Morgunblaðið - 17.10.1976, Side 18

Morgunblaðið - 17.10.1976, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976 tffgtntfrfafeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auqlýsingar hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson Matthfas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árii Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100 Aðalstræti 6, sími 22480 Áskriftargjald 1 100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 60.00 kr. eintakið. Orð Guðmundar Kjærnested Fróölegt er að kynn- ast þeim viðhorfum, sem fram koma hjá Guð- mundi Kjærnested skip- herra í viðtali við Morgun- blaðið sl. föstudag er hann horfir til baka til þorska- stríðsins og landhelgisdeil- unnar við Breta. Skipherr- ann segir í þessu viðtali: „Þegar ég lít yfir þetta eina ár, sem liðið er frá útfærslunni, er mér efst í huga sú framsýni, sem þeir stjórnmálamenn er að út- færslunni stóðu, sýndu. Ég sé þetta ef til vill betur hérna út í Danmörku en heima. ísland er alls staðar talið forysturíki í land- helgismálum og jafnvel Bretar hafa orðið að gera okkar orð að sínum. Stefna okkar var rétt og það eina, sem umheimurinn skildi ekki, var, að við vorum á undan.“ Þessi orð Guðmundar Kjærnested hljóta að vekja verðskuldaða athygli. Með- an þorskastríðið stóð sem hæst sl. vetur og vor og átökin voru hvað hörðust á fiskimiðunum milli varð- skipanna og brezku her- skipanna og skipherrann stóð í eldlínunni á hafinu, var haldið uppi harðri gagnrýni á ríkisstjórnina og einstaka ráðherra fyrir pólitíska meðferð á land- helgisdeilunni. Kröfur voru settar fram um hvers kyns fljótfærnislegar að- gerðir til þess að svara framkomu Breta og ríkis- stjórnin var sökuð um að sýna ekki nægilega hörku í viðureigninni við Breta. Nú kemur skipherrann á flaggskipi varðskipsflota okkar og lofar þá framsýni, sem þessir sömu menn sýndu í landhelgisdeilunni. Ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar höfðu nefnilega þrek til þess að standa á móti kröfum um vanhugs- aðar og fljótfærnislegar að- gerðir. Það þrek og sú framsýni leiddi til þess, ásamt frábærri frammi- stöðu varðskipsmanna, að sigurinn vannst í Ósló. Það er of lítið af því í þessu þjóðfélagi að menn hafi þrek til þess að standa gegn því, sem almanna- rómur kann að telja rétt í hita augnabliksins, en rök standa ekki til, þegar málin eru skoðuð af nægilegri yfirsýn. Nú er raunar ekki ástæða til að ætla, að deilur hefjist á ný um næstu að- gerðir í landhelgismálum okkar. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka, og þ.á m. Alþýðubandalagsins, hafa lýst því yfir, að þeir telji samninga um gagnkvæm fiskveiðiréttindi koma til greina. Þýðing þess fyrir okkur íslendinga kom mjög greinilega fram í sambandi við loðnuveið- arnar í sumar. Loðnan stóð svo djúpt út af Vestfjörð- um, að hefðu Grænlending- ar verið búnir að færa út fiskveiðimörk sín, hefðu loðnumiðin veriö innan þeirra. Sumarloðnuveiðar munu hafa mikla þýðingu fyrir þjóðarbú okkar í framtíðinni og þess vegna skiptir máli, að við lokum engum dyrum til samn- inga. Slíkt gæti valdið okk- ur erfiðleikum í sambandi Enginn vafi er á því, að hin ytri skilyrði þjóðarbús okkar hafa batn- að mjög og sölur gengið betur en áður. Samt sem áður verðum við að gera okkur grein fyrir því, að þótt batinn sé mikill er enn við mikla erfiðleika að etja. Og það er athyglisvert, sem við þær veiðar. Raunar liggur enn ekki fyrir, hvort fiskveiðilögsaga Græn- lands verður talin hluti af fiskveióilögsögu EBE, en alla vega er nauösynlegt fyrir okkur íslendinga að tryggja okkur fiskveiði- réttindi handan miðlínu milli Islands og Grænlands. Þetta er glöggt dæmi um það, að gagnkvæm fisk- veiðiréttindi geta skipt okkur verulegu máli. Og ekki er að efa, að ríkis- stjórnin mun sýna sömu framsýni í meðferð land- helgismálsins á næstunni og hún sýndi i síðasta þorskastríði að dómi Guðmundar Kjærnested. Geir Hallgrímssonforsæt- isráðherra sagði á Varðar- fundi fyrir skömmu, að við- skiptakjörin eru enn ekki orðin eins góð og þau voru á árinu 1972. Það sýnir, betur en flest annað, að ekki er enn grundvöllur til stórfelldra kjarabóta ílandinu. Viðskiptakjörin Reykiavíkurbréf ►^♦^•Laugardagur 16. okt.*~« Merkur embættismaður A það var m.a. bent, þegar hringvegurinn var opnaður í til- efni af Þjóðhátíð 1974, að þjóðir hafa ekki alltaf lagt vegi og bætt samgöngur sínar vegna auðlegð- ar, en margar þjóðir hafi orðið auðugar vegna góðra samgangna. Þessi sanníndi hafa orðið æ fleiri Islendingum ljós, eftir því, sem samgöngur hafa batnað hér á landi, en íslendingar hafa öðrum þjóðum fremur notað flugsam- göngur, því að vegakerfið hefur ekki verið með þeim hætti, sem hverju þjóðfélagi er nauðsyn. Á síðustu áratugum hefur þó verið reynt að gera þær úrbætur á, sem nauðsynlegar eru taldar, og þrátt fyrir mikla erfiðleika — og þá ekki síst fjárskort, — hefur tekizt að bæta svo samgönguleiðir á landi að kalla má hinar nýju vega framkvæmdir síðustu ára frem- ur byltingu en þróun. Þó að byltingar séu síður en svo æski- legar á öllum sviðum, er engum blöðum um það að fletta, að allir landsmenn fagna þessari byltingu af alhug og óska þess, að hún megi halda áfram, svo að unnt sé að ná þeim árangri í samgöngumálum þjóðarinnar, sem að er stefnt. Það féll í hlut Sigurðar Jóhannssonar vegamálastjóra, að hafa á hendi yfirumsjón með þeim nýmælum í vegagerð, sem áreiðanlega munu breyta íslenzku þjóðlífi og efnahag landsmanna á næstu árum og áratugum, og kem- ur öllum þeim, sem um hann hafa skrifað minningargreinar og gjörst þekkja til saman um, að hann hafi verið einn hæfasti embættismaður landsins vegna festu og þekkingar, skyldurækni og víðsýni og þá ekki sist sér- stakra hæfileika til að sameina ólík sjónarmið, en um fátt er meira deilt, eins og kunnugt er, en vegalagningar. Það er ekki heiglum hent að sigla milli skers og báru, þegar hreppapólitík og ýmis annarleg sjónarmið sitja í fyrirrúmi, eins og oft hefur viljað brenna við, þegar um vega- lagningar hefur verið rætt. Vega- lögin frá 1964, voru mikið fram- faraspor og hafa þau verið í end- urskoðun þar til í síðasta mán- uði, með þeim árangri, að fulltrú ar fimm þingflokka, sem sátu í nefndinni, ásamt embættismönn- um, urðu allir sammála um tillög- ur, sem ráðgert er að leggja fyrir það Alþingi, sem nú hefur hafið störf. Ber mönnum saman um. að hlutur Sigurðar í þessu samkomu- lagi hafi verið merkur og eftir- minnilegur, enda lýsir það honum vel, því að Sigurður var friðsamur maður og að eðlisfari hlédrægur og kom það sér vel í þeim úlfaþyt, sem oft hefur verið vegna vega- mála hér á landi undanfarin ár. Nú hefur brautin verið mörkuð og grundvöllur lagður að fram- tíðarstefnu í vegamálum landsins. Vegakerfið verður flokkað eftir umferðarþunga og stefnt að lagningu hraðbrauta með varan- legu slitlagi. Þessi stefnumörkun og þær hraðbrautir, sem þegar hafa verið lagðar, eru verðugur minnisvarði yfir það lífsstarf, sem Sigurður valdi sér ungur aó árum. Hann var sonur Jóhanns Hjörleifssonar vegaverkstjóra, sem margir kannast við. Jóhann kostaði kapps um að rétta námsmönnum hjálparhönd með þvi að taka þá í vinnu og eru þeir ófáir, sem eiga góðar minningar um veru sína í vegavinnuflokkum Jóhanns, bæði á Holtavörðuheiði, Stóra- Vatnsskarði og viðar. Jóhann var drengjum sínum góður leiðsögu- maður. Hann var ákveðinn vega- vinnuverkstjóri og vann starf sitt frábærlega vel af hendi við erfið skilyrði. Þeir, sem unnu hjá hon- um, báru til hans hlýjan hug, enda leit hann öðrum þræði á starfið sem reynslu og ungum mönnum, gott veganesti á þeirri lifsbraut, sem hver og einn verð- ur að velja sjálfur. Það var ógleymanlegt að vera í vega- vinnuflokki Jóhanns Hjörleifs- sonar á Stóra-Vatnsskarði og sjá breytinguna, sem varð við lagningu nýja vegarins yfir þennan fjallveg. Það er ekki víst að þeir, sem yngri eru og muna ekki eftir vegakerfinu, eins og það var, geri sér grein fyrir þeim miklu breytingurii, sem urðu, þegar upphleyptu malarvegirnir voru lagðir um landið, oft af mikilli snilld og útsjónarsemi. Það var því eftirsóknarvert að komast í starf til manna eins og Jóhanns Hjörleifssonar, því að lengi býr að fyrstu gerð. En eftirminnanlegast úr starfs- sögu Sigurðar Jóhannssonar verður kannski vígsla hring- vegarins í tilefni af Þjóðhátíð og þá einnig opnun Gjábakkavegar á Þingvöllum, sem bar ekki síður vitni vönduðum vinnubrögðum og mikilli hugkvæmni, enda þótt sú vegagerð væri í fyrstu harðlega gagnrýnd, eins og alltaf er um nýmæli hér á landi. Svo viðkvæm- ur sem Sigurður Jóhannsson var f raun og veru, hefur slík gagnrýni áreiðanlega haft meiri áhrif á heilsu hans en menn gætu haldið í fljótu bragði. Tillitssemi er ekki þjóðareinkenni á íslendingum og árásargirni er því miður of áberandi, a.m.k. í fjölmiðlum — og vaða þar oft og einatt uppi menn, sem þykjast vera spámenn, en hafa ekki alltaf, því miður, þá þekkingu, yfirsýn eða reynslu af staðháttum hérlendis, sem nauð- syn krefur þegar gagnrýnd eru verk annarra. Útan um slika menn vilja oft og einatt myndast sértrúarflokkar, og er engu líkara en Islendingar þurfi að mynda sértrúarflokka á öllum sviðum og þá stendur ekki á fjölmiðlum að ýta undir óánægjuna og efla þá, sem hæst láta. Fjölmiðlar hafa ýtt undir margt, sem vanhugsað er, en lýðræðið krefst einnig sinna fórna, eins og kunnugt er. Sig- urður Jóhannsson fór svo sannarlega ekki varhluta af ,,sér- trúarsöfnuðum" og íslenzkri fjöl- miðla-,,menningu.“ En hann æðraðist ekki, heldur vann hann starf sitt áfram af þeirri skyldurækni og þeirri trú á landið, sem honum var í blóð bor- in. Hún var honum eiginleg. Hann lagði undirstöður, sem munu koma sér vel í framtíðinni og þegar Morgunblaðið þakkar gott samstarf við hann — og þá ekki síst hin miklu og mikilvægu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.