Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 1

Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 1
36 SIÐUR 152. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 1976 Prentsmiðja Morgunblartsins. Bandaríkin hóta að hætta Montrral. 14. Júlí. AP. Reuter. BANDARÍKIN hótuðu f dag að hætta við þátttöku sína í Olympíuleikunum vegna deilunnar um þátttöku Taiwans í leikunum samkvæmt áreiðanlegum heimild- um AP. Hótunin varó til þess aó fram- kvæmdanefnd Alþjóðaolympiu- nefndarinnar var kölluó til skyndifundar. Nokkrir fulltrúar bandarísku Olympíunefndarinn- ar eru taldir andvigir hótununni þar sem þeir telja að hún geti ]eitt til þess að Olympiuleikarnir liði undir lok. Ford forseti lét i ljós í dag Killanin lávarður, tormaður AlpjOðaolympfunefndarinnar (aftast fyrir miðju), f forsæti á einum margra funda sem nefndin hefur haldið um þátttöku Taiwans í Olympfuleikunum. Skipað að skjóta brezkar flugvélar Nairobi, 14. júlí. Reuter. AP. STJÓRNIN í Uganda hef- ur skipað herflugvélum sfnum að skjóta niður brezkar herflugvélar sem fljúga yfir landið að sögn útvarpsins f Kampala. Talsmaður Ugandahers sagði að Iff brezkra borg- ara í Uganda kæmist f hættu ef Bretar sendu her- flugvélar til Uganda. Talsmaðurinn sagði þetta vegna fréttar i brezku blaði um að arezkum flugsveitum hafi verið skipað að vera við þvi búnar að fljúga til Uganda og sækja þangað 500 brezka borgara sem enn eru búsettir I Iandinu. Brezki flugher- inn bar fréttina til baka. Jafnframt segja blöð í Kenya að mikill fjöldi Kenyamanna flýi yfir landamærin frá Uganda og spennan i sambúð landanna fer vaxandi. Kenyastjórn hefur sakað Ugandamenn um fjöldamorð á Kenyamönnum og óttazt er um öryggi brezkra borgara, en Idi Amin forseti kveðst engar ráð- stafanir ætla að gera gégn Bret- um meðan Öryggisráðið fjallar um árás Israelsmanna á Entebbe- flugvöll. Þó krafðist Ugandastjórn þess i dag að brezki sendifulltrúinn i Kampala, James Horrocks, yrði kallaður heim. Peter Chandley, öðrum sendiráðsritara Breta, var Framhald á bls. 20 Eanes sver embættiseið l.issahon, 14. júlf. AP. Reuter. ANTONIO Ramalho Eancs hershöfðingi vann I dag emh- ættiseið sinn sem fyrsti þjóð- kjörni forseti Portúgals f hálfa öld. Hann hét því að standa vörð um st jórnarskrána, berjast gegn „minnihlutahópum lýðskrumara" og koma á lög- um og reglu. „Við verðum að útrýma andrúmslofti stjórnar- hyltinga og stjórnlcysis," sagði Eanes forseti. Hann hefur sagt að hann muni skipa sósfalistaleiðtog- ann Mario Soares forsætisráð- herra og fela honum myndun minnihluta stjórnar. áhyggjur af deilunni um þátttiiku Taiwans þar sem halda ætti næstu Olympíuleika i Moskvu 1980 og skoraði á bandarisku olympiunefndina að gera það sem hún gæti til að tryggja þátttöku Taiwans. Blaðafulltrúi hans, Hon Nessen, vildi ^kki segja hvort for- setinn mundi hvetja til þess að bandariska liðið tæki ekki þátt i leikunum. Nessen sagði fyrir hönd Fords að Kanadastjórn hefði engan rétt til að setja pölitisk skilyrði fyrir þátttöku i leikunum. Hann sagði að forsetinn hefði til athugunar hvaða ráðstafanir hann mundi gera en þær færu eftir þvi hvern- ig málin þróuðust. Forseti bandarisku ólympiu- nefndarinnar, Philip Krumm, sagði seinna að Bandaríkjamenn væru „alvarlega að hugsa um að hætta við þátttöku sina á Olympíuleikunum i Montreal." „Við höfum ekki tekið endan- lega ákvörðun þvi að svo mikið er í húfi, sagði hann. „Við viljum vita hvaða endanlega ákvörðun Alþjóðaolympiunefndin tekur". „Mexikó menn hafa sagt okkur að þeir muni fara að dæmi okkar og fleiri þjóðir eru sama sinnis. Þær kunna að vera sex og þær kunna að vera 70, en þar með Framhald á bls. 20 Sýrlenzkt lið hörfar úr stöðvum við Sidon Demókratar krýna Carter New York, 14. júlí. AP. Reuter. JIMMY Carter verður tilnefnd- ur forseti demókrata t nótt eft- ir sautján mánaða baráttu en heldur vali varaforsetaefnis síns leyndu fram á sfðustu stundu. Carter er spáð sigri f forseta- kosningunum f haust sam- kvæmt flestum skoðanakönn- unum og fulltrúar á flokks- þingi demókrata eru sigri hrós- andi. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum hefur lýst því yfir að Carter muni sigra f haust. Val varaforsetaefnisins verð- ur kunngert á blaðamanna- fundi sem Carter heldur á morgun en þrír koma helzt til greina: Edmund Muskie frá Maine, sem var varaforsetaefni demókrata 1968 en neitaði að vera varaforsetaefni 1972. Walter Mondale frá Minnesota, eftirlæti Huberts Humphreys og frjálslyndra stuðnings- Carter f ræðustól á flokksþing- inu manna hans og John Glenn, fyrsti geimfarinn sem hringsól- aði um jörðina. Þrír aðrir koma og {il greina: Adlai Stevenson féá Illinois, Framhald á bls. 20 Beirút, 14. júlí. AP. Reuter. SÝRLENDINGAR hófu í dag brottflutning 4.000 hermanna og skriðdreka frá hæðunum fyrir ofan hafnarborgina Sidon f Suð- ur-Lfbanon. Þar með virðast þeir vilja búa f haginn fyrir við- ræður við skæruliða eins og utanrfkisráðherrar Arabalandana hafa hvatt til á fundi sfnum í Kafró, Suarez fær lögum breytt Madrid, 14. júlf. Reuter. AP. SPÆNSKA þingið samþykkti í dag breytingar á refsilöggjöfinni og bjó þar með f haginn fyrir starfsemi stjórnmálaflokka á Spáni. Stjórnmálastarfsemi kommúnista og stjórnleysingja verður þó bönnuð sem fyrr. Atkvæðagreiðslan var talin prófsteinn á möguleika hinnar nýju stjórnar Adolfo Suarez for- sætisráðherra á að standa við lof- orð sitt um að hraða pólitfskum, félagslegum og efnahagslegum umbótum á Spáni. 245 þingfulltrúar greiddu at- kvæði með tillögu stjórnarinnar, 175 á,móti en 57 sátu hjá. I síðasta mánuði greiddu talsvert fleiri at- Framhald á bls. 20 en enn er barizt f norður- og austurhluta landsins. Palestinskur talsmaður sagði að friðarviðræður gætu ekki hafizt fyrr en Sýrlendingar hefðu flutt á brott allt herlið sitt. Jafnframt kom forsætisráð- herra Libýu, Abdul Salam Jalloud, til Beirút og hafði með- ferðist tillögur sem gætu leitt til fundar milli Sýrlendinga og Palestinumanna á morgun sam- kvæmt áréiðanlegum heimildum. Jalloud og skæruliðaforinginn Yasser Arafat fylgdust með brott- Framhald á bls. 20 Sovézkur kjarnorkukafbátur af November-gerð á Atlantshafi. Sovézkur kafbátur í vörpu norsks togara Oslð. 14. júlf. Reuter. NTB. NORSKUR togari fékk kafbát f vörpuna og mvndir af honum benda til þess að hann hafi verið sovézkur og kjarnorku- knúinn að sögn norsku her- stjórnarinnar. Togarinn Sjövik var að veið- um á Barentshafi 1. júli þegar skipverjarnir fundu harðan kipp og skipið þeyttist aftur á bak á fullri ferð. Skömmu siðar kom ómerktur kafbátur 75 til 90 metra langur. upp á yfirborðið og skipverj- arnir skáru togvirinn sem hann hafði fest sig i. Kafbáturinn tók siðan stefnu á sovézku strönd- ina. Talsmaður norsku herstjórn- arinnar. Björn Bruland sjóliðs- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.