Alþýðublaðið - 17.10.1958, Side 6
6
AlþýSublaðið
Föstudagur 17. október 1953
Haukur Ragnarsson:
Hláturgas og deyfilyf
Á FYRRI hluta 19. aldar var
hláturgas vinsælt skemmti-
atriði á mörkuðum og sam-
komum. Þá var auglýst með
stóru letri að hláturgas kæmi
mönnum til að hlæja,. svngja
og dansa. En engum datt í
•hug að gas þetta (köfnunar-
efnisoxyd) mætti nota til
deyfingar. Þá gerðist það að
bandarískur tannlæknir varð
vitni a5 því að maður sem
var undir áhrifum hláturgass
slasaðist á fæti án þess að
taka eftir því. Tannlæknirinn
reyndi nú að gefa sjúklingum
sínum gas áður en hann hóf
aðgerðir á tönnum þeirra, og
fundu þeir ekki 'fyrir því þó
tennur væru úr þeim dregn-
ar.
Nýjasta deyfilyfið á mark-
aðinum er Viadril, sem er
unnið úr hormónum og notað
með hláturgasi. Er það eink-
um hentugt fyrir þá sök að
andardráttur sjúklingsins er
jafnari og áhrif eftir svæf-
inguna betri, þegar þess er
neytt.
COiyEDIf 1ADATTIID
r RiPlCnltvAPHl l lllf
LITIÐ UM ÖXL-
Án þess að nokkurn greini
á, munu allir samþykkja að nú
er liðinn hinn merkasti atburð.
ur í sögu frímerkjasöfnunar á
íslandi.
„F'RI'MEX — 1958“ var sýn-
ing, sem gaf því miður of litla
hugmynd um hvernig söfnun á
íslandi stendur í dag, en þó
voru Þarna. góðar svipmvndir
•— Ef árangurinn verður hins-
vegax sá, að næst fáist þeir sem
beztu söfnin eiga til að senda
á þau, þá er betur farið en
heima setið.
Ef málið er athugað, þá treyst
ir t. d. ekki dómnefndin sér til
að veita nema tvenn verðlaun
í þremur flokkur, aðeins einn
flokkurinn fær öll verðlaun, —
sem ætiast var til að væru veitt.
Mörg af söfnunum, sem voru
sýnd, voru alls ekki sýningar-
hæf út af fyrir sig, og hefðu
aldrei verið tekin á neina er-
lenda sýningu, nerxia þá kannski
,,Lokal“ unglingasýningu.
En þetta var okkar fyrsta
reynsla og nú erum við henni
ríkari, við verðum því að færa
feana inn hjá okknr óg geyma
Söngbók
bamanna.
RIKISÚTGÁFA námsbóka hef
m nýlega gefið iit sönglaga-
Hefti, er nefnist „Söngbók
barnanna.“ Um útgáfuna sáu
Friðrik Bjarnason, tónskáld og
Páll Halldórsson, söngkennari.
f heftinu eru 19 tví- og þrí-
rödduð lög, einkum ætluð til
notkunar í barna- og unglinga-
skólum.
Þarna eru m. a. sönglög eft-
ir Árna Thorsteínsson, Ás-
kel Snorrason, Bjarna Þor-
steinsson, Friðrik Bjarnason,
Helga Helgason, Jónas Helga-
son, Pál Halldórsson, Pál ís-
ólfsson, Sigfús Einarsson og
Sigvalda S. Kaldalóns.
Einnig eru í heftinu nokkur
erlénd lög.
okkur þáð sem við gátum af
henni lært til næstu sýning-
ar.
Ef við ætlum að fara að
dæma sýninguna á heimsmæli-
kvarða, gætum við víst kallað
hið innsenda efni, sem sýnt var
„fiasko“, bæði sökum falsana
sem um var að ræða í því og
auk þess og aðallega vegna frá-
gangs þess.
En hver vill fara að bera fyrstu
íslenzku frímerkjasýniguna
saman við stórar erlendar sýn-
ingar. Við erum hér eins og
þar stendur „fáir og smáir“, en
erum á góðum framtíðarvegi. '
Það að yfir 4000 manns skyldi
leggja lykkju á leið sína til að
sjá þessa sýningu sannfærir
okkur um að mikill áhugi er
ríkjandi og almennur fyrir frí-
merkjasöfnun í landinu.
Það lætur okkur vona, að
framtíðin sé björt og með stór-
um sigrum fyrir þá sem berjast
íyrir áhugamálum safnara í
iandinu.
Mikið héfur ver.ð um sýning.
una rætt manna meðal og þá
á ýmsa vegu, er ekki nema gott
urn það að segja að málið sé
rætt. En þegar skynsamiegar
niðurstöður koma þá eiga þeir
hinir sömu að !ar og fá þær að
gei'a þær áfram tu þeir.ra, er
^ýningunni stjórnuðu og munu
karmski hafa einhver afskipti
af næstu frímerkjasýningu.
Mistök geta aíitaf átt sér
stað og hafa vatal aust morg átt
sér stað í þessu t'lfslii, því að
aldrei er eins hætt við þeim og
þegar um fyrsta skipti er að
ræða.
Þau eru hinsvegar ekki td
þess að gera veður út aí þeim,
heldur til að læra aí og færa
sér reynslupa í nyt.
Skulum við svo vona að næst
þegar við mætumst til sýning-
ar og hittumst á Frímex 2., þá
verði um meiri áhuga meðal
safnaranna að ræða, um að
senda vandaðra og betur frá-
gengið efni til sýningarinnar,
en nú var.
Hittumst svo bráðlega á Frí-
mex 2.
TIL SKAMMS tíma var álitið,
að elzta tré veraldar væri að
finna innan tegundarinnar
Sequoiadendron giganteum B.,
en sú tegund hefur oft verið
nefnd risafura á íslenzku. Vit-
að er um tré af þessari tegund,
sem eru 3200 ára gömul. Við-
urinn er ákaflega endingar-
góður, og verða trén því ekki
hol með aldrinum. Fyrir þvi er
hægt að ákvarðá aldur þeirra
nákvæmlega. Viðarmagn
stærstu trjánna er 2500 m3,
en það er svipað og stendur á
5 hekturum af fullvaxta beyki-
skógi í Danmörku.
Fyrir einum tveim áratug-
um flaug sú fregn, að berfræv-
ingur einn af flokki pálma-
trjáa, Macrozomia denisoni F.,
gæti orðið 10—15 þúsund ára
gamall. Rannsóknir háfa seinna
leitt í Ijós, að enda þótt tré
þetta geti oft orðið mjög gam-
alt, oft yfir 1000 ára, nái það
þó aldrei 2000 ára aldri.
Til fróðleiks má geta þess,
að elzta tré á Norðurlöndum er
eikartré í Danmörku, er það
Konungseikin, sem kölluð er.
Því miður eru gömul eikartré
alltaf hol að innan, og er því
erfitt að ákvarða aldur þeirra
nákvæmlega, en tré þetta er
talið vera 1000—2000 ára gam-
alt.
Árið 1954 fann prófessor
Schulman við háskólann í Ari-
zona vaxtarstað fjörgamlla
trjáa af tegundinni Pinus ari-
state E. Trjátegund þessi hef-
ur verið kölluð broddfura á
íslenzku. í ljós kom að rnörg
trjánna voru yfir 4000 ára
gömuL
Fundur' þessi er árangur af
rannsóknum á sambandinu
milli úrkomu og breiddar ár-
hringa. Eins og mörgum les-
enda mun vera kunnugt, fer
breidd árhringanna á norð-
lægum slóðum aðallega eftir
súmarhitanum, enda er úr-
koma á þessum slóðum yfir-
leitt næg. Þessu er öðruvísi
farið í sunnanverðri N.-Ame-
ríku, en þar er víða afarlítil
úrkoma. Þar er það fyrst og
fremst úrkoman, sem ræður
breidd árhringsins.
Fræðigrein sú, sem fjallar
um rannsóknir á árhringum,
er á erlendu máli nefnd den-
drokronologi. Á síðustú árum
hfa rannsóknir þessar verið
mikið stundaðar, og þá fyrst
og ' fremst í þeim tilgangi að
athuga veðurfarssveiflur á liðn
um öldum. Eru til þessara
rannsókna notuð tré, sem nú
eru lifandi, en einnig timbur
úr gömlum húsum, ef kunnugt
er hvenær þau hafa verið
byggð. Hefur þannig tekist að
auka þekkingu okkar á veður-
fari liðinna tíma.
Prófessor Schulman var það
ljóst, að sambandið milli úr-
komu og breiddar árhringa var
nánara á vaxtarstöðum þeim,
þar sem jarðvatnsins gætti
minnst, því að á þeim stöðum
geta trén einungis notfært sér
úrkomuna. Þess vegna beind-
ist athygli hans að White
Mountains í Kaliforníu, en
fjöll þau eru í regnvari Sierra
Nevada fjallanna. Þar vex
broddfura í yfir 3000 metra
hæð yfir sjó. Trén eru strjál
og ekki hávaxin, meðalhæðin
10 m.
Yfirleitt er það svo, að elztu
trén hafa þurra toppa, og tókst
prófessor Schulman því fljót-
lega að finna þau. Elztu trén .
reyndust vera.4200 ára gömul,
cg telur Schulman að þarna
megi finna mörg hundruð tré
af svipuðum aldri. Vegna þess,
hvað veðurfarið er kalt og
þurrt í þessari miklu hæð fún-
ar viðurinn ekki, og því er
hægt að ákvarða örugglega
aldur þessara trjáa.
Loks má geta þess, að til
eru nokkur tré af þessari teg-
und á Hallormsstáð. Var sáð
til þeirra á árunum 1903—1905.
Fræið var sótt til Colorado.
Broddfuran hefur reynst frem-
ur hægvaxta, en henni hefur
aldrei hlékkst neitt á, ekki
einu sinni frostaveturinn 1918.
Hæsta tréð er nú tæpir '6 metr-
ar, en mörg um 4 metrar á
hæð. Broddfuran hefur marg-
sinnis, borið fullþroskað fr-æ.
Síðustu árin hefur fengist
nokkuð fræ af þessari tegund
frá Colprado, og hefur því ver-
ið sáð í græðireiti Skógrækar
ríkisins.
(Þý.tt og endursagt að
mestu úr Dansk Skovfor-
enings Tidsskrift, 2. hæfte;
Februar 1958).
Haukur Ragnarsson.
Ti.
V-
Það yrði ánægjulegt fyrir
ungu dömuna að fá svona húfu
og tösku fyrir veturinn.
I í þær má nota rautt filt eða
apaskinn, skreytt með ísaum-
t uðum hvítum blómum, með
' grænum eða svörtum blöðum.
j TASKAN: Klippið tvo hringi
sem eru 21% sm. í ummál.
Klippið eina lengju 45 senti-
metra langa í hliðarnar og 7%
sm. á breidd.
Klippið aðra lengju 20 senti-
metra langa og 7% sm. á breidd
í opið.
Síðan enn ein.a lengju 92%
sentimeter á lengd og 11 sm.
breiða í höldurxa.
Takið höldu lengjuna og
saumið hana saman á jöðrun-
um á röngunni og snúið henni
svo við.
Setjið rennilás í miðjuna á
lengjunni, sem ætluð er fvrir
opið og festið endum höldunn-
ar, opstykkisins og hliðarstvkk
isins saman . eins'og sjá má á
myndinni.
Saumið blómin í kringlóttu
stykkin og saumið þau síðan
við hliðarstykkin á röngunni
og snúið töskunni við um. opið.
Búið til fóðrið á sama hátt en
sleppið vitanlega höldunni, og
saumíð síðan fóðrið í töskuna.
HÚFAN: Gerið 30 reiti á
nappír, og á hver reitur að vera
2% sentimetri á kant. Dragið
síða í unp teikningu eins og
raeðfvlgjandi mynd sýnir og
klippið 5 stykki eftir þeirri
stærð.
Saumið síðan þessi stykki
saman og gangið frá ísaumi og
kanti eins og sjá má á mynd-
inni.
i