Morgunblaðið - 17.10.1976, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1976
Unnur Helgadótt-
ir - Minningarorð
Unnur Helgadóttir fæddist á
Flateyri við Önundarfjörð 20.
febrúar 1903. Foreldrar hennar,
hjónin Helgi Andrésson, skip-
stjóri, og ílelga Björnsdóttir,
eignuðust tólf börn og ólu auk
þess upp tvö fósturbörn. Unnur
var yngst systkinanna, en þau eru
látan nema systur hennar tvær,
Ágústa og Steinunn.
Árið 1915 fluttist Unnur með
foreldrum sínum til Hafnar-
fjarðar og ári síðar til Reykjavík-
ur. Faðir hennar fórst ásamt syni
sínum með Leifi heppna á Hala-
miðum 1925, en móðir hennar dó
1952. Arið 1927 giftist hún
Kristjáni Kristjánssyni. Þau
eignuðust fjögur börn, en áður
átti Unnur þrjú börn með Lárusi
Lárussyni, verslunarmanni. Berg-
Ijótu dóttur sína missti hún, en ól
upp Gunnar, son hennar. Hin
börnin lifa — myndarfólk og
gegnir borgarar. Barnabörn
Unnar eru orðin 24 og barna-
barnabörnin 9.
Ég kynntist Unni Helgadóttur
fyrir 20 árum er Jóhann sonur
minn kvæntist Klöru Sjöfn,
dóttur hennar. Fann ég fljótt að
þar fór háttvis, listræn og geð-
þekk kona. Hún var vel greind,
einlæg og orðvör, en kunni góð
skil á mönnum og málefnum —
hafði hug og hjarta til að finna til
með öðrum. Oft ræddi hún
eilífðarmálin, hafði þar ákveðnar
skoðanir og fór ekki dult með.
Vildi hún fylgjast með á þessu
sviði.
Undanfarin ár hefur Unnur átt
við veikindi að stríða. Hún var þó
heima þegar ákvörðun var tekin
um brúðkaup Bergljótar, dóttur-
dóttur hennar, sem fram fór 9.
október síðastliðinn. Þann dag
var hún aftur komin á sjúkrahús.
Útför
EINARS B. WAAGE
hljómlistarmanns.
fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1 9 október kl
13 30
Eiginkona. móðir og dætur.
t
Innilegar þakkir viljum við færa öllum þeim sem sýndu okkur samúð
við fráfall og útför dóttur minnar
ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Álfaskeiði 104.
Við þökkum öllum þeim sem glöddu hana með heimsóknum og gjöfum ’
á sjúkrahúsið i sumar
Sérstakar þakkir skulu fluttar læknum og hjúkrunarfólki Borgarspital-
ans fyrir frábæra hjúkrun
Guð blessi ykkur öll
Sigriður Jónsdóttir og fjolskylda
------ .... -----
t
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar
MAGNÚS HELGASON
verður jarðsettur frá Aðventkrrkjunni. þriðjudaginp 19 október kl
10.30
Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim er vil|a minnast hins
látna er bent á liknarstarf Systrafélagsins Alfa Ingólfsstræti 1 9
Magnlna J. Sveinsdóttir
Sveinn Magnússon Magnús H. Magnússon
Hermann Magnússon Maria M Ammendrup
Tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, fósturfaðir og tengdafaðir,
ÞORSTEINN JÓNSSON.
fyrrv. kaupfélagsstjóri,
Reyðarfirði,
verður jarðsunginn frá Egilstaðakirkju föstudaginn 22 október n.k' kl
2 e h
Kveðjuathöfn verður i Fossvogskirkju þriðjudaginn 19 október kl 3
e.h
Þorvarður Kjerúlf Þorsteinsson Magðalena Thoroddsen
Margrét Þorsteinsdóttir Björn Invarsson
Jón Þorsteinsson Lovisa Eiriksdóttir
Þorgeir Þorsteinsson
ÓlafurH. Bjarnason Bergljót Guttormsdóttir
Einar Þorvarðarson Hallfrtður Bjarnadóttir
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
UNNAR HELGADÓTTUR,
Brúarflöt 1,
Garðabæ,
fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1 8 október kl. 3 e.h
Guðfinna Lárusdóttir
Helga Lárusdóttir
Unnur Erlendsdóttir
Birgir Kristjánsson
Rósinkrans Kristjánsson
Sjöfn Kristjánsdóttir
Gunnar Kristjánsson
Gunnar Gunnarsson
Sigurjón Kristbjörnsson
Magnús Finnbogason
Sigrfður Sigurðardóttir
Esther Magnúsdóttir
Jóhann Björgvinsson.
barnaborn barnabarnabörn
Þangað heimsóttu ungu hjónin
Unni þegar eftir giftingarathöfn-
ina. Veitti það henni mikla
ánægju. Siðan sofnaði hún glöð —
hinsta svefni.
Við umskipti þau er nú eru
orðin er ég sannfærður um að
Unnur sendir börnum sínum
þakkarkveðjur og biður öllum
blessunar er fram ganga af
bróðurþeli á sannleiksvegum. —
En við hin biðjum henni farar-
heilla er hún, laus við þjáning^r
og amstur dægranna, hverfur á
æðri stað — og þökkum birtuna
er við nutum í návist hennar er
hún fer í friði.
Björgvin Grimsson.
— Virkjanir....
Framhald af bls. 30
víkur og rússnesku mæranna er
vonlaus gegn ákafri ásókn, en
hvar í Noregi lína yrði mjög lengi
varin er leyndarmál. Stangast
þetta ekki við grein mína 24.9. né
aðrar horfur slæmar, gefur þó
engu vonleysi undir fótinn. Vitað
er, að Norðmenn hafa ýmsar
ástæður til að vilja ekki geyma
ofmörg egg sín í einni körfu brot-
hættri, og rökrétt framhaldshugs-
un af því að dreifa orkufrekum
iðnaði um 2000 km lengju í eigin
landi er að teygja líka part af
honum til Islands. Nóg um þetta
að sinni, svo og um olfumálin. Því
sfður nenni ég að skýra, hví ég
kysi miklu sfður að fela Kefla-
víkurflugvöll norsku en amerísku
liði.
En sér til allrar annarrar lífs-
bjargar og hagsmuna á örlaga-
stundum veit ég Norðmenn og
landar vorir kysu að standa
saman sem ein þjóð væri. Þeim er
einnig sameigið þrautgott eðli til
að standa af sér bylji, enda er
smárfkjamálstaður þeirra
helgaður mannkynsframförum
jafnt sem ættlöndunum nyrztu.
B.S.
Skilti á krossa
Skiltagerðin Ás
Skólavörðustíg 18.
Sími 12779.
— Pólland
Framhald af bls. 17.
ekki við þeim. Pólverjar þyrftu að
auka matarútflutning sinn, en draga
úr innflutningnum. Þeir eru orBnir
mjög skuldugir Vesturlandamönn-
um. Þeir eru slfalandi sammtlmalán
úr öllum áttum. en lánardrottnar ger-
ast hins vegar æ tregari. En „fólkinu
I landinu" er gramt i geði um þessar
mundir og lætur það ófriSlega og
rikisstjórnin kemur sér ekki að þvi að
breyta stefnu sinni til gæfulegri veg-
ar.
Stjórnin er komin milli steins og
sleggju. Annars vegar eru lands-
menn, sem heimta mat sinn ódýran,
en hins vegar stjórnin i Sovétrikjun-
um. Hún krefst þess. að pólska
stjórn.n haldi landslýð sinum i skefj-
um. Nú þegar eru mörg þúsund
sovézkra hermanna i Póllandi. Þá
hélt VarjáarbandalagiB haustæfingar
sinar i Póllandi fyrir skömmu til
merkis um „alþjóðahyggju öreig-
anna", eins og það var orBaB, en
jafnframt til áréttingar þvi, aB Sovét-
menn geti fylgt orðum sinum eftir
með valdi og skakkað leikinn. ef
ókyrrð verður I „vinarikinu".
Svo einkennilega vill til, að flestir
forsprakkar verkfallsmannanna i
Stettin hafa annaðhvort fengið dul-
arfullan dauðdaga, ellegar „dregið
sig i hlé". Segir það nokkra sögu. En
auk þess eru til frásagnir af þvi. sem
fór milli Giereks og verkfallsmanna
og einnig hafa geymzt öll loforðin.
sem Gierek gaf en stóð ekki við. Og I
þessum heimildum er að finna
ástæðuna til þess. að Gierek er um
megn að sætta pólsku þjóðina við
þær efnahagsráðstafanir, sem nú eru
bráðnauðsynlegar.
Þegar Gierek sat fundinn með
verkamönnum i skipasmiðastöðvun-
um i Stettin árið 1971 voru ekki
nema 40 dagar frá þvi, að hann tók
við völdunum. Það var forveri hans,
Wladislav Gomulka. sem hækkaði
matvöruverðið á sinum tima. Þá
urðu uppþot i hafnarborgunum við
Eystrasalt. Gomulka sigaði lögregl-
unni á verkamennina. Nokkur hundr-
uð manna létu lifið i þeirri viðureign.
En Gomulka valt úr sessi sinum. og
Edward Gierek var „kjörinn" aðalrit
ari pólska kommúnistaflokksins.
Eftir það hjöðnuðu uppþotin.
Verkamönnum var þó heitt i hamsi
áfram sem áður. Og nokkru siðar
varð fremur smávægilegt atvik i
skipasmíðastöð i Stettin til þess, að
upp úr sauð og verkamennirnir lögðu
niður vinnu og stefndu Gierek á sinn
fund.
Þetta var æði áhættusamt fyrir-
tæki. Vísast var, að enginn verka-
mannanna lifði það að segja frá
fundinum. Einn þeirra komst svo að
orði: „Hér i landi eru skýr mörk milli
þess. sem leyfist og hins. sem er
óleyfilegt. Við fórum yfir mörkin. Við
óhlýðnuðumst yfirvöldunum. Ég veit
ekki hvað verður úr þessu, en ég
held, að yfirvöldin viti það ekki held-
ur."
Skipasmiðirnir i Stettin gengu feti
framar en krefjast lækkunar mat-
vöruverðs. Þeir réðust að rótum
kerfisins, hvorki meira né minna.
Þeir kröfðust lýðræðis i stað flokk-
sklafans, sem lá á öllu Hfi i landinu.
Þeir heimtuðu „frelsi i stað sovézku
fjötranna". Þeir heimtuðu og réttar
og sannar upplýsingar um stöðu sina
og kjör. um fórnarlömb uppþotanna
og fleira. Þeir kváðust ekki lengur
una þvi að búa við lögregluriki. Og
siðast en ekki sizt kröfðust þeir þess.
að verkfallsmönnum yrðu gefnar upp
Innilegar þakkir fyrir samúð og virjarhug við andlát og útför
SIGURÐAR JÓHANNSSONAR
vegamálastjóra.
Stefania Guðnadóttir
Skúli Sigurðsson.
t
Minn hjartkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir. afi og bróðir,
KRISTINN NÍELSSON,
bifreiðastjóri,
Hraunbæ 166.
verður jarðsunginn frá Aðventkirkjunni, þriðjudaginn 19. okt. kl.
15.
Sigurrós Jónsdóttir,
Vtðir Kristinsson,
Hulda Guðmundsdóttir,
Niels Nlelsson, og
barnabörn.
„sakir"; þeim yrði ekki refsað og
þeir gripnir um leið og þeir kæmu út
úr skipasmiðastöðvunum. Einn tók
svo til orða: „Við eigum það á
hættu. að við verðum gripnir um leið
og við komum út og lögreglan lúskri
okkur. Og hún hefur réttinn ævin-
lega sin megin. Það er meinið. Svo
hnýsist hún i einkalif manns, jafnvel
allan æviferilinn þangað til hún finn-
ur eitthvað athugavert til þess að
klekkja á manni." Svo bætti hann
við: „Ég verð aldrei frjáls maður
aftur; lögreglan lokar mig inni i
skjalaskáp sinum." í þessari athuga-
semd birtist mikil saga og Ijót um
lifið i kommúnistarikjunum.
Gierek lofaði öllu fögru. En hann
bað verkamennina jafnframt að gera
sér grein fyrir þvi, að Sovétmenn
væru ekki einungis vinir þeirra. held-
ur yrðu Pólverjar einfaldlega að taka
tillit til þeirra. Að lokum lofaði
Gierek verkamönnum uppgjöf
„saka". og lýðræðislegum stjórnar-
háttum.
Öldurnar i Stettin lægði um sinn.
En fjötrarnir voru reyrðir aftur áður
árið var liðið. Svo liðu fimm ár. Þá
reyndi stjórnin aftur að hækka mat-
vöruverð en varð enn að láta undan
slga. í það sinn voru verkfallsmenn
aðrir en forðum — og nú voru marg-
ir handteknir og dæmdir hart. Það er
náttúrulega framför frá þvi. sem var
1970. er uppþotsmenn voru skotnir i
stórum stil.
Það er ekki nema rétt. að lýðræði
er heldur meira i Póllandi núna en
var fyrir sex árum. Nú geta Pólverjar
orðið ferðazt vitt og breitt um heim-
inn. Vestræn dagblöð liggja orðið
frammi i almenningslesstofum, póli
tiskar skrýtlur i blöðum eru oft furðu
hvassyrtar, og ritskoðun hefur verið
létt af leikhúsum og einstökum lista-
mönnum — að nokkru leyti. Yfir-
völdin fjandskapast ekki lengur við
kaþólsku kirkjuna eða umbera hana
aðeins. heldur virðist þeim nú I mun
að vingast við hana. Landbúnaður er
enn að mestu í höndum smábænda
og stjórnin getur ekki rekið þá til
þess að auka framleiðsluna. Þannig
mætti telja áfram. en af þessu sést
að pólska stjórnin varar sig á þvi að
þrengja um of að landslýðnum. Aftur
á móti getur pólska þjóðin ekki held-
ur neytt Gierek og stjórn hans til að
leggja af gamalgróna siði sina.
Gierek mun styðjast við Sovétmenn
áfram. Það er ekki von á framför I
þvi efni.
— HELLA PICK.
Afmælis-
o g
minning-
argreinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á f mið-
vikudagsblaði, að berast f sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.