Morgunblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 1977
Allgóð kolmunna-
veiði við St. Kildu
ALLGÓÐ kolmunnaveiði hefur
verið hjá færeyskum, dönskum og
norskum skipum við eyna St.
Kildu að undanförnu, og hafa
skipin fengið allt að 400 tonn á
dag. Fjöldi skipa er nú á þessum
slóðum bæði stór skip sem draga
ein og sér troilið og svokallaðir
tvílembingar, en það eru skip
sem eru saman með eitt troll. Er
talið að mjög hentugt sé fyrir
minni loðnuskipin fslenzku að
stunda þessar veiðar tvö saman,
að þvf er Morgunblaðið fékk upp-
lýst f gær.
Dansk-íslenzka skipið ísafold
landaði í fyrradag 800 lestum af
kolmunna eða fullfermi, sem
skipið fékk við St. Kildu. Fást 49
aurar d. eða 16 kr. isl. fyrir kílóið.
Talið er að kolmunninn geti verið
kominn í færeyska fiskveiðilög-
sögu um næstu mánaðamót en ís-
lendingar hafa heimild til að
veiða 25 þús. lestir þar.
Eins og Morgunblaðið skýrði
frá i gær er þegar ákveðið að
fjögur íslenzk skip stundi þessar
veiðar sjálfstætt, auk þess sem
Framhald á bls. 18
Kaffiboll-
inn kostar
um 15 kr.
en teboll-
inn3-4 kr.
— Það er Ijóst að það verður
ekki vitað fyrr en í ágústmán-
uði 1978, er ný kaffiuppskera
verður í Krasilíu, hvort verð á
kaffi mun lækka á ný í heimin-
um, sagði Ólafur Johnson fram-
kvæmdastjóri O. Johnson &
Kaaber þegar Morgunblaðið
spurði hann f gær um þróun
kaffiverðs á næstunni og hann
bætti við að allt eins mætti bú-
ast við enn frekari hækkunum
á kaffi á næstunni en þegar
væru orðnar.
Eins og Morgunblaðið hefur
áður skýrt frá hafa orðið gífur-
legar hækkanir á heimsmark-
aðsverði á kaffi frá þvi í fyrra,
fyrst og fremst vegna frost-
skemmda á kaffi i Brasilfu, er
um 60% allrar uppskerunnar
eyðilögðust vegna frosta á einni
nóttu. Kaffibaunirnar sem sáð
var eftir frostið verða síðan
ekki fullþroskaðar fyrr en í
ágúst 1978 eins og fyrr segir.
Miðað við núverandi verðlag
mun hver kaffibolli kosta 15
kr., en til samanburðar má geta
þess að talið er að tebollinn
kosti ekki nema 3 — 4 kr.
I samtalinu við Morgunblaðið
sagði Ólafur Johnson, að það
væri þrennt sem gæti haft áhrif
á heimsmarkaðsverð á kaffi á
næstunni. 1 fyrsta lagi gætu
neyzluvenjur fólks breytzt
þannig að kaffidrykkja minnk-
aði, sem yrði þá til þess að
halda verðinu eitthvað niðri. í
öðru lagi mætti benda á að í
júní n.k. yrðu menn jafnvel
hræddir um að frost kæmu á ný
í Brasilíu, en þá verður kominn
vetur þar, sem þýddi að verðið
gæti hækkað enn og í þriðja
lagi kæmi uppskera á Mið-
ameríkuríkjunum í lok ársins.
Ólafur sagði að fyrstu merki
um verðhækkun á kaffi hefði
orðið í júní 1975 er yfir 60%
kaffiuppskerunnar í Brasilíu
Framhald á bls. 18
Málflutningur í Hæstarétti
í GÆR hófst málflutningur f Hæstarétti í máli 12 manna er aðild áttu að undirskriftasöfnun Varins lands
gegn Guðsteini Þengilssyni lækni vegna skrifa hans f Þjóðviljann í þann tfma er undirskriftasöfnunin
átti sér stað. Dómur var ekki kveðinn upp f málinu í gær, en málflutningi lauk ekki fyrr en kl. 18.
Málflutningi verður haldið áfram n.k. þriðjudag, en þá verður tekið fyrir mál það sem höfðað er á hendur
Degi Þorleifssyni blaðamanni við Þjóðviljann. —Myndin var tekin er málflutningur var að hefjast f
Hæstarétti f gær.
Hart sótt í þorskinn:
95.000 lestir veiddar
fyrstu þriá mánuðina
„Ármenn” vilja samn-
inga um Elliðaárnar
VEIÐI- og fiskiræktarráði
Reykjavíkur barst fyrir skömmu
erindi frá stangaveiðifélaginu Ár-
menn um samningsaðild að
Elliðaám og Klak- og eldisstöð-
inni við Elliðaár. Erindi þetta lá
fyrir á síðasta fundi veiði- og
fiskiræktarráðs, sem fer með mál
þessi fyrir hönd borgarinnar og
er ráðgefandi stofnun borgarráðs
í þessum málum.
Á fundinum í ráðinu báru þeír
Ragnar Júlíusson borgarfulltrúi,
sem er formaður ráðsins, og
Davíð Oddsson borgarfulltrúi
fram tillögu um að vísa málinu til
borgarráðs og var það samþykkt
mrð 4 atkvæðum gegn 3.
Jakob V. Hafstein lögfr. mót-
mælti slikri afgreiðslu, þar eð
veiði- og fiskiræktarráði bæri
skylda til þess að iáta borgarráði i
té umsögn sína og álit á slíkum
erindum sem þessum.
SAMKVÆMT þeim tölum er nú
liggja fyrir veiddu íslenzk fiski-
skip 95.000 lestir af þorski fyrstu
þrjá mánuði þessa árs, en á sama
tfma f fyrra veiddu skipin 82.000
lestir eða rösklega 12.000 lestum
minna. Þess má geta að út-
lendingar veiddu mikið af þorski
á Islandsmiðum fyrstu þrjá
mánuði s.l. árs og en ekki liggur
fyrir hve mikið það var.
Jónas Blöndal, skrifstofustjóri
hjá Fiskifélagi fsiands, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær,
að bráðabirgðatölur Fiskifélags-
ins bentu til þess, að 94.981 lest af
þorski hefðu verið veiddar fyrstu
þrjá mánuði þessa árs, á móti
82.444 lestum í fyrra. Þess bæri
þó að gæta að nú hefðu út-
lendingar veitt sáralitið af þorski
við landið en töluvert nfagn þessa
sömu mánuði í fyrra.
Hafrannsóknastofnunin lagði
til að ekki yrðu veiddar nema 275
þús. lestir af þorski á þessu ári og
ef þessu verður fylgt eftir má
aðeins veiða um 180 þúsund lestir
af þorski síðustu niu mánuði
þessa árs. Samkvæmt samhingum
mega Þjóðverjar veiða nokkur
þúsund tonn af þorski við landið
ennfremur Færeyingar og Belgar,
þannig að hlutur íslendinga í
þessu magni er vart meira en 150
þúsund lestir.
Framhald á bls. 18
Fékk ekki leyf i
til href nuveiða
Fjórum sinnum hærra verð er fyrir
hvalkjöt en dilkakjöt á erl. markaði
VÉLBÁTURINN Óskar Halldórs-
son RE 157, sem f fyrra stundaði
hrefnuveiðar við landið um skeið,
Stjórnarfrumvarp um framhaldsskóla:
Samræmd heild með átta náms-
svið er greinast í námsbrautir
FRAM var lagt á Alþingi í gær stjórnarfrumvarp til laga um fram-
haldsskóia, viðamikill frumvarpsbálkur, sem ætlað er að vera stefnu-
markandi um framhaldsnám í landinu. Frumvarpið er samið af nefnd,
sem skipuð var til að gera tillögur um breytta skipan náms á
framhaldsskólastigi, ásamt greinargerð er því fylgir. Frumvarpið er
lagt fram til kynningar og er eigi ætlað að hljóta afgreiðslu á þessu
þingi. Hinsvegar þykir nauðsynlegt, þegar lög um grunnskóla, sem
samþykkt voru 1974, eru óðum að koma til framkvæmda, að samhæfa
nám i grunnskólum og framhaldsskólum.
Nefndina skipuðu eftirtaldir aðilar: Hörður Lárusson, formaður,
Árni Gunnarsson, Indriði H. Þorláksson og Stefán Ól. Jónsson. Hún
skilaði frumtillögum til menntamálaráðherra f júlí 1976. í október
1976 var sfðan boðað til ráðstefnu um þessar frumtillögur með
þátttöku manna frá skólum og atvinnulífi. Þær voru sfðan endurskoð-
aðar með hliðsjón af athugasemdum, sem komu á ráðstefnunni.
Megintillögur nefndarinnar,
sem fram koma í frumvarpinu,
felast í eftirfarandi:
1. Öllum sem lokið hafa grunn-
skólanámi skal standa til boða
eins til fjögurra ára nám, hvort
sem stefnt er að sérhæfingu til
starfs, almennu námi eða undir-
búningi til náms á háskólastigi.
Leitast skal við að hafa góða
menntunaraðstöðu fyrir alla,
hvar sem þeir eru búsettir á
landinu.
2. Framhaldsskólinn skal skipu-
lagður sem ein samræmd heild,
en er hér greindur í 8 meginnáms-
svið til hágræðingar, sem hvert
um sig greinist i námsbrautir.
Nám á hverri námsbraut miðar að
almennri menntun og undir-
búningi til framhaldsnáms eða
sérhæfingu til starfs eftir þvi
hvernig námsáföngum er raðað
saman. Námslok geta orðið í námi
eftir eitt, tvö, þrjú eða fjögur ár
eftir því að hvaða marki «r stefnt.
Þótt gert sé ráð fyrir skilgreind-
um námslokum eftir eitt ár eða
fleiri, getur hver einstaklingur,
sem hættir námi, haldið áfram
síðar á sömu námsbraut eða
annarri og fengið að fullu viður-
kenndar þær einingar sem hann
hefur áður aflað sér.
Markaðar skulu leiðir til fram-
haldsnáms af öllum brautum.
3. Nám í framhaldsskóla skal
skipulagt i námsáföngum og hver
áfangi metinn til eininga sem
miðast við eina kennslustund á
viku í eitt skólaár eða tvær á einni
önn. Með námseiningu er átt vnð
það magn námsefnis sem telst
hæfilegt fyrir meðalnemanda á
fyrrgreindum tíma. Er þá einnig
meðtalin nauðsynleg heimavinna
og gildir þetta bæði um verklegt
og bóklegt nám. Sömu náms-
einingu má kenna á mislöngum
tíma allt eftir getu og hæfileikum
þeirra nemenda sem hlut eiga að
máli. Hver námsáfangi >kal þafa
fullt gildi þótt nemamJi flytjist
milli námsbrauta, ef-1 náms-
áfanginn heyrir til þeirri náms-
braut sem skipt er yfir á. í þessu
tilliti geta tveir eða fleiri áfangar
verið jafngildir enda þótt inni-
hald þeirra sé ekki nákvæmlega
það sama.
4. Gefnar skulu út námsskrár og
skulu þær marka meginstefnu í
námi og þjálfun nemenda hvort
heldur námið fer fram í skóla eða
á vinnustað. Við gerð námskrár
skal taka mið af nauðsynlegri
þekkingu, þjálfun í starfi og/eða
undirbúningi til áframhaldandi
náms svo ög mismunandi náms-
hæfni nemenda. Leitast skal við
að tryggja samræmingu náms í
sömu námsgrein á mismunandi
námsbrautum eftir þvi sem unnt
er en jafnframt nauðsynlega sér-
hæfingu eftir námsmarkmiðum.
5. Skipan námsbrauta á skóla-
stofnanir skal haga með tilliti til
aðstæðna og koma eftirtaldir
kostir til greina: Mismunandi
brautir innan sömu stofnunar,
stjórnunarlega tengdar brautir í
aðskildum stofnunum eða stakar
brautir i sérgreindum stofnunum.
Þar sem nemendafjöldi og önnur
skilyrði leyfa skal leitast við að
sameina mismunandi námssvið
eða brautir i einni skólastofnun.
Framhald á bls. 18
fær ekki leyfi til þessara veiða í
sumar. Sagði Ólafur Óskarsson
útgerðarmaður í samtali við
Morgunblaðið í gær, að ástæðan
væri sú að í sumar yrði aðeins
leyft að fella 210—22Í) hrefnur og
þætti báturinn of afkastamikill
miðað við það, sem leyft.yrði að
veiða. Mörg undanfarin ár hafa
smærri bátar víðs vegar um land
stundað þessar veiðar og munu
þeir fá levfi til veiðanna í sumar.
Ólafur sagðist vonast til að sinn
bátur fengi leyfi til þessara veiða
þegar búið væri að kanna stærð
hrefnustofnsins, en verið er að
því um þessar mundir og verða
veiðileyfi þá tekin til endurskoð-
unar.
Hann sagði að Óskari Halldórs-
syni hefði gengið betur á hrefnu-
veiðunum í fyrra en nokkur hefði
þorað að vona. Alls hefði fengíst
31 hrefna, þar af 19 fjóra fyrstu
dagana og útflutningsverðmæti
kjötsins hefði verið um 15,5 millj.
Framhald á bls. 18
Interpol leit-
ar íslendings
Alþjóðalögreglan Interpool hef-
ur verið beðin að grennslast fyrir
um íslendinginn unga, sem talið
er að hafi verið vitni að því þegar
Guðmundi Einarssyni var ráðinn
bani í húsi í Hafnarfirði í janúar
1974. Maðurinn hvarf af landi
brott fljótlega eftir atburðinn, og
hefur dvalið langdvölum erlendis
síðan þá. Síðast er vitað um fcrðir
hans á Spáni fyrir um það bil
mánuði.