Morgunblaðið - 17.10.1976, Page 16

Morgunblaðið - 17.10.1976, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976 VOPN Atómsprengjur í heimahúsum Börn í blóðbaðinu THOMAS Polden heitir niu ára gamall drengur I Ballygomartin á Norðut írlandi. Um daginn sá hann tvo menn skotna og stórslasaða fyrir utan bakdyrnar heima hjá sér. Þar voru að verki hermdaverkamenn úr Varnarsam- tökunum í Ulster. Nokkru eftir þetta atvik kom Thomas til móður sinnar; var hann ákaflega hugsi. Hann hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að móðir hans ætti að fá sér byssu til að verja hendur sínar. Skálmöldinni I Norður írlandi ætlar seint að linna. Og börnunum, sem alizt hafa upp við sifelld vígaferli á götum og í heimahúsum, þykir fátt eðlilegra, en mæður þeirra hefðu byssu í eldhúsinu til vonar og vara. Faðir Thomas er brezkur hermaður og bjó Thomas i sex mánuði i herstöð í Englandi. Honum féll illa þar Ein- hverju sinni kom hann inn í verzlun stöðvarinnar og bað um sælgæti Af- greiðslumaðurinn brást hinn versti við og kallaði drenginn „skitugan litin írsk- an gris' Þessu hefur Thomas ekki gleymt enn Vaknar hann oft á nóttum grátandi og biður þess hástöfum, að hann verði ekki sendur til Englands Það verður varla úr þessu, þvi að foreldrar hans eru i þann veginn að skilja að skiptum og er móður hans jafnilla við England og föður hans við Norður-írland Ég hitti þau mæðgm i sumardvalar- búðum kirkjunnar i Corrymeela, og móðir Thomasar sagði mér undan og ofan af högum þeirra og einkum Thomasi Hún kvaðst eiga fullt i fangi með drenginn Hann skrópar úr skóla, er nærri ólæs og óskrifandi, hnuplar í sifellu, strýkur oft að heiman og vaknar oftar en ekki hágrátandi á nóttunni Þannig hefur lifið leikið hann, þótt ekki sé það orðið langt Móðir Thomasar, Josephine Polden, er 26 ára gömul Þau mæðginin búa nú með móður Josephine, en auk þeirra er þriggja ára gömul systir Thomasar Fyrir skömmu fluttu þau úr fátækrahverfinu Shankill. þar sem Thomas ólst upp, i nýlegt hús við hliðina á vinkrá, sem Varnarsamtökin í Ulster reka Það er sama hvert menn flytja á þessum slóðum, striðið er hvar- vetna nálægt. Thomas hefur ekki enn komizt í kast við lögregluna, og má það heita furðu- legt, svo illa sem drengurinn er leikinn. Móðir hans kvaðst hafa farið með hann til læknis fyrir skömmu Læknir- inn sagðist ekki sjá annað, en Thomas væri heilbrigður að öllu leyti Frú Pold- en sagði lækninum þá frá tillögu Thomasar um byssuna En læknirinn kvað hann mundu vaxa upp úr þess konar hugmyndum Slíkur hugsunar- háttur barna þykir ekkert tiltökumál i Norðti-írlandi. Sadie Coates heitir önnur kona, sem ég hitti í Corrymeela. Hún var það með þrjú börn sin, þriggja, fimm og sex ára gömul Þau búa nú í Neðra-Shankill, en hyggjast flytja til Englands eins fljótt og auðið verður Fyrir þremur árum bjuggu þau i Crosby Street rétt við mörkin milli Shankill, sem er hverfi mótmælenda, og Falls, hverfi kaþólskra Einn daginn kom bensínsprengja fljúgandi inn um glugga á ibúð fjölskyldunnar og sprakk þar Enginn meiddist svo að sjáanlegt væri En elzta barnið, Roy, virðist hafa hlotið varanleqt tjón á geðsmunum KONUNGLEG, brezk mengunarnefnd gaf á dögunum út skýrslu um störf sín og eru þar váleg tíðindi. Fullyrðir nefndin, að hermdarverkamenn geti sem hægast smíðað kjarnorkusprengjur til eigin nota, ef þeir komist yfir plútóníum. Nefndin heldur því fram, að lítt lærðir menn geti nú orðið smlðað frumstæða sprengju ekki stærri en svo, að hún kæmist fyrir I litlum bll og væri auðvelt að flytja hana hvert á land sem þyrfti. Slík sprengja yrði að vfsu ekki jafnöflug og þær, sem kjarnorkuveldin sprengja að jafnaði, en þó gæti sprengimátt- urinn numið nokkrum tonnum af TNT og mun flestum finnast það kappnóg. Svona vítisvél gæti valdið stórtjóni á mönnum og mannvirkjum. Banvæn geislun yrði af henni á nokkur hundruð fermetra svæði og geislavirk efni mundu dreifast mun víðar. Hugsanlegt er, að tækist að smlða stærri sprengju, jafnvel svo öfluga, að sprengimátturinn næmi 100 tonnum af TNT. Þetta er þó talið heldur ólíklegt og iæt- ur nefndin svo um mælt I skýrslu sinni, að til þess þyrfti ekki að- eans lærdóm og nákvæmni heldur einnig talsverða heppni. En margir hermdarverkamenn mundu vafalaust gera sér smá- sprengjur að góðu fyrst um sinn. Það er þvl dálítið ískyggilegt, sem fram kemur I skýrslu nefndar- innar, að kjarnorkustöðva er ekki alls staðar nógu vel gætt. Kom nefndin I nokkrar slfkar I Bret- BRÉSNEF sendi alúðarkveðjur blaðamennskan ætti að vera „hreint og göfugt" starf alls staðar. Svo sem til þess að hnykkja á þessum háleitu óskum kaus þingið tvo heiðursmenn varaforseta og aðalritara sambandsins. Sá fyrri varð Viktor Afanasyev. hinn nýi aðalrit- stjóri Prövdu. málgagns sovézka kommúnistaflokksins, en hinn Jiri Kubka. gamall og dyggur liðsmaður í tékkneska kommúnistaflokknum. Alþjóðasambandi blaðamanna er mjög hugað að afla sér álits I Asfu- löndum. Afrfku og Suður Amerfku og finnur sambandið til ákafrar samkenndar með mönnum þar. Aftur á móti er sambandið ekki jafnhrifið af fjölmiðlunum á Vesturlöndum. Var mikið rætt um þau efni á þinginu og allir á einu máli um það, að vest- Eftir þetta var hann afar taugaveiklaður og árásargjarn Hann fór lika að fá flogaveikiköst svo öflug. að móðir hans gat ekki hamið hann ein, en varð að fá mannhjálp til þess Er hún þó engin veimiltíta Roy gekk til geðlæknis i nærri þrjú ár og fer enn i skoðun í heilsugæzlustöð einu sinni i viku hverri. Þegar Roy fór fyrst i skóla fyrir skömmu kynnti hann sig með því að ráðast á kennarana, er þeir komu ná- lægt honum Roy er þó ekki alls varnað Hann er framtakssamur drengur og áræðinn og fer oft könnunarferðir yfir „friðarlfn- una" milli mótmælenda og kaþólskra í einni ferðinni kynntist hann kaþólskum dreng á liku reki og eru þeir nú orðnir miklir vinir Á annar reiðhjól en hinn fótstiginn bíl og skiptast þeir á farkost- unum. Einn daginn kom Roy af fundi vinar sins og tilkynnti móður sinni hátíðlega, að „kaþólikkarnir mundu aldrei ráðast á okkur. Þeir eru vinir okkar" VEROLD FJÖLMIÐLARHHHBHHHBHHHHl Fram þjáðir (blaða)menn í þúsund löndum ... ALÞJÓÐASAMBAND blaðamanna heitir félagsskapur. Félagar þess eru flestir frá kommunistarikjunum, þótt sambandið heiti þessu nafni. En það var að halda upp á þrftugsafmælið sitt um daginn. Við það tækifæri hétu þingfulltrúar þvf einum rómi að hafa hugsjónir sambandsins ætfð í heiðri og berjast framvegis sem hingað til fyrir þvf að „framsæknar lýðræðisreglur" yrðu haldnar f fjölmiðlum. Þá var samþykkt ályktun til stuðnings „framsækinni, lýð- ræðislegri blaðamennsku" og sfðast en ekki sízt var lýst yfir þvf að rænir fjölmiðlar væru spilltir, auðhringar réðu þeim og útsendarar heimsvaldasinna væru þar f hverju skoti. En markmið þessara kauða væri að spilla þjóðunum í þriðja heiminum og halda nútfma nýlendu- stefnu við lýði. Hins vegar kom aldrei fram f ollum þeim tölum, sem fluttar voru á þinginu, að neitt væri athugavert við fjölmiðla f kommúnistarfkjunum. Varð ekki annað merkt en þeir væru algerlega frjálsir og óháðir; m.a.s. stóðu fjölmargir upp og áréttuðu svo það færi áreiðanlega ekki á milli mála, að fjölmiðlar f sóslalfskum rfkum væru „gagnheiðarlegir" og „friðelskandi". Ritstjóri Prövdu var einn, sem vottaði þetta. Hann kvaðst hafa 60.000 sovézka blaða- menn á bak við sig og mælti hann fyrir munn þeirra allra. Vildi hann aðeins minna f fáum orðum á fram- lag þeirra til „friðar og öryggis" f heiminum. Um Ifkt leyti barst á þingið heillaóska- og hvatningar- skeyti. Var það frá Leonfd Brésnef. Kvað hann Alþjóðasambandið hafa sýnt það svo að ekki yrði um villzt að það kynni að „uppfræða almenning hreinskilnislega og sannleikanum samkvæmt" f anda frelsisins og eftir reglum þess. Ætti þessi viður- kenning að taka af allan vafa. En loks barst svo vinarkveðja úr mið- austurvegi; hún var frá Assad, for- seta Sýrlands. Kvað Assad Sýr- lendinga meta það mikils, að Alþjóðasambandið hefði jafnan verið hliðhollt þeim, er berðust gegn „kynþáttastefnu zíonista". Það er hálfleiðinlegt að þurfa að nefna það f greinarendann, að þing Alþjóðasambandsins var haldið f Helsinki — f óþökk allra finnskra stjórnmálaflokka annarra en kommúnista. - HELLA PICK NORÐUR ÍRLAND ÞANN 30. desember árið 1936 slökktu 7000 verka- menn á öllum vélum I einni verksmiðju General Motors I Flint i Michígan og lögðu niður vinnu Það varð mark- verðasta verkfall í sögu bandariskrar verkalýðshreyf- ingar. Þetta gerðist undir lok kreppunnar miklu. Það var engin furða þótt verkamönnunum þætti mælirinn orðinn fullur. Hætt er við þvi. að kjörin, sem þeir bjuggu við, þættu bág nú á dögum. Þeir fengu engin laun. ef þeir veiktust. enga styrki ef þeir urðu atvinnu- lausir. Fridaga fengu þeir ekki greidda. Ef framleiðsla stöðvaðist um sinn var ekkert borgað út á meðan. Og þeir. sem kvörtuðu, voru bara leiddir út að glugga og þeim bent á atvinnuleysingja. sem himdu þar i hópum og bitust um hvert starf, sem losnaði. Þar kom, að verka- menn i biliðnaði stofnuðu stéttarfélag. En það hlaut hvorki viðurkenningu iðnrek Konan, sem stóð við hlið karl- mannanna enda né yfirvalda. Þá sió f orrustu, sem stóð f 44 sólar- hringa Varð hún svo hörð, að yfirvöldin sendu þjóðvarð- liðið á vettvang vopnað vél- byssum. En viðureigninni lauk með sigri verkamanna. Hér verður sagt frá konu einni, sem átti mikinn þátt f þessum sigri. Hún heitir Genora Johnson. Hún var 23 ára, þegar verkfallið mikla varð. Hún var verkamanns- kona, heldur Iftil fyrir mann að sjá og berklaveik en hafði snemma látið að sér kveða. 16 ára gömul tók hún þátt f stofnun fyrstu flokksdeildar Sósfalistaflokksins f Flint. Genora var fædd og uppal- in í Flint og ætt hennar hafði búið þar lengi. Þegar Genora fór að skipta sér af verkfall- inu í General Motorsverk- smiðjunum hættu foreldrar hennar og systkini að heilsa henni á götu. Genora, maður hennar og börn bjuggu f húsi föður hennar; var það stórt hús og leigði karl fjölda manna húsnæði. Þegar frétt- ist um „kommúnistann", dóttur hans, neituðu banka- stjórar að skipta við hann meðan hann skyti skjólshúsi yfir hana. Reyndi faðir hennar hvað eftir annað að flæma hana f burtu. Borgar- yfirvöld reyndu Ifka að þrengja að henni, og jafnvel snerist kirkjan gegn henni. En Genora lét ekki hugfall- ast. Hún var þess fullviss, að málstaður sinn væri góður. „Verkamenn voru svo hart keyrðir, að margir lentu f geðveikrahælum. Kornabörn dóu f stórum stíl úr hungri. Ég gat ekki staðið hjá þessu aðgerðarlaus, enda þótt flest- ir virtust geta það. Þetta var hryllilegt ástand." Hún bauð verkfallsmönn um nú liðveizlu sfna. En við borð lá, að hún yrði að beita brögðum til að þeir tækju við henni. Áttu þeir ekki þvf að venjast, að konur stæðu f stórræðum. Þeir buðu henni fyrst að afhýða kartöflur f eldhúsi bækistöðvanna, þar sem þeir höfðu búið um sig. Hún þakkaði gott boð en spurði, hvort ekki væri völ á einhverju merkilegra. Hún var þá látin klippa fréttir út úr dagblöðum. En svo komst hún að þvf, að úrklippurnar komust ekki óskertar til for- sprakka verkfallsins, heldur þótti einhverjum ástæða til að laga þær áður. Nennti hún þá ekki að klippa lengur en afréð að taka til eigin bragða Hún fór að mála skilti og skipuleggja mótmælagöngur; varð verkfallið strax frægt um allt land, er Genora sendi börn f mótmælagöngu með skilti, máluð vfgorðum. Skömmu sfðar stofnaði hún Varalið kvenna, svo nefnt, til hjálpar verkfalls- mönnum. Varaliðið fór um og aflaði stuðningsmanna, skýrði verkfallið fyrir fólki og stóðu vörð fyrir utan verk- smiðjuna til hvatningar verk- fallsmönnum, sem höfðu bú- ið um sig inni f verksmiðju- húsunum. Eitt kvöldið sló f bardaga. Það varð fyrir utan Chevroletverksmiðju eina. Þetta var f janúar og jökul- kalt f veðri. Verkfallsmenn voru við verksmiðjuna, þeir voru óvopnaðir. Logreglan kom aðvffandi vopnuð tára- gassprengjum, eldsprengjum og skotvopnum ýmisskonar. Réðst hún á verkamennina. Forsprakkar verkfallsins voru VANGASVIPUR r. ✓ s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.