Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 15. JÚLÍ 1976
Gunnar Bjarnason, formaður SO-nefndar:
Svartolíubrennsla í
íslenzkum togurum
A undanförnum missirum hef-
ur ýmislegt veríð ritað um svart-
olíu (auðkennd SO hér á eftir) og
SO-brennslu í fiskiskipum. Flest
hefur þetta verið á þá lund, að
greinarhöfundar vara menn við
að taka upp þessa olíunotkun í
skipum sínum, þótt hún sé tals-
vert ódýrari en gasolía ( auð-
kennd GO hér á eftir). Hún valdi
sliti vélanna, jafnvel svo að þær
verði ónýtar á fáum árum, erfiði
vélstjóranna aukist úr hófi og ým-
islegt fleira, sem varla er ástæða
til að endurtaka. Tilgangur
greinahöfunda virðist vera að
forða útgerðarfyrirtækjum frá
þeim voða að taka upp SO-
brennslu, sér og þjóðinni til tjóns.
Ætla mætti að bjargvættir þess-
ir væru kunnáttumenn um SO-
brennslu og byggi annaðhvort á
eigin kunnáttusamlegri reynslu
eða raunhæfri þekkingu, en ekki
virðist neinu slíku til að dreifa,
a.m.k. verður þess ekki vart í
skrifum þeirra. Sumir þessa
vökumanna eru gamlir nemend-
ur mínir, þ.e. vélstjórar, svo mér
er vel kunnugt um þekkingu
þeirra eins og hún var, þegar þeir
luku námi. Síst af öllu vil ég á
nokkurn hátt gera lítið úr mennt-
un þeirra eða færleik við vél-
stjórastörf. En það verður að segj-
ast eins og er, þekkingu á SO eða
SO-brennslu hafa þeir ekki hlotið
í Vélskólanum, og ekki er að sjá
að þeir hafi bætt við sig á þessu
sviði síðar. Ekkí hafa þeir heldur
starfað við vélar, sem brennt hafa
SO. Það má að mínu áliti teljast
fullmikið sjálfsálit hjá þessum
rithöfundum, að þeir telja sig
þess umkomna að gerast opinber-
ir leiðbeinendur og fræðarar um
þessi mál, í andstöðu við innlenda
og erlenda sérfræðinga.
Aðrir í þessarí fylkingu eru al-
gerir leikmenn á sviði kunnáttu
um vélar og er því ekki að vænta
að þeir hafi neitt skynsamlegt til
þessa máls að leggja. Þeir hafa
greinilega meiri trú á brjóstvitinu
heldur en fræðunum. Sameigin-
legt báðum þessum hópum er að
þeir leggja kapp á að gera þá
tortryggilega er að þessum mál-
um starfa og starfaö hafa, sumir
um 4—5 ára skeið. Reynt er að
læða því inn, að þetta séu kunn-
áttulitlir áróðursmenn, sem lítið
sé mark á takandi.
Alþingismaður einn og útgerð-
armaður telur að skipa þurfi
nefnd til að rannsaka hvort nokk-
urt vit sé í því að brenna SO í
fiskiskipum. Eíns og síðar kemur
betur i Ijós virðist þessi málglaði
þingmaður ekki hafa kynnt sér
framvindu máls þess er hann hér
fjallar um. Látum vera að þing-
maðurinn trúi betur vinum sínum
heldur en fræðunum og láti mata
sig gagnrýnislaust á skoðunum
þeirra, en er það ekki fulllangt
gengið þegar hann telur skýrslur
og störf SO-nefndar hingað til
ómerkilega ringulreið, án þess að
kynna sér þau gögn er fyrir
liggja?
Eina prentaða heimildin, sem
þessir menn virðast þekkja, er
fjölrituð grein á ensku úr hol-
lensku riti um útgerðarmál. Grein
þessi fjallar um olíunotkun fiski-
skipa Hollendinga á heimamið-
um, en þau eru talsvert minni en
togarar okkar. Það er því mis-
skilningur að hún eigi við um þá
SO-brennslu sem hér er til um-
ræðu.
Athyglisvert má telja og tákn-
rænt, að ofannefndur flokkur, ég
var næstum búinn að segja sér-
trúarflokkur, lætur sig litlu
skipta fengna reynslu af SO-
brennslu í isl. fiskiskipum. Eyrir
nokkru birtust í Dagblaðinu við-
töl við viðurkennda og þekkta út-
gerðarmenn, sem brennt hafa SO
í skipum sínum, þá Guðmund Jör-
undsson sem gerir út togara sinn
Narfa og Kristin Pálsson frá Vest-
mannaeyjum, en hann er formað-
ur félags eigenda japanskra skut-
togara, FJAS, og talar fyrir munn
þeirra, en þeir eru 10 talsins,
gerðir út viðsvegar um landið.
Báðir eru þessir útgerðarmenn
mjög vel ánægðir með brennslu
SO í skipum sínum og umbjóð-
enda sinna.
Guðmundur Jörundsson hefur
brennt SO í skipi sínu, Narfa, um
alllangt skeið. Ólafur Eiríksson
véltæknifræðingur hannaði kerf-
ið i Narfa 1969 og var skipið rekið
með SO í 17 mán. Þá henti það að
ioftþjappa bilaði vegna vatnstær-
ingar og var vélin rekin einar 3
víkur án hennar. Kom þá mikið
slit í strokkhlífar og fór fram mik-
il viðgerð í því sambandi. SO var
kennt um og hætt við hana í bili.
Snemma á árínu 1972 áttum við
Ólafur Eiríksson viðræður við
Guðm. Jörundsson um frekari til-
raunir með SO-brennslu i Narfa.
Bentum við m.a. á að ekkert sam-
band gæti verið á milli vatnstær-
ingar í loftþjöppunni og SO-
brennslunnar. Þessu lyktaði
þannig, að í ágústlok 1972 hófst
SO-brennsla að nýju í Narfa og
hefur svo verið óslitið síðan. Var
þá þegar farið að ræða um að hér
gæti verið um svo mikið hags-
munamál fyrir útgerðina i heild
og þar með þjóðarbúið að ræða að
eðlilegt væri að hið opinbera
hefði á hendi þessar tilraunir.
Fylgdumst við Ólafur Eiríksson
mjög náið með SO-brennslunni
fyrsta árið eða svo og fór ég með
skipinu fyrstu veiðiferðina á
þessu SO-brennslutímabili. Hún
hófst 28/8 1972 og stóð ‘A mán.
Af ofanskráðu má ráða að Guð-
mundur Jörundsson hefur all-
langa reynslu af rekstri með SO
og er þvi áreiðanlega vel fær að
dæma um nothæfni þessarar olíu
í skipi sínu. Þess má geta að vélin
í Narfa er af Werkspoorgerð,
sömu tegundarogrætt var um í
fjölrituðu greininni, sem getið
var hér að ofan, og menn mis-
skilja að ekki sé hægt að reka með
SO. I fyrrnefndu viðtali telur
Guðmundur Jörundsson að sparn-
aður i rekstri vegna brennslu SO
undanfarið hafi forðað útgerð
sinni frá miklum taprekstri. Þá-
verandi yfirvélstjóri á Narfa,
Helgi Guðmundsson, ritar í bréfi
til SO-nefndar, dags. 8/10 1974 í
Harlingen i Hollandi m.a.: „Mér
er það mikil ánægja að geta sagt
með góðri samvisku að við þá ná-
kvæmu skoðun, sem fram fór á
aðalvélinni, kom ekkert það i ljós,
sem mælt getur gegn SO í þessari
vél.“ Það voru kunnáttumenn frá
Werkspoor, sem skoðuðu vélina.
Eins og fyrr er sagt er Kristinn
Pálsson formaður félagsins FJAS,
sem telur innan sinna vébanda 10
jap. skuttogara. Félagar innan
þessara samtaka komu sér saman
um að kosta sameiginlega breyt-
ingu fyrir SO-brennslu á einum
togara, Rauðanúp, til að kanna
hvernig hún gæfist í þessari teg-
und véla. Hún fór fram um og
fyrir áramót 1973—74. Vegna ým-
issa orsaka m.a. í sambandi við
afhendingu oliu á staðnum, var
reynsluferð á Rauðanúp ekki far-
in fyrr en 24/6 — 74. Árangur af
rekstri þessa skips með SO, þótt
erfitt reyndist stundum að fá af-
greidda olíu á staðnum, var á.þá
lund að félagsmenn ákváðu að
breyta vélum í öllum skipum sín-
um til SO-reksturs. Einn togarinn
var reynslukeyrður 13/3 1975, síð-
an 3 í apríl, 3 í júní, 1 í júli og 1 i
desember 1975. SO-nefnd sá að
öllu leyti um breytingar í skipum
þessum og hefur haft eftirlit með
rekstri þeirra síðan. Segja má að
hann hafi gengið mjög sómasam-
lega og eru útgerðarmennirnir
ánægðir með útkomuna, eins og
fram kemur í áðurnefndu viðtali
við Kristin Pálsson.
Bilanir hafa vitanlega komið
fyrir, þó engar alvarlegar og erf-
itt að fullyrða að SO sé um að
kenna sérstaklega. Um allar bil-
anir á það við að reynt er að finna
orsakir þeirra og taka fyrir end-
urtekningu.
Ekki er því að leyna að byrjun-
arörðugleikar hafa skotið upp
kollinum fyrst í stað, þó aldrei svo
að til vandræða horfði. Leggja vil
ég á það ríka áherslu, að þáttur
vélstjóranna í þessum góða ár-
angri er ekki hvað minnstur. Þeir
hafa fullsannað að þeir ráða fylli-
lega yfir þeirri tækni, sem beita
þarf í sambandi við SO-rekstur,
enda hefur samstarf SO-nefndar
við þá verið með þeim hætti að
ekki verður betra á kosið.
Svartolíunefnd,
tilurð hennar,
tilgangur
og starfshættir
5. mars 1973 skipaði sjávarút-
vegsráðuneytið 5 manna nefnd er
fjalla skyldi um notkun SO í disil-
skipum. í nefndina voru skipaðir:
Guðmundur Björnsson véla-
verkfr., prófessor og deildarfor-
seti Verkfræði- og raunvísinda-
deildar Háskóla íslands, Ólafur
Eirfksson véltæknifræðingur,
kennari við Vélskóla íslands,
Auðunn Ágústsson skipaverk-
fræðingur, starfsmaður tækni-
deildar Fiskifélags íslands, Ing-
ólfur Ingólfsson vélstjóri, formað-
ur Vélstjórafélags íslands, og
undirritaður fyrrv. skólastjóri
Vélskóla islands, formaður
nefndarinnar.
Nefndin starfaði ötullega og
leitaði upplýsinga víða, innan
lands og utan. M.a. fór formaður
hennar ferð til viðræðna við er-
lenda vélaframleiðendur, 19.—23.
marz '73. i þeirri för heimsótti
hann Werkspoor í Hollandi, MAN
í Augsburg í V-Þýzkalandi og
Mirrlees í Stockport í Englandi.
Nefndin skilaði áliti, 28 vélrit-
aðar siður með fylgiskjölum, dag-
sett 18. mai 1973. i því segir m.a.:
„Nefndin telur, að brennsla
svartoliu í íslenskum skipum sé
bæði hagkvæm og æskileg, ef
henni verður við komið með til-
hlýðilegu öryggi.“
„Nefndin telur það vera mjög
mikilvægt, að framkvæmdir við
undirbúning og reynslunotkun
SO fari fram undir nákvæmu eft-
irliti kunnáttumanna, sem til þess
yrðu skipaðir. Verði fenginni
reynslu þar með safnað á einn
stað, þar sem hún veði aðgengileg
þeim, er hennar hafa þörf. Þá er
mikilvægt, að vélstjórar hljótj
góóar og traustar leiðbeiningar í
notkun svartolíunnar.“
Þetta voru aðalniðurstöður
nefndarinnar og skrifuðu allir
nefndarmenn undir hana ágrein-
ingslaust.
Með bréfi sjávarútvegsráðu-
neytisins dags. 13. júlí 1973 var
svo núverandi SO-nefnd skipuð.
Formaður var skipaður undirr.
fyrrv. skólastjóri og meðnefndar-
menn þeir Guðmundur Björnsson
prófessor og Ólafur Eiriksson vél-
tæknifræðingur. Sakir anna varð
Guðmundur Björnsson að fá sig
lausan úr nefndinni i nóv. 1974 og
tók þá Valdimar K. Jónsson véla-
verkfræðingur og prófessor sæti
hans.
I skipunarbréfi ráðuneytisins
segir m.a.:
„Ráðuneytið hefur ákveðið að
skipa nefnd til að undirbúa notk-
un SO i disilvélum, safna frekari
reynslu þar um og annast nauð-
synlegar leiðbeiningar um að-
gerðir og gæslu hvað notkun þess-
arar oliu snertir.“
Eitt af höfuðatriðum, sem vakti
fyrir hvatamönnum að stofnun
SO-nefndar var að tilraun yrði
gerð til að flytja þekkinguna á
þessu sviði inn í landið. Það ætti
að vera nokkurnveginn augljóst
að það er mikilvægt hverri þjóð
að hafa yfir að ráða þekkingu á
grundvallaratriðum þeirrar
tækni, sem aðalatvinnuvegir
hennar hvíla á. Að þessu leyti
höfum við islendingar lengi vel
staðið höllum fæti, en allmikil
breyting hefur þó á orðið siðustu
2—3 áratugina.
Flestar eða jafnvel allar breyt-
ingar í þessa átt hafa mætt and-
spyrnu skammsýnna manna, mis-
mikilli eftir atvikum. Um þetta
mætti nefna mörg dæmi, en hér
er eitt látið nægja. Það eru ekki
ýkjamörg ár siðan undirritaður
átti í blaðadeilum um það hvort
timabært væri að stofna Tækni-
skóla á islandi. Frammenn tækni-
fræðinga þeirra tíma töldu slikt
fráleitt, við gætum ekki ráðið við
slíkar framkvæmdir, bæði vegna
kostnaðar og skorts á hæfum
kennurum, svp væri iðnaður og
athafnalíf hér á svo lágu stigi
tæknilega að nemendur ættu ekki
kost á hæfilegri þjálfun. Öðrum
þræði held ég að gamalgróin
minnimáttarkennd hafi spilað
þarna nokkuð inn í. Ég hefi litið
þjáðst af þeirri sýki um dagana og
hélt því fram þá og geri enn, að
okkur sé lífsnauðsyn að flytja
þekkinguna inn í landið, þannig
að athuganir og niðurstöður
kunnáttumannanna grundvallist
á hérlendri aðstöðu og atvinnu-
háttum. Tækniskólinn er löngu
orðinn staðreynd og ég trúi að
menn séu almennt sammála um
að þar hafi rétt skref verið stigið.
Segja má að brennsla SO í ísl.
fiskiskipum sé einnig orðin stað-
reynd. Meira en 12 togarar
brenna þessari oliu að staðaldri,
með góðum árangri. Þetta er stað-
reynd, sem breytist ekki þótt ein-
hver í ákafa geri hróp að þessari
viðleitni til hagkvæmari reksturs
og kalli það „svartolíuæði eða eitt-
hvað því um líkt.
Síðan SO-nefnd hóf starf sitt
fyrir þrem árum, hefur hún átt
beina aðild að og séð um breyting-
ar á vélum 13 togara auk Akra-
borgarinnar. Nefndin hefur
hannað kerfin í þessi skip og séð
um framkvæmdir þeirra. Hún
hefur leiðbeint vélstjórum skip-
anna um rekstur vélanna með SO
og i því skyni hefur hún samið og
látið prenta leiðbeiningar þeim til
handa. Vélakaupendum hefur
hún leiðbeint og rætt við mörg
útgerðarfyrirtæki um SO-
brennslu í skipum þeirra. Þá hef-
ur hún haft eftirlit með rekstri
þeirra véla, sem tekið hafa upp
SO-brennslu á hennar vegum.
Nefndin hefur haft samband við
og heimsótt ýmsa vélaframleið-
endur og rætt við þá um vanda-
mál í sambandi við SO-brennslu í
vélum þeirra. Þessir vélafram-
leiðendur eru: MAN, MAK og
Deutz (V-Þýskaland), Sulzer
(Sviss), Mirrless (England) og
Normo (Noregur). Ennfremur
hafa nefndarmenn heimsótt
Tækniháskólann í Þrándheimi og
rætt um SO-brennslu, m.a. við
Langseth dócent, sem kunnur er á
heimsvísu fyrir rannsóknir og
skrif sín um þessi mál.
Yfirleitt hefur verið rætt við
forstöðumenn rannsóknarstofa
fyrirtækjanna, en mjög oft hafa
aðrir sérfræðingar verið kvadd-
ir til. Hefur nefndarmönnum
hvarvetna verið mjög vel tekið og
hafa þessar ferðir þeirra verið
mjög jákvæðar, m.a. að því leyti
að þeir hafa fengið tækifæri til að
sannprófa raungildi þeirra álykt-
Framhald á bls. 24
Ánægjan endist alla leið
ef forsjá er með í ferðum
í langferðina
bjóðum við m. a. eftirtalinn
búnað í flestar tegundir bifreiða:
Platinur, kveikjuhamar,
kveikjulok, Champion kerti,
háspennukefli og þétti, straum-
loku, viftureim, pakkdósir,
pakkningar og pakkningalím,
vatnsdælu, vatnskassaþétti og
vatnskassahreinsivökva, hemla-
vökva, benzíndælu, fjaðrablöð,
lím, bætur, loftdælu og lyftu,
Trico þurrkublöð, startkapla,
þurrkvökva fyrir rafkerfið, ryð-
olíu, einangrunarbönd,
hemlavökva, verkfærasett,
5 lítra benzínbrúsa, þvottakúst
og farangursgrindur.
Allt á sama staó
Laugavegi 118 - Simi 22240
EGILL VILHJALMSSON HF