Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JÚLl 1976 KRÍUR SKOTNAR VIÐ HREIÐUR UM SÍOUSTU helgi urðu bænd- ur f nágrenni Flúða f Hruna- mannahreppi varir við að ein- hver eða einhverjir skotglaðir náungar höfðu verið að svala skotfýsni sinni með þvf að drepa krfur við hreiður sfn. Nú sfðustu ár hefur nokkur hópur af krfum verpt á melunum fyr- ir ofan Flúðir og á þessu vori fundust þar nokkur hreiður. Þegar gengið var um varpland krfunnar um helgina fundust vængir af krfum auk hagla- skota og riffilskota og var ekki um að villast að þarna höfðu krfurnar verið drepnar á þenn- an óskemmtilega hátt. Að sögn Agnars Ingólfssonar prófessors eru kriur alfriðaðar árið um kring og er því hér um algjört brot að ræða á fuglafrið- unarlögum. Þá er krían enn með unga en hún verpir um mánaðamótin maí-júnf og ligg- ur á eggjunum í 3 vikur en 3 til 4 vikur líða síðan þar til ung- arnir verða fleygir. Vítitil varnaðar? 84 manns í borginni Madras i Indlandi misstu nýlega lifið eftir að hafa gætt sér á heima- brugguðu áfengi og voru 2 þessara bruggararnir sjálfir. I áfenginu vartréspíri. Tæplega 100 voru fluttir á sjúkrahús og er talið, að flestir þeirra muni missa sjónina af völdum áfeng- isins. I Madras er bannað að kaupa áfengi nema samkvæmt vottorði frá lækni, þess efnis að kaupandin'n sé drykkju- sjúklingur, og þá aðeins í sér- stökum verzlunum. v____________________z — Banamenn Framhald af bls. 32 nefndi áður komizt í kast við lög- regluna. I gærkvöldi átti eftir að úrskurða mennina í gæzluvarð- hald meðan frekari rannsókn fer fram. 1 samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ásmundur Guðmunds- son, rannsóknarlögreglumaður í Kópavogi, að það væru félagar hans í rannsóknarlögreglunni i Reykjavík, sem ættu heiðurinn að því að upplýsa þetta mál, en náin samvinna hefði verið milli þess- ara tveggja embætta og rannsókn- in verið mjög umfangsmikil. I samtali Mbl. við Njörð Snæ- hólm, aðalvarðstjóra rannspknar- lögreglunnar í Reykjavik, kom fram að níu rannsóknarlögreglu- menn þar unnu að rannsókn máls- ins í ailan gærdag. Sagði Njörður að hann vildi koma á framfæri þakklæti þeirra rannsóknarlög- reglumanna til þeirra fjölmörgu borgara, sem hefðu lagt þeim lið við að upplýsa þetta mál í gær. — Spánn Framhald af bls. 1 málaráðherra Spánar, Federico Silva Munoz á sæti í nýju stjórn- inni en hann var einn þeirra, sem taldir voru standa næstir forsæt- isráðherraembættinu áður en Juan Carlos fól Suarez myndun stjórnar. Stjórnmálaskýrendur i Madrid segja, að nýja stjórnin sé líkleg til að valda mikilli óánægju meðal andstæðinga sinna og skorti mjög á þann glæsibrag, sem Areilza og Fraga hafi sett á fyrri stjórn. Talið er þó, að ekki hafi veríð hægt að búast við myndun stjórnar, sem mundi beita sér fyr- ir meiriháttar umbótum og breyt- ingum, þar sem þingkostningar verði, að líkindum að ári og stjórn þessi sé því ekki til frambúðar. — Uganda Framhald af bls. 1 aði Gaddafi á þá leið að tsra- elsmenn hefðu beðið mikið tjón og þess vegna hefðu þeir reynt að gera nýja innrás í Uganda. Talið er að hann hafi átt við þær 30 flugvélar sem sagt var að hefðu sézt í ratsjám Uganda- manna í dag. KENYA NKITAR I Nairobi bar Kenyastjórn af- dráttarlaust tll baka þessa frétt Ugandamanna og sagði að hún væri uppspuni frá rótum. Að vísu kvaðst stjórnin ekki getað talað fyrir hönd Bandaríkja- manna og ísraelsmanna en benti á að flugvélarnar væru ekki enn komnar til Uganda þótt fréttin um þær væri margra klukkustunda gömul. „Við hljótum að draga þá ályktun að ratsjá þeirra sé eins rugluð og draumar þeirra," sagði í yfirlýsingu stjórnar- innar. „Leitt er til þess að vita að friðelskandi þjóð Uganda skuli þurfa að búa við stjórn mesta einræðisherra heimsins á síðari tímum,“ sagði i yfirlýsingunni. „Við vottum friðelskandi þjóð Uganda samúð okkar.“ FELLT HJA SÞ? I New York var haft eftir áreiðanlegum heimildum i kvöld að ályktun þar sem aó- gerðir Israelsmanna til björg- unar gíslunum á Entebbe- flugvelli yrðu fordæmdar, yrði annaðhvort felld, fengi ekki til- skilinn meirihluta atkvæða eða neitunarvaldi yrði beitt gegn henni. Fullvist er talið að Bandarík- in beiti neitunarvaldi gegn slíkri ályktun, en búizt er við að Frakkland sitji hjá ásamt Bret- iandi, Italíu og Sviþjóð. Full- trúar Japans, Panama og Rúmeníu eru taldir hafa samúð með ísrael í málinu. — Hryðjuverka- konur Framhald af bls. 1 hafi þær síðan ráðizt á tvo fanga- verði sem voru á eftirlitsferð og hafi Inge Viett ógnað þeim með byssu, en hinar hafi verið vopnað- ar rörum, sem talið er að þær hafi náð í i snyrtiherbergjum fangels- isins. Tvo fangaverði aðra læstu konurnar inni i bókasafni fang- elsisins, og réðust að þvi búnu til útgöngu. Þær skriðu út um glugga á þaki fangelsisins og létu sig síðan siga ofan i samanhnýtt- um rekkjuvoðum. Sagði Oxfort, að augljóslega hefði þeirra verið beðið í bifreiðum utan fangelsis- múranna. Flóttinn var ekki uppgötvaður fyrr en 45 mínútum eftir að flótta- konurnar voru á bak og burt, en þá tók vörður við fangelsishliðið eftir því að bókum var kastað út um glugga á bókasafninu. Ráð- herrann sagði, að ríkisstjórnin léti einskis ófreistað til að ná föngunum og sjá til þess að slíkt endurtæki sig ekki. Hann sagði, að þegar eftir að kröfur flugræn- ingjanna á Entebbe voru bornar fram, hefði öryggiseftirlit í fang- elsum í landinu verið hert mjög, en þrátt fyrir það hefói þessi ein- stæði og hörmulegi atburður átt sér stað. Ráðherrann kvaðst enga skýringu geta gefið á því að kon- unum tókst að komast yfir lykla að klefum sinum. Plambeck, Rollnik og Berberich voru allar i haldi vegna meintrar aðildar að ráninu á Peter Lorenz í fyrra, en ræningjar hans slepptu honum i skiptum fyrir fjóra hryðjuverkamenn, sem enn ganga lausir. Öryggisráðstafanir hafa verið hertar mjög vegna flóttans og við allar útgönguleiðir frá V-Berlin hefur verið settur sérstakur vörð- ur. Glæpir þeir, sem konurnar hafa ýmist verið dæmdar fyrír eða eru ákærðar fyrir að hafa framið, eru m.a. morð, mannrán, árásír og bankarán. — Spassky vann Framhald af bls. 1 með 10 vinninga og eina bið- skák en Kavalek og Panno eru með 9,5 vinninga. Spassky á enga sigurmögu- leika í þessari keppni vegna slakrar byrjunar, en hann hef- ur sótt sig undanfarið. — íþróttir Framhald af bls. 31 fús Jónsson allt I sölurnar fyrir nýtt íslandsmet. Hann byrjaði hlaupið með miklum hraða og virtist léttur og hlaupa vel. Eftir nokkra hringi mátti sjá að honum var brugðið og þar kom að hann varð nánast að nema staðar og ganga um tlma. Við það missti Sigfus keppinauta slna langt fram úr sér. en hann hafði verið I öruggri forystu til að byrja með. Þegar Sigfús jafnaði sig hljóp hann geysilega vel — týndi hvern keppinautinn upp af öðrum og hafn- aði I þriðja sæti. á eftir Finnunum. Hraustlega gert hjá Sigfúsi. Margur hefði gefizt upp I hans sporum. Ég fékk heiftarlegan hlaupasting. sagði Sigfús eftir hlaupið. — Ég hef verið að æfa I 30 stiga hita úti að undanförnu, og þvl mikil viðbrigði fyrir mann að hlaupa. jafnvel þótt veðrið sé mjög gott á (slenzkan mælikvarða. Það var sannarlega ergilegt að missa af sigrinum og metinu vegna þessa óhapps. í 4x400 metra boðhlaupinu háði Islenzka sveitin svo harða keppni við þá finnsku. en varð aðeins á eftir. þrátt fyrir hetjulega baráttu Islenzku piltanna. — Vísindanefnd Framhald af bls. 2 Verkefnaefndimar eru fimm, svo sem að ofan er sagt, og er ráðstefnan í Reykjavík nú um endurheimt alvarlega skaddaðra landsvæða og vatnalífkerfa I tempraða beltingu fjármögnuð af vist- fræðinefndinni. Sagði dr. T.D Allan að fyrir þremur árum hefðu komið upp raddir um að nauðsynlegt væri að efna til slíkrar ráðstefnu um hvernig endur- heimt yrðu sködduð landsvæði, en próf. Heslop Harrison, framkvæmd- stjóri Kewgrasagarðsins I London og dr. Sturla Friðriksson, framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar, eru meðlimir I vistfræðinefndinni og var sérstaklega falið að koma henni I framkvæmd. Dr. Martin Holdgate próf. i Cambridge tók svo að sér vísindalega framkvæmda- stjórn, ásamt mr. Michael Woodman frá Institute of Terrestral Ecology I Cambridge. — Guðmundur Fratnhald af bls. 2 hafa 0,5 vinning og Langeweg hefur engan vinning. Dr. Max Euwe forseti alþjóða- skáksambandsins, sem fylgist með hverri urtiferð mótsins, lét hafa það eftir sér í gær að hann teldi líklegt að Islendingarnir tveir mundu standa sig með mikl- um ágætum og spáði hann því að þeir mundu báðir vinna til verð- launa, en átta verðlaun verða veitt á mótinu. — Steel Framhald af bls. 2 rúmlega 18% atkvæða i siðustu þingkosningum. Steel hefur setið á þingi í 11 ár og er þing- maður sveitarkjördæmis í Skot- landi, Roxburgh, Selkirk og Peebles. Hann hefur gefið í skyn að flokkurinn eigi ekki að bjóða fram í öllum kjördæmum held- ur styðja þá frambjóðendur Verkamannaflokksins og Ihaldsflokksins sem séu frjáls- lyndari. Þar með óttast ýmsir flokksmenn að flokkurinn gæti glatað sjálfstæði sínu. Steel er fyrrverandi blaða- maður og menntaður í Kenya, þar sem faðir hans var prestur, og Edinborg þar sem hann lærði við háskólann. — Gjaldeyrir Framhald af bls. 32 irfærsla kæmi út í nokkrum myntum, og gæti hún þannig í nokkrum tilfellum orðið rúmlega 50 þúsund þegar yfirfærslan hefði verið rúnuð af. Nýi skammt- urinn verður þannig 155 pund, en var 115 pund áður, verður 280 dollarar, en var 210 dollarar, 700 mörk en var áður 550 mörk, og 18.500 pesetar nú en var áður um 17.000 pesetar. Björgvin kvaðst vilja ítreka að þarna væri um heildaryfirfærslu að ræða, og reyndin væri þannig sú, að þeir sem færu með ferða- skrifstofu fengju gjaldeyrinn nánast í tvennu lagi, þar sem ann- ar hlutinn rynni til ferðaskrifstof- unnar til greiðslu á hótelkostnaði viðkomandi og hann fengi þannig ekki allan þennan skammt greiddan út. Slíkt gilti aðeins þeg- ar menn færu á eigin vegum og þyrftu sjálfir að greiða hótel- kostnað. Morgunblaðið sneri sér til Steins Lárussonar, formanns Fé- lags ísl. ferðaskrifstofa, og leitaði álits hans á þessari breytingu í gjaldeyrismálum vegna skemmti- ferða. Hann svaraði þvl til, að forráðamenn ferðaskrifstofa teldu þá hækkun sem þarna feng- ist hvergi nærri viðunandi og hún leysti engan veginn þann vanda sem fjaldeyrishlið skemmtiferða til útlanda væri nú komin I. Einn- ig lýsti Steinn yfir undrun sinni á því, að þessi ákvörðun gjaldeyris- yfirvalda skyldi hvorki hafa verið rædd við né borin undir forráða- menn ferðaskrifstofanna, heldur hefðu þeir fengið fréttir af henni í fjölmiðlum. — Gaddafi Framhald af bls. 14 flutt viðtöl við fjölda manns, sem heldur því fram, að þeir, sem stað- ið hafi að byltingartilrauninni hafi verið málaliðar, sem komið hafi með bifreiðum yfir landa- mærin frá Líbýu. Starfsmenn llbýska sendiráðs- ins I Súdan fóru frá Khartoum I dag, en þegar Súdan sleit stjórn- málasambandi sínu við Llbýu I gær féngu þeir sólarhrings frest til að hafa sig á brott úr landinu. — Minning Margrét Framhald af bls. 22 rúm 40 ár. I Gísla eignaðist Margrét þann llfsförunaut, sem svo miklu varðar að hafa sér við hlið. Með órofa tryggð, hjarta- hlýju, elju og festu skapaði hann að nýju trú og gleði I lífi ungrar móður. Björnin fjögur litu jafnan á Gisla sem ástkæran föður. Nú tóku við bjartari tímar I lífi Margrétar. Börnin hennar uxu upp til manndómsathafna og bera áfram til næstu kynslóða þann kraft og festu, sem var hennar aðalsmerki. Ölafur málarameist- ari hefur um áratugaskeið verðið einn af helztu forvígismönnum sinnar stéttar og er ásamt Hauki Hallgrímssyni eigandi að málara- vinnustofunni Hörður & Kjartan. Hann er kvæntur Birnu Benja- minsdóttur. Jón Pétur hefur lengi verið framkvæmdastjóri I Gamla kompaniinu og er nú eigandi þess. Hann er kvæntur Gróu Jóelsdóttur. Séra Jónas hefur gegnt prestsstörfum I Vík i Mýr- dal, i Reykjavík og hjá íslenzku Þjóðkirkjunni í Kaupmannahöfn, og er nú kennari við guðfræði- deild Háskóla Islands. Hann er kvæntur Arnfríði Arnmundsdótt- ur. Áslaug var gift Sveini Björns- syni kaupmanni og var hans stoð og stytta meðan heilsa entist. Guð- laug Lára, elzt þeirra systkina, er traustur lífsförunautur undirrit- aðs. Margrét var hávaxin og mynd- arleg kona og traust og skapfesta í allri hennar framkomu. Hún starfaði mikið í ýmsum félagssam- tökum s.s. Slysavarnarfélaginu, Húsmæðrafélagi Reykjavikur og Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt. Eftir atvikum tel ég að ævi- kvöld Margrétar hafi verið nota- legt. Börn og barnabörn sóttu hana heim af áhuga og fylgdust jafnan með henni af mikilli um- hyggju, ekki sizt þegar þróttur hennar fór að dvína. Þessi fáu orð um Margréti Jóns- dóttur eru örlitill þakklætisvottur tengdasonar, sem á henni svo ómetanlega mikið gott að þakka. Guð blessi minningu hennar, Georg Lúðvfksson. — Afmæli Stefán Framhald af bls. 19 fengið hann til þess að vera einn postulanna tólf sem stofnuðu Tónlistarfélagið fyrir 45 árum. Ég vil þakka Stefáni fyrir tvennt: I fyrsta lagi að hann skyldi vera mér til ráðuneytis við pantanir á sigildum hljómplötum um áratugi eins og minnzt var á hér að ofan, og í öðru lagi fyrir ábendingu sem varð til þess að ég fékk lóðina undir hús mitt að Skaftahlíð 5 og varð þannig nágranni hans um allmörg ár. Því vil ég og Þóra óska Stefáni og Hönnu konu hans allra heilla á þessu merkisafmæli. Haraldur V. Ólafsson — Minning Arnór Framhald af bls. 22 þeim frændum, Arnóri og Erlingi, svo og öðru heimilisfólki að Þverá. Var Arnór þeim hjónum, Friðriku og Erlingi, sem ljúfur og elskaður sonur. Þá reyndist Arnór Erlingsson nafna sínum litla sem bezti bróðir. Arnór Stefánsson var svipfal- legur drengur, ljós yfirlitum og oft brá glettnislegum glampa fyrir í greindarlegum augum, enda bjó hann yfir góðri kímni- gáfu. Hann var mörgum ágætum kostum búinn, sem margur hon- um eldri mætti vera stoltur af. Honum var fjarri skapi að miklast af velgengni sinni og flíka afrek- um sinum. Slíku tók hann með stillingu og jafnaðargeði. En væri haft orð á því við hann, færðist blítt gleðibros yfir andlit hans, hann vildi heldur draga úr dáðum sínum og taldi þær jafnvel ekki umtalsverðar. Arnór fór ekki með hávaða. Hann var stilltur vel. Sérstaklega er mér minnisstæð framkoma hans öll, þá er hann vann fermingarheitið á síðastliðnu ári, fullur alvöru og ábyrgðartil- finningar. Hógværð og heiðar- leiki voru hans aðalsmerki. Leiðir hafa skilið. Vinurinn okkar ungi hefur lagt upp í ferð- ina miklu, kallaður til stærri af- reka en hér verða unnin. Við þökkum góðum dreng ágæta sam- fylgd. Yfir minningu Arnórs Stefáns- sonar skín birta heiðrikju og eilífðar. Guðbjörg Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.