Alþýðublaðið - 17.10.1958, Side 12
V E Ð R I Ð : SA hvassviðri, rigning.
AlþýöublQöiö
Föstudagur 17. október 195S
Nýjar, rótfækar varúðar-
ráðstafanir á Kýpur
Góðar vonir um, að viðræður um
Kýpur hjá NATO komist á.
Leikfélagið ,Mímir'
á Selfossi frumsýnir
leikrit í kvöld.
LEIKFÉLAGIÐ „Mimir!i á
Selfossi er nú að hefja vetrar-
starf sitt að þessu sinni. Á síð-
astliðnu vori, er starfsemí fé-
lagsins lauk, var ákveðið að
NICOSIA, fimmtudag. —
Brezku yfirvöldin á Kýpur til-
kvnntu í dag að hrint yrði í
framkvæmd nýjum, róttækum
varúðarráðstöfunum í fjarátí-
unni gegn hermdarverkamönn-
um á eynni. Kom tilkynning
þessi eftir að fyrr í dag hafði
komið til nýrra ofbeldisverka
utan höfuðborgarinnar. M. a.
verður sett á skoðun alls böggla
pósts til að hindra vopnasmygi.
Þá verður komið upp vissum
,;hættusvæðum“ og verða þau
vandlega merkt. Munu allir
þeir, sem fara inn á þessi svæði,
Dauðaslys á
Snæfellsnesi
ÞAÐ sviplega slys vildi til
aðfaranótt miðvikudags, að
Þorsteinn Gunnlaugsson, bóndi
á Ölversnesi í Hnappadal, hrap-
aði í Djúpagili á Snæfellsnesi
og beið bana. Hann var 73 ára
að aldri.
Þorsteinn hafði verið ásamt
syni sínum Olgeiri á leið vest-
ur í Breiðuvíkurhrepp með
hrossarekstur. Lentu þeir í
myrkri og villtust af leið. Fór
Olgeri aðeins á undan, en er
hann hrapaði fram af kletta-
þrepi nokkru,, kallaði hann til
föður síns í aðvörunarskyni.
Fékk hann ekkert svar, en fann
hest föður síns á gilbarminum
með tauminn á makka, Leitar-
flokkur fann lík Þorsteins í
Djúpagili seint um kvöldið.
Hann lætur eftir sig konu og
níu uppkomin börn,
Síðasfa söngskemmlun
Sfefáns Ísíandi heima
að þessu sinni verð-
ur í Gamla Bíói
í kvöíd.
SÍÐASTA söngskemmtun
Stefáns Islandi hér heima að
þessu sinni verður í Gamla Bíó
í kvöld kl. 7.15. Söngvarinn fer
utan í fyrramálið.
Fleiri moftum stolið.
fá tilkynningu um, að þeir
h.ætti lífi sínu upp á e.gin á-
byrgð.
EINN DREPINN —
ANNAR SÆRÐUR
í ofbeldisverkunum í dag var
einn Breti veginn, en annar ai-
varlega særður. Bretinn, sem
veginn var, sat á kaffihúsi með
nokkrum kýpriskum vinum sín
um, er grímumpnn komu að og
skutu af vélbyssum.
GÓÐAR VONIR UM
N ATO-VIÐRÆiD U R
Frá París er tdkynnt, að bjá
NATO séu menn vongóðir um,
að takast megi að koma á við-
ræðum um Kýpurmálið. Aver-
off, utanríkisráðherra Grikkja,
kom í dag flugleiöis til Parísar
til þess að leggja fram skilyrði
grísku stjórnarinnar fyrir slík-
um fundi Breta, Tyrkja og
Grikkja.
hefja vetrarstarf nokkru fyrr
cn sl. ár.
Gunnar R- Hansen hafði lof-
að félaginu að verða Ieikstjóri
á næsta viðfangsefni. I samráði
við hann var svo ákveðiö að
taka til meðferðar norskt le.k-
rit eftir Oskar Braathen. Krist-
mann Guðmundsson, ritöfund-
ur í Hveragerði, framkvæ.mdi
þýðinguna. Leikurinn hlaut
nafnið „Indæla Maren“, Lf'ik-
urinn er í þrem þáttum og ger-
ist um 1880 í Osló. — Æfingar
haaf nú verið stundaðar at kost
gæfni að undanförnu undir leið
sögu Gupnars R. Hansen og er
nú það langt komið, að irum-
sýning hefur verið ákveð.i: í
kvöld í Selfoss Bíó. Félagið
hyggst ferðast eitthvað um ná-
grennið með leik þenn’an. Þeir
mörgu, er sáu „Kjarnorku og
kvenhylli" í meðferð íélagsins
á síðasta starfsári; bíða með
eftirvænt'ngu Sýninga.íélagsins
‘TIL viðbótar við frétt í blað-
inu í gær um mottuþjófnaði
unglinga, eru nú þegar upplýst
ir nokkrir slíkir til viðbótar.
Hafa unglingarnir játað að
hafa.hnuplað mottum úr húsurn
vestur í bæ og hafa notaö þær
í aurhlífar á skellinöðrur og
reiðhjól.
Fimm-kvölda spilakeppni Alþýðuflokks-
félaganna í Rvík hefsl í kvöld.
í KVÖLD kl. 8,30 hefst fiinm-kvölda keppni Alþýðuflokksfé-
laganna í Reykjavík og verður spilað í Iðnó annað hvert föstn-
dagskvöld. Heildarverðlaun í þessari keppni eru tvær stofu-
klukkur, sem hvor er 780 kr. virði. Er mynd af annarri þeirra
hér að ofan. Aðra klukkuna hlýtur sú kona, sem hæst vcrðuj
BÆJARSTJÓRN Reykjavík-
ur féllt í gær á þá tillögu Vöru-
bílstjórafélagsins Þróttar, að
hámarkstala vörubíla í Rvik
skulj vera 265 frá 1. nóv, þessa
árs til 1 nóv. næsta árs.
eftir þessi fimm kvökl. en hina sá karlmaður, sem hæstur verð-
ur. Auk þess eru veitt ágæt kvöldverðlaun. Síðan er sameigin-
leg kaffidrykkia. Eggert G. Þorsteinsson alþingismaður flytur
ávarp í kvöld. Loks verður dansað til kl. 1. Hinn vinsæli Rondó
kvaitett leikur fyriv dansinum. — Alþýðuflokksfólk er kvatt
til að fjölmenna og taka með sér gesti. Þar sem gleðin ríkir
er gott að vera.
Bourguiba sakar Egypta m
að standa bak við samsær
Ásakanir ganga fram og aftur mitli
Túnis og Arabalýðveldisins.
TÚNISBORG, fimmudag. —
Það er ekki lengur til neinti
grundvöllur fyrir opinberum
! tengslum Túnis o grabíska sam
; band: lýðvsldisins, sagði Bour-
| guiba forseti í ræðu í þjóðþing-
inu í dag. Hann gerði jafnframt
harða árás á Egypta, sem hann
:akaði um að vera blandaða í
samsæri um að myrða hann
fyrr í ár. „Arabíska sambands-
lýðveldið er- tæki Sovétríkj-
anna, sem nota stjórn Nassers
til að auka tök sín á Arabaheim
inum. Túnis óskar ekki eftir að
taka þátt í að innleiða komm-
únisma í Austurlöndum nær og
mun landið halda áfram tengsl-
um sínum við hinn vestræn
heim. Hið sorglega er, að ara-
bíska sambandslýðveldið getur
ekki séð hættuna aí kommún-
Dr. Steingrímur J.
Þorsteinsson pró-
fessor á fyrir-
leslraferðalagi.
DR. Steingrímur J. Þorstems
son prófessor er fyrir skömmu
farinn utan til að halda nokkra
fyrirlestra um íslenzkax bók-
menntir síðari tíma. Er för hans
í boði háskólanna í Uppsölum,
Stokkhólmi, Lundi, Gautaborg,
Osló og Björgvin. Mun dr.
Steingrímur verða um sex vik-
ur í ferðinni og flytja alís um
15 fyrirlestra.
, ismanum," sagði Bourguiba-. I
Hin opinbera egypzka frétta,
! stofa, Austurlönd nær, sakaði
Bourguiba forseta' í dag úm a$
'standa að baki samsæris,' ei’
beint væri 'gegn arabísku bjóð-
ernishreyifngunni, segir AFP„
Segir fréttastofan, að ákvörðua
Túnisstjórnar um að. slíta
stjórnmálasambandi við arab-
íska sambandslýðveldið sé liðup
í þessu samsæri og miði að. þvi
að hindra sambandslýðveldið £
að veita uppreisnarmönnum í
Algier hjálp. Enn fremur sakar
fréttastofan Bourguiba uni a2b
vera að reyna að neyða Algifr.
búa til að fallast á málamiðlun.
arlausn, og segir loks, að Bour-
guiba óttist sjálfstætt Algier
og muni því gera allt, sem í
hans valdi standi til að hindra
slíkt. i
Stúdenlar!
STUÐNINGSMENN lista =
Stúdentafélags jafnaða ■ ■
manna í kosningum til stú I-
entaráðs næstkomandj lau'g-
ardag eru beðnir að hafo .
samband við kosningaskri f j
stofu A-listans hið fyr-f .
Einkum eru þeir Þjóðvarnru- I
stúdentar, sem hýggjs f :
styðja A-listann, beðnjr ; 1
hafa sanrband við skrifst >
una.
Skrifstofan er í Alþý -
húsinu, 2. hæð, símar L" 1 |
og 16724.
Stúdentar sameinist I 1> r J
áttunni gegn íhaldi og ko* i - j
múnisma, Kjósið því A-íl .t- j
ann. I
X A-listinn.
Verkfall vörubílstjóra á
Keflavíkurflugvelli hafið
í GÆR, 16. okt., hófst verk- *
fall vörubifreiðastjórafélaip.
anna í Keflavík, Garði, Sand-
gerði og Grindavík hjá Islenzk-
um aðalverktökum á Keflavík-
, urflugvelli. Jafnframt því hófst
: samúðarverkfall Vörubílstjóra
1 félagsins Þróttar í Reykjavík
hjá ísl. aðalverktökum hannig
] að Þróttarbílar flytja ekki vör-
ur frá Reykjavík til Keflavík-
urflugvallar fyrir aðalverk-
taka.
Samningaumleitanir hafa
staðið yfir á annað ár, en engan
árangur borið. Aðalverktakar
nota mjög mikið bifreiðir frá
varnarliðinu til flutninga fvrir
sig, en nota sama sem ekkert
innlenda bíla. Þessu vilja sjálfs
eignarvörubifreðastjórar á Suð.
urnesjum ekki una, enda eiga
þeir við talsvert atvmnuieysi að
búa. Krefjast þeir hlutdeiidar í
þeim flutningum, sem herbíi-
arnir annast.
Viðræður milli samningsaðila
fóru fram bæði í gær og í dag,
en ekki hafa þær leitt ti! neinn
ar niðurstöðu enn sem komið
er.
LAUST eftir kl. citt í gær-
dag varð árekstur á gatna-
mótum Oldugötu og Brekku-
stígs. Strætisvagn á Sólvalla-
Ieið R 9371, koni vc-tan Öldu-
•gfttu, er jeppabifreiðinni R
1963 var ckið í veg fyrir vagn
inn frá hægri. Vagnstjórinn
snögghemlaði og kom í veg
fyrir alvarlegan árekstur, en
bifreiðirnar rákust þó saman
að framan. Sumir farþeg-
anna köstuðusf til við þetta
og kvartaði m. a. ein kona um
meiðsli á fótum. Önnur hlaist
smáskrámu á nefi. Lítið sást
á strætisvagninum, en jepp-
inn mun hafa skemmzt tals-
vert. M. a. virtist grind hans
liafa skekkzt. Ókumann jepp-
ans sakaði ekki.