Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 19 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 1977 SJÓNARMIÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA Kjördæmaskipan og kosningatilhögun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins gerir eftir- farandi ályktun um kjördæmaskipan og kosninga- tilhögun: 1. Kosningaréttur borgaranna verði jafnaður og dregið úr því misvægi, sem nú er um gildi atkvæða eftir því, hvar á landinu kjósandinn er búsettur. 2. Kjör þingmanna verði persónubundið, þannig að kjósendur hafi meiri áhrif á val þingmanna með atkvæði sínu en nú er. 3. Kannað verði, hvort unnt sé að breyta kjör- dæmaskipan og kosningatilhögun fyrir næstu kosningar til þess að ná ofangreindum mark- miðum. 4. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins er falið að halda fundi í kjördæmum sinum á þessu sumri og ræða hugmyndir manna um breytingar á kjör- dæmaskipan og kosningatilhögun. Niðurstöður fundanna verði lagðar fyrir miðstjórn flokksins. 5. Miðstjórn er falið að leggja tillögur um fyrir- komulag þessara breytinga fyrir þingflokk Sjálf- stæðisflokksins. Utanrfkismál Sjálfstæðisflokkurinn itrekar stefnu sína í utan- rikisrnálum, sem reynzt hefur islenzku þjóðinni mjög farsæl. Stefnan hefur í raun tryggt sjálf- stæðið og þjóðinni full yfirráð yfir auðlindum sinum. Hún hefur ekki breyst í grundvallar- atriðum, en hins vegar verið mótuð á svo viðsýnan hátt, að hún hefur lagað sig að breyttum aðstæðum. Síðasta og skýrt dæmi um þetta er, forysta Sajlf- stæðisflokksins við útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur. Viðfangsefnin í utanríkismálum eru síbreytileg. íslenzka ríkið býr ekki yfir þeim áhrifamætti á alþjóðavettvangi, að það geti með utanrikisstefnu sinni ráðið þróun alþjóðamála. Utanríkisstefna Is- lands verður því að taka mið af ytri aðstæðum og laga sig eftir breyttum viðhorfum, þótt aldrei sé horfið frá því meginmarkmiði að gæta islenzkra hagsmuna í hvivetna. Kappkosta skal að hafa sem nánast samstarf við þau ríki, sem likastar okkur eru að stjórnskipun og næst okkur liggja. í utanrikismálum leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherzlu á eftirfarandi meginþætti: — Þátt töku i starfi Sameinuðu þjóðanna. — Þátttöku íslands í samstarfi Norðurlandanna. — Þátttöku íslands í Atlantshafsbandalaginu. — Varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna og viðleitnina til að tryggja frið og öryggi á Norður- Atlantshafi. — Samstöðu íslands með öðrum Evrópuríkjum eins og hún hefur mótazt með þátttökunni i Evrópuráðinu, aðildinni að EFTA og viðskipta- samningum við Efnahagsbandalag Evrópu. — Ráðstafanir til eftirlits með því, að erlendir aðilar stofni ekki öryggi ríkisins í hættu með athöfnum hér á landi t.d. undir visindalegu yfir- skyni eða i skjóli stjórnmálasambands. — Viðleitnina til að bæta sambúð austurs og vesturs með raunhæfum aðgerðum, sem miða að því að draga úr vígbúnaði og spennu. — Alþjóðlega baráttu fyrir því, að allar þjóðir fái búið við mannréttindi og lýðræðislega stjórnar- hætti, um leið og lýst er yfir fordæmingu á stjórnarháttum, er brjóta í bága við þessi grund- vallarréttindi. — Verndun auðlinda og umhverfis með alþjóð- legri samstöðu. — Nauðsyn þess, að þau ríki, sem betur mega sín, leggi hinum lið, sem skemmra eru á veg komin. Aðstoð íslands við þróunarlöndin verði aukin. — Fiskkaup- endur... Framhald af bls. 13 Ég held við ættum að fara að dæmi Norðmanna, sem mér er sagt að hafi bannað flotvörpuna algjörlega.“ — En hvað með „kraftaverka- netin“? „Jú. þau eru almennt komin i báta hér.“ — Hvernig fara þau með fisk- inn? „Ég held nú að lítil breyting sé á því. En þetta er auðvitað harð- ara en-nælonið. Þetta er meira yfir í harðplast og girni, er harð- ara af sér og getur þess vegna ef til vill farið verr með fiskinn, án þess ég vilji þó fullyrða nokkuð um það. Og nú eru komin ein- girnisnet, sem reynast jafnvel enn fisknari." — Hvers vegna? „Þetta er að vissu leyti gegn- sætt og hlýtur þvi að sjást miklu verr i sjónum en gömlu nælonnet- in gerðu." — En hvað finnst þér um kvótafvrirkomulag á þorskinn? „Nú mér fyndist svo sem allt í lagi að fá á mig til dæmis 400 tonna kvóta, ef fyrir þau fengist sanngjarnt verð.“ — Hvað finnst þér sanngjarnt verð? „Það yrði að vera töluvert hærra heldur en það sem nú er greitt. Annars veit ég, að flestir fiskkaupendur greiða fiskinn hærra verði en verðlagsráð segir til um. Það er kannski staðið við verðlagsráðsprísana, en síðan koma alls konar aukasporslur og hlunnindi til viðbþtar. Þetta sýnir að það er þrátt fyrir allt hægt að borga okkur fiskinn betur en ráðamenn segja til um og ekki þurfum við sjómenn ann- að en að líta úr fyrir landstein- ana. Ég sá nótu frá Esbjerg um daginn fyrir spærlingi og þar er verðið yfir 15 krónur meðan hér eru settar á hann átta krónur.“ — Þú vilt láta banna flotvörp- una og segist geta sætt þig við kvóta á þorskinn. En hvað með beinar friðunaraðgerðir? „Ég tel þær nauðsynlegar og sjálfsagðar. En hitt er svo annað mál, að það þarf að jafna friðun- ina betur en nú er gert. Nú er Selvogsbankinn til dæmis lokaður fyrir okkur, en næsta friðunar- svæði er svo ekki fyrr en út af Austurlandi. Þarna er of mikið í einu og svo ekkert á of stóru svæði. Við verðum að hafa I huga að lokun á einum stað beinir aukinni sókn á annan og við höfum orðið að leita á djúpkantana fyrir aust- an Eyjar. Ég er hræddur um að þeir hafi fengið að kenna á vetrarvertiðinni núna. En við megum auðvitað ekki einblina á þorskinn. Það er fleira í sjónum en hann, eins og ég hef reyndar minnzt á. En svona í lok- in langar mig að nefna lýsuna sem fisktegund, sem við gætum litið betur á.“ — Sinfóníutón- leikar Framhald af bls. 7 kvæðinu. Varðandi flutning hljómsveitarinnar sem var víða þokkalegur, mætti spyrja, hvern skamma skuli fyrir „in- tónasjónina" í kaflanum, sem ber yfirskriftina Interlude, hljómsveitarstjórann eða hljóð- færaleikarana? Tónleikunum lauk með „La Valse“ eftir Maurice Ravel. Verkið er glæsi- lega samið, en fyrir smekk undirritaðs tilbúið, tilgerðar- legt og jafnvel óekta, enda var þýzk rómantík nokkuð sem frönsk tónskáld á þessum tíma reyndu að hamla gegn með ýmsum ráðum. Jón Ásgeirsson — Brotthvarf Kýpurskips Framhald af bls. 14 og öðrum notendum Akraborgar frem- ur en mér. Mun ég láta þessar athuga- semdir nægja en vísa þessu máli öllu að öðru leyti til embættis bæjarfógeta á Akranesi til rannsóknar og réttlátrar meðferðar Akranesi, 20. maí Björn H. Björnsson yfirhafnsögumaður. — Skipulagið samþykkt Framhald af bls. 32 þykkt samhljóða. Næstu daga verða haldnir formannafundir félaga á hinum svæðunum fjórum, þar sem þessi eins dags verkföll verða til umræðu á sama hátt og á fundinum í gær. Björn Jónsson var að því spurður í gær, hvers vegna sami verkfallsdagur hefði verið ákveð- inn fyrir Suðurland og Reykja- nes, Vestfirði og Austurland. Björn kvað þá ákvörðun einungis hafa verið tekna, þar sem menn vildu ljúka þessum verkföllum af á einni vinnuviku, frá föstudegi til fimmtudags. Samningafundir i kjara- deilunni á Loftleiðahótelinu voru boðaðar í gærkveldi klukkan 20.30, en vegna yfirvinnubanns verður ekki unnt að skýra frá gangi mála í kjaradeilunni fyrr en á morgun. — Podgorny hættir... Framhald af bls. 1 þannig, að aldur Podgornys væri ástæðan fyrir því, að hann er settur úr stjórnmálaráðinu. Podgorny er eldri en félagar hans í Kreml, Leonid Brezhnev flokksleiðtogi er 70 ára og Alexei Kosygin, forsætisráð- herra, er 73 ára. Forsetinn hef- ur gegnt fullum störfum frá því að hann kom frá Afríku og hef- ur verið fulltrúi Kreml í við- ræðum við erlenda gesti, þar á meðal leiðtoga Kúbu, Fidel Castro. Podgorny, sem fæddur er í Ukrainu, komst til æðstu valda ásamt Brezhnev og Kosygin eft- ir fall Kruchevs 1964. Honum tókst með hæfni og dugnaði að breyta forsetaembættinu úr heiðursembætti í eitt af mestu valdaembættunum í Kreml. Hann hefur ferðazt mikið jafnt austan tjalds sem vestan og ný- leg ferð hans til Afríku er í augum vestrænna fréttamanna merki um áhuga Moskvu á þeim heimshluta. Allsherjarfundur miðstjórn- arinnar, sem venjulega er hald- inn tvisvar á ári, létti einnig ritarastörfum af Konstantin Katushev i stjórnmálaráðinu. Katushev, sem hefur farið með mál varðandi sambandið við önnur Austur-Evrópuríki, var nýlega skipaður fulltrúi Sovét- rikjanna hjá Comecon. Frétta- skýrendur sögðu þá, að óhjá- kvæmilegt yrði að hann léti þá af öðrum ábyrgðarstörfum. — Minning Guðrún Jónsdóttir Framhald af bls. 22 þess ríkulega og verður það seint fullþakkað. Missir eiginmannsins, Guð- mundar, er mikill og vona ég að æðri mágtarvöld styðji hann og styrki I raunum sinum, en Guð- rúnu vill ég biðja allrar blessunar í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning hennar. Helgi Ólafsson. — Minning Guðrún Gunnarsdóttir Framhald af bls. 22 á ég ekki betri ósk til þeirra á þessari kveðjustund, en að afkom- endur þeirra erfi þá eðliskosti ömmú sinnar, sem gerðu hana ólgeymanlega vinum sinum og samferðafólki. Ef að líf er að loknu þessu verð- ur það hún Guðrún Gunnars, sem ég hlakka hvað mest til að hitta, af vandalausu fólki, friska og glaða, i varpanum handan móð- unnar miklu. Ester Kláusdóttir. mælír alh me6 norsku AC KLÆDNINGUNNI W ,4' :-fes V>3J A/Klæðning er fáanleg í mörgum fallegum litum sem eru innbrenndir og þarf því aldrei að mála. A/Klæðning er úr áli sem má beygja án þess það brotni og ef það verður fyrir miklu höggi tognar á því en það rifnar ekki. Annars er álið í A/Klæðningu svo þykkt að það þolir töluvert högg án þess að á því sjáist. Fáanlegir eru ýmsir fylgihlutir með A/Klæðningu sem hefur þurft að sérsmíða fyrir aðrar klæðningar. A/Klæðning er seltuvarin og hrindir frá sér óhreinindum. A/Klæðning er auðveld í uppsetningu og hefur reynst vel í íslenskri veðráttu. Afgreiðslufrestur er alveg ótrúlega stuttur. Leitið upplýsinga og kynnist möguleikum A/Klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓRI: HEIMASfMI 71400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.