Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 2

Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULI 1976 Um sjö þúsund fleiri far- þegar um Kefiavíkurflugvöll Flugstöðvarbyggingin stækkuð ogendurbætt VeSurfræðingar segja litlar breytingar sjáanlegar é veSrinu. Áfram verSur hæg austlæg átt og hlýtt f veSri og hætt viS aS öSru hverju muni rigna hér sunnan- og suSaustanlands en betra verSur verSur norSan- og norSaustan- lands enda þótt sólin sé svo sem ekkert aS breiSa úr sér þar heldur. j gær varS mestur hiti á StaSarhóli, 19 stig, 18 stig á Akureyri en hitinn komst upp í 16 stig hér í Reykjavfk. Sem sagt — Sunnlendingar geta enn átt von á þvf aS rigni, og þá er eins gott aS hafa f eitthvert skjól aS venda meSan þess er b'eSiS aS upp stytti, Ifkt og krakkamir á þessari mynd. FARÞEGUM sem fóru um flug- stöðina á Keflavfkurflugvelli fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði nokkuð miðað við sama tfma f fyrra, enda þótt lendingar flug- véla, er greiða lendingagjöld, væru nokkru færri en á sama tfma f fyrra. Alls voru lendingar flugvéla frá áramótum til júníloka samtals 1340 en voru á sama tíma í fyrra 1437. Á þessu tímabili í ár var fjöldi farþega sem fóru frá land- inu 45.560 manns en fjöldi þeirra sem hingað komu 45.253. Við- komufarþegar voru samtals 103.766 manns þannig að heildar- fjöldinn er 194.579 manns. I fyrra fóru'hins vegar á þessu sama tímabili 42.545 farþegar frá land- inu, til landsins komu 43.980 en viðkomufarþegar voru alls 100.994 manns. Heildarfjöldinn sem fór um flugstöðina á þessutfmabili í fyrra var því 187.219 eða nokkru minni en nú. Unnið hefur verið að töluverð- um breytingum og endurbótum á flugstöðvarbyggingunni á Kefla- víkurflugvelli að undanförnu. I fyrsta lagi hefur innritunarsalur- inn, þar sem væntanlegir farþeg- ar skrá sig og láta af hendi far- angur, verið stækkaður til muna, þannig að nú gengur öll af- greiðsla á farþegum og farangri mun skjótar fyrir sig en áður var. Einnig er verið að ljúka við tölu- verða stækkun á tollgæzlusvæð- inu í flugstöðinni og bæta þar alla aðstöðu. Jafnframt hefur fríhöfn- in sem verzlað er í við komuna til landsins verið stækkuð. I báðum tilfellum hefur verið aukið við flugstöðvarhúsið með viðbygg- ingum, sem eru allt að 11—12oo fermetrar að stærð. Þá er áformað að endurbæta og stækka einnig anddyri flugstöðv- arinnar, þar sem gengið er út úr henni eftir komuna til landsins og þar komið fyrir m.a. sjálfvirkum rennihurðum í því skyni að gera útgöngu greiðari en nú er og mót- tökusal fyrir aðstandendur far- þega vistlegri. Veiði að lifna í Þmgvallavatni Nýleg rannsókn sýnir mikið af fiski í vatn- inu en niðurstöður þessar eru dregnar í efa Nígeríumenn setja reglugerð um leyfi til innflutnings skreiðar STJÖRNVÖLD ( Nlgerfu gáfu 1 sfðustu viku út reglugerð þess efnis að frá 5. júlf þyrfti sérstök leyfi til innflutnings allrar skreiðar til landsins. 1 fréttum frá Osló segir að reglugerð þessi jafngildi f raun tfmabundnu inn- flutningsbanni á skreið f Nfgerfu. Skv. upplýsingum Braga Eirfks- sonar hjá Samlagi skreiðarfram- leiðenda liggur ekki ljóst fyrir Gufuborinn að Kröflu í byrjun ágúst AKVEÐIÐ hefur verið að gufu- bor Reykjavfkurborgar og rfkis- ins sem undanfarið hefur verið notaður við boranir f Mosfells- sveit verði fluttur að Kröflu f byrjun ágúst og notaður við bor- anir þar, en þar er fyrir stóri borinn Jötunn. Að sögn Isleifs Jónssonar hjá jarðboranadeild Orkustofnunar er ráðgert að nota bor Reykjavfkur samhliða Jötni við boranir fram að áramótum. ennþá, hvort ákvæði reglugerðar- innar ná til innflutnings skreiðar sem þegar var búið að tryggja ábyrgðir fyrir í Nígeríu, en hjá samlaginu hafa legið um nokkurn tíma óafgreiddar pantanir frá Nígeríu, sem búið var að tryggja ábyrgðir fyrir. Sagði Bragi að óvíst væri hvenær þessi mál skýrðust, og væri nú beðið eftir nánari skýrslum frá Nígeriu, Bragi kvaðst ekki telja að útlitið á Nígeríumarkaði væri mjög slæmt þrátt fyrir þessa reglugerð og mundi málið vonandi skýrast á næstu vikum. 1 frétt NTB frá Osló segir, að Nfgeríumenn hafi neitað að taka á móti skreið að verðmæti 80—100 millj. norskra króna sem sé á leið til landsins og haft er eftir formælanda norska utan- ríkisráðuneytisins, að allur út- flutningur skreiðar frá Noregi til Nigeríu hafi stöðvast. I fyrra fluttu Norðmenn um 12000 lestir af skreið til Nigeríu og gerðu ráð fyrir að flytja þangað í ár um 18000 lestir á mun hærra verði en í fyrra. Norðmenn og Nigeríu- menn áttu fundi með sér i Osló að frumkvæði Nígeríumanna um þessa verzlun í mai sl., en Nigeríumenn hafa haft sivaxandi áhyggjur af hækkandi verði á þessari afurð. HELDUR LIFNAÐI yfir veiði f Þingvallavatni f sfðustu viku, bæði í net og á stöng en fram að þeim tfma hafði veiðin verið sára- Iftil allt frá því fyrst í sumar. Þá fékkst nokkuð góður afli f net, að þvf er dr. Bjarni Helgason, for- maður veiðifélagsins um Þing- vallavatn, tjáði Morgunblaðinu f gær. Bjarni sagði, að sú skoðun væri almenn meðal þeirra, sem bezt þekktu til að þessum slóðum, að fiskgengd væri nú mun minni en verið hefði áður fyrr, enda þótt þetta stangaðist á við nýlega taln- ingu fiskifræðings á fiskmagni i vatninu. Að vísu kvað Bjarni netaveiði hafa verið svipaða og stöðuga nokkur undanfarin ár og ekki hægt að merkja verulegar sveiflur milli ára nú um nokkurt skeið en engu síður fengist nú mun minna úr vatninu en hér áður fyrr. Hann kvað ýmsar skoðanir uppi um hvað gæti valdið þessu, en tvennt ætti þó áreiðanlega mestan þátt i þessu — átuskilyrði á botni vatnsins væru nú verri en þau hefðu verið og síðan væri mýið að miklu leyti horfið. Rökstuddi Bjarni að hvort tveggja mætti rekja til þess er virkjunin var tekin í notkun um 1960 en við það hefði orðið veruleg röskun á lif- ríki í vatninu og við það. Varðandi nýlega talningu fisk- magns í vatninu sagði Bjarni, að þeir sem gerst hefðu fylgst með veiðinni í vatninu undanfarna áratugi drægju mjög í efa að svo mikill silungur væri í vatninu, sem sú athugun benti til. Bjarni sagði, að mælitæki þau sem notuð hefðu verið við þessa talningu væru ákaflega næm og teldu smæstu kvikindi sem væru i vatn- inu, allt niður i smæstu hornsíli og mætti því ef til vill að ein- hverju leyti rekja hina jákvæðu niðurstöðu talningarinnar til þess. Rússar bjóða samvinnu Rússar hafa boðið fslenskum stjórnvöldum að hafa þrjá fs- lenska vfsindamenn um borð f sovésku rannsóknaskipi sem verða mun við jarðeðlisfræðileg- ar rannsóknir ut af Austf jörðum í haust. í samtali við Mbl. i gær sagði Steingrímur Hermannsson fram- kvstj. Rannsóknaráðs rikisins, að búið væri að velja til þessa verks einn islenskan vísinda mann, sér- menntaðan á þessu sviði, og verið væri að athuga með hina-tvo. Steingrimur kvað rannsókn þessa einkum beinast að ^tönnun á sprungumyndunum út af Aust- fjörðum. Rannsóknir þessar kunna einnig að varpa nýju ljósi á hugsanlega oliuvinnslu á þessum slóðum. Enn kyrrstaða í verkfræðingadeilunni LÍTIL hreyfing er enn f vinnu- deilu verkfræðinga hjá Reykja- vfkurborg við borgaryfirvöld. Þó er að heyra á forsvarsmönnum verkfræðinga, að málin kunni eitthvað að fara að liðkast því að um þessar mundir sé verið að canga frá sérsamningum stórs hóps opinberra starfsmanna, sem nú eru fyrir kjaranefnd en að því búnu verður tekið til við að ganga frá samningum við borgarstarfs- menn, sem jafna «>ala i kjölfarið. Styrkumsókn vegna útgáfu á safn- riti íslenzkrar ljóðlistar hafnað Viðtal við Poul PÆ Pedersen Frá Lars Olsen, fréttaritara Mbl i Kaupmannahöfn HORFUR eru nú á þvi, að ekkert verSi af útgáfu á safnriti fslenzkrar Ijóðlistar f Danmórku, þar sem styrkur til útgáfunnar hefur ekki fengizt úr ÞýSingasjóði NorSur- landa. Sjóðurinn hefur það hlut- verk aS úthluta styrkjum og stuSla meS þv! aS þýSingum á bók- menntum úr einu NorSurlanda máli á önnur. j viStali viS þýSanda IjóSanna, Poul P.M. Pedersen, kemur m.a. fram, aS hann sótti um framlag úr sjóSnum aS upphæS 12 þúsund krónur danskar (um 360 þús. fsl.) til útgáfu IjóSasafnsins, en þar ei aS finna 400 IjóS fslenzkra skálda. Nýjustu Ijóðin f safninu eru frá árinu 1976. — Fram að þessu hef ég sjálfur kostað útgáfu á þýðingum minum úr íslenzku, segir Poul P M Pedersen. — Að þessu sinni hefði ég einnig þurft að kosta töluverðu til sjálfur, jafnvel þótt styrkurinn hefði fengizt, en bókaútgáfa er sem kunnugt er mjög kostnaðarsöm i Danmörku — Það sem veldur mér beiskju í sambandi við þetta mál, er það að Sveinn Skorri Höskuldsson mun vera sá, sem lagðist gegn styrkveit- ingunni, en hann á sæti i nefnd þeirri sem tekur afstöðu til umsókna um styrki úr sjóðnum Aðrir nefnd- armenn munu hafa verið jákvæðir gagnvart umsókninni. Ég veit ekki hvað Sveinn Skorri Höskuldsson hefur á móti þýðingum mínum. Hingað til hafa þær fengið góðar móttökur hjá gagnrýnendum, enda þótt bækurnar hafi ekki selzt ýkja vel Hér i Danmörku er ekki mikill Poul P M. Pedersen áhugi á Norðurlandabókmenntum, þannig að sölutregðan stafar ekki af því að Danir hafi minni áhuga á íslenzkum bókmenntum en bók- menntum frá öðrum Norðurlöndum Poul P M Pedersen sagði í lok viðtalsins: — Ef eitthvað á að verða af útgáfunni, þá þarf eitthvað að gerast i málinu sem allra fyrst. Ég er kominn fast að áttræðu og endist ekki að eilifu. Ég he< hug á þvi að komast enn einu sinni til íslands, þvi að það er ekki hægt að sitja alltaf hér í Kaupmannahöfn og fylgjast með þvi úr fjarlægð sem er að gerast i islenzkum bókmenntum. Poul P M Pedersen hefur þýtt og gefið út m.a. i samvinnu við Gylden- dal-forlagið, Ijóðabækur eftir Snorra Hjartarson, Stein Steinarr, Hannes Pétursson, Matthias Johannessen og Jóhannes úr Kötlum, og hafa þær yfirleitt hlotið frábærlega góða dóma gagnrýnenda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.