Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.07.1976, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULI 1976 27 áratuga samveru, og hans ljós og skuggar í lifinu voru einnig henn- ar. Dásamlegt er að minnast þeirra orða hans, er hann lét falla til konu sinnar nú fyrir stuttu, er þau komu eitt kvöld til okkar. þá nýkomin úr afmæli bróður hans, hann sat og horfði fullur aðdáun- ar til konu sinnar og mælti: ,,Hún var unglegri og fegurri en allar hinar og bar af þeim öllum." Þorsteinn dáðist að konu sinni og mat hana að verðleikum, og þess er gott fyrir hana að minnast nú þegar leiðir hafa skilist um sinn. Að endingu vil ég þakka góð en alltof stutt kynni, sem eru ógleymanleg, og votta eiginkonu og öðrum aðstandendum samúð mína og minna. Guðrún Jóhannsdóttir. Þegar dauðinn kallar vini yfir móðuna miklu fyilist hugurinn trega. Óviðbúinn og vanmáttug mætum við þeirri staðreynd að það sem almættið ákveður fær maðurinn ekki breytt. Lif okkar mannanna er eins og laufblað á trjánum, sem brumar, blómstrar og fýkur svo burt þegar tími þess er kominn. „Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir.“ Það var að kveldi dags 5. júlí 1976 að Þorsteinn var skyndilega kvaddur frá þessari jarðvist. Hann var á ferðalagi ásamt fjöl- skyldu sinni í hinni fögru sveit Öræfum er lifsstrengur hans brást. Fyrstu spor sín mun hann hafa stigið í fögru umhverfi is- lenzkrar sveitar og þar lauk þeim einnig. Þorsteinn var fæddur á Neðra- Seli í Landssveit einn af ellefu systkinum. Foreldrar hans voru Loftur Jakobsson og Anna Þorsteinsdóttir. Þriggja ára flutt- ist Þorsteinn að Holtsmúla í sömu sveit og ólst upp við algeng sveit- arstörf framan af árum en fluttist siðar til Reykjavikur, stundaði fyrst sjómennsku uns hann gerð- ist bifreiðastjóri hjá Bifreiðastöð Reykjavikur og því starfi gegndi hann til dauðadags. 16. mars 1928 var mikill happa- dagur i lífi Þorsteins. Þá gekk hann að eiga eftirlifandi konu sína Sveineyju Guðmundsdóttur mikla myndarkonu, dóttur hjón- anna Önnu Sigríðar Sveinsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar. Þorsteinn og Sveiney eignuðust 3 mannvænleg börn sem öll eru uppkomin, Svein, Sólveigu og Ólaf. Sambúð hjónanna var eins og best verður á kosið, í blíðu og stríðu öxluðu þau hvor annars byrðar, og samhjálp og kærleikur var allsráðandi á heimili þeirra. Nú hefur Sveiney mikils að sakna, en eftir stendur vitundin um góðan og traustan mann. Þær minningar græða sárin er fram liða stundir. „Iláa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka or egg. Kn anda. sem unnast. fær aldregi eilífð að skilið." Menn hafa leitað huggunar i þeirri trú að andinn leiti á æðra stig að loknu lífi hér og margur hefur þessvegna mætt dauða sín- um ótta og æðrulaust. Engum er gefið að dæma með öruggri vissu um hvort svo sé eða ekki, en ótrú- lega margir sem hafa trúað því að líf vort stefni á æðri leiðir hafa öðlast við það ómetanlegan styrk og sálarró bæði í lífi sinu og dauða. Ég ætla að Þorsteinn hafi horfið yfir móðuna miklu í þeirri trú að líf vort hér sé aðeins stutt- ur kafli á langri leið og við taki sólarströnd fyrirheitna landsins. Ég og fjölskylda mín þökkum Þorsteini fyrir allar þær gleði og ánægjustundir sem við höfum átt með honum. Við metum mikils að hafa átt hann að vini og nágranna í nær tuttugu ár. Eftirlifandi konu hans, börnum og barnabörn- um, svo og tengdafölki, vottum við innilegustu samúð okkar. Blessuð sé minning hans. Eyþór Magnússon. — Minning Kristján Framhald af bls. 23 börn höfðu gaman af að lesa þær. Hann vann að félagsmálum kennara og lét sig miklu skipta hagsmunamál þeirra. 18. júlí 1940 gengu þau í hjóna- band Kristján og eftirlifandi kona hans, Jóhanna Ölafsdóttir, Eyvindssonar, húsvarðar í Lands- banka íslands og konu hans Elín- ar Jónsdóttur. Þau eignuðust fjögur börn. Guðríði, lauk stúdentsprófi, var fulltrúi í Landsbanka íslands, kennari á Neskaupstað, hennar maður er Helgi Geir Valdimars- son skipstjóri. Gunnar, lauk verslunarskólaprófi, lærði síðar niðursuðu i Þýskalandi og er nú togarasjómaður, hans kona er Helga Loftsdóttir. Hanna Karen stúdent og Ólafur Barði við nám i menntaskóla, eru í heimahúsum. Einnig hafa þau alið upp dótt- urson sinn Kristján Halldórsson. Þau Hanna og Kristján hafa átt indælt heimili. Þau eru vinmörg og alltaf ánægjulegt að sækja þau heim. Þau voru aufúsugestir á heimilum vina sinna. Kristján var góður ræðumaður og honum var lagið að flytja skemmtilegar og hugnæmar tækifærisræður. Það var jafnt hvort það voru ferming- arbörnin, ungu hjónin, jafnaldr- arnir eða þeir sem voru komnir á efstu ár, hann átti alltaf orðaval, sem hentaði hverju sinni. Eftir að þau Hanna og Kristján fluttust til Reykjavíkur náði hann aftur sambandi við systkini sín, sem hann fjarlægðist tveggja ára gamall. Með þeim tókst góð fjöl- skylduvinátta og í þeim hópi hafa systkini hans og fjölskyldur þeirra notið sín vel. Við hjónin og börnin okkar þökkum Hönnu og Kristjáni þá vináttu, sem þau alltaf hafa sýnt okkur. Við biðjum Guð að styrkja Hönnu og börnin hennar f þessum sviplega ástvinarmissi. F'jölskyld- um þeirra vottum við innilega samúð okkar. Kristjáni óskum við fararheilla yfir í hin nýju heim- kynni. Og við trúum að þar verði tekið vel á móti honum. Guð blessi minningu hans. Baldur Guðmundsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að aftnælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu ltnubili. t Útför mannsins míns, föður okkar tengdaföður og afa JÓSEFS EGGERTSSONAR, vélstjóra, Hátúni 10 A, ferframfrá Fossvogskirkju föstudaginn 16 þ m kl 1 3 30 Marta S.H. Kolbeinsdóttir, Hulda Jósefsdóttir, Jón Ágústsson, Gréta Jósefsdóttir, Þorsteinn Halldórsson, Esther Jósefsdóttir, Guðbergur Ólafsson, Eggert Jósefsson, Sigurborg FriSgeirsdóttir, Ágúst Jósefsson, Elln Þorvaldsdóttíf, og barnaböm Ullarverksmiðjan Gefjun auglýsir eftir tillögum að prjónuðum og hekluðum flíkum fyrir næsta hefti af prjónabókinni Elínu. GREIÐSLA: Um 40 uppskriftir verða keyptar til birtingar. Greiddar verða allt að 25 þúsund krónur fyrir meiri háttar uppskrift og allt að 15 þúsund krónur fyrir minni háttar uppskrift. SAMKEPPNISREGLUR: Flíkurnar eiga að vera á börn, unglinga og fulloróna. Handprjónaðar, vélprjónaðar eða heklaðar. Einnig hvers konar prjón eða hekl til heimilisnota eða heimilisprýði. I bókinni verða flíkur úr öllum tegundum Gefjunargarns. Eftirtaldar tegundir eru framleiddar: Grilon Merino, fínt - , gróft , eingirni Golfgarn Dralon Baby garn Sportgarn S - Kambgarn Grilon - garn Gefjunar ullin Super Wash Grettisgarn Loðband, einfalt, tvöfalt, þrefalt. Hespulopi Plötulopi. Senda skal tillögur greinilega merktar dulnefni til Auglýsinga- deildar Sambandsins, Sambandshúsinu Reykjavík, fyrir 31. jan. 1977. Tillögum fylgi nafn og heimilisfang sendanda í lokuðu umslagi, merktu sama dulnefni. í sama umslagi skal fylgja uppskrift af flíkinni í þremur stærðum. Æskilegt er að uppskriftir séu útfærðar samkvæmt sérstökum leiðbeiningum sem fást á öllum helstu útsölustöóum Gefjunargarns. Allar nánari upplýsingar gefur Gunnsteinn Karlsson, sími 28200. Dómnefnd lýkur störfum þ. 15- feb. 1977. Þær flíkur, sem ekki verða keyptar verða endursendar. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN PRJÓNABÓKIN ELÍN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.