Alþýðublaðið - 17.10.1958, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.10.1958, Síða 7
Föstudagur 17. október 1958 Alþýðublaðið 7 Unnar Stefánsson: Á stúcteníagörðunum ertt vis-ílegar s/jtu- stof'ur. Myndin er frá Egmónt. inu reiðhjólageýmsla og sam- eiginleg farangursgeymsla. Sóibakki er nýjasti stúdenta- garðurinn í Kaupmannahöfn og var síðasti hluti hans tekinn í notkun í fyrrahaust. Sólbakki er aðeins fyrir hión, en við hlið hans er annar nýr garður ,,Otto Mönsteds Kollegium,“ sem er jafn hár og álíka stór. Þar búa aðallega verkfræðinemar og stúdentar í viðskiptafræðum. Auk þessara nýju garða eru í Höfn eldri garðar og má þar helzt til nefna ,,Egmont“, sem er nýlegur hjónagarður, ,,Nor- disk kollegium,“ þar sem ein- staklingar búa og síðast en ekki sízt má nefna ,,Regensen.“ hinn gamla góða garð, en þar búa aðeins sárafáir stúdentar. Um Carlsbergverksmiðjur, sem ná yfir stórt svæði. Ef við lítum til hægri blasir við Venstre fengsel, aðalfangelsið í Höfn og þáð er svo nálægt, að teikn- ingu . garðanna. varð að breyta á síðustu stundu til að ekki sæist ofan í fangelsisgarðinn úr efstu gluggunum* „Það er ekki langt að fara í Carlsberg'þ segir Iielgi, ,,en sú för hefur víst tíðum endað hér í næstu stofnun.“ Er við göngum eftir svölunum yfir á hina hliðina og lítum enn til hægrí, þá lok- ast hringurinn umhverfis stú- dentaheimilin —- með kirkju- garði. i, v - fi»ar búa margir íslenzkir síúdenfar með fjölskyldur sínar. SAMFERÐA okkur í lyftunni var ungur maður með uppbrett- ar ermar. Hann var með þvotta foala undir öðrum handleggn- um og ungbarn undir hinum. Við félagarnir gutum horn- auga til hvors annars ,og ber- sýnilega hugsuðum við báðlr hið sama, — að þetta litia at- vik væri táknrænt fyrir þann stað, sem við vorum komnir á. Okkur hló hugur í brjósti við þessa sýn þangað t!l við íórum fram hjá annarri hæðinni, því að þar þarst okkur til eyrna ofsafenginn barnsgrátur. Fund- um við þá, að hér vorum við ekki komnir inn á venjulegan stúdentagarð heldur hjónagarð, sem reyndist að töluverðu leyt.i frábrugðinn þeim görðum, sem við höfðum átt að venjast. Við vorum á leiðinni upp í Með ráðdeildarsemi tekst að spara saman fé til kaupa á ný- Éízku húsgögnum í íbúðina inngangi 5 á Sólbakka, nýja hjónagarðinum í Kaupmanna- höfn, og tilgangur okkar var að kynnast tilhögun og fyrirkomu lagi í hinum nýia hjónagarði. Við fórum úr lyftunni á fjórðu hæð og þar hittum við fyrir ung íslenzk hjón. sem nýflutt eru inn á garðinn. Það 'eru þau Kristín Jónsdóttir stúdína og Helgi Sigvaldason stud. polyt. Hann. les verkfræði og er á öðru ári. í fyrravetur leigðu þau hjónin úti í bæ, en voru svo hep-pin í haust að komast inn á hjónagarðinn- „Við vorum einstaklega hepp ín að komast hingað inn“, sagði Helgi. „Ég vissi til þess“, hélt hann áfram, „að 130 umsóknir hárust um 15 íbúðir sem vitað var um að losnuðu.“ „Ef bæði hjónin stunda nám, þá hafa þau forgangsrétt, — sömuleiðis sitja þau hjón fyrir öðrum, sem hafa börn á fram- . færi. Við hjónin eigum fjög- ; urra mánaða dóttur. Þess vegna í komumst við hingað inn“, | Á Sólbakka búa fjölmargir I erlendir stúdentar og sagt er, I að þar búi nánast ekki aðrir en útlendingar og danskir ,,mili- ar“. „Við greiðum 250 krónur á mánuði í húsaleigu“, segir Helgi, „og það þykir nokkuð dýrt“. „En nú er mjög erf/tt um húsnæði í Kaupmannahöfn, sér staklega í miðborginni og átti ég til dæmis kost á þriggja her. bergja íbúð fyrir 400 krónur á mánuði, en sá böggull fyigdi skammrifi að ég átti að borga Grein þessi. er tekin úr Stúd- entablaði jafnaðarmanna, sem nýkomið er út. '000 krónur fyrirfram. Slíkar 'yrirframgreiðslur eru algeng- ■r, en með öllu er útilokað, að '/enjulegir námsmenn geti borg að þær upphæðir. í fyrravetur leigðum við eitt herbergi hjá íslenzkri ekkju fyrir 225 krón- ur og miðað við það og aðra húsaleigu, sem tíðkast, má telja 250 krónur fyrir svona íbúð eðli lega húsaleigu.“ íbúðin er 60 fermetrar að stærð, tvö herbergi og eldhús. í henni er rúmgóð stofa og minna svefnherbergi. Á milli þess og eldhúss eru stórir inn- byggðir fataskápar og í eld- húsi eru stórir skápar og hent- ugur borðkrókur. Tvennar sval ir fylgja íbúðinni og snýr önn- ur í vestur, hin í austur, en í- búðin nær þvert yfir húsið. Sólbakki er 12 hæða sam- bygging og eru í henni sjö lyft ur og við hvert stigaop eru 20 íbúðir. í húsinu eru samtals 140 íbúðir og í því búa 22—23 íslendingar að börnum meðtöld um. íbúðarhæðirnar eru tíu, á efstu hæð er veitingastofa, en á neðstu hæðinni er þvottahús, þar sem íbúarnir hafa aðstöðu hann mætti segja langa sögu, en í stað þess að hætta sér út í þá sálma, væri rétt að geta þess að eins manns herbergi á görðunum eru leigð á 100 krónur á mánuði nema á „Nor- aisk kollegium,11 þar sem her- bergi og fæði kostar aðeins 150 danskar krónur. Yfirfærslan í vetur er 700 krónur fvrir ein- staklinga en 1050 krónur fvrir hjón. . Sólbakki, — nýi hjónagarðurinn í Kaupniannahöfn. f' til að þvo sjálfir. Þar er einnig Eftir að hafa setið í góðu yf- barnaheimili, þar sem eldri irlæti hjá þeim hjónum, héld- börn en tveggja ára eru tekin í um við í lyftunni upp á efstu gæzlu, og áformað er að koma hæðina og nutum útsýnisins um á fót vöggustofu fyrir vngstu hríð. Sér þaðan yfir alla Kaup- börnin. Þá má enn geta um mannahöfn. Er við lítum á verzlun hússins, kjörbúð, sem næsta nágrenni, vekur Helgi rekin er með samvinnusniði. athygli okkar á þeim stofnun- Hún greiddi 5% arð á síðasta um, sem næstar eru. Beint hér ári. Að sjálfsögðu er enn í hús- framan við eru hinar alkunnu Auk 530 íhúðarher- bergja er í Egmont glæsilegur hátíðasai- ur, þar sem stúdentar halda samkomur sín- ar. í húsinu er líka stór sameiginleg setu- stofa, bókasafn, sjón- varpstæki, hljóðfæri, borðtennissalur, leik- fimissalur og kvik- myndasalur, svo að þar er í senn félags- heimili fyrir stúdenta á báðurn görðunum. Mjölnir mólmælir. Á FUNDI 1 Mjölni, bílstjóra- félagi Árnessýslu var eftirfar- andi ályktun 'gerð fyrir nokkru: ,,Fundurinn mótmælir harð- lega reglugerðarfrumvarpi því, um missi félagsréttinda, er meirihluti stjórnar Landssam- bands vörubifreiðastjóra hefur ákveðið að leggja fyrir næsta Landssambandsþing. Telur fundurinn reglugerð- arfrumvarp þetta brot á þeim grundvallarreglum lýðræðis, er í heiðri ber að hafa innan hvers Sambandsfélags. Fundurinn bendir á að í lög- um flestra, ef ekki allra, sam- bandsfélaga munu vera skýr ákvæði um. hvernig, og við hvaða aðstæður meðlimir fé- laganna missi félagsréttindi. Auk þess er í lögum Lands- sambandsins ýtarleg ákvæði þetta varðandi. Fundurinn tel- ur því ekki þörf neinnra nýrra reglna varðandi félagsréttindi í bifreiðastjórafélögunum, enda mjög vafasamt að staðizt gæti að samþykkja slika reglugerð, sem að óbreyttum lögum Sam- bandsins. gæfi Sambands- stjórn einræðisvald til íhlut- unar um innri mál félaganna fram yfir það sem lög Sam- bandsins heimila. Telur fundurinn ástæðu til í þessu sambandi að benda á og mótmæla þeirri furðulegu ákvörðun Sambandsstjórnar að leggja vörubifreiðastjórafélag- ið „Goða“ í Mosfellssveit und- ir „Þrótt“ í Reykjavík gegn vilja félagsmanna í „Goða“. Telur fundurinn fulltrúum félagsins á. Landssambands- bingi að vera vel á verði gegn hverri tilraun til að skerða lýð ræðið í samtökunum.“ Alþjóðlegir úl- varpsiónleikar. ALÞJÓÐLEGIR útvarpstón- leikar verða haldnir á degi Sam einuðu þjóðanna, 24. þ. m., og standa að þeim 48 útvarpsstöðv ar víðs vegar um lönd og er Ríkisútvarpið hér meðal be.irra. Þetta mun vera í fyrsta simi sem reynt er að hafa svo víð- tæka alþjóðasamvinnu um tón- listarflutning á einum og söum. tónleikunum samtímis í n>örg- um löndum. Meðal þeirra, sem koma fram. á tónleikunum, eru Pablo Cas- als, Yeljudi Menuhin og David Oistrakh og Indverjinn Ravi Shankar. Þá leikur Bostonar Sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Charles Munch fimratu sinfóníu Honeggers og la Suisse Romande hljómsveitin með ein leikurum og kór undir stjóm Ernest Ansermet niðurlag ní- undu sinfóníu BeethoVens.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.