Alþýðublaðið - 15.10.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.10.1958, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 15. október 1958 9 ' Handknatfileiksráð Akureyrar mótmælir Vegna ósannra og óvinsam- legra ummæla í íþróttaspjalli útvarpsins, varðandi Hand- knattleiksmót íslands, sem haldið var á Ákureyri nú í sumar, vi'll Handknattleiksráð Akureyrar taka fram eftirfar- andi atriði: 1. Keppendum var séð fyr- ir ódýru húsnæði og útvegað fæði á hóteli og var fæðið á lækkuðu verði. 2. Mótið var sett af Einari Kristjánssyni, gjaldkera í- þróttabandalags Akureyrar, stuttri ræðu. Talaði Einar í há- talara, sem stóð aðeins 4—5 metra sunnan við handknatt- leiksvölljnn. /Áhorfendur að mótinu, sem stóðu uppi í brekk unni vestan vallarins, hafa vottað að mótsetning heyrðist greinilega. Útilokað er því að þeir, sem stóðu nokkra metra frá ræðumanni, hafi ekki heyrt er mótið var sett. Svo sem venja er við slík tækifæri, bauð ræðumaður keppendur velkomna og ósk- aði þeim ánægjulegra daga, meðan þeir hefðu viðdvöl á Akureyri. Einnig tók hann fram, að Handknattleiksráði Akureyrar og handknattleiks- mönnum frá Akureyri þætti leitt að geta ekki orðið með í mótinu í þetta skipti. 3. Mótinu var slitið af sama manni með stuttri ræðu, þakk- aði hann keppendum og öðrum, sem hlut áttu að máli, fyrir skemmtilegt mót, óskaði hann sigurvegurunum til hamingju og keppendum góðrar heim- ferðar. Úrslit mótsins, mótsslit og útslit einstakra leikja voru til- kynnt í áðurnefndan hátalara. — Ljósmyndir voru teknar, bæði af einstökum leikjum, svo og verðlaunaafhendingu í mótslok. 4. Keppendum og starfs- mönnum var boðið til kaffi- drykkju eftir mótið. 5. Keppendum og starfs- mönnum var boðið á dansleik í mótslok. Eins og sjá má af framan- skráðu fór mót þetta að flestu eða öllu leyti svipað fram og venja er. Það má geta þess til samanburðar, að hér á Akur- eyri hafa verið haldin 5 Is- landsmót í sumar: í ’golfi, sundi, fi’jálsíþróttum kvenna og unglinga, knattspyrnu II. deildar 0g loks handknattleik. — Framkvæmd allra þessara móta hefur verið með mjög líku sniði. Handknattleiksráði Akureyr ar er kunnugt um hver sögu- maður er, sem gaf fréttamanni útvarpsins þessar ósönnu lýs- ingar á mótinu. Handknattleiksráð vill benda manni þessum á, að ekki er í- þróttamannlegt að láta svo bug ast af ósigri í keppni að’ hann reyni að hefna harma sinna með því að bera út rangar sög- ur um framkvæmd mótsins. Einnig ber þessum manni, sem íþróttafréttaritara voldugs blaðs, að stuðla að samvinnu í íþróttamálum, en ekki sundr- ung. Honum ber að hvetja til íþróttastarfs en ekki rífa nið- ur. Það er ennfremur leitt til þess að vita að slíkur maður skuli starfa við að kynna íþrótt ir 0g íþróttameim og ekki góðs að vænta fyrir íþróttirnar I heild, ef fréttaburður þessa manns hefur að jafnaði eins 1-ítið sannleiksgildi og fréttir hans af Handknattleiksmóti ís- lands hér á Akureyri. Handknattleiksráð vill taka það skýrt f-ram, að svargrein þessi er skrifuð til að hnekkja ósönnum lýsingum á mótinu og er alls óviðkomandi þeim blaðaskrifum, sem orðið hafa um íþróttamennina eftir mót- ið, enda eru þau ummæli ekki runnin frá handknattleiks- mönnum á Akureyri. Akureyringar hafa orðið fyr- ir aðkasti fyrir að hafa ekki tekið þátt í mótinu, og stafaði það af því að 4 beztu hand-j knattleiksmenn bæjarins höfðu j ekki tök á því að vera með í! þetta skpiti (3 voru tepptir ut- anbæjar og 1 var veikur). Hins vegar er það ekki galli á framkvæmd mótsins hvort keppandi félög eru 4 eða 5, og því óþarfi að verja það. En marg oft hefur það skeð í i- þróttamótum, að keppendur hafa veikst, teppst vegna vinnu sinnar eða orðið að hætta við þátttöku af ýmsum sökum og ekki orðið nein illindi í blöð- um og útvarpi af því. Handknattleiksráð Akureyr- ar óskar þess að handknatt- leiksíþróttin megi dafna og eflast og mót verði haldin sem víðast um landið til að kynna þessa skemmtilegu íþrótta- grein. Einnig væntir ráðið þess að því verði mætt með vin- semd og skilningi, sem reynt er að vinna íþróttunum til framdráttar. Handknattleiksráð Akureyrar. Ejriska knattspyrnan - Bollön er eht í I. deild Gbmufélagið Ármann heldur námskeið VETRARSTARFSEMI Fim. leikadeildar Ármanns er nú hafin. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp, að efna til námskeiða í áhaldafimleikum á þessum vetri Undanfarin ár hafa æfing ar farið fram í þessari skemmti. legu íþróttagrein hjá félaginu og vinsældir hennar farið sí- vaxandi. Til þess að gefa sem fiestum tækifæri til að kynnast áhaldaleikfimi hefur verið á- kveðið að efna til áðurnefndra námskeiða. Áætlað er að hafa 2 námskeið og mun það fyrra hefjast um miðjan þennan mán. uð og standa í 3 mánuði. — Kennsla verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og föstudögum kl. 8—9. Kenndir verða fim- leikar á tvíslá ,svifrá í hringj- um og á dýnu. Aðalkennari verður Vigfús Guðbrandsson, fimleikakennari, og honurn til aðstoðar verða 2 fimleikamenn úr meistaraflokki félagsins, sem sóttu námskeið í fimleikum, er haldið var í Horten í Nor- egi síðastliðið sumar. Þeir Ingi Sigurðsson og Jóhannes Hall- dórsson. Áðurnefnt námskeið var sótt af um 400 manns víðs- vegar að frá öllum Norðurlönd- unum. Þar sem vitað er að mikil aðsókn verður að námskeiði þessu eru væntanlegir þátttak- endur beðnir að hafa samband við skrifstofu félagsins Lina- argötu 7, en hún er op.n a mánu dögum, miðvikudögum og íöstu dögum frá kl. 8—10 síðd., sími 13356. Þar sem íþrótt þessi er ail miklu erfiðari en íþrottir ger- ast venjulega hefur verið ákveð ið að miða aldurin v.ð ung- menni. á aldrinum 15—25 ára. Félagið leggur áherzlu á, að allir sem taka ætla þátt, í nám- skeiðunum séu með frá byrj- un. Á LAUGARDAGINN var slegið eitt met í 1. deild. í leikn um Tottenham-Everton voru skoruS fleiri mörk, 14 alls, en áður hafa verið skoruð í 1. deild ar leik síðan keppni hófst í Eng landi. Fyrra met var frá 1937 og var 13 mörk. Harmer hinn margumdeildi innherji Tottenham, en hann hafði ekki verið í liðinu s’ðustu 4 leiki, átti mestan þátt í þess- um glæsilega sigri. I hálfleik var staðan 6:1. Mörk Totíen- ham skuruðu Smith 4, Stokes 2, Röbb 1, Medwin 1, Revlly 1, og Harmer 1. Það má segja að ekki eru glæstar framtíðarhorf urnar hjá hinum nýráðna fram kvæmdastjóra Everton, Carey, en han ntók við starfinu um helgina. 66.000 horfðu á Mansh. Utd-Arsenal gera jafntefli og er það fyrsta jafntefli Arsenal í keppninni, Preston var án T. Finney og var að heyra að það væri aðalorsökin fyrir t.api Preston gegn Blackburn. — I. Allchurch, hinn Waleski lands. liðsinnherji Swansea, var seld- ur til Newcastle í vikunni og skoraði hann 2 af mörkum New castle í sigri þeirra ggen Leicest er. 1 3. deild er Plymouth enn esft, í 4. deild er York á toppn- um. I. DEILD: L U J T M St. Bolton 12 6 4 2 22:16 16 Preston 13 6 4 3 24:18 16 Arsenal 12 7 14 36:17 15 Wolves 12 7 14 27:17 15 Luton 12 4 6 2 22:15 14 W. Bromw 12 4 5 3 32:20 13 Blackpool 12 4 5 3 14:12 13 Burnley 12 5 3 4 23:20 13 Newcastle 12 6 15 23:22 13 West Ham 12 6 15 28:27 13 Chelsea 12 6 15 30:32 13 Manch. Utd. 13 4 5 4 27:21 13 Notth. For. 12 5 2 5 23:21 12 Blackburn 12 4 3 5 29:23 11 Tottenham 12 4 3 5 27:27 11 Portsmouth 12 4 3 5 20:26 11 Birmingh. 12 4 3 5 16:23 11 Leicester 12 3 4 5 19:28 10 Leeds 12 2 5 5 12:21 9 A. Villa 12 3 2 7 19:35 8 Everton 12 4 0 3 21:38 8 Manch. C. 12 2 4 6 16:32 8 II. DEILD: L U J T M St„ Sheff. W. 12 10 1 1 35:12 21 Fulham 12 9 3 0 36:16 21 Bristol R. 12 7 2 3 25:18 16 Bristol C 12 7 14 29:20 15 Stoke 12 6 3 3 24:23 15 Sheff. U. 12 5 3 4 18:11 13 Charlton 12 5 3 4 26:26 13 Liverpool 12 5 2 5 22:20 12 Grimsby 12 4 4 4 24:26 12 Middlesbro 12 4 3 5 22:14 11 Swansea 12 4 3 5 22:22 11' Ipswich 12 4 3 5 20:21 11 Leyton O. 12 4 3 5 17:18 1L Cardiff 12 5 16 20:22 11 Huddersf. 12 4 2 6 20:14 10 Barnsley 12 4 2 6 20:28 10. Framhald á 8. #íSuu fréítir frá Iþróffasambandi Islands Á Iþróttaþingi ÍSÍ, sem hald ið var á Akureyri á s. 1. sumri var samþykkt áð fela fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, að sæma þá opinberu aðila er fram úr skara sérstöku heiðursskjali sem við- urkenningu fyrir frábært starf að íþróttámálum og bvggingu íþróttamannvirkja. í fram- haldi og í samræmi við sam- þykkt þessa, ákvað fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, að sæma bæjarstjórn Reykjavíkur heið- ursskjali og var það afhent borgarstjóranum í Reykjavík, Gunnari Thoroddsen,. á afmæl isdegi Reykjavíkur 18. ágúst síðastl. Fimleikafólk úr Árnianni sýnir á afmælishátxð félagsins. SÆMDIR ÞJÓNUSTUMERKI. Nýlega hafa þessir menn ver- ið sæmdir þjónu'stumerki I- þróttasambands íslands, sem viðurkenning og þakklæti fyr- ir góða þjónustu í þágu íþrótta mála og ÍSÍ: Páll Þorláksson, innheimtu- maður, sem varð sextugur 6. apríl s. 1. — Þórður Guðmunds son, fulltrúi, formaður íþrótta- dómstóls ÍSÍ, sem varð fimmt- ugur 19. maí s. 1. — Einar Björnsson, skrifstofum., sem varð fimmutgur 21. maí s. 1. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hef- ur ekki alls fyrir löngu stað- fest eftirfarandi íþróttabún- inga: Ungmennafélagið Snæ- fell, Stykkishólmi; (íþróttabún- ingur) Bolur: Hvítur með fé- lagsmerki á brjósti. Buxur: Rauðar. -—■ Ungmennafélag Njarðvíkur: (knattspyrnubún- ingur) Bolur: Blár með gulum uppslögum og gulum kraga og hvítum stöfurn, U.M.F.N. á vinstra brjósti. Buxur: Svart- ar. Sokkar: Með bláum og gul- um þverröndum. Þá hafa yfir 100 sambands- félög fengið staðfesta íþrótta- búninga. S • ,NÝ SKAUTAMET. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hef- ur staðfest eftirfarandi ís- landsmet í skautahlaupi karla, sett af Birni Baldurssyni, Skautafélagi Akureyrar: 50iF metrar 46,6 sek. (sett í Lille- hammer í Noregi 30. des. 1957) 3000 m. 5. mín. 34,1 sek. (sett í Þrándheimi í Noregi 4. jan. 1958). 5000 m. 9. mín. 41,1 sek. (sett í Þrándheimi í Noregi 5. janúar 1958). Sambandsráð ÍSÍ hefur ver- ið boðað til fundar í Reykjavík dagana 14. og 15. nóvémber næstk.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.