Morgunblaðið - 20.04.1977, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977
MORÖdKí-^'^
Mff/no
!s
Heyrðu pabbi, Ireður maður
ekki tóbakinu I plpuna áður en
kveikt er I?
Ef þér ekki sendið okkur 50.000
krónur strax sendum við þá
gömlu heim aftur f kvöld!
Eg sá það sjálfur — hann jós
hreinlega tómatsósunni yfir!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
I VONLÍTILLI st.öðu er blekki-
spilamennska oft eina úrræðið.
Aðrir við borðið eiga oft erfitt
með að átta sig á hvað er áð ske,
eins og til er ætlast. En oft er
vissara að trúa ekki þessum
bragðrefum.
Austur, i spilinu hér að neðan,
reyndi þetta og tókst furðu vel.
Gjafari vestur, allir utan hættu.
Norður
S. 1)75
II. 8
T. ÁD1097
L. ÁK106
Vestur
S. G
II. ÁG109764
T. 6
L. DG94
Austur
S. 106
II. K52
T. 8432
L. 8752
Afsakið — ég er bara svo kvefuð!
Útáland eða
út í heim?
„Ég hef bandarísk réttindi til
bílaviðgerða, frá American Mot-
ors, einnig er ég með full réttindi
í Félagi ísl. bifvélavirkja og á
sveinsbréfi mínu eru stimplar,
sem veita réttindi til starfa í
Þýzkalandi, Norðurlöndum og
auðvitað Islandi, sem réttinda-
maður við þessa iðn. Með þessum
skrifum vil ég benda Ömari Ragn-
arssyni, vegna fréttar í sjónvarpi
á dögunum, um að vísa heldur
fólki út á landsbyggðina fremur
en beina því erlendis. Að vísu er
eitthvert vit í því, ekki sízt ef um
einræði væri að ræða, en nú er
ísland frjálst land og því tel ég
fólki heimilt að gera hvað sem
það vill innan viss ramma þó. En
vitaskuld er það hart til dæmis að
mennta lækna og lögfræðinga af
almannafé og missa þá síðan úr
landi. Ég tel nú samt að allir séu
menntaðir af almannafé allt frá
barnaskóla, misjafnlega mikið þó.
Menntamenn ætti að kyrrsetja
hér á landi 3 ár eftir nám, aðal-
lega vegna styrkjanna, þó að sjálf-
sagt þætti það hart.
En sumír hafa náttúrlega séð
um sig sjálfir fjárhagslega. Um
launin má segja að auðvitað þurfa
allir sómasamleg laun, krónan er
lág um þessar mundir og erlendis
eru stöður yfirleitt betur borgað-
ar. Það sannar fólksflóttinn og
aðallega er Svíþjóð fyrirheitna
landið, fyrir utan eitthvað, sem
dreifist til annarra landa. Mér
finnst líka gæta einræðis í verzl-
unarmáta, fólk má ekki kaupa það
sem það langar tiT, bjórinn t.d.
höft og fleira kemur þar til. Þetta
tel ég allt hjálpast að og það veitir
ekkí af að lífga upp mannskapinn
á löngum vetrarkvöldum, fremu
en að stuðla að einræði.
Örn Ásmundsson
bifvélavirki."
Tilhneiging fólks til að fara úr
landi í atvinnuleit hefur ávallt
verið nokkur, ævintýraþrá, von
um betri laun og betra starf eða
eitthvað allt annað hefur orðið
fólki hvati til þess. Varla verður
algerlega komið í veg fyrir það,
þó má nefna að það mun nokkrum
vandkvæðum bundið vegna eigna-
yfirfærslu og skipanar gjaldeyris-
mála. En hvað um það og menn
geta hugleitt þá tillögu bréfritara
hér að námsmenn verði látnir
stunda sín störf hér heima um
ákveðinn tíma að loknu námi
sinu.
0 Hið eilífa
sundlaugarmál
„Síðast liðinn laugardag eft-
ir hádegi fór ég sem oftar í sund-
laugarnar í Laugardal. Er ég gekk
inn í búningsklefann gekk hrein-
lega fram af mér vegna óþrifnað-
arins, sem við blasti. Uti um öll
gólf voru hrúgur af notuðum
bréfþurrkum, sígarettustubbum,
gömlum plástrum, tyggigúmmíi,
hárflygsum og rusli alls konar.
Fór ég nú að aðgæta hvort ég
fyndi enga umsjónarkonu, en hún
var hvergi sjáanleg. Fer ég þá
fram á gang og kem auga á konu í
hvítum slopp ög bið hana að
koma. Er ég sýni henní ruslið
segir hún að þetta komi sér ekki
við og að þetta sé ekki í hennar
verkahring. — Þetta séu nú
reyndar gestirnir, sem gangi
Suður
S. ÁK98432
H. D3
T. KG5
L. 3
Sagnirnar gengu þannig.
Vestur Norður Austur Suður
4 hjörtu dobl pass 5 spaðar
pass 6 spaðar allir pass
Sagnirnar voru eðlílegar og
skemmtilegar. Vestur reyndi að
gera erfitt fyrir og norður doblaði
til úttektar. Suður gat ekki sagt
slemmuna sjálfur en norður var í
góðri aðstöðu til þess með ásana
tvo og einspilið í hjarta.
Vestur spilaði út hjartaás og
þegar áttan kom úr blindum lét
austur kónginn eins og ekkert
væri eðlilegra. Aftur kom hjarta
og hvað átti suður nú að gera. Átti
vestur níu hjörtu eða var austur
að plata hann? Allavega var eðli-
legt að trompa með drottning-
unni, sem suður og gerði. En þeg-
ar austur áttí annað hjarta var
suður viss um hvað væri að ske.
„Hann vildi fá mig til að trompa
með drottningunni og á þess
vegna G106 i spaðanum en þá
þarf ég að svína,“ hugsaði suður
með sjálfum sér.
Hann spilaði þvi spaða frá
blindum og svínaði níunni. Einn
niður. Hjartakóngurinn kom
ímyndunarafli spilarans heldur
betur af stað.
ROSIR - KOSSAR - OG DAUÐI
Framhaldssaga eftir Mariu
Lang
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
81
endurminningin eyðilagði alit
fyrir honum.. .Mér hefur v’erið
ámóta innanbrjósts eftir að Jan
Áxel dó .. Ef ég hefði bara vit-
að þá hefði ég'getað hjálpað
honum.
— Heldurðu virkileg að þú
hefðir treyst þér til að halda
áfram sambúðinni með honum,
sagði Daniel Severin hranalega
— ef þú hefðir vitað að hann
var morðingi?
Það fór hrollur um Helene og
hún sagði hikandi:
— Ne-ei, sennilega hefði ég
ekki gert það.
Á meðan þessu fór fram
hafði Einar verið að hugsa um
annað.
— 1 sjálfu sér er sá hluti
sögunnar, sem að fortfðinni
snýr, ákaftega þokukenndur.
Þú getur varla komið með
neina frambærilega sönnun
fyrir þvf, að það hafi verið Otto
sem myrti Gértrud. Nema þú
takir hin óljósu orð Kalla svona
góð og gild sem sönnun. Það
GÆTI hafa gengið til á annan
hátt — eins og þú lagðir það
fyrir áðan, þar sem þú settir
Frederik Malmer sjálfan I hlut-
gerk morðingjans.
Christer kinkaði kolli.
— Þú hefur lög að mæla. Ef
Otto hefði vitað hversu erfitt er
að útgega óyggjandi sannanir I
morðmáli sem er tuttugu og
tveggja ára gamalt hefði hann
heldur ekki þurft að fremja
síðari gla-pinn.
— En, sa£Si Einar þrjózku-
lega — hvað snertir dauða
Malmers eldri þá liggja heldur
ekki fyrir neinar áþreifanlegar
sannanir fyrir þvf að Otto sé
hinn seki? Eða hvað. Það geta
verið Björn eða Helene eða
hver sem er.. segðu okkur
HVAð VARÐ ÞESS VALD-
ANDI AÐ ÞU VARST SVONA
SANNFÆRÐAR UM AÐ ÞAÐ
VÆRI IIANN OG ENGINN
ANNAR.
— Ilefurðu aldrei lent f þvf,
sagði Christer — að finnast að
hvert einasta smáatriði f ein-
hverju mynztri sé svo tilkomu-
Iftið og tilgangslaust að þú færð
ekki botn f neitt? En svo athug-
ar þú þessi smáatriði f ögn
meiri fjarlægð og þá uppgötv-
arðu skyndilega að þetta fellur
allt.eins og flfs að rassi. Já, þá
skilurðu meira að segja að
hefði eitt af þessum örsmáu
smáatriðum vantað hefði verið
óhugsandi að komast að lausn-
inni. Þannig var málinu háttað
hjá mér. Sérstaklega leitaðu í
huga minn fjórar spurningar
sem mér fannst meginmálið að
fá svör við. Hvað kom fyrir for-
stjórann eftir klukkan sex á
sunnudaginn? Ilvers vegna
breytti hann erfðaskrá sinni á
þann veg sem við vitam nú?
Hvers vegna var Otto Malmer
svo mjög í nöp við Björn Ud-
gren? Hvers vegna var
Frederik Malmer myrtur ein-
mitt þegar reyndur sakamála-
sérfræðingur var staddur á
heimilinu?
— Og þú telur að smám sam-
an hafirðu komist að þeirri
niðurstöðu að Otto Malmer hafi
verið samnefnari þessara
vandamála.
— Já, og ég get bætt þvf við,
að hann var reyndar sá
eini.. .Aðrir áttu við hér og
hvar í dæminu, en hann var sá
eini sem passaði alls staðar.
Christer leit á Minu.
— Ef þú vildir nú gefa mér
kaffisopa Mina skal ég reyna að
skýra þetta eftir beztu getu.
— Ég held að auðveldast sé
að ég sé það eigingjarn að ég
byrji á sjálfum mér. Þegar mér
varð Ijóst að Frederik hafði f
raun og veru verið myrtur voru
fyrstu viðbrögð mín þau, að það
væri ég sem forsjónin væri
hreinlega að ofsækja. Ekki
einu sinni f leyfi mfnu og
lukkulegu trúlofunarstandi og
tilhugalífi gat ég losnað við
dauða og glæpamál og eymd,
það var eins og þetta fylgdi mér
hvar sem ég færi og stæði og
návist mín ein hefði eitrað hið
friðsæla andrúmsloft hér f
Rauðhólum svo að einhver
hefði hneigzt til að fremja
þetta ódæðisverk.
Ég reyndi að bægja þessum
hugsunum frá mér, en þær
voru áleitnar og komu sffellt
aftur. Var það ekki aldeilis ein-