Morgunblaðið - 20.04.1977, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977
25
fclk í
fréttum
+ Þegar Calya bjó f heimalandi
sínu, Sovétríkjunum, var hún
ekki ljósmyndafyrirsæta
heldur sýningarstúlka af gamla
skólanum. Hún sýndi föt f
tískuhúsum Moskvu fjórum
sinnum á ári. Hún var og er enn
ákaflega falleg stúlka, en kven-
leg fegurð er ekki sérlega hátt
skrifuð í Sovétríkjunum og það
eru takmörk fyrir havað er
levfilegt. Maður má t.d. ekki
kkeðasl mjög áberandi fötum
eða mála sig þannig að það
vekji athygli. En Galya gerði
það samt og keypli ba>ði föt og
snyrtivörur á svörtum markaði
og dag einn kom erlendur Ijós-
myndari auga á hana. Myndir
af 'henni komu á forsíðum
tískublaða um allan heim og
ameríska blaðið Vogue birti
mynd af henni á Rauða torginu
í Moskvu við hliðina á styttu
Lenins. En þetta var of mikið
af því góða, og Galyu var
stranglega bannað að láta er-
lenda ljósmyndara taka af sér
mvndir. Hún fékk tilhoð víða
að en fékk ekki leyfi til að fara
úr landi. Hún ha>tti því störfum
sem sýningarstúlka og af því að
hún er af Gyðingaa>ttum fékk
hún leyfi til að ferðast til
ísraels í sumarleyfi. Á leiðinni
þangað stansaði hún nokkra
daga í Vín og ljósmyndararnir
birtust aftur. Ilún ferðaðist til
USA og Englands og loks til
Parísar. Þar hitti hún fyrr-
verandi mann sinn sem nú
starfar sem bankastjóri I París,
og þau ákváðu að gifta sig
aftur. Og nú vonar Galya að
hún fái fanskan ríkisborgara-
rétt svo hún geti heimsótt fjöl-
skylduna I Sovétrtkjunum.
+ Graham Hosty er 27
ára gamall póstmaður og
býr í Huddersfield í Eng-
landi. Fyrir nokkru
keypti hann gamlan,
brotinn kíki fyrir 3000
kr. Kvöld nokkurt var
hann sem oftar að skoða
stjörnurnar- og uppgötv-
aði þá nýja stjörnu í
stjörnumerkinu Alpha
Sagitta. Þetta reyndist
vera Nýstirni.
Hann lét Bresku
Stjarnfræðirannsókna-
stöðinar vita um upp-
götvun sína, en þar er
fjöldi fólks sem ver allri
ævinni í rannsóknir án
þess að finna eina ein-
ustu nýja stjörnu. Stjarn-
an verður látin heita i
höfuðið á Graham Hosty
eins og venja er.
|fenwood
ufug»eyp‘r
Slmi 21240
Laugavegi
RÚTUBÍLSTJÓRAR
JEPPAEIGENDUR
FÓLKSBÍLAEIGENDUR
HJÓIDARÐASÓlUnifl HP
Dugguvogi 2 Reykjavik simi84in Postholf1046