Morgunblaðið - 20.04.1977, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRIL 1977
Framtíð
og freð-
fiskur
í umrædum á Al-
þingi um utanríkis-
mál lögðu tveir þing-
menn megináherzlu á
utanríkisviðskiptin og
markaðsöryggi út-
flutningsframleiðslu
okkar, þeir Guðmund-
ur H. Garðarsson og
Magnús Torfi Ólafs-
son. „Atvinnuöryggi
og lífsafkoma þjóðar-
innar hefur byggzt á
hagstæðum útflutn-
ingi sjávarafurða",
sagði Guðmundur;
sölukerfi, sem byggt
hefur verið upp af
framtaki og framsýni
á löngum tfma. Mark-
aðsaðstaðan f Banda-
ríkjunum hefur mest
að segja, enda kaupa
þau .75% af öllum
afurðum íslenzka
frystiiðnaðarins á
hæsta fáanlegu verði
og án umtalsverðrar
innflutningssköttun-
ar. Önnur helztu
markaðssvæði fs-
lenzkra sjávarafurða
eru Vestur- og Suður-
Evrópa, þ.e. EBE-
markaðurinn (sem
Spánn og Portúgal,
tveir af helztu salt-
fiskkaupendum okk-
ar, verða sennilega
aðilar að) og Austur-
Evrópa (þar sem
Sovétrfkin eru stærst-
ur viðskiptaaðili).
Magnús Torfi Ólafs-
son lagði áherzlu á
það, að stækkun á fisk-
veiðilandhelgi Banda-
rfkjanna, þar sem
gagnauðug fiskimið
væru til staðar, kynni
að leiða til verulegrar
aukningar fiskveiða
og fiskvinnslu Banda-
ríkjamanna sjálfra,
sem aftur gæti haft
áhrif á söluaðstöðu
okkar þar. Hann benti
og á, að þróun f haf-
réttarmálum myndi
knýja Sovétmenn til
að snúa sér meir að
heimamiðum, þar sem
einkum væri að fá þær
fisktegundir, er þeir
hefðu keypt af okkur.
Það væri því fyrir-
sjáanlegt að leggja
þvrfti verulega
áherzlu á aukna mark-
aðsöflun fyrir sjávar-
afurðir okkar í V-
Evrópu; og eftir að
bókun 6 f viðskipta-
samningi við EBE-
rfkin tók gildi, hafi
skapazt góð skilyrði
fyrir sölu íslenzkra
sjávarafurða á þessum
markaði.
Guðmundur II.
Garðarsson taldi að
Bandarfkjamarkaður
myndi enn um langt
árabil taka við megin-
hluta framleiðslu okk-
ar. Ljóst væri þó að
mikilvægi Evrópu-
. markaðar fyrir út-
flutningsafurðir okk-
ar, færi mjög vaxandi,
og leggja þyrfti allt
kapp á að tryggja sölu-
farveg fyrir fram-
leiðslu okkar á þann
markað.
Við Faxa-
flóa fyrir
100 árum
Sé flett upp á ártal-
inu 1977 í heimilda-
safninu „Öidin sem
leið“ skipar ein frétt
öndvegið, sem e.t.v. á
erindi til fbúa Faxa-
flóasvæðisins nú, 100
árum sfðar. Þessi frétt
fjallar um algjöra ör-
deyðu á fiskislóðum
úti af suðvesturhorni
landsins. Og í kjölfar
ördeyðunnar kom
bjargleysi og skortur
— af því tagi, sem
kröfugerðarfólk vel-
megunarþjóðfélagsins
á erfitt með að gera
sér grein fyrir í dag.
Ásókn í fiskstofna
mun þá hafa verið
með öðrum hætti en
veiðitækni síðari tfma
fæddi af sér. Engu að
síður var „fiskleysi"
staðreynd, sem þjóðin
þurfti að upplifa af og
til á öllum tfmum
sögu sinnar. Þetta
leiðir hugann að þvf,
að þótt hefðbundnir
atvinnuvegir þjóðar-
innar, landbúnaður og
sjávarútvegur, hafi
verið, séu og verði
meginstoðir afkomu
hennar, ræður árferði
og aðsta*ður í Iffrfki
lands og sjávar þeim
ávöxtum, sem þjóðin
ber úr býtum. Þar af
leiðir, að hyggilegt er
að skjóta fleiri stoðum
undir atvinnu og af-
komu þjóðarinnar.
Þa*r stoðir hljóta að
verða gerðar úr þeim
atvinnutækifærum
iðju og iðnaðar, sem
orkumöguleikar okkar
bjóða upp á. Stórvirkj-
anir fallvatna og jarð-
varma og iðnvæðing
þjóðarbúsins er óhjá-
kvæmileg forsenda
framtíðarvelmegunar
hér á landi. Þessa þró-
un verður þó að sam-
hæfa þeim atvinnu-
háttum, sem fyrir eru,
— og betra er að flýta
sér hægt en rasa um
ráð fram.
Önnur aðalfrétt árs-
ins 1877 var „bylting"
f skattakerfi þjóðar-
innar. Þá var sett ný
löggjöf „til einföldun-
ar“, horfið frá fjöl-
mörgum tollum og tf-
undum, sem viðgeng-
izt höfðu lengi, en tek-
in um eigna- og tekju-
sköttun í núverandi
mynd, þó skattkerfið
hafi að sjálfsögðu
breytzt á þessum 100
árum. Og enn liggur
skattafrumvarp ein-
hvers staðar í fórum
löggjafarsamkomunn-
ar- og sitt sýnist hverj-
um um innihald þess.
Máske gerist eitthvað
í skattamálum okkar á
100 ára afmæli um-
ræddrar skattalöggjaf-
ar, sem þótti mikið af-
rek á sinni tíð. Og von-
andi verður þetta
„eitthvað" f tengslum
við jöfnun skattbyrði,
helzt minni skatt-
byrði, þar sem sam-
neyzlunni í þjóðfélag-
inu verða sett hlut-
fallsleg mörk af
heildartekjum þjóðar-
innar hverju sinni.
Byrjendanámskeið
í karate
Innritun verður ! dag, miðvikudag og föstudag frá kl.
20—23. Getum bætt við einum byrjendaflokki fyrir
bæði konur og karla, 1 5 ára og eldri
Karate er íþrótt fyrir alla.
Seinsei: ReynirZ. Santos 3. dan.
Karatefélag Islands,
Brautarholti 18,
sími 16288.
Frönsku
húsgögnin
Káetustíl
VATNS-
HITAKOTAR
30— 80-120 LÍTRA. LEITIÐ UPPLÝSINGA!
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820
dood • • □OOD •
í nútíd og íromt
umírom ollt; ÖRVGGI!
^ SRD-502 dýptarmœlar
-4
fjórir 40 faðma skalar. niSur a8 160 faðma dýpi
tfðni: 50 kHz
hvft fiskllna
10 cm breiSur pappir
sé pappfrsstrimillinn stöSvaður, skilar tækið upplýsingum
um dýpiö með neistaglampa á tölusettri hringsklfu
— ÓDÝRT FISKLEITARTÆKI FYRIR SMÆRRI BÁTA —
]lÍTK> VID OG LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA.j
KRISTJÁN Ó.
SKAGFJÖRÐHF
Umbodsmenn:
Armúla 1 a Sími 86112
Hólmsgata 4. Box 906.
iavík.