Morgunblaðið - 05.12.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1976, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNVDAGUR 5. DESEMBER 1976 Margir fslendingar hafa komið til Sovétríkjanna, ýmist sem mikilsvirtir boðsgestir eða fuiitrúar í opinberum samninganefndum eða öðrum sendinefndum. Þð hef ég látið til leiðast að segja ferðasögukorn úr austurvegi í þeirri trú, að reynsla mín kunni að vera sérstæð að ýmsu leyti, svo og ef verða mætti til að hnekkja missögnum, sem komizt hafa á kreik, um ferð okkar Helga Helga- sonar til Moskvu í sl. mánuði. Ég mun að mestu sleppa að ræða um það, sem fiestum liggur í augum uppi, þegar þeir koma á þessar slóðir, svo sem þann mikla stétta- mun, sem þar virðist ríkja, og augljðslega bág kjör þeirra, sem verst eru settir. Ég mun ekki f jöiyrða um dýrð Kremlar, né drungasvip Moskvuborgar að öðru leyti, þegar slökkt hefur verið á ljósaskrautinu frá 7. nðvember. Ég mun ekki taia um mataræði né hreinlætis- aðstöðu á opinberum stöðum, þðtt margt mætti um þau efni segja. Og ég mun ekki reyna að lýsa tilfinningunni, sem er því samfara að vera allt í einu staddur í landi, þar sem tunga innfæddra er óskiljanleg með öllu, fáir tala að gagni hin svo nefndu heimsmál, og meira að segja stafrófið sjálft er svo framandlegt, að vandræði eru að stafa sig fram úr gatnanöfnum, a.m.k. fyrstu dagana. Eurovision og Teleforum í fyrra hluta nóvembermánaðar sl. fór ég, ásamt Helga Helgasyni dagskrármanni í Frétta- og fræðsludeild Sjónvarpsins, i viku- ferð til Sovétrlkjanna, eða til Moskvu nánar til tekið. Ferð þessa bar að með þeim hætti, að einhverntfma f sumar barst Sjón- varpinu boð um að senda tvo menn f heimsókn til sovézka sjón- varpsins. Samkvæmt ósk okkar var heimsókn þessi tfmasett þannig, að okkur gæfist kostur á að sækja svonefnt Teleforum, sem haldið er f Moskvu f nóvem- ber ár hvert. Hér verð ég að geta þess til skýringar, að sjónvarpsstöðvar Evrópu — og raunar útvarps- stöðvar einnig — hafa skipað sér f tvö sambönd eða bandalög: EBU — European Broadcasting Union — eða Eurovision, sem er sam- band stöðvanna f Vestur-Evrópu og Intervision, sem er bandalag stöðvanna f Austur-Evrópu. Aðeins tvö lönd, Finnland og Júgóslavfa, eru f þessum banda- lögum báðum. Bæði samböndin gangast fyrir árlegum efnis- skoðunarmótum, þar sem stöðvarnar kynna nýjustu framleiðslu sfna. Skoðunar- fundur Eurovisionar er haldinn í Milano f október, en skoðunar- fundur Intervisionar, Teleforum, f Moskvu f nóvember eins og fyrr segir. íslenzka sjónvarpið hefur átt fulltrúa á Mflanófundinum all- mörg undanfarin ár, enda er Ríkisútvarpið aðili að EBU. Tele- forum höfum við hins vegar ekki sótt fyrr, og þótti þetta þvf gott tækifæri til að kynnastá einum stað þvf helzta, sem Intervisions- löndin hafa fram að færa. Héldum vonglaðir úr hlaði Tilmælum sjónvarpsins um þessa tfmasetningu á heimsókn okkar Helga var þegar vel tekið, en alllöng bið varð þó á þvi, að hún væri formlega staðfest, og hafði ég satt að segja nærri af- skrifað þessa ferð um tfma. Þar kom þó, að öll formsatriði voru komin f lag: vegabréfsáritun tók skamman tfma, og þegar ferða- áætlun okkar var ákveðin i öllum atriðum, u.þ.b. viku fyrir brott- för, fórum við f sendiráðið m.a. til að fá leiðbeiningar um það, hvernig við skyldum haga okkur, þegar til Moskvu kæmi. Okkur var tjáð skýrt og skilmerkilega, að tekið mundi verða á móti okkur á flugvelli f Moskvu, síðan værum við gestir sovézku stjórnarinnar meðan við dveldumst í landinu, séð mundi verða fyrir öllum okkar þörfum og þyrftum við alls engar áhyggjur að hafa af einu né neinu. Með þetta héldum við vonglaðir úr hlaði 7. nóvember á sjálfu byltingarafmælinu, og gistum I Kaupmannahöfn næstu nótt, þvi að ekki hafði reynzt unnt að komast til Moskvu á einum degi. Næsta dag stigum við svo uppi f SAS-flugvél, sem flutti okkur til hinnar fyrirheitnu borgar með millilendingu í Stokkhólmi. Samferða okkur voru nokkrir danskir, norskir og sænskir sjón- varpsmenn, sem voru á leið á Teleforum, og var ég kunnugur sumum þeirra áður. Vélin lenti síðan, nokkurn veginn á tilsettum tíma á Sheremetjevo flugvelli við Moskvu. Við höfðum heyrt af því sögur, að það gæti tekið tfmana tvo að komast í gegn um allt eftirlit á Moskvuflugvelli, en ekki lét ég sfíkt á mig fá, þar sem ég þóttist eiga vfsar móttökur stjórnar- erindreka, sem mundu leiða okkur eftir rauðum dregli fram hjá öllum erfiðleikum. Þegar við komum inn í flugstöðvarbygg- inguna, var þar að vísu mjög margt um manninn, en flestir virtust standa í biðröðum til að komast gegn um hliðin, þar sem vegabréfsskoðun fór fram, aðrir kunna að hafa verið einhvers- konar öryggisverðir, og ekki allir einkennisbúnir, en enginn sýndi þess nein merki að vera þarna kominn til að taka sérstaklega á móti tveimur Islendingum. Við sáum því þann kost vænstan að slást f hóp með norrænum starfs- bræðrum okkar og systrum og stilla okkur upp í eina af hinum mörgu biðröðum. Tvær og hálfa klukku- stund f biðröð Þarna voru sjálfsagt menn og konur af mörgum þjóðernum og með misjafna biðraðamenningu að baki. En það er skemmst frá þvf að segja, að brátt varð þrýst- ingur þarna f röðinni óþægilega mikifl, og ekki bætti loftleysið í þessum salarkynnum úr skák. Roskin sænsk kona, sem stóðu hið næsta okkur Helga, varð hvað eftir annað að flýja úr röðinni til að ná andanum og forðast yfirlið. Ut yfir tók þó, þégar á sviðinu birtist nokkur hópur vasklegra manna, kannske 10—12 að tölu sem hóf tangarsókn að því hliði sem við stefndum að, báru þessir sókndjörfu fulltrúar einkafram- taksins sovézk vegabréf, og allir höfðu þeir samskonar höfuðföt: sléttar kollhúfur útsaumaðar, sem sýndust geta verið hluti af þjóðbúningi. Að öðru leyti kann ég ekki deili á þeim. En auðvelt er að hugsa sér, að þarna hefði getað komið til átaka og einhverjir jafn- vel verið barðir að lokum, t.d. ef f biðröðinni hefðu verið fyrir blóð- heitir og bardagaglaðir júdómenn, óvanir þvf að láta ýta sér til hliðar að ástæðulausu, Það tók tvær og hálfa klukku- stund að komast f gegn um vega- bréfaskoðunina, og var okkur raunar ekki vandara um en öðr- um sem þarna voru, nema að því leyti sem við höfðum að sjálf- „ Tel mig hafa séð þetta mikla land í rétt- ara Ijósi” sögðu stöðugar áhyggjur af mót- tökunefndinni, sem alltaf hlaut að bíða okkar bak við hið torsótta hlið. Það varð mitt fyrsta verk, þegar gegn um hliðið var komið, að skygnast um eftir henni, en Helgi bjargaði farangri okkar úr greiðarlegri hrúgu af töskum, sem þarna hafði safnazt fyrir og þóttist góður að okkar töskur skyldu þó ekki hafa fengið verri útreið en raun bar vitni. Ekki urðum við varir við að nein toll- skoðun færi þarna fram. Þrír konfektmolar í kvöldverð En móttökunefndin, sem við höfðum hlakkað svo mjög til a hitta, lét ekki á sér kræla. Hins vegar var uppi merki Teleforum þar úti I einu horni, og þar voru í kring einhverjir menn, sem vís- uðu okkur, ásamt öðrum þátt- takendum f Teleforum, út f gamlan og hrörlegan rútubíl sem flutti okkur inn f borgina á Hotel Rossia, sem sagt er vera stærsta hótel f Evrópu og rúma 6000 gesti. Þar bjuggu allir þátttakendur I Teleforum, og þar höfðu forstöðu- menn Teleforum skrásetningar- miðstöð. Þeir, sem þar voru fyrir, höfðu að vísu nöfn okkar, sem þeim hljóta að hafa borizt hér frá sendiráðinu. Hins vegar könnuðust þeir ekki við, að við værum sérstakir boðsgestir, og einn þeirra lét f ljós með orðalagi, sem ég taldi stórlega mógðandi, efa sinn um að við segðum rétt til um þetta. Það er skylt að taka fram, að maður þessi baðst sfðar afsökunar á þessu. Eftir nokkurt orðaskak og margar mislangar biðir var okkur þó komið fyrir á hótelherbergjum, en þá voru liðnar hartnær fimm klukku- Jón Þórarinsson sfundir, frá því að flugvél okkar lenti á Moskvuflugvelli, og komið langt fram á kvöld. Þá óskuðum við leiðbeininga um, hvar og hvernig við gætum fengið matar- bita, áður en gengið væri til náða, en fengum þau svör ein — og ekki sem kurteislegust — að mat gætum við ekki fengið, þar sem við ættum ekki rúblur, og peningum gætum við ekki skipt, því að búið væri að loka bankanum. Kvöldverður okkar þetta fyrsta kvöld undir ráðstjórn urðu því þrír konfektmolar, sem við f brfarfi höfðum stungið f vasa okkar í flugvélinni á leið frá Stokkhólmi. Þannig hófst okkar „gerzka ævintýri". Óþægileg og auðmykjandi aðstaða Ríkisútvarpið hefur þann hátt á, þegar starfsmenn þess þiggja boðsferðir af þessu tagi, þar sem allt uppihald á að vera greitt af öðrum aðilja, að draga verulega úr dagpeningagreiðslum, og munu vera í gildi um þetta almennar reglur hjá ríkisstofnun- um. Undir þessa sök vorum við Helgi seldir, og var þvf úr vöndu að ráða fyrir okkur, ef ekki rættist úr þeim misskilningi, sem hér var sýnilega á ferðinni. Annars vegar hafði stofnun okkar, Sjónvarpið, greitt fyrir okkur fargjald til Moskvu, og var þar um verulega fjárhæð að ræða, hinsvegar vorum við ekki betur útbúnir með gjaldeyri en svo, að hann hefði enzt f 2—3 daga, ef ekki hefði annað komið til. Ákváðum við þetta kvöld, að dveljast í Moskvu, meðan þessir peningar entust, en halda heim síðan, ef okkar mál leiðréttust ekki áþeim tíma. Næsta dag var okkur tjáð, að hótelgisting mundi verða greidd fyrir okkur og okkur fengnir peningar fyrir öðrum útgjöldum. Sú upphæð nam þegar til kom 45 rúblum fyrir hvorn okkar, og reyndist með öllu ónóg til viku dvalar. Þess skal getið, að gengi rúblunnar mun hvergi vera skráð, en Sovétmenn sjálfir reikna 3 rúblur á móti fjórum dollurum. Samkvæmt þessu nam þessi viku- lffeyrir okkar 60 dollurum. Allt var þetta látið i té með þeim hætti, að okkur fannst það lfkjast þvf að verið væri að firra vand- ræðum, úr þvi að við vorum nú einu sinni þarna staddir, fremur en verið væri að standa við höfðinglegt boð. Fannst okkur þessi aðstaða öll mjög óþægileg og auðmýkjandi, en ákváðum þó að láta þetta yfir okkur ganga, úr þvi sem komið var. Sjónvarpsefni frá Austur-Evrópu Stunduðum við nú Teleforum samvizkusamlega, skoðuðum fjölda mynda og ræddum við fulltrúa þeirra sjónvarpsstöðva, sem þarna buðu fram efni sitt. Samkoma þessi var haldin f gömlu leikhúsi, sem mér var sagt að sovézka sjónvarpið hefði til sinna nota. Aðstaða var þar á ýms- an hátt frumstæð og óþægileg og stendur mjög langt að baki þvf, sem skoðunarfundir Eurovisionar eiga við að búa f Milano. Þó voru þarna samankomnir, auk þeirra þjóða, sem beinlfnis standa að Teleforum, gestir frá mörgum Vestur-Evrópulöndum, þ. á m. frá Norðurlöndunum öllum, svo og m.a. frá Bandaríkjunum og Canada. Þessir vestrænu gestir héldu mjög hópinn, og eignuðumst við marga góða kunningja meðal þeirra. Get ég nú farið fljótt yfir sögu, en ef einhverjir eru farnir að hlakka til að sjá allt það austur- evrópska sjónvarpsefni, sem við höfum dregið að í Moskvu verð ég að hryggja þá með þvf, að ekki er von á neinni stórfelldri breytingu Jón Þórarinsson segir frá boðsferð tveggja sjónvarpsmanna til Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.