Morgunblaðið - 05.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1976, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1976 V Sherlock Holmes og Watson læknir standa lesendum Sir Arthur Conan Doyles Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum eins og kvik- mynd, að vísu gömul í sjónvarpinu nýlega með Basil Rathbone í aðalhlutverkinu sýndi áþreifanlega. Kringum sögurnar hefur nánast myndast heil fræðigrein. Síðasta framlagið er ævisaga Conan Doyles, „The Adventures of Conan Doyle" eftir Charles Higham, sem kom út 2. desember hjá Hamish Hamilton (verð: £4.95) og hér birtist kafli úr. Á leiðinni til Sviss lentu Conan Doyle og kona hans í stórhríð, en þau héldu ótrauð áfram alla leið til Bern og þaðan upp í Oberland þar sem þau störðu furðu lostin á Reichenbach-foss og vatnsflauminn fyrir neð- an. lsklumpar flutu í straumnum, sem minnti á hring- iðu samkvæmt lýsingu Edgar Allan Poes. Louise Con- an Doyle hrakaði við fossinn og kvartaði undan verkj- um og þungum hósta þegar þau komu aftur til Lond- on. Arthur fann blóð í munnvatni hennar og fékk álit sitt staðfest hjá lækni í South Norwood og lungnasér- fræðingi i Harley Street, Sir Douglas Powell. Þetta voru slæmar fréttir: árið 1893 jafngilti læknisúrskurð- ur um berklaveiki dauðadómi. Sú hefði ekki verið raunin ef gagn hefði verið að berklalyfi dr. Kochs, sem Conan Doyle hafði fordæmt á siðum „Daily Tele- graph“. Það hafði ekki haft áhrif. Það hlýtur að hafa valdið Conan Doyle hugarkvölum að óafvitandi hafði hann grafið undan heilsu Louise af því hann kannað- ist ekki við fyrstu sjúkdómseinkennin þótt hann væri læknir, og þar sem hann hafði eindregið ráðlagt henni að fara í hjólreiðaferðir sínar, yfirhafnarlaus í röku veðri, og leyft henni að fara í erfiða sjóferð til Noregs þótt hún væri með barni, og ferðast i nístandi kulda með lest til Sviss. Svo mikið er víst að vinir hans tóku eftir því að hann var afar sorgmæddur síðari hluta vetrar og í vorbyrj- un. Auk þess hafði hann gert öllum Ijóst að fresturinn, sem Greenhough Smith, bókmennntaritstjóri timarits- ins „The Strand", gaf honum til að skila sögunum um Sherlock Holmes, sem birtzt höfðu í tímaritinu næst- um því frá byrjun, væri orðinn óþolandi. Sögurnar neyddu hann til að vanrækja Louise. Þótt hann hataði aldrei Holmes í raun og veru eins og margir sagnfræð- ingar halda fram, hafði honum aldrei fundizt eins þreytandi að grafa upp gátur úr sjóði reyrislu sinnar og lestrar. í siðustu sögunni í röðinni „Síðasta vanda- málinu", sem birtist í „The Strand" í desember 1893, er Holmes komið fyrir kattarnef Hún er ekki með betri sögunum og ber þess merki að höfundurinn var óþolinmóður þegar hann skrifaði hana. En hún er athyglisverð fyrir þá mynd, sem er dregin upp af glæpahrjáðum Lundúnum, og endurspeglar fyrstu reynslu Conan Doyles af borginni og endurvekur frá þessum fyrstu árum nafn Moriartys, sem nú er gefið hinum djöfullega Napóleón glæpanna, er stjórnar kóngulóarvefi bófaflokka í hinum skuggalegu undir- heimum undir rauðum og dökkgráum þökum borgar- innar. Hápunktur sögunnar, þegar Moriarty og Holmes hrapa í Reichenbach-fossinn, því miður utan sviðs, sýnir glöggt hve mikið Conan Doyle er i mun að losa sig við hetju sína, en sú mynd, sem er dregin af fossinum, er ljóslifandi, því að hún er byggð á nýlegri reynslu, og að auki svo skáldleg, að hvort tveggja sæmir lærissveini barnabókahöfundarins Mayne Reids, sem Conan Doyle dáði. Sidney Paget teiknaði frábæra mynd af atburðinum: hún sýnir hrikalega kletta, sem minna á myndir Gustave Dorés af „Víti“ Dantes, hún vekur upp tilfinningar um svart hyldýpi og fossúða, gotnesk klöpp er i baksýn og tveir menn ramba á yztu nöf og heyra lúður dómsdags gjalla. Watson er ekkí staddur við Reiehenbach-foss til að hjálpa Holmes af þeirri ástæðu að hann hefur fengið skilaboð og er beðinn að koma þegar í stað til hjálpar heldri konu, sem hefur dvalizt vetrarlangt í Davos og hefur fengið heilablæðingu af völdum berkla. í ljós kemur, að þessi kona hefur aidrei verið til: skilaboðin eru einfaldlega gabb til þess ætluð að draga Watson í burtu og koma dauða Holmes til leiðar. Hér segir Conan Doyle okkur ísmeygilega frá þeirri mikilvægu ástæðu sem lá að baki því að koma varð Holmes fyrir kattarnef: Louise kom dauða Holmes til leiðar einfald- lega vegna þess að hún þarfnaðist umhyggju Conan Doyles sökum berklaveiki sinnar. Hann hafði vanrækt hana vegna Holmes og þar með hafði hann í ljósi eigin sektartilfinninga átt þátt í því að kveða yfir henni dauðadóm. Auðvitað valdi hann Reichenbach-foss vís- vitandi til að setja „dauða“ Holmes á svið því að nístandi kuldi á svæðinu fyrir ofan fossinn hafði átt sök á því að Louise versnaði. Skömmu síðar fór hann með hana til Devos: skáldskapur hans varð þar með að veruleika ennþá einu sinni á ævi hans. Menn hafa mikið velt fyrir sér hver Moriarty hafi verið í raun og veru. Við höfum þegar séð uppruna eftirnafnsins í skýrslum um glæpamanninn George Moriarty í Lundúnablöðunum 1874. Prófessornum er þannig lýst, að hann hafi verið merkilegur stærðfræð- ingur og höfundur frábærs og torskilins rits um smástirni: þessi skapgerðareinkenni sækir Conan Doýle til vinar síns í Southsea, stærðfræðingsins og stjörnufræðingsins Draysons hershöfðingja, sem var sérfræðingur í smástjörnum. í útliti minnti Moriarty á kónguló, útlitið var feigðarlegt og ennið náfölt og þetta minnir á ritstjóra „The CornhilP', James Payn. Það er þvt mikilvægt, að Conan Doyle gaf honum fornafn Payns. Fyrirmyndin að skapgerð hans og starfsemi er hinn frægi glæpamaður nítjándu aldar Adam Worth eins og könnun á ferli Worths leiðir greinilega í ljós. Worth var á sínum tíma þekktur sem „Napoleon glæpanna" og það er nákvæmlega sama lýsingin og Holmes gaf á Moriarty. Dulnefni Worths eða falskt nafn hans var Harry Raymond. Athugum eftirfarandi: HAR(RYRAYMO)ND (MORIARTY) Láta mun nærri að stafaröðinni sé breytt til að búa til nýja orðmynd. Við skulum nú athuga hliðstæðurn- ar í starfsemi þeirra. Adam Worth var t.d. fjáður og stjórnaði geysiþéttriðnu glæpaneti. Eitt frægasta afrek hans varð uppistaðan í söguþræði „Rauðhausa félagsins." Árið 1869 tók hann á leigu hjá kunnum veðlánara hús við hliðina á Boylestone-banka í Boston. Hann gróf göng úr kjallaranum og rændi úr bankan- um 450.Q00 pundum í reiðufé og skuldabréfum, meðal annars gullpeningum. Seinna framdi hann svipað rán í hirzlum Öcean-bankans í New York. í sögunni um sjúklinginn sem réð lækni til að búa hjá sér er minnzt á Worthingdo-bankaræningjana. En síðustu og skemmtilegustu vísbendinguna um hver Moriarty var í raun og veru er að finna í ævintýri sem Sherlock Holmes lenti síðar í, „Dal óttans". í þessari stuttu skáldsögu er okkur sagt frá því hvernig Moriarty kemst bersýnilega með ólöglegum ráðum yfir málverk eftir Greuze, er kallast „La Jeune Fille a l’Agneau" Ekkert slíkt málverk er til þótt Greuze málaði oft fallegar ungar stúlkur innan um dýr eða fugla svo að nafnið á vel við og er vel til fundið. Athugum svo eftirfarandi: 25. maí 1876 vann Adam Worth frægasta afrek sitt. Hann rændi málverki Gainsboroughs, „Hertogaynjunni af Devonshire". Conan Doyle var þá drengur og fátt var um annað talað á Englandi þá. Og frá hverjum rændi hann málverkinu: fyrirtækinu Agnew í Bond Street: AGNEAU AGNEW „La Jeune Fille a I’Agneau" þýðir bókstaflega „Unga konan með lambið". En einhver, sem væri illa Framhald á bls. 53 Hver var prófessor jlMoriarty?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.