Alþýðublaðið - 08.12.1930, Page 2
2
" AEÞYÐQBfcAÐIÐ
SjávarútvegnriDD.
Fisfeimálaráðuneyti. — Hrað-
frvstihús. — Fisfeisamlag.
Ríldsstjórnin hefix í sumar, að
því er bezt er vitað, veitt erlendu
auðfélagi svo að segja kvaðalaust
sérleyfi til að reisa 6 stór frysti-
hús hér á landi og starfrækja
þau.
Saltfiskverzlunin er vegna
skipulagsieysis og fávíslegrar
samkeppni útflytj'enda komin í
það öngþveiti, að nálgast tekur
hörmungarástand það, sem sáldar-
verzlun og -útgerð var sokkin
aiður í áður en einkasalan var
stofnsett. Og öllum kemur saman
um, að okkur Islendingum sé nú
orðið það hreint og beint lifs-
skilyrði að geta selt sem mest af
fiskinum kælt eða fryst til út-
landa. En íslenzka útgerðarmenn
virðist skorta bæði framsýni,
djörfung og samheldni til að
koma þessari breytingu í fram-
kværnd. Þeir mæltu með þvi við
stjórnina, að hún veitti erlendu,
risavöxnu auðfélagi skilyrðislaust
sérleyfi til að reisa hér frystihús,
en það 'þýðir, að félag þetta nær
í sínar hendur nærri því öllum
útflutningi á frystum og kældurn
fiiski, ef af' verulegum fram-
kvamidum verður hjá því.
Alþýðuflokkurinn krafðist þess,
að ef sérleyfið yrði veitt, þá yrðu
jafnframt sett ströng skilyrði til
tryggingar því, að félagið yrði
eigi landsmönnum ofjarl, að það
mætti ekki eiga hér land eða
lóðir, en yrði að leigja af því
opinbera, er gæti ttekið frystihús-
in í sínar hendur eftir ákveðinn
tdma og haft nokkuð hönd í
bagga og eftirlit með starfsemi
félagsins.
Sérleyfismál þetta var talsvert
rætt á sambandsþingi Alþýðu-
flokksins í sambandi við
önnur sjávarútvegsmál, og þótti
fulltrúum stjórnin litla fyrir-
hyggju og framsýni hafa sýnt í
inálum þessum.
Eftirfarandi tillögur mn sjávar-
útvegsmál voru samþyktar í eitiu
hl jóði:
i. Fiskimál iráoimeij!i: Stofnað’
verði sérstakt fiskimálaráðuneyti,
er standi undir atvinnumálaráð-
herra. Undir það heyri: fiskirann-
sóknir, væntanlegar vélfræði- og
byggingar-leiðbeiningar á íiski-
báíum, fiskiklak, tilraunastöðvar
fyrir hagnýtingu afla og nýrra
veiðarfæra, markaðsfréttir og
annað það, er að sjávarútvegi
lýtur.
Fiskimátaráðuneytið gefi út
mánaðarrit eða vikublað, er leggi
sérstaka áherzlu á að kynna
mönnmn nýjungar í veiðiaðferð-
um og hagnýtingu 'aflans, svo og
annað það, er sjávarútveginum
má að haldi koma.
Fiskifélagið, eins og það nú er,
sé lagt niður, en fiskideildirnar
sjarfi áfram undir eftiriiti íiski-
málastjóra, og fái fjórðungssam-
bönd nokkur fjárráð.
II. Hraðjrystihús. Ríkið byggi
svo fljótt, sem unt er, hraðfrysti-
hús, sem rekin séu með líku fyr-
irkomuiagi og síldarverksmiðja
ríkisins, mánst 'eitt í hverjum
landsfjórðungi.
III. Fiskisamlag. Lögboðið verði
fiskisamlag, er hafi einkasölu á
útfluttum fiski fyrir alt iandið.“
Nái tillögur þessar fram að
ganga, er það tvimælalaust tiJ
hagsbóta fyrir útgerðarmenn um
land alt, einkum hina smærri, sem
bæði skortir fé og tækifæri til
að komia við nauðsynlegum til-
raunum til breytinga á veiðiað-
ferðum og verkunar. Og salt-
fiskverzlunin kemst aldrei í
sæmilegt horf, nema hin heimsku-
lega og skaðlega samkeppni út-
flytjenda innbyrðis falli niður
með öllu, Ríkið leggur nú fram
stórfé árlega til að byggja frysti-
hús fyrir kjötið, sem þó ekki
nemur nema tæpum tólfta til tí-
unda hluta fiskútflutningsins að
verðmæti.
Ef ekki er aðhafst, verður þess
skamt að bíða, að saltfiskverzl-
unin verði sams konar áhættuspil
og síldarverzlumn var og útflutn-
ingur á nýjum fiski verði eín-
okaður af erlendu auðfélagd, sem
kaupir nokkra ríkustu fiskikaup-
mennina og útflytjendurna með
friðindum til liðs við sig.
Rannsðfenar ferafist.
Hinn 27. október var í Vík í
Mýrdal verið að skipa út. kjöti
í vélbátinn Fylki úr Vestmanna-
eyjum, eða öllu heldur átti að
fara að gera það. Féll þá járn-
taíía úr bómunni, sem nota átti,
iOg í höfuíjið á einum manninum,
sem var í uppskipurxarbát viðj
hlið vélbátsins. Hét maður þessi
Oddur Sverrisson og var bóndi í
Skammadal, Hneig hann þegar í
ómegin, hafði fengið tvö meiðsl
á höfði, og kom síðar í Ijós, að
enn meiri meiðsl voru, Var hann
þegar fluttur í land, en lézt
næsta dag, hafði að eins rétt
sem snöggvast fengið meðvitund.
Skipstjóri á Fylki var Sigurður
Bjarnason, en stýrimaður Guðni
Jónsson.
Stjórn Slysatryggingarmnar
hefir nú skrifað stjómarráðinu
og krafist þess, að frekari rann-
sókn fari fram í þessu máli og
þeir menn verði látnir sæta á-
byrgð, er sekir kunna að reyn-
ast um hirðuleysi í sambandi við
slys þetta.
Frá sjómonnnnnœ.
FB., 8. dez.
Farnir á fiskiveiðar. Kærar
kveðjur til vina og vandamanna.
Skipshöfnin á „Nirði“.
Leitln að „Aprílu.
Leitinni að „Apríl“ var hætt í
gærkveldi, og höfðu varðskipin
þá verið að leita hans í 3V2 sól-
aThring, en árangurslaust. Var
sdðast leitað djúpt út og suður
af Vestmannaeyjum. Hefiir verið
ieitað alla leið austur fyrir land
og vestur fyrir Vestmaimaeyjar
tii hafs.
Farþegar á „April“ eru Pétwr
Hafstein bæjarfulltrúi og Ragn-
ar Kristjánsson, Sæmundssonar,,
héðan úr Reykjavik.
Auk þeirra skipverja á togar-
anum, sem blaöinu var kunnugt
um í fyrra dag, er Einar Hann-
esson, Laugavegi 11, hjálpanmat-
sveinn, 17 ára.
f,Harvestehideu strasadar.
Togarinn, -sem strandaði ná-
lægt Hádfigi-sskeri austan við Al-
viðruhamra á Mýrdalssandi, er
„Harvestehude“ frá Cuxhafen, sá,
er bjargaði mönnunum af
„Ametu“ í haust, en síðan misti
þrjá menn er „Ameta“ sökk.
Hafði skipið strandað um kl. 9
föstudagsmorgun, en skipverjar
ekki komist í land fyr en á há-
degi. Héldu þeir vestur yfir sand-
inn og komu í Hjörleifshöfða kl.
9 um kvöldið. Þar hafast nú eng-
ir við, en hús standa þar, og
gátu þeir búið þar vel um sig.
Kyntu þeir bál næsta dag og
sást það frá Vík, og var rnaður
sendur að vita hvað sætti. Bra
skipbrotsmenn þessir nú á leið
til Reykjavíkur.
RejrbjaTife að síga
til sjávar.
Guðmundur G. Bárðarson nátt-
úrufræðingur benti í fyrirlestri
sínum mn Reykjanesskagann á
þá staðreynd, að landið hér um
slóðir er að síga, þótt hægt faril,
og isjórinn þvi að ganga á strend-
umar. Benti hann enn fremur á,
að sennilegt sé, að til þess liggi
sú orsök, að eldgos hafa verið
/mörg hér í nágrenninu, og þegar
hraunið vellur upp, þá er ekki
ólíklegt, að tóm verði undir yfir-
borðinu, en af þunga yfirlaganna,
er eykst við tilkomu nýrra
hrauna, sígi yfirborðið smám
sarnan, ellegar þá að fljótandi
fifni, í iðrum jarðar á þessu mikla
eldgosasvæði færist til og stafi
landlækkunin þar af á sama hátt.
Hann benti á, að jarðsprungur
imiklar og margar liggja sam-
hldða eftir Reykjanesskaganum í
stefnu frá suðvestri til norðaust-
urs. Hafa oft komið gos úr sum-
um þeirra. Líklegt er, að svæðin
á milli þessara sprungna hafi
stundum sígið út af fyrir sig og
því fylgt jarðskjálftar, — að
sumir jarðskjálftar hér um slóð-
ir stafi af þeim orsökum. — —
Þótt sig landsins og ágangur
sjávar á það verði hægt og á
löngum tíma, þá kvað G. G. B.
þó óvarlegt að byggja hús án
grunnhækkunár hér i miðbænum,
þvi að að þvi geti rekið fyrr en
varir, að sjór sæki þangað upp
i lægðina, svo að sérstakar ráðr
stafanir þurfi að gera til þess
að verja miðbæinn sjávarflóðum.
Einnig sé af sömu ástæðu ó-
hyggilegt að byggja mikið af
húsum á grandanum milli
Reykjavikur og Seltjarnarness.
Til Sirandarkifkju. Áheit frá N,
í. S. 10 kr. Frá G. 5 kr.
Dómnr i rússnesfen safeamáí-
nnnm.
Moskva, 8. dez.
Unáted Press. — FB.
Ramzin, Zarichev, Kalinnikov,,
Tœlotæv og Chamovsky voru
dæmdir til lífláts, en Ochkin,.
Kuprianov og Sitnin voru dæmd-
ir í 10 ára fangelsi.
Frabkland stjórnlanst.
i
Paris, 8. dez.
United Press. — FB.
Louis Barthou, sem var falín
stjórnarmyndun, hefir tilkynt, að
'hann hafi verið til neyddur að
hætta við þá tilraun vegna þess,
að hann hafi eigi getað aflað sér
nægs fylgis í þinginu.
Kristján bóngnr lendir í bif-
reiðaárebstrí.
Khöfn, 8. dez.
United Press. — FB.
Bifreið Kristjáns konungs rakst
á Fordbifreið í útjaðri borgar-
innar í gærkveldi. Brotn-
hðu rúður í ’bifmðinni og hrukku
brot í andlit konungi og særðu
hann, en ekki stórvægilega.
Togararnir. Frá Englandi hafa
komið „Max Pemberton" og
„Baldur“ í fyrriinótt og „Þörólftur"
í gærmorgun. Hafði hann tafist
í Englandi vegna viðgerðar.
„Gyllir“ kom af veiðum í morg-
un með 1700 körfur ísfiskjar.
Skipafréttir. „Dettifoss" kom úr
Akureyrarför og „Botnía“ frá út-
löndum bæði kl. 1 í nótt og á
sama tíma fór „Brúarfoss“ vest-
íur og norður um land og fer
þaðan utan. „Alexandrína drottn-
ing“ kom í morgun kl. 5 frá
útlöndum.