Morgunblaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.04.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1977 fttttgiti Útgefandi nlilftfrifr hf. Árvakur, ReykjavFk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthfas Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Bjöm Jóhannsson. Auglýsingasjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiSsla ASalstræti 6. slmi 10100. Auglýsingar ASalstrœti 6, sfmi 22480 Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60.00 kr. eintakið. Ógnvekjandi verðbólgutölur Fá ríki veraldar búa við einhæfara atvinnulíf eða eru háðari milliríkjaviðskiptum en lýðveldið ísland Þegar af þessum sökum höfum við sérstöðu meðal Vestur-Evrópuríkja, sem gerir samanburð í þróun efnahagsmála erfiðari. Engu að síður komu samanburðartölur OECD um verðbólguþróun í aðild- arríkjum þess eins og reiðarslag yfir flesta hugsandi íslendinga. Samanburðurinn nær til tímabilsins frá því í febrúar 1976 til jafnlengdar 1977. Á þessum tíma er vöxtur verðbólgu ekki aðeins langhæstur hér á landi, heldur og margfaldur við það, sem er í flestum okkar nágranna- og viðskiptalöndum. Aðeins eitt land, Ítalía, nálgast okkur á verðbólgusviðinu, með um 22% meðalvöxt á ári, en er engu að síður mun betur á vegi statt. Miðað við þau lönd, sem sæmilega eru á vegi stödd í verðlagsþró- un, er verðbólguvöxtur hér tvö til þrefaldur. Verðbólguvöxtur mun hafa verið minnstur í Sviss, aðeins eitt prósent. Verðbólguvöxtur varð hér mestur í endaðan feril vinstri stjórnar- innar, en þá komst hann í um 54%. Á 12 árum svokallaðrar viðreisnarstjórnar, varð verðbólguvöxtur að meðaltali á ári á bilinu milli 10—15%, eða svipaður því, sem nú er í flestum okkar nágrannaríkjum. Kollsteypa vinstri stjórnar áranna varð hins vegar kveikjan að óðaverðbólgunni, sem gert hefur kaupgildi gjaldmiðils okkar svo lítið, sem raun ber vitni um. Hjöðnun verðbólgu hin siðari árin hefur verið mjög hæg, en þó hefur miðað í rétta átt. Talið var að verðbólguvöxtur hefði verið rúmlega 30% á árinu 1976, miðað við 54% 1974. Sé hins vegar miðað við tímabilið frá því í febrúar 1 976 til febrúar 1 977, er vöxturinn 35% eftir samanburðarskýrslum OECDaðdæma. Þessi verðbólguvöxtur hlýtur að koma illa við alla hugsandi menn, ekki sízt sem undanfari kjarasamninga, sem enn gætu aukið á verðbólgubálið, ef miðað er við fyrri reynslu, og réttir lærdómar verða ekki af henni dregnir. Verðlagsþróun hefur að vísu verið eilítið hagstæðari, það sem af er árinu 1 977, en á því liðna. Hækkanir, sem þegar eru komnar fram, eða eru áætlaðar fram í maimánuð nk., benda til 25% verðbólguvaxtar á ársgrund- velli, ef ekkert annað kemur til. En framundan eru erfiðir kjarasamningar. Verðbólgan hefur verið helzta meinsemd islenzks efnahagslifs um árabil. Hún hefur rýrt gjaldmiðil okkar og kaupmátt launa Hún hefur eytt sparifé þjóðarinnar og hvetur ekki til nauðsynlegr- ar sparifjármyndunar í þjóðfélaginu. Áframhald slíkrar óðaverð- bólgu, sem hér hefur ríkt, stefnir rekstraröryggi atvinnuvega okkar í hættu, sem fyrr en síðar getur komið fram í hliðstæðum samdrætti og atvinnuleysi og nú ríkir víða um lönd. Verðbólga tryggir ekki atvinnu, eins og sumir virðast halda, eftir að hún er komin yfir ákveðið hættumark, eins og þegar er hér á landi. Morgunblaðið hefur margítrekað, að kjör lífeyrisþega og þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu þurfi að bæta, innan þess ramma, sem núverandi efnahagsaðstæður frekast leyfa. Tiltækt svigrúm á þessu sviði þarf að koma þessum aðilum fyrst og fremst til góða Það má ekki endurtaka sig, sem oft hefur gerzt, að hlutfallslegar hækkanir sigli upp alla launastiga í þjóðfélaginu-, þannig að launabil breikki og verðbólgan skilji þá verst settu enn verr setta eftir. í þessu efni þarf að læra af tiltækri reynslu. Kjör má og bæta með öðrum hætti en beinum launahækkun- um. Það getur gerzt á sviði skattamála (minnkun samneyzlu), verðlagsmála (niðurgreiðslum á nauðsynjavörum eða lækkun tolla eða söluskatts) eða tryggingamála (hækkun lífeyris eða tekju- tryggingar). Slíkar aðgerðir gera þó allar ráð fyrir: lækkuðum tekjum ríkisins og/eða hækkuðum félagslegum útgjöldum, sem óhjákvæmilega þýða minni ríkisumsvif, bæði í rekstri og fram- kvæmdum. Það er ekki hægt bæði að halda og sleppa i þeim efnum. Það verða menn að gera sér Ijóst. En aðsteðjandi efnahagsvandi réttlætir fyllilega, að dregið verði úr ríkisumsvif- um, ef verða mætti til þess að ná betri tökum á vanda efnahagslífsins, verðbólgunnar og kjaramálanna í þjóðfélaginu. Við stöndum í dag á örlagarikum tímamótum í efnahagsmálum okkar. Annaðhvort verður reist rönd við áframhaldandi óðaverð- bólgu með tiltækum aðhaldsaðgerðum og óhjákvæmilegu sam- starfi samtaka launafólks, vinnuveitenda og ríkisvalds — eða kollsteypurnar halda áfram með ófyrirsjáanlegum afleiðingum Árangur næst naumast fyrir frumkvæði rikisvaldsins eins. Svo mikið ættum við að hafa lært af dýrkeyptri reynslu liðinna ára. Aðeins samátak launafólks, vinr uveitenda og ríkisvalds getur leyst vandan.n, öllum í hag, þjóðarheild og einstaklingum. Hin ógnvekjandi OECD-skýrsla um verðbólguna á íslandi ætti að vekja okkur til viðnáms og varnar skák — skák — skák — skák — skák — skák — skák — skák — skák; Bragðdauf jafntefli eftir MARGEIR PÉTURSSON Hvítt: Vlastimil Hort Svart: Boris Spassky Enski leikurinn 1. c4 — c5 2. Rf3 — Rc6 3. g3 — g6 4. Bg2 — Bg7 5. Rc3 — d6 Að leika strax 5... Rh6 væri ónákvæmt vegna 6. h4! og hvítur hefur sterk sóknarfæri. T.d. 6. .. d6, 7. d3 — Bg4, 8. hð — Bxh5?, 9. Bxh6 — Bxh6, 10. g4 og hvitur vinnur lið. 6. 0-0 — Rh6 Hugmyndin að baki þessa leiks er að ná taki á d4 reitnum með því að leika síðar Rf5 7. a3 -0-0 8. Hbl — Hb8 Færir hrókinn úr skotlínu hvíta biskupsins á g2 9. b4 — Rf5 10. e3 — Bd7 11. De2 — e6 12. Hdl — b6 Svartur teflir gætilega og lætur hvitan um að ákveða hvenær sprengt verður upp á miðborðinu 13. b5 Hvitur tekur þá ákvörðun að minnka spennuna á drottningar- væng. Hugsanlegur möguleiki var peðsfórnin 13. Bb2 — cxb4, 14. axb4 — Rxb4, 15. d4, en þannig gæti hvítur reynt að notfæra sér virkari stöðu sína. Hort heldur fast í þá venju sína að taka aldrei áhættu og hver láir honum það? — Ra5 14. Bb2 — Bc8 Svartur hyggst mæta skálinu biskupsins á g2 með þvi :ð stað- setja sinn hvítreita biskup á b7 15. d3 Eftir 15. d4 — Dc7 hefur hvítur einungis gert peðið á c4 að veik- um hlekk í stöðu sinni. — Bb7 16. Dc2 De7 17. Re2 Siðastu leikir Hort hafa verið dæmigerðir fyrir taflmennsku hans i einviginu. Hann hefur eng- in stór áform á prjónunum, en biður eftir því að andstæðingur- inn missi þolinmæðina. — Bxb2 18. Dxb2 — Hbd8 19. Rf4 — Hfe8 20. h4 — d5 Eftir langan undirbúning legg- ur Spassky loks til atlögu á mið- borðinu. 21. cxd5 —exd5 22. Hel 22. h5 væri slæmur afleikur vegna 22... g5, 23. Re2 — Rxe3! 24. fxe3 — Dxe3 + , 25. Kfl — d4 og hvitur stendur uppi með tapað tafl. — Rg7 23. Dc3 — h6 24. d4 — c4 Svartur varð að loka taflinu, þvi að eftir 24... Rc4 verða peð hans á miðborðinu ákjósanlegur skot- spónn hvítu mannanna. 25. Db4 — Df6 Eftir 25... Dxb4, 26. acb4 (!) Rb3, 27. Re5 væri staða svarts vart teflandi vegna hótananna 27. Rxc4 og 28. Rc6 26. Re5 — Re6 27. Re2 — h5 28. Hbdl — Kg7 Svartur biður aðeins átekta, enda staðan of lokuð til að nokkuð fáist að gert. 28... Rc5 væri t.d. slæmur afleikur vegna 29. dxc5 — Dxe5, 30. c6 og veikleiki svarts á d5 verður senn óbærilegur. 29. Dbl — De7 30. Db4 — f6 Svörtum er nú farið að leiðast þófið og stuggar því við riddaran- um. Staðan er reyndar svo lokuð að veikingin á g6 reynist ekki afdrifarík. 31. Rf3 — Rb3 32. Rc3 — Rc7 33. Rd2 — Ra5 Eftir 33. . . Rxd2, 34. Hcd2 hefði hvitur síðar möguleika á hinni óþægilegu framrás a4 — a5 34. Dxe7 34. e4 skapar aðeins hvitum sjálfum veikleika eftir 34. .. dxe4, 35. Rdxe4 — Rd5, — Hxe7 35. Bh3 35. e4 — Hde8, væri að sjálf- sögðu svörtum í hag — Bc8 36. Bxc8 — IIxc8 37. f3 — Hd7 38. Kf2 — Kf7 39. a4 — Rc6 40. Hbl — HcdS Vart þarf að hafa mörg orð um siðari úrslitaskák þeirra Spasskys og Horts. Spassky sem hafði hvítt fékk heldur rýmra tafl, en eins og svo oft áður varðist Hort vel og eftir að hon- um tókst að knýja fram stór- felld uppskipti virtist jafnteflið blasa við. Spassky var þó ekki á þvi að láta deigan síga svo fljótt og reyndi að notfæra sér tvípeð andstæðingsins á d-línunni. Skákin fór siðan í bið, en eftir 17 tilgangslitla leiki sættist Spassky loks á jafntefli. Hvftt: Boris Spassky Svart: Vlastimil Hort Rússnesk vörn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rf6, 3. D4 — Rxe4, 4. Bd3 — d5, 5. Rxe5 — Be7, 6. Rd2 — Rxd2, 7. Bxd2 — Rc6, 8. Rxc6 — bxc6, 9. 0-0 — 0-0, 10. Dh5 — g6, 11. Dh6 — Hb8, 12 b3 — Bf6, 13, c3 — He8, 14. Hfel — Hxel, 15. Hxel Be6, 16. Df4 — Be7, 17. Dg3 — Bd6, 18. Bf4 — Bxf4, 19. Dxf4 — Dd6, 20. Df6 — Bd7, 21. Dxd6 — cxd6, 22. He7 — Hd8, 23. Kfl — Kg7, 24. Ke2 — Kf6, 25 He3 — He8, 26. Hxe8 — Bxe8 Framhald á bls. 32. eru menn- að hugsa? Hvað irnir — ÉG SKIL nú ekki alveg þessa taflmennsku hjá mönnunum. Þeir semja jafntefli í ótefldum skák- um og rembast síðan með stein- dauð jafntefli I bið. Þannig mæltist Ólafi Magnússyni skákskýranda þegar hann var að skýra 14. ein- vigisskák tafl- meistaranna og jafntefliskónganna Spassky sog Horts fyrir áhorfendum í Mennta- skólanum við Hamrahlíð á annan í páskum. Ólafur hitti þarna naglann sannarlega á höfuðið. Það botn- uðu fáir í því hvers vegna menn- irnir voru að setja þessa skák i bið. Spassky hafði hvítt og lék kóngspeðinu fram um tvo reiti. Hort hugsaði sig um nokkra stund en lék siðan kóngspeði sinu fram einnig. Leikirnir komu hver af öðrum og upp kom svokölluð Petrov-vörn en sérfræðingar voru sammála um að Spassky tefldi hvassasta afbrigðið í þessari stöðu. Fremur var fátt um áhorf- endur þegar skákin hófst klukkan hálffimm i rúmgóðum sal Menntaskólans við Hamrahlið og þeim fjölgaði litið þegar á leið. Áhorfendur voru um tvö hundruð þegar mest var á mánudaginn og svipaður fjöldi var þegar kapp- arnir mættust í 13. skákinni á laugardaginn var. Það er greini- legt að áhuginn á einviginu hefur dofnað meðal almennings og er það kannski engin furða eins og einvígið hefur þróazt. Hvorugur þorir að taka af skarið, báðir tefla þeir varfærnislega og skákir þeirra verða fyrir bragðið bar- áttulitlar og alveg litlausar. Sérfræðingar sögðu um skákina á annan páskadag að ekki hefði verið annað að gera en semja jafntefli strax eftir 12. leik. En Spassky kaus aó halda áfram þæf- ingnum og i bið fór skákin eftir 40 leiki. Báðir höfðu jafnmarga menn á borðinu en Hort hafði tvípeð. Kannski hefur Spassky séð einhverja möguleika í þvi? Taflmennskan var ekki til að dást að, það var helzt að menn dáðust að því hve lengi skákskýrendurn- ir, og þá einkum Ólafur Magnús- son, gátu haldið það út að skýra þessa viðburðasnauðu skák. Á laugardaginn mættust Hort og Spassky í fyrri skákinni I auka- einviginu. Hort hafði hvítt og upp kom enski leikurinn. Skákmenn- irnir fóru hægt I sakirnar og Hort náði ekki að nýta sér betri stöðu í byrjun þannig að hann næði af- gerandi sóknarfærum. Hort komst í timahrak og varð að leika 10 leiki á 5 minútum. Fjöldi manna var enn á borðinu og menn áttu nú von á þvi að skákin væri I bið svo að kapparnir gætu athug- að þá möguleika, sem fyrir hendi væru. En ekki var þvi að heilsa, þeir tókust þá bara I hendur og sömdu jafntefli. Engin furða að hrykki upp úr einum áhorfenda: Hvað eru mennirnir að hugsa? eftir Sigtrygg Sigtryggs- son

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.