Morgunblaðið - 15.07.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULÍ 1976
3
Rœtt við Önnu Jackson frá brezka
sjónvarpinu, sem er að láta gera hér
sjónvarpsmynd um gróður landsins
Við upptöku f Rann-
sóknastofnun Fiskiðnað-
arins.
Anna Jackson: „Ég er
stolt af því að vera hálf-
íslenzk.“
„Þið
eruð
„ÞESSI þáttur er einn af tiu I
sjónvarpsmyndaflokki um gróSur
viSs vegar um Evrópu. Mynda-
flokkurinn heitir Bellamy's Europe
og er kenndur viS dr. David
Bellamy, sem er grasafræSingur
og kennir viS háskólann i Durham.
Hann hefur veriS kynnir i mörgum
fræSslumyndum, sem BBC hefur
látiS gera. f sambandi viS þennan
myndaflokk höfum viS veriS t.d. i
Póllandi. þar sem viS bjuggum til
þátt um ævafomt skóglendi og
annan gerSum viS um gróSur á
efstu tindum Dolomit-fjallanna á
ftaliu."
ÞaS er Anna Jackson, sem verS-
ur fyrir svörum. en hún er stjórn-
andi myndarinnar. ViS hittum
sjónvarpshópinn á Rannsókna-
stofu FiskiSnaSarins, þar sem þau
voru aS mynda sýni af gróSri frá
Deildartunguhver I gegnum smá-
sjá.
„Hér á íslandi beinist athygli okk-
ar fyrst og fremst að þvi, hvernig
sj álf -
stæðari en flestir”
plöntulíf þróast á ólífvænlegum
stöðum, t.d. við jökulrandir og á
hverasvæðum. Við getum tekið sem
dæmi þessa þörunga, þeir eru úr
farvegi heita vatnsins, sem kemur úr
Deildartunguhver." Anna sýnir okk-
ur u.þ.b. þriggja cm þykkt jarðlag
Efsti hluti þess er fagurgrænn, síðan
tekur við örþunnt rautt lag og neðst
er „bara venjuleg drulla" eins og
hún orðaði það
„1 þættinum skýrir dr. Bellamy frá
því hvernig græna og rauða jarðlag-
ið eiga líf sitt hvort undir öðru —
rauða lagið getur t.d aðeins þrifizt í
þeirri birtu, sem það græna hleypir í
gegn. Þessi samvinna verður dr.
Bellamy umræðuefni, hann spjallar
um hversu mikið mannfólkið gæti
lært af henni og annarri sambæri-
legri samvinnu, sem alls staðar fyr-
irfinnst í náttúrunni "
„Já, ég held nú það," svaraði
Anna og hló við, „ég er hvorki meira
né minna en hálfíslenzk. Móðir mín
hét Ester og var dóttir sr. Friðriks
Hallgrímssonar. Pabbi minn hét'Cyr-
il Jackson, hann bjó hér um tíma og
kenndi ensku við Menntaskólann á
Akureyri m.a Ég hafði mjög gaman
af því, að Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur, sem hefur verið okkur
mjög hjálplegur, var einu sinni nem-
andi pabba."
„Ég er fædd í Garðastrætinu í
Reykjavík og var hér til þriggja ára
aldurs, en þá fluttust foreldrar mínir
utan. Svo þegar ég var sex ára koma
*
ég hingað með þeim i sumarfríi. Ég
var hér á þjóðhátiðinni og i fyrra-
Sumar kom ég til að undirbúa þenn-
an þátt."
„Þegar ég er að koma til íslands
með flugvél og flugfreyjan segir
„Welcome to lceland" finnst mér
hún vera að bjóða mig velkomna
heim Hér er meiri hluti fjölskyldu
minnar og landið er svo fallegt og
fólkið gott og — já. mér þykir vænt
um að vera islenzk Þegar við vorum
að kvikmynda uppi i sveit og sáum
hvernig gróðurinn berst fyrir lífi sinu
á þessum hrjóstrugu svæðum, þá
hugsaði ég til fólksins i landinu, sem
býr við svo svipuð kjör að mörgu
leyti, og ég var stolt af því að vera
hluti af þvi fólki."
Konur eiga erfitt upp-
dráttar í Bretlandi.
Anna er* upptökustjóri Ttrgeðslu-
deild brezka ^jónvarpsins. í því starfi
felst að stjórna sjálfri myndatökunni,
gera handrit, velja upptökustaði og
að ganga endanlega frá kvikmynd-
inni, eða eins og Anna sagði sjálf:
„Ég bý til myndina."
„Er erfiðara fyrir konur en karla að
komast í slíka stöðu hjá brezka sjón-
varpinu?"
„BBC er líklega ein skásta stofn-
unin hvað það varðar i Bretlandi
Þai hefur t d verið launajafnrétti frá
upphafi Það vill oft brenna við að
konur þurfi að vera tvisvar sinnum
betri en karlarnir til að komast jafn
hátt í stiganum — ekki þannig að
það eigi endilega við um sjálfa mig,"
bætir hún við hlæjandi. „En i minni
deild er líklega tæplega þriðjungur
starfsfólksins konur Það kemur þó
til af því að þetta er fræðsludeildin
og þar eru fleiri konur en annars
staðar trúlega vegna þess hve marg-
ar konur eru kennarar og þvi vel
hæfar til slíkra starfa."
„Annars verður að hafa það í
huga, t.d i samanburði við ísland,
að í Bretlandi er við ævafornar stofn-
anir og hefðir að etja i jafnréttismál-
um Hér er ekki um slíkt að ræða og
hér er heldur ekki langt síðan bæði
karlar og konur voru öll jafn rétt-
indalaus gagnvart Dönum Auk þess
er á íslandi aðeins u.þ.b. mannsald-
ur, ef ekki styttri tími, siðan bæði
kona og karl urðu að leggja jafn
mikla vinna af mörkum á heimilinu,
konan sá kannski alveg um landbún-
aðinn á meðan karlinn sótti sjóinn "
Þið eruð sjálfstæðari
„Líklega er það þess vegna, sem
mér virðast íslendingar vera sjálf-
stæðari og meiri einstaklmgshyggju-
menn en Bretar. Ég minnist þess
t.d. ekki að hafa heyrt islenzka konu
kynna sig sem eiginkonu mannsins
sins, eins og svo oft er gert í Bret-
landi "
Nú var ekki hægt að tefja Önnu
lengur frá upptökunni. Þörungarnir
voru að þorna upp undir smásjánni
Um leið og við kvöddum bað hún
okkur fyrir kveðju til allra þeirra.
sem höfðu komið þeim til aðstoðar
við gerð myndarinnar, ekki sizt
Ingólfs Daviðssonar grasafræðings
og Brian Holt, ræðismanns Breta á
íslandi
Ms
7--------
Eru
þeir að
fá 'ann
■
Göður afli hjá bátum og tog-
urum — Unnið er fram á
kvöld í mörgum frystihúsum
Vatnsdalsá
Ekki tókst þættinum að afla
sér nákvæmra talna úr Vatns-
dalsánní er við hringdum norð-
ur nú fyrir skömmu. Ljóst er
þó, að laxveiðin hefur verið
sára treg það sem af er, og
miklu minni en á sama tíma í
fyrra, þrátt fyrir nokkrar bata-
horfur undanfarna daga.
Sömu sögu er reyndar að segja
um flestar árnar þar um slóðir.
Veiðin hófst i Vatnsdalnum 15.
eða 16. júni og er veitt á 5
laxastengur og 8 silungasteng-
ur. Siiungsveiðin hefur að
sögn einnig verið frekar treg.
Veðrið fyrir norðan hefur eins
og víðar undanfarið hentað
betur til heyskapar en laxveiða
og á það eflaust sinn þátt i
doðanum. I fyrra var metveiði
í Vatnsdalsá. Þá veiddust í
henni 832 laxar og var meðal-
þungi þeirra mjög góður, eða
8,8 pund.
— 0 —
Eftirfarandi upplýsingar
fékk þátturinn hjá Benedikt
Jónmundssyni á Akranesi.
Jöfn veiði í
Flekkudalsá
Veiði hófst í Flekkpnni 1.
júlí og hefur veiðin verið
nokkuð jöfn siðan. Ekki vissi
Benedikt nákvæmlega hve
margir laxar væru komnir á
land, en taldi, að það væri svip-
að og á sama tima í fyrra. Veitt
er á 3 stangir og hefur maðkur-
inn verið aðalagnið til þessa.
Vatnið i ánni hefur verið mjög
gott og fer hlýnandi.
— 0 —
Haukadalsá
U.þ.b. 170 löxum hefur verið
landað úr Haukunni síðan
veiði hófst þar þann 17. júní og
er mikið af þvi stórlax. Þetta
er þó dálitið minna en á sama
tima i fyrra. Veiðin fór mjög
hægt af stað, vatnavextir og
kuldar hömluðu laxagöngum.
En um siðustu helgi varð mikil
breyting til hins betra, vatnið
sjatnaði og áin snarhlýnaði um
leið. Lét þá laxinn ekki á sér
standa, mikill fiskur sást og
vel veiddist. Horfurnar eru því
allgóðar í Haukadalsá, en þar
komu 914 laxar á land í fyrra.
— 0 —
Andakílsá
Veiði hófst i Andakílnum 25.
júní siðastliðinn og hafa aðeins
milli 20 og 30 laxar veiðzt það
sem af er, á tvær stengur. Er
þetta miklu minni veiði en um
svipað leyti í fyrra. Laxinn er
yfirleitt smár, 5—6 pund, en
einn og einn vænni innan um.
Utlitið er þó alls ekki dökkt i
Andakilsá. Áin var mjög köld i
vor, en hefur hlýnað til muna
síðustu daga og laxinn um leið
farið að sýna sig i ríkari mæli.
Þess má að lokum geta, að
enn mun eitthvert Iítilræði
vera til af veiðileyfum i þrjár
siðastnefndu árna/'í lok veiði-
timans.
ÁGÆTUR afli var hjá bát-
um og togurum víða um
land i lok júní og fyrri part
júlímánaðar. Mbl. hafði
samband við útgerðar-
menn og verkstjóra á
nokkrum stöðum úti á
landi og leitaði fregna af
veiðum undanfarið.
tsafjörður
Jón Páll Halldórsson hjá Norð-
urtanga á Isafirði sagði að veiðar
hefðu gengið vel hjá bátum þar að
undanförnu. Agætur afli hefði
einnig verið hjá togurunum sein-
ast i júní og fyrstu vikuna i júlí,
en siðan hefði ekki veiðzt jafnvel.
Jón sagði, að hjá handfærabátum
hefði verið rokafli í Reykjafjarð-
arálnum og hefðu bátarnir þar
fengið stóran og góðan fisk, og
aflinn verið óvenjulegur miðað
við árstíma. Tregur afli var hjá
'inubátum á ísafirði i júní, en
íúna eru sumir þeirra komnir á
^-álúðuveiðar og hafa fiskað
sæmilega.
I frystihúsum á ísafirði er næg
vinna um þessar mundir og unnið
fram á kvöld og á laugardögum.
Jón Kristmannsson hjá ísfiskfé-
lagi isfirðinga sagði Mbl. að hjá
þeim bærust á land um 250 tonn á
viku af tveim togurum og 10
trillubátum og væri það nægur
afli til að halda öllu vel gangandi.
I fyrstihúsi tsfiskfélagsins vinna
um 120—130 manns i sumar.
Akureyri
— Togarar Utgerðarfélags Ak-
ureyringa hafa aflað sæmilega að
undanförnu og verið með
150—200 tonn i hverri veiðiferð,
að sögn Gísla Konráðssonar hjá
Utgerðarfélaginu. Sagði Gisli að
Grímseyjarbátar
afla sæmilega
SÆMILEGUR afli hefur verið
hjá Grimseyjarbátum að undan-
förnu, að sögn Alfreðs Jónssonar
i Grfmsey, en veiðn hefur þó erð
skrykkjótt, suma daga veiðzt
ágætlega en aðra daga ekki eins
vel.
í sumar eru gerðir út 12 bátar
frá Grimsey, 3—12 tonn að stærð.
Mikið er um aðkomufólk i eynni i
sumar og lætur nærri að ibúa-
fjöldi þar tvöfaldist yfir sumar-
mánuðina, en í Grimsey búa um
90 manns allt árið. Verið er að
byggja fimm íbúðarhús i eynni og
er ríkjandi almenn bjartsýni með-
al eyjarskeggja að sögn Alfreðs.
Veður hefur verið með afbrigðum
gott í Grímsey í sumar.
aflinn að undanförnu hefði verið
með betra móti og veiddist mikið
af ufsa, karfa og þorski. Mikil og
stöðug vinna er i fyrstihúsi Ut-
gerðarfélagsins, þar sem togarar
félagsins leggja upp afla sinn, en
fjórir togarar félagsins hafa verið
að veiðum að undanförnu.
Vestmannaeyjar
— Þar hefur verið ágæt veiði
hjá trollbátum allt frá þvi að
hinni hefðbundnu vetrarvertið
lauk í maí og fram yfir mánaða-
mótin júní—júlí og þess dæmi að
trollbátar kæmu þá inn með allt
að 50 tonn eftir 5—6 daga útivist,
að því er Stefán Runólfsson hjá
Vinnslustöðinni i Vestmannaeyj-
um tjáði Morgunblaðinu i gær.
Stefán sagði þó, að síðustu daga
hefði heldur dregið úr aflanum og
hann orðinn viðráðanlegri fyrir
fiskvinnslustöðvarnar i Eyjum,
sem naumast hefðu haft undan
þegar mest barst að. Hefur verið
geysileg vinna i stöðvunum allt
fram á þennan dag, og unnið þar
til tíu á hverju kvöldi þá daga,
sem mátt hefur vinna.
Framleiðsla allra vinnslustöðv-
anna í Eyjum er að sögn Stefáns
orðin töluvert meiri en hún var i
fyrra. Fiskurinn, sem fengizt hef-
ur, hefur yfirleitt verið fallegur
þorskur, ufsi og ýsa i bland.