Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULl 1976 — Svartolía Framhald af bls. 12 ana, sem þeir hafa dregið af feng- inni reynslu. Ég vona að það telj- ist ekki óhæfilegur skortur á hæ- versku þótt ég láti í ljós, að það hefur 'verið okkur mikíð ánægju- efni og örvun að verða þess varir að við höfum verið og erum á réttri braut í viðleitni okkar við að glíma við vandamálin í sam- bandi við SO-brennsluna. Kerfi okkar hafa verið grann- skoðuð og viðurkennd af þessum aðilum, þegar tilefni hefur gefist til. Þegar vélakaupendur hafa leitað til SO-nefndar um ráðlegg- ingar og þannig staðið á að þeir hafa keypt vélarnar, útbúnar fyr- ir SO-brennslu, hefur komið fyrir að umframgreiðslur, breyting- anna vegna, hafa verið óhóflegar, að dómi SO-nefndar. Nefndin hef- ur þá endurskoðað kerfi framleið- andans, breytt þvi og farið á fund hans til viðræðna um breyting- arnar og hann (framl.) að lokum fallist á þær. Á þann hátt hafa sparast margar milljónir króna á skipum, smíðuðum bæði hérlend- is og erlendis. Eins og drepið hefur verið á hafa bilanir komið fyrir í togur- um, sem breytt hefur verið i SO—brennslu, t.d. jap. togurun- um, sem eru 10 talsins og allir eins. Þeir hafa nú verið á SO talsvert meira en eitt ár, svo til allir. Það eru helst, eða svo til eingöngu, útblásturslokar, sem bilað hafa, alls trúi ég að 14 stykki hafi gefið sig, en þessir lokar eru samt. 120 talsins í 10 togurunum. 1 4 togurum hefur þessi bilun ekki orðið, í einum hefur 1 loki bilað, í tveimur hafa 2 lokar bilað, en 3 í þrem togurum. Tekið skal fram að mjög líklegt má telja að nú hafi verið tekið fyrir bilanir þessar. Mönnum hefur oðrið tíðrætt um þessar bilanir og er því ekki úr vegi að hugleiða þær nokkru nán- ar. Vaknar þá fyrst spurningin um hvort þetta sé alvarleg bilun? Alvarlegar bilanir vil ég meina að séu þær, sem valda þvi að skipið þurfi að leita hafnar og tefjist frá veiðum um tíma, eða að þær séu mjög kostnaðarsamar. Hvorugt á við um þessa bilun. Hægt er að skipta um þessa loka á um 1 klst., öruggiega innan við 2 klst. og hvar sem er. Mér er ekki kunnugt um hve mikið svona lokakeila kostar, en get mér tíl u.þ.b. kr. 40.000. Jafnvel þótt hún kostaði 1—200.000 kr. gæti það ekki talist nein ósköp, miðað við í kring um 1 millj. króna sparnað á mánuði. Ég hefi ekki í þessum hugleið- ingum getið þess, hvort þessi bil- un geti talist af völdum SO að öllu eða einhverju leyti. Satt að segja finnst mér það skipta litlu máli í þessu sambandi. Sannleikurinn mun vera sá, að bilanir getur einnig hent þótt GO sé brennt. Ég nefni ekki dæmi, en eitthvað minnir mig um að skip hafi stöðv- ast vegna vélarbilunar áður en farið var að minnast á SO—brennslu og það svo um munar, jafnvel í nýjum togurum þegar eftir heimkomuna. Það er eins og sumir vilji gera meiri kröfur þegar SO er brennt, þá er ætlast til að ekkert komi fyrir. SO er minna hreinsuð en GO, er lak- ara brennsluefni og því ódýrara. Smám saman hefur mönnum tek- ist að taka fyrir æ fleiri bilanir og nú er álitið að viðhald vélanna þurfi ekki að vera meira þegar henni er brennt, miðað við GO—brennslu. LOKAORÐ Ég vona að mér hafi tekist að bregða upp dálitilli mynd af störf- um SO—nefndar, með þvl sem sagt er hér að framan. Ég hefði gjarnan viljað koma þessari greinagerð, ef svo má nefna þetta, á framfæri fyrr, en veikindi frá því í aprílmánuði hafa hamlað því. Fyrir mér vakir með þessu skrifi að reyna að eyða þeim mis- skilningi að SO—brennsla sé ein- hvers konar æði, sem gripið hafi nokkra menn. Ég fæ ekki betur séð en að frá upphafi hafi verið staðið að þessum málum á mjög forsvaranlegan hátt. Samsetning SO—nefndar hinnar fyrri ber með sér að reynt hefur verið að virkja þau öfl, sem likleg væru til að geta haft skynsamlegar tillög- ur fram að færa um þessi mál. Þau skrif, sem ég hefi séð, á móti SO—brennslu i ísl. togurum, hafa verið með þeim hætti að erfitt hefur verið að taka þau alvarlega. Á vaðið reið vinur minn Ásgeir Jakobsson með grein i Mbl. fyrir einum þrem árum, sem hann nefndi: „Svartolíu- draumurinn“. í henni telur hann OVENJULEGA ÓVENJULEGUR Það er alveg sama hvernig litið er á BOLF, þá er hann óvenjuleg- ur bíll. — Þó hann sé aðeins 3.70 m á lengd, þá er hann rúmgóður fimm manna bíll — Þetta er mögulegt vegna þess, að hjólhafið er langt og vélin er staðsett þvers- um. Ennfremur vegna þess, að hann er óvenjuleqa breiður eða 1.60 m. er fáanlegur þriggja eða fimm dyra, að meðtalinni stórri afturhurð. 350 lítra farangursrými, sem er hægt að stækka í 698 lítra með einu handtaki. Það er ekki einungis í farþega- og farangursrými sem BOLF býð- ur upp á óvenjulega kosti heldur einnig undir vélarlokinu. Þar er vélin sem liggur þversum með yfirliggjandi kambás, tvær stærðir 50 ha — eða 70 ha sem eyðir 8 lítrum á 100 km. — Aflið sem vélin framleiðir svo auðveldlega kemur að fullum notum í akstri. BBLF hefur óvenjulega mikla sporvídd og hjólhaf. Hann er fram- hjóladrifinn. BBLJFv,\ með: Óvenjulega stórar dyr. Óvenjulega örugg og aflmikil vél. Óvenjulegt rými inni. Óvenjuleg sporvídd og hjólhaf. Óvenjulega hagkvæmur í rekstri. Óvenjulega vel fjaðrandi. Óvenjulega auðveldur í hleðslu og afhleðslu. FYRIRLIGGJANDI rVESTUR-ÞÝZK GÆÐAFRAM LEIÐSLA HEKLA HF. Laugavegi 1 70— 1 72 — Simi 21240 að margt þarfara iiggi fyrir okkur íslendingum heldur en að reyna að leysa heimsvandamálin. Þá þegar kemur fram þessi árátta að við islendingar séum svo aumir, að okkur sé hollast að vera áfram attaníossar erlendra þjóða. Sem betur fer er þessi hugsunarháttur vikjandi, eins og áður er drepið á. Við skulum vona að framtíð ísl. útgerðar verði með líkum glæsi- brag og fortíð hennar hefur verið. Því hvað sem öðru líður, deilum um aðferðir og leiðir, þá verður ekki annað sagt, en að afrek hafi verið unnin á. þessu sviði. Ég nefni breytingu frá kútterum i togveiðar, frá gufuskipum i dísil- skip og margt fleira mætti telja. Oft hafa breytingarnar verið snöggar og miklar, jafnvel svo að undrun sætir hversu vel og giftu- samlega hefur tekist. Ég sé ekki betur en að telja megi að við íslendingar séum I fararbroddi á sviði útgerðar og fiskveiða. Ég sé ekki að viðþurfumað hafa neina minnimáttarkennd. Júlf, 1976 ORÐ I EYRA Palli lystaskáld: Nocturne felldu segl þín óttuskip af þessum undarlegu kaktusum falla krókódflstár um blaðadálka fráneygir bálstjórar gánga úr fiðrinu eftir miðnætti meðan stólfætur gánga aftur þessi saungmær með plasthár og pjáturbrjóst komin af vítamfnsnauðum farandmönnum hefur rödd sfna hása til taks það var nú það þessi náttsaungur hljómár yfir vfðáttumikiar hárbreiður smýgur gegnum hnausþv kkar höfuðskeljar ojæja heillavinir góðir af kaupahéðnum næturinnar og mannslögurum hafa litlar fregnir borist felldu segl þín óttuskip surtur fer sunnan Kommóður Hilluveggir Ólituð fura. Skrifborð Brúnbæsað Vörumarkaöurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86 111, Vefnaðarv.d. S-86 113

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.