Morgunblaðið - 15.07.1976, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULI 1976
Kópaskersbú-
ar óánægðir
með mat á tjóni
„JU ÞAÐ er rétt að við vorum
óánægðir með mat matsmanna á
skemmdum hér á Kópaskeri í
jarðskjálftunum, og mótmæltum
matinu," sagði Friðrik Jónsson
oddviti I samtali við Morgunblað-
ið í gær, „en hingað eru nú komn-
ir 3 matsmenn til þess að ræða
málið og leiðrétta og skýra ýmis
atriði.
Hér er einnig um að ræða sitt-
hvað sem ekki var komið í ljós
þegar matið var gert, en menn
voru óánægðir með ýmis atriði og
Innri-Njarð-
víkurkirkja
90 ára
UM ÞESSAR mundir, eða nánar
tiltekið 18. júlf, eru rétt 90 ár
sfðan Innri-Njarðvfkurkirkja var
vfgð, og vill svo skemmtilega til
að afmælisdag hennar ber nú upp
á sunnudag.
Af þessu tilefni verður sérstök
hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni
kl. 14.00. Þar mun biskup Islands,
herra Sigurbjörn Einarsson,
predika, en sóknarpresturinn,
séra Páll Þórðarson, þjónar fyrir
altari. Að guðsþjónustu lokinni
býður sóknarnefndin öllum við-
stöddum til kaffidrykkju í safnað-
arheimilinu.
Þess má geta, að undanfarið
hafa þau hjónin Jón og Gréta
Björnsson unnið við að mála og
skreyta kirkjuna að innan.
„Píslarvættis-
dauði” kínverks
hershöfðingja
Prking. 14. Júlf Reuler.
PI TING-Chun, yfirmaður her-
sveita Kína i Foochow-héraði, sem
er andspænis Formósu, einn af
æðstu hershöfðingjum Kina, lézt
7. júlí „pislarvættisdauða við
skyldustörf", eins og það er orðað
í frétt hinnar opinberu kínversku
fréttastofu Hsinhua i dag. Hann
var 62 ára að aldri, og átti sæti í
miðstjórn Kommúnistaflokksins.
Kringumstæður andlátsins eru á
huldu, en fréttaskýrendur í Pek-
ing telja sennilegt að hann hafi
beðið bana i slysi. Orðalag til-
kynningarinnar þykir ekki benda
ótvírætt til þess að hann hafi far-
izt i átökum.
Tónleikar
í Norræna
húsinu
TÓNLEIKAR á vegum Snorra
Sigfúss Birgissonar pfanóleikara
og Manuelu Wiesler flautuleik-
ara verða haldnir f Norræna hús-
inu, laugardaginn 17. júlf kl.
15.00.
Á efnisskrá þeirra eru fimm
verk, þar af tvö eftir íslenzk tón-
skáld, þá Leif Þórarinsson og Atla
Heimi Sveinsson. Sum verkanna
hafa Manuela og Snorri leikið áð-
ur á tónleikum í Norræna húsinu.
Þau Mauela og Snorrí eru senn
á' förum til Kaupmannahafnar,
þar sem þeim var boðið að leika
þessi sömu verka á tónleikum i
konsertsalnum I Tivolí.
einnig viljum við heyra rök fyrir
ýmsu í matinu eins og t.d. þeirri
firru að afskriftir skuli gilda eins
stíft og raun ber vitni i sambandi
við mat á tjóni af völdum þessara
náttúruham.fara. Mannvirki sem
höfðu hátt brunabótamat hafa
verið metin á mun minna i mati
sérfræðinganna og þannig hefur
ýmislegt kynlegt komið i ljós í
þessu sambandi."
— Reynt að
greiða úr
Framhald af bls. 36
bjartsson, forstöðumann Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins,
var mælst til þess við skipstjóra
veiðiskipanna, að þeir sæju til
þess að sía sjóinn frá loðnunni
áður en hún færi i lestar skip-
anna. Myndi það nást með þvi, að
dæla loðnunni hægar úr nótinni,
þannig að síubúnaður skipanna
gæti annað að sía sjóinn frá.
Einnig að rotverja loðnuna um
borð með formalini, þannig að
hún yrði stinnari og geymdist bet-
ur.
1 dag landar I Siglufirði ms.
Gullberg VE og ms. Guðmundur
RE 29 í Bolungarvík. Astand loðn-
unnar í þessum förmum er talið
miklu betra en áður enda loðnan
átulítil. Ráðgert er að setja
formalín um borð í þessi skip og
fer fulltrúi frá Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins með m.s. Gullberg
til að leiðbeina um notkun þess.
Síðdegis I dag (miðvikudag) til-
kynnti ms. Jón Finnsson komu
sina með loðnufarm til Siglufjarð-
ar á fimmtudagsmorgun.
Eftir ýmiss konar lagfæringar á
vinnslukerfi SR i Siglufirði hefur
tekist að halda vinnslu áfram, þó
að enn sé með hægum gangi og
afföllum á eðlilegri nýtingu."
ar. 3. hluti
Þá náði Morgunblaðið tali af
Hjálmari Vilhjálmssyni fiskifræð-
ingi um borð i Bjarna Sæmunds-
syni á loðnumiðunum nyrðra.
Hann sagði, að enn væri ekki orð-
inn verulegur gangur i loðnuveið-
unum umfram það sem verið
hefði. Jón Finnsson bættist í hóp
loðnuskipanna í fyrrakvöld og var
síðdegis i gær kominn langleiðina
með að fylla sig, svo og Súlan EA.
Hjálmar sagði, að bátarnir hefðu i
fyrrinótt verið á svæðinu 90 sjm.
norður af Horni. Þar var töluvert
kastað, en loðnan stygg, mikill
straumur og erfitt að ná henni.
Gullberg fór þó um nóttina áleiðis
til Siglufjarðar með fúllfermi og
Guðmundur til Bolungarvíkur um
svipað leyti með rúmlega 300
tonn. A miðunum i gær voru Sig-
urður, Súlan og Jón Finnsson,
sem bættist I hópinn í gærkvöldi.
Skipin voru i gær að kasta nokkru
norðaustar en áður og fengu
nokkur sæmileg köst en árangur
var þó misjafn. Bjarni Sæmunds-
son leitaði sunnan og suðvestan
við veiðisvæðið allt, norðvestur
frá Straumnesi. Hjálmar sagði, að
það væri greinilega mikið af
loðnu á þeim slóðum eins og á
sjálfu veiðivæðinu en hún væri
dreifð og ekki hefðu fundist veið-
anlegar torfur, hvorki fyrir nót né
flotvörpu.
í samtali við Morgunblaðið
sagði Páll Guðr.iundsson á Guð-
mundi, að hann væri bjartsýnn á
þessar sumarloðnuveiðar. Kvaðst
hann í upphafi hafa óttast, að
loðnan sem þarna myndi veiðast,
kynni að verða blönduð smælki
innan um, og mikil veiói á því
hefði getað gengið nærri stofnin-
um seinna meir. Raunin hefði
hins vegar orðið önnur og þarna
fengist nær eingöngu stór og fall-
eg loðna.
Varðandi erfiðleikana á vinnsl-
unni sagði Páll að í síðasta farmí
Guðmundar hefði enn verið tölu-
verð rauðáta en hins vegar hefði
Gullberg fengið loðnu sem var
tiltölulega laus við rauðátuna en
hún smærri og ekki eins feit.
Sagði Páll, að hann tryði ekki
öðru en úr rættist með þessa
vinnsluörðugleika með samhentu
átaki bæði skipshafna veiðiskip-
anna og forráðamanna verksmiðj-
anna, enda hefðu t.d. Norðmenn
fyrir löngu leyst þetta vandafnál.
Bræðsla var ekki hafin í Bol-
ungarvík og því ekki séð hvernig
•gengi með vinnslu á farmi Guð-
mundar.
— Demókratar
Framhald af bls. 1
Henry Jackson frá Washington-
riki og Frank Church frá Idaho.
Carter bauð niu rikisstjórum
á sinn fund til að ræða val
varaforsetaefnis en þeir sögðu
að þeir hefðu ekki reynt að
hafa áhrif á val hans. Leonard
Woodcock, forseti sambands
verkamanna i bilaiðnaði
(UAW), gekk hins vegar á
fund Carters og skoraði á hann
að velja Mondale.
Þar sem Carter er Suður-
ríkjamaður er talið að hann
muni auka sigurlíkur sínar ef
hann veldi Norðurrikjamenn-
ina Mondale eða Muskie.
Samkvæmt skoðanakönnun
AP hafði Carter stuðning 1794
fulltrúa áður en atkvæða-
greiðslan hófst en hann þarf
1505 atkvæði. Bæði Morris
Udall frá Arizona og Edmund
Brown frá Kaliforníu bjóða sig
fram gegn honum. Udall hafði
316 atkvæði og Brown 281 sam-
kvæmt könnun AP.
Muskie gaf i skyn i dag að
hann hefði ekki áhuga á vara-
forsetaboði ennþá einu sinni og
Mondale sýndi heldur ekki mik-
inn áhuga. Glenn sagði hins
vegar að hann kæmi enn til
greina og að Charles Kirbo,
ráðunautur Carters, hefði rætt
við sig.
Leiðtogar Demókrataflokks-
ins héldu fundi í dag til að
tryggja áframhaldandi ein-
drægni á flokksþinginu, en i
ræðum sem hafa verið haldnar
á þinginu hefur megináherzlan
verið lögð á flokkseiningu og
sigur. Hubert Humphrey öld-
ungadeildarmanni var klappað
lof í lófa i fimm mínútur þegar
hann sagði: „Demókrati verður
kosinn — og hann heitir Jimmy
Carter."
Flokksþingið hefur samþykkt
stefnuskrá sem er að miklu
leyti samin samkvæmt hug-
myndum Carters og þar er lögð
áherzia á félagslegar umbætur
en jafnframt lofað að draga úr
rikisbákninu og skera niður út-
gjöld. Því er lýst yfir að að þvi
verði stefnt að draga úr at-
vinnuleysi um 3% á fjórum ár-
um.
Flokksþingið samþykkti að
draga úr herútgjöldum en sam-
kvæmt stefnuskránni verður að
viðhalda kjarnorku- og hernað-
armætti Bandaríkjanna.
ísraelsmönnum er heitið stuðn-
ingi en sagt að Bandaríkin eigi
ekki að knýja fram „utanað-
komandi lausn" I deilumálun-
um í Miðausturlöndum.
— Soarez
Framhald af bls. 1
kvæði með tillögu um afnám 37
árá gamalla laga um bann við
starfsemi stjórnmálaflokka.
Skýringin á naumum rn'éiri-
hluta sem frumvarp stjórnarinn-
ar fékk í dag er nýtt orðalag. 1
nýju lögunum segir að hópar sem
berjast fyrir því að innleiða ein-
ræðisstjórn og standi í tengslum
við alþjóðasamtök skuli vera
bannaðir á Spáni.
Hægrisinnaðir andstæðingar
stjórnarinnar héldu því fram f
dag að orðalagið ætti að vera ský-
lausara og vegna þess væru lögin
ekki nógu öflugt vopn gegn
kommúnistum.
Landelino Lavilla Alaina dóms-
málaráðherra segir að lögin með
því orðalagi sem var samþykkt
sýni að stjórnin vilji varkára en
ákveðna þróun í átt til nútímalýð-
ræðis.
— Bandaríkin
Framhald af bls. 1
yrðu leikarnir að engu,“ sagði
Krumm.
Olympíunefndin á Taiwan hefði
áður hafnað þeirri tillögu Al-
þjóðaolympíunefndarinnar að
fþróttamenn frá Taiwan tækju
þátt í Olympíuleikunum án þess
að nota nafnið Lýðveldið Kína og
fána landsins.
Þó hefur Alþjóðaolympíunefnd-
in enn ekki gefið upp alla von um
að takast megi að finna lausn á
málinu þannig að Taiwan taki
þátt í leikunum.
Ákvörðun Olympfunefndar
Taiwan kom á óvart, en sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
tilkynnti formaður hennar,
Henry Hsu, að iþróttamenn frá
Taiwan mundu ekki keppa á leik-
unum án þess að bera spjald með
nafni landsins og undir Olympíu-
fánanum. Þetta skilyrði hefur
Kanadastjórn sett fyrir þátttöku
Taiwans i leikunum og Alþjóða-
olympfunefndin gekk að því.
Fundi þeirra 67 fulltrúa sem
skipa Alþjóðaolympíunefndina
var frestað tvisvar sinnum meðan
framkvæmdanefndin ræddi við
fulltrúa Taiwans.
Alþjóðaolympíunefndin mun
gera aðra tilraun til að finna
málamiðlunarlausn að þvi er
áreiðanlegar heimildir herma en
það hefur ekki verið skýrt nánar.
Það er henni kappsmál að Taiwan
taki þáttí leikunum undir ein-
hverjum fána svo að tryggt verði
að sú regla verði höfð í heiðri að
engu liði verði meinuð þátttaka af
pólitískum ástæðum eða vegna
kynþáttasjónarmiða.
Jafnframt er enn óttast að
Afrikuríki ákveði að hætta við
þátttöku sfna f leikunum til að
mótmæla því að Ný-Sjálendingar
keppa við Suður-Afríkumenn f
rugby. Það getur oltið á :fstöðu
Abraham Ordia frá Nfgerfu, for-
manns fþróttaráðs Afríku.
— Sovézkur
Framhald af bls. 1
foringi, sagði í dag að myndir
sem voru teknar úr togaranum
Labrador sem var að veiðum í
um 300 metra fjarlægð bentu
til þess að það hefði verið
sovézkur kjarnorkukafbátur
sem festist i vörpunni.
Verdens Gang i Ósló segir að
kafbáturinn hafi verið af
Novembergerð og sé aðallega
notaður til að leita uppi óvina-
kafbáta. Bátar af þessari gerð
voru teknir í notkun á árunum
1958 til 1963 og eru með 88
manna áhöfn. Þeir eru 3.500
lestir og ganghraðinn 20 hnútar
(20 hnútar í kafi).
Búizt er við að kvikmyndir og
ljósmyndir sem skípverjar á
Sjövik tóku úr aðeins 50 metra
fjarlægð verði birtar á morgun
þegar flotasérfræðingar hafa
rannsakað þær.
Bruland sagði að um 200 kaf-
bátar væru út af Kola-skaga.
Jafnframt stunda nokkur
hundruð togarar veiðar á Bar-
éntshafi.
— Fangar
Framhald af bls. 17
sfna án eftirlits og kæmu
áfram bréfum og jafnvel seg-
ulbandsupptökum til annarra
hermdarverkamanna innan og
utan múranna. Fjórar hermd-
arverkakonur sluppu úr fang-
elsi f Vestur-Berlín I sfðustu
viku eftir að hafa fengið að-
stoð utan frá við að ná lyklum
og skammbyssu.
— Sýrlenzkt
Framhald af bls. 1
flutningi Sýrlendinga frá stöðv-
unum fyrir ofan Sidon tíu kíló-
metra f austri til fjallabæjarins
Xezzin.
Sýrlendingar gerðu engar ráð-
stafanir til að flytja lið sitt frá
öðrum stöðvum sem tryggja þeim
yfirráð yfir mestöllum norð-
austur- og suðurhlutum Lfbanons
— alls 13.000 hermenn og 450
skriðdreka.
Skæruliðar og vinstrimenn sök-
uðu Sýrlendinga um að halda
áfram árásum á stöðvar þeirra í
Norður- og Austur-Líbanon til að
neyða þá til uppgjafar. Beirút-
útvarpið sagði að eftir ætti að
koma í ljós hvort Sýrlendingum
væri alvara með brottflutningn-
um eða hvort eitthvað lægi á bak
við.
1 Kaíró var skýrt frá því að sex
olfuríki Araba mundu senda elds-
neyti til Líbanon og að það væri
liður í tilraunum Arababanda-
lagsins til að draga úr áhrifum
borgarastríðsins.
Arabaríkin ætla einnig að
senda matvæli til Líbanon og
hjúkrunargögn verða send til
Kýpur og afhent Alþjóða Rauða
krossinum sem sendir þau til
sjúkrahúsa f Lfbanon.
Eldsneytið verður sent sjóleiðis
frá Saudi-Arabíu, trak, Kuwait,
Líbýu, Qatar og Arabíska fursta-
sambandinu í samræmi við
ákvörðun utanríkisráðherrafund-
ar Arababandalagsins. Brottflutn-
ingur Sýrlendinga frá Sidon er
talinn styrkur þeirri ákvörðun
fundarins að reyna að koma af
stað viðræðum milli Sýrlendinga
og Palestínumanna
— Skipað
Framhald af bls. 1
skipað að fara heim í fyrradag.
Amin forseti sakaði Hörrocks
opinberlega um að hafa verið á
Entebbe-flugvelli þegar Israels-
menn gerðu árásina. Bretar harð-
neita því að Horrocks eða nokkur
annar fulltrúi brezku stjórnarinn-
ar hafi vitað um árásina fyrir-
fram.
Indverskur. kaupsýslumaður
sem flúði til Nairobi frá Uganda
sagði i dag að ástandið f Kampala
væri orðið skuggalegt og að eng-
inn hætti sér út á nóttunni. Varað
hefur verið við svartamarkaðs-
braski með bensín og öryggisþjón-
ustan hefur fengið skipun um að
skjóta alla sem eru staðnir að því
að hamstra bensín eða selja það
ólöglega. Bensínskömmtun hefur
verið sett á.
I New York benti allt til þess að
tvær ályktunartillögur um árás-
ina á Entebbe-flugvöll yrðu felld-
ar þegar dró að lokum umræðna
um þær. I tillögu Afríkuríkja er
árás Israelsmanna fordænid.
Bretar og Bandarikjamenn styðja
hina tillöguna þar sem flugvélar-
rán eru almennt fordæmd.
— B-52
Framhald af bls. 17
vera fyrsta skrefið f nýrri stefnu
hvað varðar starf sjðhersins.
Sem lið í þessari stefnu hafa
ráðamenn i varnarmálaráðuneyt-
inu verið að íhuga að beita hinum
taktfsku orrustuflugvélum hers-
ins til að koma i veg fyrir að hinar
nýju sprengjuflugvélar Sovétrfkj-
anna sem búnar eru eldflauga-
vopnum geti náð að bandariskum
flotadeildum á hafinu. Hins vegar
gaf Pentagon til kynna að þetta
nýja verkefni B-52 sé fyrst og
fremst eftirlit.
I tilkynningu ráðuneytisins seg-
ir að langdrægni og flugþol B-52
leggi eftirlitsstarfinu til mögu-
leika á þvf að sjá, staðarákvarða
og tegundargreina skip á hafinu
með sérstaklega skjótum hætti,
m.a. með rafeinda- og ljósmynd-
unarútbúnaði. Embættismenn
gefa í skyn að B-52 muni einkum
fylgjast með sovézkum herskipum
úr mikilli hæð, en lágt eftirlits-
flug verði hins vegar í höndum
P-3 eftirlitsvélanna
— Viðræður
Framhald af bls. 17
Andreotti, sagði í dag að hann
væri ekki f framboði i leiðtoga-
kjörinu. Viðræður Andreottis I
dag eru taldar benda til þess að
hann hyggist reyna að fá stuðning
a.m.k. tveggja af smáflokkum
ítalíu við ríkisstjórn undir for-
ystu kristilegra demókrata.
Hinn áhrifamikli Kommúnista-
flokkur landsins sagði í dag að
hann teldi að aðeins ríkisstjórn á
breiðum grundvelli sem hefði við-
tækan stuðning gæti leiðbeint
Italíu út úr núverandi ógöngum
sínum.