Morgunblaðið - 15.07.1976, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIíviMTUDAGUR 15. JULl 1976
19
Hópur af ungu listafólki hefur
efnt til sýningar á verkum sínum
á Loftinu við Skólavörðustíg. Hér
virðist ekki vera um neio sérstök
samtök að ræða, heldur eru hér á
ferð skólasystkini úr Myndlista-
skólanum, sem hafa myndað
þennan hóp. Margir af sýnendum
hafa ekki áður komið fram með
myndverk sín opinberlega og er
því nokkuð forvitnilegt að líta inn
á Loftið þessa dagana. Það er ætíð
skemmtilegt að sjá myndir eftir
unga og upprennandi listamenn,
og eins og gengur er hér nokkuð
misjafn hópur á ferð. En heildar-
svipur sýningarinnar er snotur og
ber með sér, að þetta fólk er al-
varlegra og vandvirkara en margt
af því sem sézt hefpr frá ungu
fólki hérlendis á undanförnum
árum. Ef til vill er meiri áherzla
lögð á þessari sýningu á sjálft
málverkið og útfærslu þess, ásamt
tæknilegri getu, en hin hug-
myndafræðilega hlið hefur á
st'.indum tröllriðið framleiðslu i
myndlist, bæði hér heima og ekki
r
Atta lista-
mennáLoftmu
síður sumstaðar erlendis. Sá leik-
ur hefur stundum verið falinn á
bakvið útjaskaðan dadaisma og
pólitík, en í báðum tilfellum hef-
ur hið myndræna orðið að vikja
og útkoman hefur oft orðið
ómerkileg og ekkert nema fálm.
Það er þvi fengur að hópi ungs
listafólks, sem virðist heldur hall-
ast að því myndræna en allskonar
uppákomum. Enda eru það bæði
ný og gömul sannindi, að það
myndræna er það eina, sem getur
gefið listaverki gildi og lífsþrótt.
Að vísu eru tilraunir i myndlist
nauðsynlegar. En sannleikurinn
er sá, að ekki er allt gull sem glóir
Mvnd nr. 16 eftir Omar tskulason.
Nlyndlisf
eftir VALTY
PÉTURSSON
og aðgát skal höfð. Þessi hópur,
sem nú sýnir á Loftinu, er að
mínu áliti á réttri leið i myndlist
og ég er sannfærður um að ef vel
er á haldið kemur eitthvað gott
frá þessu fólki. Auðvitað er ekki
gott að átta sig á getu einstakra
listamanna, sem sýna t.d. eitt
verk á þessari sýningu. Samt ætla
ég að spá því ofanskráða. Þessi
hópur hefur ekki ánetjazt neinni
sérstakri teoríu í myndlist. Hér
eru abströkt verk, geómetrísk og
ljóðræn, súrrealismi, og sem sagt
sitt lltið af hverju. Heildin ber
það nokkuð með sér, að sumir eru
byrjendur og aðrir eru lengra
komnir, eins og t.d. Sigurður ör-
lygsson og Magnús Kjartansson,
en þeir eiga þarna báðir verk,
sem eru mjög I þeim stíl er áður
hefur sézt frá þeirra hálfu. Ég
held að þeir hafi hvor um sig
skapað sér nokkur sérkenni i
myndlist sem vel koma fram í
þessum verkum þeirra. En mig
grunar, að t.d. myndbygging Sig-
urðar þarfnist frekar stórra lér-
efta, og það er eins og mér finnist
þessi myndbygging Sigurðar ekki
njóta sín eins vel í litlu formati.
Myndbygging Magnúsar fer að
minu áliti mjög vel í þeim stærð-
um er hann notar og segja mætti
mér að þær hugmyndir er hann
fæst við sem stendur, henti hon-
um sérlega vel. Ekki má skilja
:nál mitt þannig, að ég sé að finna
að þessum verkum þeirra Sigurð-
ar og Magnúsar, siður en svo, því
að mér finnst þeir vera með því
bezta á þessari sýningu, enda hafa
þeir ef til vill meiri reynslu og
þekkingu en aðrir sýnendur á
þessari samsýningu. En hvorugur
hefur brotið mjóu leiðina að und-
anförnu.
Örn Þorsteinsson sýnir mikla
framför í þeim olíuverkum, er
hann sýnir, en hann hefur aðal-
lega sýnt grafik áður. Verk hans
eru skemmtilega létt í byggingu
og gefa hreina litatóna. Ómar
Skúlason sýnir nokkur verk og
kemur skemmtilega á óvart. Þeg-
ar bezt lætur hjá honum, eru verk
hans gerð af tilfinningu fyrir lit
og byggingu. Einkum fór mynd
no. 16 vel í mig. Margrét Auðuns
sýnir nokkur tilþrif i því eina
verki er hún sýnir, og Koibrún
Björgólfsdóttir sýnir eingöngu
keramik, sem er að mínum dómi
sérlega hreint í formi og skreyt-
ingu. Ég held að þessi verk séu
með þvi betra á þessari sýningu,
og er forvitnilegt aó sjá meir frá
hendi þessarar listakonu. Krist-
ján Kristjánsson sýnir klipp-
myndir (collage) og hefur þægi-
lega litatilfinningu og skemmti-
lega myndsýn. Halldór B. Run-
ólfsson sýnir verk er hann kallar
Fragile og er samansett úr ýms-
um efnum á skemmtilega og
myndræna vísu.
Það fer ekki á milli mála, aó hér
eru hæfileikar á ferð hjá sumum
af sýnendum, en ekki aefla ég mér
þá dul hér að spá fyrir um hvern
og einn. Það getur allt skeð á
listabrautinni eins og allir vita, og
því betra að tala varlega. En ég vil
ljúka þessum fáu linum með því
að óska þessum hóp til hamingju
með fyrirtækið. Hér er ýmislegt á
ferðinni, sem lofar góðu og er á
allan hátt þeim til sóma, er að
standa. Ég þakka svo fyrir
ánægjustund á Loftinu. Vonandi
láta ekki myndlistarunnendur
•þessa sýningu fram hjá sér fara.
FJÖLFRÆÐIBÆKUR AB
lands og líta hér á nýrunnin
hraun. Islendingar hafa alltaf
vitað að þau myndast ekki i
vatni".
Idrisyn Oliver Evans:
JÖRÐIN.
Með myndum eftir John Smith.
tslensk þýðing:
Árni Böðvarsson.
Almenna bókafélagið 1975.
Ian Tribe:
PLÖNTURtKIÐ.
Með myndum eftir Henry
Barnet.
tslensk þýðing Jón O. Edwald.
Almenna bókafélagið 1976.
FJÖLFRÆÐIBÆKUR
Almenna bókafélagsins eru nú
orðnar sex: Fánar að fornu og
nýju, Uppruni mannkyns,
Fórnleifafræði, Rafmagnið,
Jörðin og Plönturikið. Ritstjóri
bókaflokksins er Örnólfur
Thorlacius.
t þessum ríkulega mynd-
skreyttu bókum er leitast við að
veita aðgengilegan fróðleik um
sundurleitustu efni. Framsetn-
ing efnisins er ljós og bækurn-
ar eru I handhægu og smekk-
legu broti. Allt hjálpast að til
þess að gera þessar bækur að
þarfaþingi fyrir fróðleiksfúsa
leikmenn þótt efninu séu
hvergi gerð tæmandi skil. Leita
verður enn sem fyrr til hinna
stóru alfræðibóka (á erlendum
málum) í þvi skyni að fá svör
sem duga.
Jörðin eftir Idrisyn Oliver
Evans er skemmtileg bók af-
lestrar, efnistök fjölbreytt ag
frásögnin einkar lifandi m.a.
vegna þess hve Evans hefur
gaman af óvenjulegum dæm-
um. Eitt þeirra fjallar um
þýska prófessorinn J.B. Bering-
er i WUrzburg og myndsteina-
kenningu hans. Beringer leist
ekki á blikuna þegar steingerv-
ingur með nafni hans sjálfs
sýndi að nemendur hans höfðu
hann að spotti. Hann hafði sam-
ið viðamikla bók til að styðja
kenningu sína rökum, en nú
varð hann að eyða öllu fé sínu
til að kaupa upp öll eintök
hennar.
Árni Böðvarsson segir rétti-
lega um Jörðina í formála:
„Þessi bók er greinargott yf-
irlit um sögu jarðvísinda og
ætti að vera Islendingum kær-
komið lesefni, þótt raunar hefði
hún eflaust orðið nokkuð öðru^
visi ef hún hefði verið gerð
Á.S. Neill:
SUMMERHILLSKÖLINN:
Þýðing: SlNE-félagar
Darmstadt.
Mál og menning 1976.
EFTIR lestur bókar A.S. Neill
um Summerhillskólann undr-
ast maður að hún skuli ekki
hafa verið þýdd,fyrr á Islensku.
Bókin var fyrst gefin út 1962.
Neill stofnaði Summarhill-
skólann á Englandi 1921. Þetta
er frjálsskóliþarsem stjórnað
er samkvæmt skilningi og um-
burðarlyndi, en ekki aga og
hörku. Á skólafundum eru
teknar ákvarðanir um skólann
og hafa allir jafnan atkvæðis-
rétt: skólastjóri, kennarar og
nemendur (þeir yngstu sex
ára). Engin próf eru I Summer-
hill. Stundaskrá er aðeins fyrir
kennarana, börnin þurfa ekki
að sækja tima nema þau óski
þess sjálf. Flestir munu sjálf-
sagt telja að úr slíkum skóla
komi aðeins tossar, en raunin
hefur orðið önnur. Ekkert
bendir til þess að i Summerhill
sé unnið fyrir gýg. _
Bók A. S. Neills er ítarleg.
Hún skiptist í eftirfarandi aðal-
handa þjóð sem alla tíð hefur
haft fyrir augum gjósandi eld-
fjöll eða haft spurnir af gos-
virkni innan seilingar. Það er
og vist að deilur jarðeldasinna
og sjávarins sem sagt er frá
meðal annars á bls'. 78—79,
hefðu fljótlega hjaðnað ef
menn hefðu haft þekkingu til
að leita til eldfjallalandsins Is-
kafla: Skólinn Summerhill,
Barnauppeldi, Kynlíf, Trú og
siðgæði, Vandamál barnsins,
Vandamál foreldranna og
Spurningar og svör. Kenningar
sínar byggir Neill á eigin
reynslu og tínir til fjölmörg
dæmi máli sinu til sönnunar*.
Allir vita að uppeldismál eru
erfið viðureignar. Fólk getur
þvi verið ósammála Neill um
margt. En að skella skollaeyr-
um við orðum hans er fávíslegt.
Ástæða er til að benda kennur-
um, foreldrum og öðrum uppal-
endum á að kynna sér þessa
bók. Aftur á móti er ljóst að
margt þarf að breytast til þess
að kenningar Neills geti al-
mennt orðið að veruleika. En
ekki sakar að gefa þeim gaum
og taka mið af þeim að ein-
hverju leyti. í formála eftir
Erich Fromm er vikið að þeim
kenningum Neills að ekki séu
til erfið börn, heldur bara erfið-
ir foreldrar og erfitt mannkyn.
Það er meinið sem Neill vegur
að. Frel§j án taumleysið eru
einkunnarorð Neills. Fromm
segir: „Foreldrar, sem hugsa
málið, munu verða undrandi á
Já, Islendingurinn er sjálfum
sér líkur!
Ian Tribe segir í formála bók-
ar sinnar, Plönturikið, að plönt-
ur njóti ekki verðugrar athygli
þegar frá séu taldir áhugamenn
Bðkmenntlr
því, hversu miklum þvingunum
þau beita i uppeldu barns síns,
án þess í rauninni að vita af
því. Bók þessi veitir orðunum
ást, samþykki og frelsi nýjan
skilning."
Neill leggur áherslu á að for-
eldrar segi barni sannieikann.
„Barn sem lýgur, er annaðhvort
hrætt við foreldra sína eða líkir
eftir þeim. Falskir foreldrar
eignast fölsk börn. Ef þið viljið,
að börnin ykkar segi sannleik-
ann, skuluð þið gera það sama
gagnvart þeim." Neill heldur
því fram að með því að segja
barni sannleikann frá upphafi
sé hægt að komast hjá hvers
kyns misskilningi. En erfiðleik-
arnir við að segja barni sann-
leikann stafa af þvi að við segj-
um sjálfum okkur ekki sann-
leikann. Þau siðferðilegu mark-
mið sem okkur var kennt að
stefna að valda því aó við ljúg-
um. Öhamingjusamt fólk veld-
ur óhamingju barna sinna.
Með Sigmund Freud að leið-
arljósi fjallar Neill um kynlifið.
Ég býst við að sá kafli bókar-
innar muni valda mörgum
heilabrotum og ef til vill fá
um ræktun garðagróðurs og
skrautblóma. Hann bendir á að
hlutur þeirra sé litill mióað við
allar bækur og kvikmyndir um
dýr: „Þetta misræmi má eflaust
rekja til þess að mannskepnan
sjálf er hluti dýrarikisins."
Plönturikið er að vonum sér-
hæfðari bók en Jörðin. En
óhætt er að lofa væntanlegum
lesendum hennar þvi að sam-
spil texta og mynda er með
þeim hætti að hér er á ferðinni
hin athyglisverðasta bók og um
leið nauðsynleg.
Fjölfræðibækur njóta held ég
vinsælda hérlendis. Vert er að
benda á Alfræði Menningar-
sjóðs sem komin er nokkuð á
veg, en gengur hægt. Með Fjöl-
fræðibókum sinum kemur
Almenna bókafélagið til móts
við óskir margra.
ýmsa til að fleygja henni frá
sér. Neill gerist málsvari ástar-
lifs unglinga. Andmnli gegn
því lýsa að mati hans niður-
bældum hvötum eða hatri
á lifinu. Hann spyr: Hvers
vegna gaf náttúran mann-
inum sterka kynhvöt, ef ungl-
ingarnir mega ekki njóta
hennar, þar eð hinir eldri i
samfóJ.aginu banna það?"
Hömlur leiða af sér tauga-
bilun og kynferðisafbrot eft-
ir þvi sem Neill heldur fram.
Neikvæð afstaða til liisins a sér
kynferðislegar rætur. Um þetta
efni er Neill sammála mönnum
eins og Wilhelm Reich sem við
vitum því miður litið um.
Það er ekki ætlunin í stuttri
umsögn að rekja kenningar
A.S. Neills. En þótt bók hans
beri þess nokkur merki að vera
samin fyrir mörgum árum og
þess vegna geti margt orkað
tvimælis i henni skiptir mestu
að hún á sér þann tilgang aó
gera lifið hamingjusamara.
Öll keppum við að frjálsræði.
Til þess að öðlast það þarf að
byrja á byrjuninni.
_____' _ ' eftir JÓHANN
FRJALS SKOLI, HJAL>1ARSá0N
FRJÁLST MANNLÍF