Morgunblaðið - 15.07.1976, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JULI 1976
tslenzku varnarleikmennirnir áttu oft f vök að verjast f leiknum f
gærkvöldi. Þarna á Ólafur Sigurvinsson f höggi við Matti Paatelainen
frá Finnlandi og virðist hafa betur að þessu sinni. (Sfmamynd AP)
#
Oheppið
sundfólk
AUSTUR þýzka stúlkan B:r-
bara Krause. sem ð heimsmetið i
400 metra skriðsundi kvenna,
mun ekki geta keppt á Ólympiu-
leikunum i Montreal. Var hún
nýlega lögð á sjúkrahús i Berlln
meB igerS i hálsinum.
AUstur þýzka sundliSið hefur
þvi orðið fyrir miklum áföllum þar
sem Wolfram Sperling. sem
margir spáðu frama I bringusund-
um lenti nýlega i bifreiðarslysi
ásamt tveimur öðrum sundmönn-
um Lutz Loescher og Hartmut
Flöckner. Meiddist Sperling
alvarlega, en félagar hans sluppu
öllu betur. Þó er óvíst að þeir geti
keppt i Montreal.
Kúbumenn
fjölmenna
UM 160 fþróttamenn frá Kúbu
munu taka þátt I Ólympluleikun-
um I Montreal og keppa þeir í 14
iþróttagreinum. j frjálsum iþrótt-
um verða keppendurnir 29. og
meðal þeirra er hinn tvitugi Silvio
Leonard, sem er einn af heims-
methöfunum i 100 metra hlaupi.
11 hnefaleikamenn munu taka
þétt i leikunum, og eru i hópnum
þeir þrir er hlutu gullverðlaun á
leikunum I Munchen 1972:
Teofilo Stevenson. Emilio Correa
og Orlando Martinez.
Af öðrum fræknum iþrótta-
mönnum frá Kúbu sem keppa á
leikunum má nefna Alberto Juan-
torena sem keppir i 400 og 800
metra hlaupi. Alejandro Casanas
sem keppir I 110 metra grinda-
hlaupi og Silvia Chivas sem kepp-
ir i 100 metra hlaupi. en hún
hlaut bronsverðlaun I þeirri grein
á leikunum i Múnchen 1972.
Cheng fór
YNOIGE Chi Cheng frá Formósu
ákvað að taka saman föggur sin-
ar og halda heimleiðis þegar
stjórn alþjóða Ólympfunefndar
innar ákvað að ganga að kröfu
framkvæmdanefndar leikanna i
Montreal og útiloka keppendur
frá Formósu á leikunum. Chi
Cheng hlaut bronsverðlaun i 100
metra hlaupi kvenna á leikunum i
Mexikó 1968 og um tima átti
hún heimsmetið i þeirri grein.
t
Oheppinn
kúiuvarpari
MATTI Yrlölá náði bezta árangr-
inum i kúluvarpi i Finnlandi i ár á
móti sem fram fór i Helsinki í
siðustu viku. Varpaði hann 20,84
metra. Finnska Ólympiunefndin
var búin að gefa upp nöfn finnsku
keppendanna á leikunum er
Yrlölá vann afrek sitt og fær hann
þvi ekki að fara til Montreal.
Þangað senda Finnar einn kúlu-
varpara, Reijo Stálberg. sem
varpað hefur bezt 20,45 metra í
ár.
Frá Sigtryggi Sigtryggs-
syni f Helsinki:
EKKI verður annað sagt að
fslenzka knattspyrnulandsliðið
hafi valdið miklum vonbrigðum I
landsleik sfnum við Finna I gær-
kvöldi á Olympfuleikvanginum f
Helsinki. I.iðið náði sér aldrei á
strik og má teljast heppið að hafa
ekki tapað nema 1—0 fyrir
finnska liðinu. Varla gat heitið að
íslenzka liðið ætti umtalsvert
marktækifæri f þessum leik og
heildarsvipur liðsins var f
daufasta lagi — það vantaði allan
kraft og baráttu sem verið hefur
aðalsmerki liðsins í landsleikjun-
um að undanförnu.
Áhorfendur að leiknum voru
6.469 og fengu þeir lítið fyrir
aurana sína, þar sem knattspyrn-
an sem sást var fremur tilþrifa-
lítil allan timann og fátt gert í
leiknum sem mikils hróss var
vert.
Sem fyrr greinir tókst íslenzka
liðinu aldrei að sýna neitt í
líkingu við þá knattspyrnu sem
við höfum séð til þess í undan-
farandi landsleikjum. Er greini-
legt að Tony Knapp landsliðs-
þjálfari þarf að leysa ýmis vanda-
mál, ef við eigum ekki að fara ilia
út úr leikjum okkar við Holland
og Belgíu í undankeppni heims-
meistarakeppninnar í haust.
Mark á 12. mínútu
Finnska liðið byrjaði leikinn
mun betur og komst íslenzka
markið fljótlega í hættu. Þannig
hafði Finnland fengið tvö mjög
góð marktækifæri áður en markið
Jón Pétursson og Matti Paatelain-
en f baráttu um knöttinn f feikn-
um f gærkvöldi.
VÍÐIR
VANN
ÁRMAIMIM
1-0
VÍÐIR úr Garði sigraði Ár-
mann með einu marki
gegn engu í Bikarkeppni
KSÍ í gærkvöldi, en leikið
var í Garðinum. Markið
skoraði Ingimundur Guð-
mundsson með fallegu
langskoti í fyrri hálf-
leiknum. Sem kunnugt er
leikur Víðir í 3. deild, en
Ármann er í 2. deild og eitt
af betri liðunum þar.
kom á 12. mínútu. Aðdragandi
þess var sá, að finnsku sóknar-
mönnunum tókst þá að plata
íslenzku vörnina svo um munaði
með því að leika fallegan
þríhyrning og endahnútinn á
þessa sókn rak Esa Heiskanen
með góðu skoti af um 20 metra
færi sem Árni átti ekki möguleika
á að taka. Var þetta ekki í eina
skiptið í leiknum sem íslenzka
vörnin var illa á verði.
Sóknarlotur íslenzka liðsins
voru fáar og máttlausar og næst
því að skora komust Islendingar
um miðjan fyrri hálfleik, þegar
Guðgeir Leifsson tók hornspyrnu
og Jóhannes Eðvaldsson skallaði
að markinu. Tókst þá Finnum
naumlega að bjarga. Aftur á móti
fengu Finnarnir nokkur tæki-
færi, en voru klaufskir uppi við
markið og í eitt skipti bjargaði
Árni Stefánsson sem kom inn í
liðið á síðustu stundu fyrir Sigurð
Dagsson mjög vel.
Finnar áttu dauðafæri og
stangarskot*
Eftir mjög slakan fyrri hálfleik
var hægt að gera sér vonir um að
íslenzka liðið myndi standa sig
betur í seinni hálfleiknum. En
það var öðru nær. Sá hálfleikur
var enn slakari hinum fyrri. Það
var • helzt að hætta skpaðist ef
Guðgeir Leifsson var með knött-
inn, en aðrir leitcmenn virtust
ekki geta hrist af sér slenið og
leikið knattspyrnu. Er ekki hægt
að segja að finnska markið hafi
nokkru sinni komist i hættu i
hálfleiknum. Finnarnir voru hins
vegar oft ágengir og sköpuðu sér
færi. Þannig átti fyrirliði þeirra,
Matti Paatelainen, eigi færri en
þrjú dauðafæri i hálfleiknum og
mistókst í öll skiptin og einu sinni
áttu Finnar skot í þverslá.
Flestir áttu
slæman leik
Þessi landsleikur er einn sá
slakasti sem undirritaður hefur
séð til islenzka landsliðsins i ára-
raðir. Baráttan var engin í liðinu
og flest mistókst sem reynt var.
Framlinumennirnir Guðmundur
Þorbjörnsson og Teitur Þórðar-
son máttu sin lítils gegn varnar-
mönnum Finna með atvinnu-
manninn Tolsa í broddi fylkingar,
enda má með sanni segja að þeir
hafi fáar góðar sendingar fengið
frá tengiliðunum. Leikmennirnir
sem léku þá stöðu áttu afleitan
dag, ef undan er skilinn Guðgeir
Leifsson sem reyndi allan tímann
að byggja upp sóknarlotur og
hann sýndi raunar þá einu knatt-
spyrnu sem sást til íslenzka liðs-
ins. Aðrir tengiliðir voru Matthías
Hallgrímsson, Ásgeir Elíasson og
Árni Sveinsson. 1 öftustu vörn-
inni voru þeir Jóhannes Eðvalds-
son, Marteinn Geirsson, Jón
Pétursson og Ólafur Sigurvins-
son. Þeir voru óvenjulega óörugg-
ir í leik sínum og gerðu stundum
hrikaleg mistök. Árni Stefánsson
markvörður stóð hins vegar fyrir
slnu.
Finnska liðið sýndist fremur
jafnt I þessum leik og var góð
barátta einkenni þess. Leik-
mennirnir voru oftast fljótari á
knöttinn en Islendingar og
reyndu að byggja upp spil, en
þegar að markinu dró byrjuðu
mistök á mistök ofan hjá liðinu.
Tvær breytingar voru gerðar á
liðinu í leiknum. Halldór Björns-
son kom inná fyrir Matthías
Hallgrimsson á 72. mínútu og
Óskar Tómasson kom inná fyrir
Guðmund Þorbjörnsson á 65.
mínútu. <
Dómari f leiknum var enskur,
Homewood að nafni, og dæmdi
hann vel.
Margt sem leitar á hugann
eftir svo slaka frammistöðu
- sagði Tony Knapp landsliösþjálfari eftir leikinn
— ÞETTA var hörmufegur
leikur — sá versti hjá fslenzka
liðinu frá þvf að ég tók við þvf
fyrir þremur árum, sagði Tony
Knapp landsliðsþjálfari eftir
leikinn f Helsinki f gærkvöldi.
Það var lengi vef eins og það
væri aðeins eitt lið á vellinum
— það finnska. Okkur vantaði
tilfinnanlega Ásgeir Sigurvins-
son, en fjarvera hans er samt
engin afsökun fyrir lélegri
frammistöðu f þessum leik. Það
var hreinlega engin barátta f
liðinu, leikinn út f gegn. Það
eru margar spurningar sem
leita á hugann eftir þetta tap,
og þeim mun ég reyna að svara,
þegar ég kem heim til Islands,
sagði Tony Knapp.
Guðgeir Leifsson sagði að ís-
lenzka liðið hefði byrjað leik-
inn illa og fengið á sig mikið
klaufamark. — Þetta lagaðist
mikið þegar á leið, en samt ekki
nógu mikið, sagói Guðgeir. —
Þetta var ekki herfilegur leikur
hjá okkur, þótt hann geti ekki
talist neitt framúrskarandi góð-
ur. Ef Ásgeir hefði verið með,
held ég að leikurinn hefði orðið
öðru vlsi af okkar hálfu og þar
með úrslitin.
— Ég er ekki ánægður með
frammistöðu okkar I þessum
leik sagði Marteinn Geirsson.
— Þetta er víst áreiðanlega
botnleikur okkar. Það var eng-
in barátta I þessu hjá okkur t.d.
á borð við það sem var I leikn-
um gegn Noregi.
Homewood, hinn enski dóm-
ari Ieiksins, sagði að sér hefði
fundist þetta skemmtilegur
leikur sem auðvelt hefði verið
að dæma. — Ég tek aldrei eftir
einstökum leikmönnum þegar
ég dæmi, og því get ég ekki tjáð
mig um íslenzku leikmennina,
sagði Homewood, þegar hann
var spurður að því hvaða ís-
lenzkur leikmaður hefði staðið
sig bezt að hans dómi.
Eric Batty, blaðamaður hjá
Wold Soccer, var hins vegar
ófeimnari við að tjá sig um það
atriði. — Leikmaður nr. 7 (Guð-
geir Leifsson) var bezti maður
liðsins sagði hann. Batty sagði
að þetta væri fyrsti leikurinn
sem hann sæi Islenzka landslið-
ið leika og hefði hann orðið
fyrir miklum vonbrigðum. —
Ég átti von á mun betri leik hjá
liðinu miðað við þann árangur
sem það hefur náð að undan-
förnu, sagði Batty.
Þjálfari finnska liðsins,
Rytkonen, sagði að það sem
hefði komið sér mest á óvart I
leik þessum væri það hversu
lítil barátta hefði verið I hon-
um, en Finnarnir hefðu verið
búnir að búa sig undir mikinn
baráttuleik. — Leikurinn var
að minu mati ekki mjög slæmur
sagði Tykonen. Ég sá Island
leika 1974 á móti Finnum og
liðið ykkar hefur tekið framför-
um síðan, að ég tali nú ekki um
frá árinu 1949 þegar ég lék með
finnska landsliðinu sem tapaði
2—0 fyrir Islandi. Mér fannst
Guðgeir Leifsson bezti leikmað-
ur islenzka liðsins, en fleiri
ágætir knattspyrnumenn eru
greinilega I liðinu.