfið
hefði orðið eitthvað minna. En
svo var þó ekki. Sr. Sigurður hélt
fast fram sinu erindi á helgum
Framhald á bls. 21
ÞJÓÐMINJASÝNING var
opnuð í bamaskólanum á
Egilsstöðum á mánudaginn
að tilhlutan Safnastofnunar
Austurlands — SAL. Sýn-
ingin verður opin til 8. ágúst
á virkum dögum frá 13—16,
en um helgarfrá 13—19.
Frumdrögin að stofnun
SAL má rekja til ársins 1942
er Gunnar skáld Gunnars-
son flutti erindi um málið í
Atlavík. Var hann kosinn í
stjóm stofnunarinnar ásamt
þeim Sigurði Blöndal og
Þóroddi Guðmundssyni,
sem þá var kennari á Eið-
um. Síðan hefur verið unnið
að söfnun öðm hverju og
munimir geymdir á Skriðu-
klaustri í einu herbergi, en
ekki verið aðgengilegir þar
til skoðunar. Þegar Gunnar
Gunnarsson flutti frá
Skriðuklaustri árið 1948 var
það ætlun hans að hið mikla
hús er hann byggði þar
Meðfylgjandi myndir eru frá
þjóðminjasýningunni á Egilsstöð-
um.
skyldi notað fyrir minja-
safn, a.m.k. að stómm hluta.
Reynslan hefur hinsvegar
orðið sú að safnið varð alger
homreka og húsið notað fyr-
ir tilraunabú.
Nú virðist vera að rofa til
í málefnum SAL, bæði hvað
snertir aðstöðu, en þó fyrst
og fremst vegna þess að til
forystu hafa valizt ungir og
hæfir menn, sem ganga að
verki af dugnaði og kunn-
áttu. Em þeir Hjörleifur
Guttormsson og Gunnlaug-
ur Haraldsson þar fremstir í
flokki og hafa þeir átt mest-
an þátt í undirbúningi og
uppsetningu sýningarinnar i
Bamaskóla Egilsstaða.
—Steinþór.