Morgunblaðið - 05.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1976 53 — Hver var prófessor Moriarty? Framhald af bls. 42 að sér í frönsku, gæti þýtt heitið þannig: „Unga konan hjá Agnew“. Húrra! Við höfum fundið manninn. Auðvelt er að gera sér í hugarlund að Conan Doyle hafi dregið andann léttar þegar hann lagði- frá sér pennann í lok síðustu sögunnar í syrpunni. Green- hough lét svo lítið að biðja Holmes lífs. Reiðin sauð niðri í George Newness, sem reyndi einnig að koma vitinu fyrir hinn þrjózka höfund. Það var til einskis. Dauðskelkaður og skjálfandi á beinunum birti Newnes söguna. Eins almenn sorg ríkti ekki fyrr en Viktoría drottning Iézt sjö árum síðar. Rúmlega 20.000 áskrifendur sögðu upp blaðinu þegar í stað. Þeir og tugþúsundir annarra skrifuðu skammarbréf til „The Strand", þar sem þeir mótmæltu þessu viðurstyggi- lega morði. „Skepnurnar ykkar!“ byrjaði bréf frá konu nokkurri. Ungir menn í fjármálahverfinu báru svarta silki- borða á höttum sínum eða frakkaermum og konur klæddust sorgarfötum. Prinsinn af Wales tók sér fráfall leynilögreglusnillingsins sérstaklega nærri og orðrómur var um að Viktoríu drottningu væri „ekki skemmt" (ath: orðatiltæki sem hún var fræg fyrir). Hvernig stóð á þessu hugarangri? Meðal annars af því að fólk lifði sig svo inn í sögurnar að það trúði því að Sherlock Holmes væri í raun og veru til og að Watson læknir (sumir sögðu Watson læknir í Upper Norwood) hefði skrifað frásagnirnar af afrekum hans. Sú þjóðsaga lifir jafnvel enn þann dag í dag og Conan Doyle hefur verið settur í hlutverk forleggjara Watsons. Meira máli skipti að fólki fannst að fulltrúi hreinn- ar, óeigingjarnrar góðsemi í vondum heimi hefði farizt við Reichenbachfoss; að brjálsemin holdi klædd hefði drepið skynsemina holdi klædda. Mörgum fannst sam- líkingin liggja í augum uppi: þróttugt, skynsamlegt öryggi Viktoríutímans var óðum að hrynja fyrir öflum siðferðilegrar og andlegrar ringulreiðar. Við fráfall Holmes hrundi enn önnur uppistaðan: mörg þúsund skuggalegar verur sem laumuðust handan ljósanna frá gaslömpum og olíulömpum Lundúna gátu farið óhultar ferða sinna. Barátta Scotland Yards hélt áfram að valda vonbrigðum; nú hafði öll von um Sir Arthur Conan Doyle skáldlegt mótvægi verið þurrkuð út. Hversdagslegri skýring er til, hrein og bein óánægja vegna þess að missa af fleiri spennandi og ævintýralegum Sherlock- sögum í kunnuglegu umhverfi útborga Lundúna og rólegra sveitaþorpa. Ekki yrði lengur hægt að ganga eftir Baker-stræti og Tottenham Court Road eða fara til Norbury og Stoke Poges og reyna að imynda sér hvaða æsispennandi leynilögreglusögu Conan Doyle gæti látið gerast handan við næsta götuhorn. England yrði ekki framar uppfyllt af furðulegum, æsandi og skemmtilegum afrekum Holmes, limgerðin og vorrós- irnar og gráleitar göturnar og kirkjuturnarnir mundu ekki framar titra við kyngimögnuð orðaskipti leyni- lögreglumannsins, læknisins og bófans. Því aðeins liðu nokkur ár þar til sögurnar um Sherlock Holmes skipuðu sér á bekk með ævintýrum — kynngimagnaðar, ótrúlegar, bornar uppi af eins óþrjótandi hugmyndaflugi og hjá Hans Christian Andersen eða Grimms-bræðrum. Þegar roðasteinn Morcars greifafrúar birtist i sarpi jólagæsarinnar og einkennisstafirnir „H.B.“ finnast í hattbarði eiganda gæsarinnar, þegar konungurinn í Bæheimi kemur fram úr þokunni með grimu, þegar svart barnsandlit er falið bak við gula grímu erum við í sama ævintýra- heimi og ljóti andarunginn, kistan fljúgandi og Hans og Gréta. Fólk á tíma síaukinna vísindaframfara þráði furðusögur, eitthvað yfirnáttúrulegt og ótrúleg ævin- týri og nú virtist eiga að svipta það unaðslegustu myndunum, sem hægt var að hugsa sér. Sem betur fór var Conan Doyle ekki í Englandi þegar alda mótmæla og sorgar reið yfir London í desember 1893. Þau hjónin höfðu farið aftur til Sviss í október þar sem von var á betra veðri og leigðu herbergi í Kurhaus-hóteli í Davos. Þetta var fallegur staður. Sóknirnar Davos-Platz og Davos-Dorf voru í fögrum dal fimm þúsund fetum yfir sjávarmál, um- luktar hvítum tindum sem glóðu i vetrarsólskininu og endurómuðu af stöðugum bjöllu- og klukkuhljóm frá hestvögnum, kerrum, almenningsvögnum, hesta- sleðum og öðrum farartækjum, frá kirkjum, kapellum, kúm, geitum og kindum. í nóvember var himinninn heiðblár næstum því eins og á ítalíu. Desembermánuður var Ifka fullkom- inn og Conan Doyle flutti oft erindi í bókmenntafélagi Davos. Hann naut þess að taka ljósmyndir og festa á filmu glóa steinanna og snjósins. Hann fór í margar sleðaferðir til st. Moritz, sem var skammt frá, og renndi sér á sleða eða fylgdist með sleðakeppni, tók þátt í kynningu norræna skíðagreina eða renndi sér á skíðum í hlíðunum og á skautum á stóru skautasvelli Davos og var þátttakandi i ýmsum fjallgönguferðum í neðstu hlíðum Alpanna. A meðan lá Louise á bakinu á hótelsvölunum með loðskinnsábreiður ofan á sér ■— þetta var læknisráð þeirra tíma. í þessu umhverfi fegurðar frá öðrum heimi var hann eins gagntekinn angurværum söknuði og áður. Hann samdi „The Stark Munro Letter" í Davos 1893. Skáldsagan fékk góða dóma eins og hún átti skilið þegar hún kom út ári síðar og er eitt geðugasta og góðlegasta verk hans, uppfull af skemmtilegum smá- atriðum, og það eina sem spillir henni er endirinn þar sem söguhetjunum, sem túlka hann og Louise, er kálað í járnbrautarslysi. Hafði Madelein eitrað matinn, eða hafði spennan sem ríkti á óðalinu eftir árásirnar aukið á grunsemdir Falcons? Theresa Charles fer hér á kostum, þessi bók hennar er ein sú mest spenn- andi sem við höfum gefið út. GártlaDd. Férnfiis Örlögin börðu vissulega að dyr- um, þegar Shefford læknir flutti sjúklinginn dularfulla heim á heimili sitt. Og það voru margar spurningar sem leituðu á huga Ónnu Shefford; Hvers vegna hafði Sir John einmitt valið hana? Hvers vegna vildi hann einmitt kvænast henni,fátækri, umkomu- lausri læknisdóttur, forsjá þriggja yngri systkina? Rauðu ástarsögumar Hugljúf og fögur, en um fram allt spennandi ástarsaga bóndans unga, hans Andrésar, barátta milli heitrar og æsandi ástar hinn- ar tælandi Margrétar og dýpri en svalari ástar Hildar.hinnarlyndis- föstu og ljúfu heimasætu stór- býlisins. - Heillandi sænsk herra- garðssaga. Nunnan unga var hin eina, sem möguleika hafði á að bjarga lífi særða flugmannsins, sem svo óvænt hafnaði í vörzlu systranna. En slíkt var dauðasök, því ungi flugmaðurinn var úr óvinahern- um og þjóðverjarnir voru strangir. - Óvenjuleg og æsispennandi ástarsaga. Sex ungar stúlkur, sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið fyrir vonbrigðum í ástamálum og eru fullar haturs í garð karlmanna almennt, taka eyðibýli á leigu og stofna Karlhataraklúbbinn. ...En þær fengu fljótlega ástæðu til að sjá eftir að hafa tekið þessa ákvörðun....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.