Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.07.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. JULI 1976 19 í miklu úrvali GEísiP Þetta er ekkert sérstakt tilboð, heldur eðlileg benzíneyðsla á 50 ha tSOLF sem keyrður er á leyfilegum hámarkshraða á sæmilegum vegi, en ef þér akið í borgarumferð þá er eyðslan um 8 I. ’er ekki aðeins sparneytinn, hann er rúmgóður 5 manna bíll með stórt farangursrými og stórar lugudyr að aftan. er með diskahemla að framan, Radial dekk, hita ( afturrúðu, rafknúna rúðusprautu. öryggisgler, Rúllu-öryggisbelti, höfuðpúða á framsæti, hlífðarpönnu undir vél, sterkari höggdeyfum, þvottekta leðurlíki á sætum, hurðaspjöldum og toppi. BOLJF\iarf aðeins eina uppherzlu á ári eða við 1 5 þús. km. akstur. Nú er það GOLF. sem slær í gegn. FYRIRLIGGJANDI HEKLAhf. Laugavegi 1 70— 172 — Sími 21 240 PVESTUR-ÞYZK GÆÐAFRAM LEIÐSLA' Tjöld og tjaldþekjur EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU 7 lítrar á 100 km! Geysis tjöldin þola bezt íslenzka veöráttu Stefán Kristins- son — Áttræður ÞÖTT Ragnar Jónsson vinur minn hafi skrifað mjög góða grein um Stefán Kristinsson, sem varð áttræður 27. júni s.l., langar mig til að leggja nokkur orð í belg. Ástæðan er sú að við Stefán höf- um verið kunningjar og vinir í a.m.k. 50 ár. Ég man fyrst eftir Stefáni sem ungum manni þegar ég var um fermingaraldur á reiðhjólaverk- stæði föður mins, en þá kom Stefán stöku sinnum til að leigja sér reiðhjól. Man ég vel hversu mér fannst Stefán vera fríður maður og vel á sig kominn. Seinna flutti fjölskylda Stefáns að Lundi við Laugaveg, en lóðir húsa okkar lágu saman og þannig kynntumst við krakkarnir fjöl- skyldu Stefáns og þá sérstaklega þeim bræðrum. Þegar við í Fálkanum fórum að fást við að flytja inn hljómplötur haustið 1925, tók Stefán að venja komur sinar í Fálkann og þá aðal lega til að skoða og hlusta á sígild- ar hljómplötur. Ég varð þess fljótt áskynja að Stefán bar mikið skyn á sígilda tónlist, en dægurlög vildi hann ekkert hafa með að gera. Þetta þróaðist með árunum og varð Stefán næstum því daglegur gestur í Fálkanum, drakk jafnvel kaffi með okkur áður en hann fór til vinnu á morgnana og fylgdist rækilega með því hvað kom af nýjum plötum. Árið 1926 hafði Fálkinn fengið umboð fyrir Columbia, sem var i miklum upp- gangi og gaf út mikið af sigildum verkum, óperum o.fl., sem við pöntuðum. Ég man það greinilega r. ée rst talið í þá daga á fingrun- u:n. viðskiptavini okkar sem höfðu sérstakan áhuga á sigildri tónlist. Var það í fyrsta lagi Stefán, Rganar i Smára, Stefán forstjóri í Framtíðinni, og nokkrir , fleiri. Þar sem mér var vel ljóst að Stefán hafði mjög mikið vit á sígildri tónlist, fékk ég hann til að vera mér til ráðuneytis í fjölmörg ár um pantanir á sígildum plöt- um, eða allt fram til loka síðari heimsstyrjaldarinnar eða jafnvel lengur. Sá var siður á þeim árum að umboðsfyrirtæki sendu okkur sýnishornaplötur af nýjum upp- tökum. Fól ég Stefáni að hlusta á þessi sýnishorn áður en pantanir voru gerðar, og innti hann það starf af hendi með mikilli sam- vizkusemi. Las hann ætíð mjög vandlega umsagnir erlendra gagnrýnenda um nýjar útgáfur, sérstaklega þær sem birtust i tímaritinu Gramophone. Stefán var ávallt mjög kröfu- harður um beztu tæki sem til voru á hverjum tíma til flutnings tón- listar á hljómplötum, svo að hann var næstum aldrei ánægður. Fannst okkur í Fálkanum hann ganga óþarflega langt í þessari leit að fullkomnun á þessu sviði. í sambandi við þekkingu Stefáns á sígildri tónlist á hljóm- plötum má geta þess að dr. Páll heitinn ísólfsson gat þess við mig að það væru þrír menn sem hann treysti bezt til að hlusta á upptökur sínar, og það væri Sigrún Gísladóttir, Ragnar Jóns- son í Smára og Stefán Kristins- son. Mér er einnig kunnugt um að Torfi Hjartarson fyrrv. tollstjóri kunni vel að meta störf Stefáns, enda var hann mjög öruggur og nákvæmur í starfi sínu. Ég hygg að Ragnari Jónssyni hafi verið vel ljós þekking Stefáns á hljómplötum og því hafi hann Framhald á bls. 18 Peugeot 404 station 7 manna, arg. 1 973, lítið ekinn og í mjög góðu lagi til sýnis og sölu. HAFRAFELL HF. GRETTISGOTU 2I SIMI 235II Nýsending ítalskir leðurskór m/hrágúmísóla. Svartir og brúnir; 7400. kr Póstsendum SKÓBÚÐIN SUÐURVERI GRÁFELDUR HF Stigahlíð 45 Sími 83225 Ingólfsstraeti 5 simi26540

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.