Alþýðublaðið - 15.10.1958, Page 4
4
AlfeýSublaSiS
Miðvlkudagur 15. október 1958
verMAf *m vagsws
ÉG DVALDI um stund á
fcandarísku bókasýningunni. Ég
Iiafði búist við miklu, allt að
liví opinberun í bókmenntum og'
J)ó sérstaklega bókagerð, en ég
varð fyrir vonbrigðum. Annars
fer víst að verða hættulegt fyr-
ir mig að segja frá slíku, því að
4g á á hættu að einhverjir rjúki
tipp í nef sér og mótmæli því,
■að ég verði fyrir vonbrigðum.
Það er vandlifað í henni versu,
ssagði kerlingin.
ÉG VARÐ fyrir vonbrigð-
um á sýningunni, en það getur
vel verið að orsökin til þess lyfti
Jrug annars því meir. Fagbæk-
urnar taka langmest rúm sýning
arinnar. Bækur um allskonar
sérgreinar, jafnvel bílaviðgerð-
ir, útvarpssmíði og húsgagna-
gerð, skipa mikinn og virðuleg-
-an sess svo að fátt eitt sé nefnt.
Til skamms tíma hafa íslending-
ar ekki verið hrifnir af slíkum
dbókmenntum, en vel má vera
að það breytist með stóraukinni
■tæknimenntun í landinu — og
ihef ég ekkert á móti því.
ÉG BJÓST við að þarna
myndi ég fyrst og fremst geta
kynnst fagurfræði eða það sem
venjulega er kallað humanistisk
ar bókmenntir. Þær eru þarna
og sumar bækurnar eru hrein-
ustu dýrgripir, sérstaklega lista
verkabækurnar, en skrautið er
iiæstum því of mikið. Nokkur
öndvegisrit eru þarna í ódýrum
útgáfum. Ég rakst þarna á Allan
iPoe í einni bók og allan Shake-
-speare í einu bindi. Fleira mætíi
Bandaríaka bókasýningin-
er kulclaleg.
■~4&
Ber mest á tæknibók-
menntum.
Bókagerðin ekki eins
glæsileg og hjá Svíum
íslenzkir bóksalar hafa
ráðið svipnum
telja. En mér fannst samt eitt-
hvað á skorta.
MÉR LÉK sérstök forvitni á
að sjá og kynnast bókagerð
Bandaríkjamanna, bjóst við að
þeir stæðu í þessu efni framar
öllum öðrum þjóðum enda þjóða
fremst um alla tækni. Ég hafði
til samanburðar sænsku bóka-
sýninguna. sem hér var. Svíar
standa Bandaríkjamönnum
miklu framar í bókagerð. Ef bók
bindari eða bókaútgefandi vill
kynnast hinu fullkomnasta . í
bókagerð þá á hann að fara til
Svíþjóðar.
EN HVAÐ sem þessu líður,
er bandaríska bókasýningin hin
merkasta og ber að þakka það að
henni skuli haaf vérið komio
upp. M£r er sagt, að hún sé fyrst
og fremst -miðuð við það að vera
sölusýning. Ef svo er, þá er
skýring fengin á því hvemig
hún er. Ég hélt að bandarískir
menningarfrömuðir og stofnanir
hefðu sett sýninguna upp. Þeir
eða þær hafa að vísu stutt að
henni og hjálpað til, en íslenzkir
bóksalar hafa valið bækurnar
og valdið rnestu um svip sýning-
arinnar. Það eru þeir, sem miðað
hafa við sölusýningu.
BANDARÍSK MENNING hef-
ur upp á það bezta að bjóða, þó
að hún sé mikið hafrót margs
konar strauma og stefna. Það
bezta í bandarískrj méhningu
hefur kennt okkur íslendinguni
margt og segja má að ungir ís-
lendingar hafi síðasta hálfan
annan áratug streymt véstur og
aflað sér margvíslegrar mennt-
unar. Þá má ekki gleyma því, að
hingað hafa borist straumar ým
iskonar tæknikunnáttu á sama
tíma, sem hafa breytt landinu,
aukið gróður þess og hagsæld.
Fyrir þetta stöndum við í þakk-
arskuld við Bandaríkjamenn.
EN BÓKASÝNINGIN er nokk
uð köld. Salurinn sjálfur er kald
ur í litum — ng bókavalið öðru
vísi en við höfum búist við. í
raun og veru sýnir hún það
bezta á þessu sviði í Bandaríkj-
unum en einnig það, sem minna
er í varið. — Hinn mikli fjöídi
tæknibókmennta á sýningunni
er okkur ekki kærkominn. Við
höfðum vsénst annars.
Ilannes á horninu.
„Virkir dagar"
BÓKAÚTGÁFAN Norðri hef-
ur gefið út að nýju „Virka
daga“, hina kunnu sögu Guð-
mundar Gíslasonar Hagalíns og
Sæmundar skipstjóra Sæ-
mundssonar. Eru bæði bindin
gefin út saman, alls 600 blað-
síður að stærð. Fylgir nú sög-
unni tíniatal um ævi Sæmund-
ar skipstjóra, nafnaskrá og eft-
irmáli, er höfundurinn, G. G.
Hagalín, ritar, og gerir hann
þar grein fyrir því, hvernig
sagan varð til. Kaflafyrirsagn-
ir eru skreyttar myndum eftir
Halldór Pétursson listmálara
og ennfremur hefur hann geri
mvnd af Sæmundi með titil-
blaði bókarinnar, svo og kápu-
teikningu.
„Virkir dagar“ hlutu feikn-
lega góðar viðtökur, er þeir
komu út fyrst, þóttu ærið ný-
stárleg bók, enda taldir marka
upphaf að nýrri ævisagnaritun
á íslandi. í eftirmála síiium
getur G. G. Hagalín þess, að 30
ár. séu í haust liðin frá því, að
fundum þeirra 'Sæmundar skip
stjóra bar saman, aldarfjórð-
ungur síðan hann fór fyrir al-
vöru að hugleiða að bjarga frá
glötun þeim minningaauði, sem
Sæmundur réði yfir. Þá eru og
20 ár í haust síðan síðara bind-
ið af ..Virkum dögum“ kom út.'
Gullskálin góða.
hm pllskál fundin í Hassanlou
FYRIR skömmu fundust
*nargir merkílegir gripir í torn
leifagreftri í fran. Meðal þeirra
var gullskál, sem talin er ein-
Kver dýrmætasti fornleifafund
■ur síðari áratuga.
Undanfarin tvö ár hafa forn-
Vaifafræð ngar frá Princeton-
Mskólanum unnið að upp-
'greftri í þcrpinu Hassanlou í
Norður-íran. Kom í Ijós, að um
það bil tvö þúsund fyrir Krists
burð höfðu Assyríuhirðingjar
ráðizt á Hassanlou og lögðu
borgina í eyði. Fundust margar
beinagrindur með hníf í hönd
og gullskálin mikla var í hönd-
um einnar beinagrindarinnar.
Skálin er rúmlega átta þumi
ungar á hæð og ummálið er 24
þumlungar.
Er skálin af skíru gulii og
metin á hálfa milljón dollara.
Lúaleg árás á lífs
afkotmi þjóðarinnar.
„FUNDUR í Iðju, félagi verk-
smiðjufólks í Ilafnarfirði, hald
inn 10.10. 1958, lýsir ánægju
sinni yfir útfærslu fiskveiðilög
sögunnar í 12 sjómílur og skor-
ar á ríkisstjórnina að hvika
hvergi frá þeirri ákvörðun.
Jafnframt fordæmir Iðja árás-
ir brezkra hcrskipa á íslenzk
varðskip við skyldustörf þeirra
og telur framkomu Breta í
þessu máli lúalega árás á lífs-
afkomu þjóðar vorrar.“
I
I
Eiskimóar í Alaska.
NOKÐURHEIMSKAUTS-
BAUGURINN liggur þvert um
Alaska, hið auðuga, nýja ríki
Bandaríkjanna. Alaska er oft
kallað hin nýju landamæri
Bandaríkjanna og í engu ríki
veraldar er fullkomnari flug-
þjónusta —- jafnvel afskekkt-
ustu þorp eru í flugsambandi
við umheiminn.
Alaska er um það bil 586400
G. G, Hagalín
fermílur að stærð og hlýir vind
ar frá Asíu tempra loftslagið
við ströndina og í suðurhéruð-
unum.
Heiztu landbúnaðarhéruðin
eru Matanuskadalurinn og Ta-
nanadalurinn í kringum Fair-
banks. Þjóðarauður Alaska er
þó hin miklu skógarflæmi, auð-
ugar námur og ótakmörkuð
vatnsorka. Fiskveiðar eru enn
sem komið er höfuðatvinnuveg
ur Alaskabúa.
Bandaríkin keyptu Alaska af
Rússum árið 1867. 1956 var
íbúafjöldinn 161.000 manns.
Eskimóar, Aleutar og Indíánar
sru frumbyggjar landsins.
Höfuðborgin er Juneau og
telur 7000 íbúa. Aðrar helztu
borgirnar eru Fairbanks, þar
sem eini háskóli Alaska er,
Anchorage, stærsta borgin og
Sitka, hin gamla höfuðborg’
Rússanna.
Frá Sam. Þjéð.
Framtiald af 3. síðu.
orsök hefur verið voðaskot,
tundurdufl eða umferðarslys.
Sérstök skýrsla um þá
reynslu, sem fengist hefur inn-
an S. Þ.-liðsins, verður síðar
birt. Ætlunin er að nota hana
sem grundvöll, ef S. Þ. stofna
varanlegt gæzlulið.
FYRRI heimsstyrjöldinni
lauk klukkan 11 að morgni
hins 11 nóvember 1918. Það
hafði staðið í fjögur ár og ver
ið bióðugasta stríð sögunnar.
Hér verður ekki rakin saga
þessarar styrjaldar, heldur að-
eins vakin athygli á nokkrum
staðreyndum. Sumárið 1918
geysuðu ægileg.r bardagar á
Vesturvígstöðvunum. í maí-
mánuði kom ein milljón ame-
rískra hermanna til Frakk-
lands og leið þá ekki á löngu
áður en Þjóðverjar gáfust upp.
■Hvað kostaði heimsstyrjöld
in fyrri af mannslífum og íjár
munum? Það verðúr senni-
lega aldrei upplýst.
Öxulveldin (Þýzkaland,
Austurríki, — Ungverjaland,
Tyrkland og Búlgaría) buðu
út rúmum 24 miiljónum
manna til herþjónustu og
Bandamenn buðu út tæplega
45 milljónum manns, þar af
15 milljónir í Rússlándi, 8,4
milljónir í Frakklandi, 8,6 í
Englandi og 8,3 í Bandaríkjuh
um.
ISamkvæmt opinberum
heimildum voru hernaðarút-
gjöldin þessi.
Bandamenn: 145.287.000.
000 dollarar.
Öxulveldin: 63.018.000.000
dollarar.
Samanlagt: 208.305.000.000
dollarar.
Tala fallinna var rúmar tíu
millj,, og yfir tuttugu millj-
ónir særðust. Eru þá ótalu-
þeir sem féllu í byltingum og
óeirðum sem áttu rætur að
rekja til styrjaldarinnar og
auk þess herjuðu sjúkdómar
og hungur víða um lönd eftir
stríðið.
En eyðllegging og hörmu.ng
ar styrjaldarinnar veroa aldr-
ei metnar á neinn þekktan
mælikvarða.